Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 10
10 wenning & "h MIÐVKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 JLlV Samevrópsk konungasaga í bók Ármanns Jakobssonar, í leit að konungi, er fjallað af miklum lærdómi um konungs- mynd íslenskra konimgasagna ffá þjóðveldisöld - þegar íslend- ingar lutu engum konungi. Stuðst er við helstu konungasög- ur íslenskar og samsteypur þeirra en því miður er drótt- kvæðum og sögum af Ólafi Tryggvasyni og nafna hans Har- aldssyni haldið utan við með þeim rökum að þær standi nærri helgisögum og gætu því ruglað myndina nokkuð. Lagt er upp með hefðbundna skoðun um sér- stöðu íslenskra konungasagna en þó ekki bent á annað sér- kenni en að þær voru ritaðar á þjóðtungu íslendinga í stað lat- ínu. Ekkert er þar vitnaö til þess að írar rituðu líka sögur af kon- ungum á móðurmáli sínu. Eftir ágætan inngang um ís- lensk konungasagnarit og mjög greinargott yfirlit um þróun konungsvalds í Evrópu kemur meginhluti bókarinnar þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum Evrópumanna á miðöldum um konunga, hvaða kostum og dyggðum þeir þyrftu að vera búnir, hvemig vald þeirra væri til komið, hvaða hlutverki þeir ættu að gegna og hvemig sam- skiptum við ríki, land og þegna skyldi háttað. Ármann leitar síð- an uppi sams konar hugmyndir í íslenskum konungasögum. Sum- ar eiga þó ekki eingöngu við um konunga heldur líka hetjur og hversdagsfólk. Viska og hófsemi eru tii dæmis dyggðir sem Hávamál telja kost á hverjum manni og fjöl- margar sögur em til vitnis um að menn voru bomir til þjóðfélagsstöðu sinnar, konungar jafnt sem höfðingjar, frjálsir bændur og þrælar. Öll þessi umfjöúun er rösklega skrifuð og ein- kennist af traustum tökum á efninu en líður fyr- ir þá aðferð að leggja upp með almennar hug- myndir sem em felldar að einstökum verkum fremur en að greina fyrst einstök verk og reyna sagna út frá þeirra eigin forsend- um með niðurstöðum um innri þróun sem endurspeglar bæði menntunarstig og afstöðu þeirra einstaklinga sem aö ritun ver- kanna stóðu. Sú framsetning og þau persónulegu efnistök sem þar koma fram hefðu að skað- lausu mátt setja meiri svip á bók- ina í heild. Hvergi er glímt við þann að- ferðafræðilega vanda sem er í því fólginn að þegar menn fóru að skrifa sögur og kvæði um forna konunga voru þeir að fella hefð- bundinn, munnlegan þekkingar- arf að nýju formi ritmenningar. Því er það hæpið, eins og víða er gert, að telja fjöldamargt til nýj- unga á 12. öld af því að þá komi það fýrst fram i rituðum heimild- um - sem helgast yfirleitt af því aö frá þeim tíma eru elstu rit- heimildimar. í leit að konungi er verðugur fulltrúi þeirra miðaldafræða sem hafa hin síðari ár tengt íslenskar fornbókmenntir við bókmennta- iðju klerka á meginlandi Evrópu. í stað þess að miklast af sérstöðu íslendinga hefur verið lögð áhersla á hið samevrópska í hug- myndaheimi og efnisskipan ís- lenskra verka. Eftir stendur þó að íslenskar fornbókmenntir eru ólíkar öllu öðru sem skrifað var á miðöldum enda þótt þær beri þess augljós merki að þeir sem stóðu að ritun þeirra hafa ekki búið á hugmyndafræðilegu eyðiskeri. Bók Ármanns er glæsilegt framlag til rannsókna á íslenskum konungasögum og kær- komin lausn frá því púsluspili ffæðanna að ráða í innbyrðis rittengsl einstakra verka og hand- rita. Um leið er hún mikilsvert skref í þá átt að tengja bókmenntimar við ytri veruleika höf- unda og áheyrenda þeirra. Ármann Jakobsson í leit að konungi Háskólaútgáfan 1997 Ármann Jakobsson - framlag hans til rannsókna á konungasögum er glæsilegt. DV-mynd