Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 4» ikvikmyndir Regnboginn - Úthverfi: Leiðindi í úthverfi 'Ír í kvikmyndaheimi glamúr- mynda og ólíkindatóla kemur stöðugt upp krafan um raunsæi og trúverðugleika. Hugsunin er þá sú að raunsæið eitt tryggi gæðin, og að trúverðugieik- inn nægi til að hefja sig upp yfir glamúrinn, sem þá er að sjáifsögðu álitinn til ama og jafnvel tjóns. Það sem vill gleymast í þessari heimspeki (Hóras), er að þrátt fyrir allt raunsæi er kvikmyndin list- ræn framleiðsla, sem lýtur lögmálum tilbúnings og svið- setningar, og því verður alltaf að færa „veruleikann" i eitthvert form og gæða hann einhvers konar lífi ellegar markmiði. Það verður, m.ö.o., að vinna úr veruleikanum rétt eins og glamúrnum. í fyrstu mynd sinni, Slacker, sýndi hinn ungi leikstjóri Richard Linklater einmitt slika raunveruleikamótun, en i nýjustu mynd sinni, subUrbia, virðist hann hafa tapað áttum. Myndin er gerð eftir leikriti Eric Bogosian. Þar er sagt frá nokkrum stefnu- lausum og leiðum ungmennum sem hittast eitt kvöld í tilefni af heim- sókn skólafélagans sem „meikaði það“ og varð rokkstjama. Sá mætir í límósínu og hefjast nú einhvers konar uppgjör og deilur, samfara til- færslu á kærustu, og yfirvofandi of- beldi. Það kemur fljótt í Ijós að rokkstjarnan var alltaf álitinn auli af hinum strákunum, og svo sannar- lega sýnir hann að þeir höfðu rétt fyrir sér. Staðfesting þessi á aulaskap hans hefur þó eng- an augljósan tilgang, þar sem ekki verður betur séð en hinir strákamir séu ná- kvæmlega jafnmiklir aular. Það verður ekki hjá þvi komist að það innihalds- leysi og sá doði og leiðindi sem heltekur tilvem þess- ara ungmenna smiti út frá sér og færist yfir á sjálfa myndina, sem einkenndist einmitt af þessu innihalds- leysi og leiðindum. Niður- skurður hefði hjálpað hér eitthvað, en best hefði verið að skrifa nýtt handrit. Leikstjóri: Richard Linklater. Hand- rit: Eric Bogosian. Tónlist: Sonic Youth. Aðalhlutverk: Giovanni Ribisi, Steve Zahn, Amie Carey, Kitt Brophy, John Cherico, Samia Shoaib, Ajay Naidu. Úlfhildur Dagsdóttir Regnboginn - The Brave: Peningana og lífið ii í The Brave, sem er frum- ” raun Johnnys Depps sem leikstjóra, segir hann sögu indíánans Raphaels sem býr viö mikla örbirgð ásamt fjölskyldu sinni við sorphauga Morganbæjar. Raphael er nýslopp- inn úr fangelsi, drekkur of mikið og lítil von að hann fái vinnu bráð- lega. Svo hann geti séð konu og bömum farborða tekur hann boði um að leika í „snuffmynd" (þar sem raunverulegur dauði manna er festur á filmu) gegn 50.000 dala greiðslu. Hann hefur viku til þess að kveðja allt sem hon- um er kært og á þeim tima sér hann líf sitt í nýju ljósi og endurmetur smám saman hlutskipti sitt. Lengi hafa verið þrálátar sögu- sagnir um „snuffmyndir" og sumir hafa gengið svo langt að telja þetta arðbæran atvinnuveg í undirheim- um kvikmyndagerðarinnar. Þótt Faces of Death (I-IV) teljist strangt til tekið ekki til snuffmynda er hug- myndin sú sama því í þeim er safn- að saman röð myndskeiða sem eiga það eitt sameiginiegt að sýna kvala- fullan dauða. Þótt færð hafi verið sterk rök fyrir þvi að dauðasenurn- ar séu sviðsettar eru þessar myndir enn bannaðar í flestum þjóðlöndum. Það sama má segja um margar leiknar myndir sem snúast um þessa ófýsilegu grein kvikmynda- listarinnar, s.s. verk þýska leikstjór- ^IKmNÞAHÁTÍP \í ans Jörg Buttgereit. Á þessu virðist vera breyting því æ fleiri viður- kennd kvikmyndaver