Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 32
 M&K II" ^ vínng *<œCi?r~«L . jyyrir kL J-/-Í i ■ ■ ;'í FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLA MIÐVIKUDAGUR 5. NOVEMBER 1997 Runólfur Oddsson, eigandi tveggja scháferhunda: Eitrað fyrir hundana „Ég er sannfærður um að það hefur verið eitrað fyrir hundana. Ég gruna ákveðinn aðiia um að hafa framið þennan verknað án þess að ég geti sannað neitt enn sem komið er,“ segir Runólfur Oddsson sem varð fyrir því að schaferhundar hans greindust með eitrun í gær. Runólfur, sem býr í Fossvogi, segir konu sína hafa hleypt hundunum, Scörku og Kötu, út í nokkrar mínútur í morgun og skömmu eftir að þeir komu inn hafi þeir sýnt einkenni þess að þeir hafi orðið fyrir eitrun. „Konan min hringdi í mig í skelfingu og sagði að þeir vænt orðnir veikir og riöuðu báðir. Ég fór beint heim úr vinnunni og þá lá annar hundurinn rænulítill en hinn riðaði á fótunum. Það eru all- ar líkur á því að einhver hafi fleygt til þeirra eitruðum mat,“ segir Runólfur. Fariö var meö hundana á Dýra- spítala Watsons þar sem þeir fengu meðferö svo sem gert er þeg- ar um eitrun er að ræða. „Læknarnir segja yfirgnæfandi likur á aö þarna sé um eitrun að ræða. Þarna er um að ræða eitthvert skjótverkandi eitur," segir hann. Runólfur átti í hatrömmum deil- um meöan hann bjó í fjölbýlishúsi við Álakvísl. Þeim deilum lyktaði með því að hann fLutti á brott og settist að í einbýlishúsi í Fossvogi. Eftir það hafa málaferli átt sér stað þar sem Runólfur hefur með- al annars stefnt lögmanni borgar- innar. Hann segist vart geta ímyndað sér hver standi að slíku illvirki. „Ég skil ekki það hugarfar sem er að baki verknaði sem þessum. Ég veit auðvitað af því að ég á óvildarmenn en það hvarflar ekki að mér að þeir gangi svona langt,“ segir hann. Sigurborg Daðadóttir dýralæknir sem hjúkrað hefur hundunum sagði hundana bera einkenni eitrunar. Hún sagði í morgun að eldri hundurinn, Scarka, væri orðinn tiltölulega hress en sá yngri væri milli heims og helju. Lögreglan í Reykjavík rannsak- ar nú atburðinn og hefur tekið sýni úr garðinum þar sem hund- arnir voru. -rt Hlúö var aö hundum Runólfs Oddssonar á Dýraspítala Watsons í gær. Hann segir aö eitraö hafi verið fyrir dýrin þegar þeim var hleypt út í gær- morgun. DV-mynd S ! Seölabankastjóri: Mismæli ráðherra: Eg ræði ekki við ykkur Ekkiaf „Nei, ég ræði ekkert við ykkur fréttamenn. Af hverju ætti ég að gera það? Það er búið að segja frá þvi sem við greinum frá í bankanum. ráðnum hug Meira verður ekkert um það sagt,“ sagði Steingrímur Hermannsson seðlabanka- stjóri, aðspurð- ur um viðbrögð hans við frétt Stöðvar 2 í gærkvöld um að hann hefði borið mestan ferðakostnað allra í Seðlabankanum frá árinu 1994. Upplýsingarnar um ferðakostn- aðinn voru sendar sjónvarpsstöð- inni í samræmi við ákvæði upplýs- ingalaga. Um það hvort ekki væri ástæða til að svara, sagði Stein- grímur „að búið væri að greina frá þessu eins og vera bæri“ - hann sæi ekki ástæðu til að bæta neinu þar við. -Ótt Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir að sér þyki leiðinlegt að hafa farið rangt með nafn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur í utandagskrár- umræðum á Alþingi í gær þegar hann kall- aði hana Ragn- heiði Ástu Stef- ánsdóttur. „Ég get ekki gefið Karl Ágúst Úlfsson leikari fagnaöi 40 ára afmæli sínu í gærkvöld. Hér sjást félagar hans í Spaugstofunni, þeir Örn Árnason, Pálmi Gestsson og Siguröur Sigurjónsson smella laufléttum kossum á vin sinn. Eflaust hafa einhverjir góðir brandarar fokiö hjá þeim félögum í gærkvöld. DV-mynd Pjetur neina skýringu á þessu aðra en þá að það eru tvær þjóðkunnar konur sem bera þessi nöfn, og hin er Ragnheiður Ásta Pétursdóttir," segir Halldór. Hann segir nafna- víxlin ekki hafa verið af ráðnum hug, en hins vegar hefði hann eins og reyndar aðrir reynt að gleyma Þjóðvaka og því ekki munað eftir því hvaða flokki þingmaðurinn tilheyrði. „Ég tók þetta sem mismæli en ekki dónaskap," segir Halldór. -Sól HEITIR SAMGONGU- RÁÐHERRANN EKKI . HALLGRÍMUR BLANDON? Veðrið á morgun: Snjókoma norðan til Á morgun verður norðaustan stinningskaldi og slydda eða snjókoma norðan til á Vestfjörð- um. Annars verður austan- eða suðaustangola eða kaldi og súld eða rigning víðast hvar. Hiti ná- lægt frostmarki allra nyrst en 1 til 6 stig annars staðar, mildast suðvestan til. Veðriö í dag er á bls. 45.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.