Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 Afmæli_________________________ Haraldur M. Kristjánsson Haraldur Magnús Kristjánsson, sóknarprestur Víkurprestakalls, Ránarbraut 7, Vík í Mýrdal, varð fertugur á flmmtudaginn var. Starfsferill Haraldur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Selfossi. Hann lauk stúd- entsprófi frá ML 1977 og kandídats- prófi í guðfræði frá HÍ 1985. Þá hef- ur hann sótt námskeið á sviði áfallahjálpar og í barna- og ung- lingastarfi hjá IKO í Noregi. Á námsárunúm var Haraldur lög- regluþjónn í Reykjavík, sumrin 1978-85. Hann var skipaður aðstoð- arprestur til Garða- og Víðistaða- sókna í ársbyrjun 1986 og sóknar- prestur Víkurprestakalls í desem- ber 1986 þar sem hann hefur starfað síðan. Haraldur var ritari og síðan gjald- keri nemendafélagsins Mímis við ML, gjaldkeri í stjóm Félags guð- fræðinema, var ásamt fleirum rit- stjóri Orðsins, tímarits guðfræði- nema, í eitt ár, fulltrúi stúdenta í bygginganefnd HÍ í fjögur ár og starfsmaður kirkjuþings haustið 1985. Haraldur er félagi í Slysavamafé- lagi íslands, björgunar- sveitinni Víkverja í Vík, starfaði í Lionshreyfmg- unni í nokkur ár, var for- maður Minningarsjóðs um Halldór Jónsson, kaupmann í Suður-Vík, og k.h., Matthildi Ólafs- dóttur, var formaður skólanefndar Mýrdals- hrepps, er formaður áfengisvarnanefndar Mýrdalshrepps, er full- trúi Skaftafellsprófasts- dæmis i fulltrúaráði Hjálparstofnunar kirkjunnar og varamaður í héraðsnefnd prófasts- dæmisins, er félagi í Frímúrararegl- unni á íslandi og hefur gegnt þar trúnaðarstörfum. Haraldur kynnti sér starf presta á deildum fyrir liffæraígræðslu á sjúkrahúsinu í Huddinge í Svíþjóð og starf presta á Lunds Lasaret í Lundi í Svíþjóð. Hann hefur sinnt kennslu um sorg og sorgarviðbrögð fyrir Menningar- og fræðslusam- band alþýðu og starfaði á miðstöð fyrir áfallahjálp í Sjúkrahúsinu á Ísafírði vegna snjóflóðsins á Flat- eyri. Fjölskylda Haraldur kvæntist 23.7. 1983 Guðlaugu Guð- mundsdóttur, f. 28.9. 1961, hjúkrunarforstjóra dval- ar- og hjúkrunarheimilis- ins Hjallatúns i Vík. Hún er dóttir Guðmundar Jónssonar, f. 16.11. 1927, frá Þverspyrnu í Hruna- mannahreppi, og k.h., Sigrúnar Kristbjörnsdótt- ur, f. 18.5.1928, frá Birnu- stöðum á Skeiðum Börn Haralds og Guð- laugar era Ámi Már, f. 30.9. 1981, nemi við Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi; Birgir, f. 20.7. 1984, nemi við Víkurskóla í Vík í Mýrdal; Guðmundur Kristinn, f. 13.10.1992. Bræður Haralds era Guðmundur Guðni Kristjánsson, f. 14.9. 1953, landfræðingur í Lundi í Svíþjóð, kvæntur Sólveigu Renate Friðriks- dóttur, náms- og atvinnuráðgjafa, og eiga þau þrjú böm; Lárus Þór Krist- jánsson, f. 20.1. 1961, líffræðingur í Molde í Noregi, en kona hans er Kirsti Amesen viðskiptafræðingur. Foreldrar Haralds: Kristján Sig- urður Guðmundsson, f. 13.5. 1922, vélvirki og rennismiður, lengst af á Selfossi en nú búsettur í Vík, og k.h., Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 4.6. 1925, d. 1.1. 