virðast sjá hag í að gæla við hugmyndina um „andlit dauðans". „Snuffmynda- gerð“ var einn þáttur í mynd Dav- ids Lynch, Lost Highway, spænska myndin Tesis (1996) fiallar um þetta og nýlega seldi Andrew Kevin Wal- ker, sem skrifaði handritið að Seven, Columbia Pictures réttinn á að kvikmynda nýjustu sögu sína, 8 Millimeter, sem snýst um svipað efni. Ég man aðeins eftir einni klassískri mynd um kvikmyndir dauðans en breski leikstjórinn Michael Powell leikstýrði Peeping Tom árið 1960. The Brave er ekki „snuffmynd“ í þeim skilningi orðsins að hún sé kvikmynd sem sýni dauða kvikmyn- daðan. Menn deyja fyrir framan vél- amar en það er þeim áhorfend- um sem séð hafa Schwarzeneggermynd ekkert nýtt. Markmið Depps er fremur að sýna reisn Raphaels frammi fyrir dauðanum, samband hans við fiölskyldu sína, ást á ná- grönnum, konu og bömum o.s.frv. Depp var greinilega mikið niðri fyrir en afraksturinn er rýr. Samræðan við Marlon Brando, sem býður Raph- ael peningana, var hápunktur mynd- arinnar og þó var sá Brando aðeins skuggi af þeim vitfirrta Kurtz sem Martin Sheen hitti í frumskógum Kambódíu tæpum 20 árum áður. The Brave er virðingarverð tilraun en ég mæli ekki með henni. Leikstjóri: Johnny Depp. Aöalhiut- verk: Johnny Depp, Marlon Brando, Marshall Bell, Elpidia Carrillo og Frederic Forrest. Guðni Elísson Regnboginn - Cosi: Bíóleikhús ★★ Þessa dagana geta íslenskir óperuaðdáendur séð frum- lega uppfærslu á ópera Mozarts, Cosi fan tutte, i íslensku óperunni, sýningu sem fengið hefur góðar við- tökur. Þessi fræga ópera er þunga- miðja áströlsku kvikmyndarinnar Cosi, þar sem sjúklingur á geð- veikrahæli, sem er með Cosi fan tutte á heilanum, fær ungan leik- stjóra til að setja á svið óperuna með þátttöku sjúklinga. Eins og gef- ur að skilja reynist það hægara sagt en gert, þrátt fyrir mikla einíoldun. Ungi leikstjórinn er Lewis, at- vinnulaus listamaður sem telur, þegar hann fær starf sem leiklistar- leiðbeinandi. á geðveikrahæli, að hans hlutverk sé að setja á svið ein- hvem laufléttan gleðileik. Roy, einn sjúklingurinn, er ekki á sama máli, Cosi fan tutte skal það vera eða ekki neitt og þar sem sjúklingarnir styðja Roy er Lewis tiíneyddur að takast á við verkið. Hann gerir það hikandi i fyrstu en hrífst síðan af eldmóði Roy, sem þó er alltaf hundóánægður með leikstjórann, telur sig geta gert betur. Cosi er fyrst og fremst gaman- mynd, þó með djúpum undirtóni, því sjúklingarnar era mismunandi vel á sig komnir, spaugilegu hlið- amar þó dregnar fram á kostnaö ástands þeirra. Sjáif sýningin í lok- in er einstaklega fyndin, vel heppn- að lokaatriði, sem lyftir myndinni upp yfir þann leikhúsbrag sem ein- kennt hafði myndina framan af. Cosi er gerð eftir vinsælu leikriti og reynist leikstjóranum Mark Joffe erfitt að losna við leikhúsið úr mynd sinni, efnið býður að vísu ekki upp á miklar tilfæringar. Þá hlýtur það að gera honum erfitt fyr- ir að flestir leikaranna vora búnir að leika hlutverk sín á sviði í lang- an tíma og era því þrælbundnir leikhústúlkun sinni. Leikhópurinn stendur sig i heildina vel og er sterkasti hluti Cosi, sem aldrei nær almennilegu flugi fyrr en í lokin. Leikstjóri: Mark Joffe. Aðalhlut- verk: Ben Mendelsohn, Barry Otto, Toni Colette, Rachel Griffith og Colin Friels. Hilmar Karlsson Háskólabíó - Á snúrunni: Kerfisflækjur ★★ Vinirnir Stretch (Tim Roth) og Spoon (Tupac Shakur) era í hljómsveit með söngkonunni Cookie (Thandie Newton). Þeir eru báðir