Pjetur Bókmenntir Gísli Sigurðsson síðan að bera þau saman við það sem þekkt er annars staðar ffá. Síðasti kafli bókarinnar og sá gagnlegasti fjallar um konungsímynd íslenskra konunga- Rendezvous Söngkonan Cassandra WOson er trúlega þegar orðin ein skærasta stjaman í bandarískri djasstónlist. Samt velur hún sér oft einhver önn- ur lög en djasslög til flutnings eða ef hún flytur þekkt iög úr djassefnis- skrám, eins og á þessum diski, eru útsetningar og flutningur aðeins á skjön við það sem venjulegt getur talist. Sá sem skrifaður er fyrir hljómplöúmni Rendezvous ásamt söngkonunni er pianistinn Jacky Terrasson sem var hér nýlega á RúRek djasshátíðinni og vakti ógur- lega hrifningiL Og ekki að ástæðu- lausu, því að Terrasson er einn af skemmtilegustu píanóleikurum sem undirritaður hefur heyrt í. Hér leik- ur hann reyndar á Rhodes rafþíanó í nokkrum lögum (a la Chick Corea) auk flygilsins. Yfirbragð hljómdisksins er afskap- lega afslappað. Þetta er fremur lág- vær tónlist en fúll af tilfmningum. Hún ætti að höfða til allra er unna góðri tónlist, er sem sagt ekki endi- lega bara fýrir djassáhugafólk. Hljóð- færaleikur og söngur er af albesta tagi. Meðleikarar parsins eru Kenny Davis og Lonnie Plaxico á bassa og slagverksleikarinn Mino Cinelu. Meðal laga á diskinum má nefna „Old Devil Moon“, „Tennessee Waltz“, „Autumn Leaves“, í svipaðri útsetningu og Terrasson flutti á Hót- el Sögu í haust, „Tea for Two“ og „It Might as well be Spring". - Frábær tónistarflutningur sem fær hæstu einkunn. Hljómplötur Ingvi Þdr Kormáksson Maður klappar ekki á táknmáli Tyst teater, þögult leikhús. Það var sérkennileg eft- irvænting sem fylgdi þvi að fara í leikhús, vitandi að eyrun yrðu hvíld á öllu áreiti. Ekki á sýningu í lát- bragðsleik heldur heila leiksýningu á táknmáli. Ég er svo ung að tími þöglu bíómyndanna var lið- inn er ég tók að sækja kvikmyndahús, auk þess sem píanóleikur fylgdi þeirri menningu. Að fara á leiksýningu þar sem öll áhersla var á hið sjónræna og heym óþörf var merki- leg upplifun. Eyru mín leituðu svo ákaft að áreitum eftir að sýning- in hófst að ég tók vel eftir því að einhver á fjórða bekk tuggði tyggjó í gríð og erg. En bara fyrst, síðan leiddi Þalía mig á hið þögla svið, eins og með göldrum, og bauð mér söngleik á táknmáli. Það dásamlega gerðist, söngvarn- ir vom sem sungnir af fullri raust, þó án orða, án tóna. Dansar voru stignir, án tónlistar annarrar en þeirrar sem hugur hvers og eins framkallaði. Leikar- amir léku á táknmáli, máli sem var svo lifandi og svo skiljanlegt að unun var á að horfa. Verkið sjálft var skemmti- lega útfært í einfóldum stíl. Þrjú böm ákveða að leika heim hinna fullorðnu og gera þar allt sem þeim sýnist. Það líf skiptist í fernt; að eta, að elska, að berjast og að drekka frá sér allt ráö. Útfærsla leiksins var bráðskemmtileg, gróf á köflum og full af leiftrandi húmor. Einkum var bardaginn i boxhringn- um góður, þegar krakkarnir stýrðu mannhæðarháum mannamyndum hverri gegn annarri í slagn- um. Eins var gríðarlega fallegt atriði þegar Jenny syrgir örlög elsk- endanna i tregafullum söng. Það eina sem ég saknaði í sýningunni var meiri dýpt og nálg- un persónanna að efni verksins. En auðvitað veit ég ekki hversu djúpt verkið risti, ég kann ekki táknmál og verð að gera ráð fyrir því að margt sem ffarn fór á sviðinu hafi farið fram hjá mér. Þannig er það líka þegar ég horfi á leiksýningar á ókunn- ugum tungumálum. Þakkir áhorfenda að lokum voru í samræmi við sýninguna. Leikendur voru ekki hylltir með lófaklappi heldur lyftu gestir báðum höndum hátt á loft og hristu - maður klappar ekki á táknmáli. Menningardagar heyrnarlausra Tyst teater frá Riksteatern í Stokkhólmi sýnir: Lilla Mahagonny eftir Bertolt Brecht Leikstjórn: Tom Fjordefalk í Lilla Mahagonny ómuöu söngvarnir og tónlistin með töfrum - á táknmáli. Leiklist Sesselja Traustadóttír Léttsveitin til Sligo | Á morgun halda 80 konur úr Létt- j sveit Kvennakórs Reykjavíkur til I Sligo á írlandi til að taka þátt í alþjóð- ’ legri kórakeppni dagana 6.