1990, kjólameistari. Ætt Kristján er sonur Guðmundar Guðna Kristjánssonar, skrifstofu- stjóra Rafveitu ísafjarðar, Kristjáns- sonar, b. og skipstjóra í Meiri-Garði í Dýrafirði, Ólafssonar, b. í Ytrihús- um, Sakaríassonar. Móðir Guð- mundar var Sigríður Þórðardóttir, b. á Lambavatni á Rauðasandi, Jónssonar. Móðir Kristjáns Sigurðar var Lára, systir Lúðvíks, skrifstofu- stjóra Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Lára var dóttir Magnúsar, verslun- armanns á Sauðárkróki, Guð- mundssonar, og Hildar Pétursdótt- ur, dansks skipstjóra, Eriksen. Guðmunda var dóttir Guðmundar Kristins Gíslasonar, frá Urriðafossi í Flóa, og k.h., Þuríðar Ámadóttur, hreppstjóra frá Hurðarbaki, Páls- sonar, frá Keldum á Rangárvöllum, Guðmundssonar. Haraldur Magnús Kristjánsson. Sveinn Einarsson Sveinn Einarsson, fyrrv. bóndi í Lækjarbrekku í Eystrihrepp, nú til heimilis að Hörðuvöllum 6, Selfossi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sveinn fæddist í Efri-Gróf í Vill- ingaholtshreppi en flutti með for- eldmm sínum víða á milli bæja í Gnúpverjahreppi og á Skeiðum í bernsku. Þau fluttu að Skarði 1 Eystrihreppi 1935 og bjuggu þar þangað til þau reistu nýbýlið Lækj- arbrekku í landi Steinsholts í sömu sveit 1949. í Lækjarbrekku bjó Sveinn með Sigríði, systur sinni, og foreldrum sínum, meðan þau lifðu. Sveinn og Sigríður bmgðu búi 1991 og fluttu á Selfoss. Á sínum yngri árum starfaði Sveinn við margvísleg verkamanna- störf jafnhliða búskapnum. Einkum var hann í vegavinnu og í bygginga- vinnu. Fjölskylda Systur Sveins eru Sigríður, f. 10.4. 1920, fyrrv. húsfreyja í Lækjar- brekku; Guðrún, f. 29.4. 1921, hús- móðir í Noregi, gift Knut Aagestad og eiga þau þrjú böm; Guðbjörg, f. 29.4.1921, húsmóðir í Reykjavík, var gift Ólafí Þorsteinssyni gjaldkera og era synir þeirra tveir. Foreldrar Sveins voru Einar Sveinsson, f. 24.4. 1884, d. 4.11. 1958, bóndi 1 Lækjarbrekku, og k.h., Sess- elja Loftsdóttir, f. 13.2. 1891, d. 18.6. 1961, húsfreyja. Ætt Einar var sonur Sveins, b. í Syðra-Langholti og í Ásum í Gnúp- verjahreppi, bróður Magnúsar á Miðfelli, fóður Einars, rektors MR. Sveinn var sonur Einars Magnús- sonar og Margrétar Magnúsdóttur. Móðir Einars í Lækjarbrekku var Guðbjörg, systir Sigríðar, lang- ömmu Harðar Sigurgeirssonar, for- stjóra Eimskipafélags íslands. Bróð- ir Guðbjargar var Sigurður, afi Ottós N. Þorlákssonar, forseta ASÍ. Guðbjörg var dóttir Jóns, b. í Tortu í Biskupstungum og ætt- föður Setbergsættarinnar, Guðmundssonar, ríka, b. í Haukdal, Miðdal og víð- ar, Eiríkssonar, b. á Álfs- stöðum, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðbjörg Jóns- dóttir. Móðir Guðbjargar í Syðra-Langholti var Guð- rún Egilsdóttir, b. í Tortu, Þórðarsonar, og Guðlaugar Gísla- dóttur. Sesselja var dóttir Lofts, b. í Steinsholti, bróður Guðlaugar, ömmu Haralds Matthíassonar á Laugarvatni, foður Ólafs alþm. Loft- ur var sonur Lofts, b. í Austurhlíð, Eiríkssonar, ættfoður Reykjaættar- innar, Vigfússonar. Móðir Lofts í Austurhlíð var Guðrún Kolbeins- dóttir. Móðir Lofts í Steinsholti var Guðrún Bjamadóttir, b. í Árbæ, Stefánssonar, b. á Heiði, Bjarnason- ar, ættföður Víkingslækj- arættar, Halldórssonar. Móðir Stefáns var Guð- rún Eyjólfsdóttir. Móðir Guðrúnar í Austurhlíð var Margrét Eiríksdóttir, ættfóður Bolholtsættar- innar, Jónssonar, og Kristínar Þorsteinsdótt- ur. Móðir Sesselju var Sig- riður Eiríksdóttir, b. á Hömrum, bróður Guð- rúnar, langömmu Guð- nýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Eiríkur var