háðir eit- urlyfium. Stretch er sá órólegi og klikkaði og Spoon er yfirvegaður og praktískur. Á gamlárskvöld fellur Cookie í eiturlyfiadá og er lögð inn á spítala og þá ákveður Spoon skelkaður að best sé fyrir þá félaga að hætta öllum afskipt- um af dópi og hefst nú svipuganga gegnum kerfið. En í millitíðinni rekast þeir á dauðan eiturlyfia- sala, taka dópið hans og eru síðan eltir (i gegnum kerfið) af lögreglu og öðrum eiturlyfiasölum. Myndin er fyrst og fremst spiluð upp á grín, og era samskipti þeirra vina sín á milli og við kerfið aðal- málið. Roth bullar og bullar og Shakur sér um að fylla út eyðu- blöðin og draga hann á eftir sér í öllum eltingaleikjunum. Það er greinlegt að góð stemning hefur myndast milli þeirra sem skilar sér í myndinni. En þó þeir séu bæði fyndir og sætir þá nær Grid- lock’d sér einhvern veginn aldrei á neitt flug. Handritið er greinilega skrifað undir nokkrum áhrifum frá Tarantino, en verður aldrei sér- lega sniðugt eða smart. Klemman sem þeir félagar eru í nær heldur aldrei að gera áhorfandann sérlega samúðarfullan (þó allar svona ferð- ir gegnum skrifræði séu kunnug- legar), fyrr en rétt undir lokin þeg- ar hefnigjöm skrifstofukona nær sér niðri á þeim félögum. En Tim Roth er leikari sem alltaf er gaman að fylgjast með, og það er virkilega ánægjulegt að sjá hann í gaman- hlutverki sem lætur honum vel. Leikstjóri og handritshöfundur: Vondie Curtis Hall. Tónlist: Stew- art Copeland. Aðalhlutverk: Tlm Roth, Tupac Shakur, Thandie Newton. Úlfhildur Dagsdóttir í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 31. október-2. nóvember. Tekjurí milljónum dollara og heildartekjur. rsx*a Góður októbermánuður I efsta sæti listans er áfram I Know What You Did Last Summer, þriðju vikuna í röö, mynd sem kemur í kjölfar vinsælda Scream. Fjallar myndin um nokkra táninga í smábæ í Norður-Karólínu sem er ógnaö af sjómanni, þessa heims eöa annars. Aösókn í kvikmyndahús í Bandaríkjunum í októ- ber var góö, alls seldust miöar fyrir 381,6 milljónir dollara, sem er met, er þaö þremur prósentum meira en inn kom áriö 1995. Tvö fyrirtæki stóöu upp úr, Sony Pictures og Paramount. Ekki er mikiö um nýjar myndir á list- anum. í ööru sæti er Red Corner, dramatísk mynd sem segir frá rétt- arhöldum í Kína. Vert er aö benda á frammistööu Boogie Nights sem þriöju vikuna í röð er meö langbestu nýtinguna. Kvikmyndasölum er fjölg- aö vikulega og er alltaf fullt. Mynd þessi gerist innan klámiönaöarins í Bandaríkjunum á áttunda áratugn- um og segja sumir að tyrirmynd aö- alpersónunnar sé John Holmes, fræg- asti klámmyndaleikari sem uppi hef- ur veriö. Úr kvikmyndlnni Fairy Tale: A True Story Tekjur Helldartekjur 1. (1) 2- (-) 3. (2) 4. (12) 5. (3) 6. (4) 7. (6) 8. (-) 9. (5) 10. (7) 11. (8) 12. (14) 13. (10) 14. (11) 15. (15) 16. (9) 17. (13) 18. (16) 19-(") 20.(-) 45.262 7.403 37.282 8.751 51.361 31.024 7.117 2.704 8.236 59.244 13.002 26.659 31.511 39.707 6.419 3.511 39.592 25.907 245.012 170.606 I Know What You Did Last Summer Red Corner The Devil’s Advocate Boogie Nights Kiss the Girls Seven Years in Tlbet Falry Tale: A True Story Swltchback Gataca In & Out Rocket Man The Full Monty L.A. Confidential Soul Food Bean A Life Less Ordlnary The Peacemaker The Edge Men in Black Air Force One 9.406 7.403 7.368 4.681 3.511 3.278 2.902 2.704 2.585 1.728 1.454 1.384 1.276 1.226 1.049 0.846 0.804 0.667 0.621 0.621

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.