-9. nóvem- ber. Með þeim verður stjórnandi þeirra, Jóhanna Þórhailsdóttir, Aðal- ; heiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og | Wilma Young fiðluleikari. Sligo er lítill bær á norðvestur- j strönd írlands, þekktur meðal kór- j söngsunnenda vegna þess að þar koma kórar iðulega saman og keppast við að syngja. í keppninni ffamundan taka 40 j kórar þátt og verður keppt í ýmsum j flokkum. Léttsveitin tekur þátt í þrem- ur þeirra og syngur íslensk og erlend j lög með og án undirleiks. Þess má geta | að Léttsveitin hefur verið valin tfl að í syngja á opnunarhátíð mótsins ásamt j þremur öðrum kórum, frá Noregi, | Rússlandi og Ungverjalandi. Kórinn hefúr verið starfræktur í tvö ! ár og hafa Jóhanna og Aðalheiður séð um sfjórn og undirleik ffá stofnun hans. Teresa - sönn ástarsaga j Karmelsystur i Hafnarfirði hafa j gefið út bók um annan mesta dýrling j sinn, Teresu frá Lisieux, eftir norska kaþólska prestinn Kjefl Arild j Pollestad. Hann hefur meðal annars ; skrifað bráðskemmtilega ferðasögu j ffá íslandi, Min Is- landsferd, og Veien •í til Rom sem fjallar um trúskipti hans. j Hann hefur oft komið j til íslands og talar j reiprennandi ís- j lensku. Þó að bókin heiti : Teresa. Sönn ást- j arsaga segir hún ekki ffá ástum , karls og konu heldur ástinni á Guði. j Teresa átti sér þá ósk heitasta frá j unga aldri að verða Karmelsystir og j tókst það þegar hún var aðeins 15 ára sem var alger undantekning. j Hún vann engin stórvirki á lífsleið- j inni - enda lést hún úr berklum að- j eins 24 ára - en tamdi sér að nálgast Guð með auðmýkt, hlýðni, trú- | mennsku og kærleika til hans. Fyrir i hvatningu frá abbadisinni sinni f skrifaði hún sjáifsævisögu sína sem j hún kallaði Sögu sálar en sem p seinna hefur verið gefin út undir j heitinu Sjálfsævisaga Teresu ffá ! Lisieux. í ár er 100 ára ártíð Teresu og er bók Kjells Pollestad gefin út af því j tilefni. Þorkell Örn Ólason þýddi j hana og er hún prýdd fjölda mynda. j Hana er hægt að nálgast hjá Karmel- ‘ systrum, kaþólsku bóksölunni á Há- j vallagötu 14, í Kirkjuhúsinu og hjá j Máli og menningu og Eymundsson. Hjól tímans Það telst til tíðinda þegar íslend- ingur gefúr út frumsamið ljóðasafn á j erlendu máli. í desember kemur út j ljóðabókin The Wheel of Time eftir í Þórgunni Jónsdóttur hjá Janus bóka- útgáfunni í London og er þetta ffum- birting ljóðanna sem j eru ort á ensku - vegna þess, eins og haft er eftir skáldkon- unni 1 fféttatilkynn- ingu, að henni finnst enska vera besta tungumáliö til ljóða- j geröar. Ljóðin eru ort á ár- Í unum 1980-1997 í Kaliforniu og á ís- I landi en skáldkonan hefúr búið á I Stokkseyri ffá 1995. Hún hefur birt | ljóð í ýmsum safnritum, til dæmis 1 Great Poems of the Western World I (1980). Ljóðið „Footprints" gæti verið inn- j: blásið af sunnlenskri fjöru: Half of the beach - the part parallel to the dunes - is like a ptarmigan in her winter outfit, the stretch down to the fierce, devouring foam, is polka dot fforn the hail; j a microcosm of the Milky Way, indented with black holes. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.