sonur Kol- beins, b. á Hlemmiskeiði, bróður Lofts í Austurhlíð. Móðir Eiriks var Solveig, systir Ófeigs ríka á Fjalli, ættfoður Fjallsættarinnar Vigfús- sonar. Móðir Sigríðar í Steinsholti var Sigriður Jakobsdóttir, b. á Skálmholtshrauni, Högnasonar, langafa Einars Jónssonar mynd- höggvara. Sveinn er að heiman á afmælis- daginn. Sveinn Einarsson. Brúðkaup Þann 28. desember voru gefin saman í Neskirkju, af sr. Frank M. Halldórssyni, Jóhanna S. Ólafsdóttir og Karl Sædal Sveinbjörnsson. Heimili þeirra er aö Njörvasundi 37, Reykjavfk. Ljósm. Nýmynd, Keflavík. Þann 31. maí voru gefin saman í Hvalsneskirkju, af sr. Sigfúsi Baldvinssyni, Guöbjörg M. Guö- laugsdóttir og Hjalti Á. Sigurös- son. Heimili þeirra er aö Heiðar- holti 18, Keflavík. Ljósm. Nýmynd, Keflavík. Þann 2. nóvember voru gefin saman í Keflavíkurkirkju, af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni, Kristín Svala Sigurðardóttir og Haukur Ingimarsson. Heimili þeirra er aö Hátúni 12, Keflavík. Meö þeim á myndinni er brúöarmær- in Erla Sylvía. Ljósm. Nýmynd, Keflavík. Þann 6. september voru gefin saman í Bústaöakirkju, af sr. Pálma Matthíassyni, Ragna Jak- obsdóttir og ívar Gunnarsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósm. Ljósmyndarinn - Lára Long. Til hamingju með afmælið 5. nóvember 85 ára Guðmundur Sigfússon, Kolbeinsá I, Bæjarhreppi. Marinó Einar Árnason, Suðurgötu 97, Akranesi. 80 ára Þyri S. Eydal, Gilsbakkavegi 7, Akureyri. 75 ára Steindór Guðmundsson, Hvammi, Höfn í Homafírði. 70 ára Ólafur B. Steinsen, I v ; Sjálfsbjargar- : '' jl Hátúni 12, Reykjavík, varð sjötugur i gær. Ásta Sóley Lárusdóttir, Hallveigarstíg 9, Reykjavík. Birna Jónsdóttir, Þinghólsbraut 67, Kópavogi. Ólafur Guðmimdsson, Fannafold 192, Reykjavík. Óskar Friðbjamarson, Bakkavegi 31, Hnífsdal. Steinar Magnússon, Árnagerði, Hvolsvelli. 60 ára Guðni Aðalsteinn Arthúrsson, Heiðarvegi 14, Reyðarfirði. Guðný Steingrímsdóttir, Garðcursbraut 73, Húsavík. Pétur Ragnar Enoksson, Hólmgarði 11, Reykjavik. Ragna Ragnarsdóttir, Stífluseli 10, Reykjavík. Sigtryggur Vagnsson, Hriflu H, Ljósavatnshreppi. 50 ára Ásdís Magnúsdóttir, Brekkubyggð 24, Garðabæ. Birgir Guðmundsson, Krummahólum 8, Reykjavík. Birgir verður með kvöldkaffi í sal Múrarafélags Reykjavíkur, Síðumúla 25, í kvöld frá kl. 20. Friðleifur Helgason, Hrísateig 36, Reykjavík. HaHa HaHdórsdóttir, Rjúpufelli 31, Reykjavík. Ólafur Guðnason, Frostafold 14, Reykjavík. Siggerður Þorvaldsdóttir, Álfhólsvegi 15 A, Kópavogi. Sigríður Thorlacius, Hryggjaseli 18, Reykjavík. Steingerður Axelsdóttir, Syðra-Laugalandi, Akureyri. Trausti Magnússon, Hjallabrekku I, Ólafsvík. Viðar Jónsson, Engihjalla 25, Kópavogi. Þórður Helgason, Bjamhólastíg 18, Kópavogi. 40 ára Ami Jónsson, Víðigmnd 14, Sauðárkróki. Bergljót Viktorsdóttir, Sunnuvegi 17, Reykjavík. EHsabet Rósmundsdóttir, Miklubraut 16, Reykjavík. GísH HafUði Guðmimdsson, Víðimel 50, Reykjavík. GísU ísfeld Guðmundsson, VíðivöUum, Reykjavík. Guðmundur EmH Jónsson, Kjarrhólma 14, Kópavogi. Harpa Brynjarsdóttir, Fögmsiðu 7 B, Akureyri. Kolbrún Kópsdóttir, Hlaðhömmm 10, Reykjavík. Sigrún VaUaðsdóttir, Stóragerði 36, Reykjavík. Sigurður Sigurðsson, Laugarbraut 12, Akranesi. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.