Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 11 Fréttir Máki hf. á Sauðárkróki: Ihugar barraeldi í Miklalaxi Fiskeldisfyrirtækið Máki hf. á Sauðárkróki hefur látið vinna for- vinnu vegna hugsanlegrar yfirtöku á fiskeldisstöð Miklalax í Fljótum og setja þar upp barraeldi, en stöð- in er í eigu Byggðastofnunar. Könnunin náði til líffræðilegra, tæknilegra og fjárhagslegra þátta og sýndi jákvæða niðurstöðu. Þeg- ar hefur verið leitað til fjárfesta sem sýnt hafa málinu áhuga. Verði af þessu gæti árleg framleiðsla í Fljótum numið allt að 800 tonnum á ári verði stöðin fullnýtt. Guðmundur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka hf., sem hefur stýrt þeirri vinnu sem unn- in hefur verið vegna þessa máls, segir að það hafi beinlínis verið markmið þeirra sem að forvinn- unni hafa staðið að setja fram „svartsýnt" dæmi hvað varðar framleiðni í stöðinni, s.s. að eldis- tími verði lengdur um 30% miðað við það sem verið hefur í stöð Máka á Sauðárkróki og að fram- leiðsluáætlanir hafi verið miðaðar við lítinn barra sem er verðminni en stór, og miðað hafi verið við markaðsverð samkvæmt svart- sýnustu spám. Máki hefur verið að þróa fram- leiðslu sína á barra í stöð fyrir- tækisins á Sauðárkróki undanfar- in ár, jafnframt því sem unnið hef- ur verið að markaðsmálum. Góð tök hafa náðst á framleiðslunni og Guðmundur Ingólfsson segir að markaðurinn fyrir barra í Evrópu sé stöðugur og góður, og verðið er hátt. Markaðsverð fyrir um 500 g fisk hefur verið um 800 kr. á hvet kíló og ekkert sem bendir til að það muni lækka. Barri þykir einn fínasti matfiskur sem boðinn er til sölu á finni veitingastöðum. Barrinn er hlýsjávarfiskur sem hefur ekki verið mikið ræktaður á norðlægum slóðum. Hann er alinn við 23 gráða hita þannig að eldis- sjó þarf að endurnýta 40 sinnum, sjórinn er forhitaður og leiddur um endurnýtingarkerfi. Guðmundur segir að til að koma stöð Miklalax i starfsemi með barraeldi þurfi 190 milljóna króna fjárfestingu og 40-60 millj- ónir króna til að „keyra lífmass- ann upp“. „Allar okkar athuganir benda til þess að hér sé gott mál á ferðinni sem gangi fullkomlega upp, og við höfum þegar orðið var- ir við áhuga fjárfesta á málinu," segir Guðmundur. -gk LJÓSMYNDAVÖRUR TEPPA HREINSIVELAR - margar stærðir RAFVER SKEIFUNNI 3E-F SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215 Umferðarlagabrot: Misháar sektir á fólk DV, Akureyri: Ósamræmis virðist gæta meðal lögregluembætta landsins hvað varðar upphæð sektargreiðslna fyrir ýmis umferðarlagabrot. Þetta misræmi virðist í og með mega rekja til þess að í reglugerð dóms- málaráðuneytisins frá í sumar er heimild til að veita 25% afslátt af sektarupphæðum séu sektirnar greiddar innan 30 daga. DV kannaði upphæð sekta vegna nokkurra brot hjá þremur lög- regluembættum landsins: á ísa- firði, Akureyri og í Reykjavik. Hjá sýslumannsembættinu á Akureyri fengust þær upplýsingar að sektar- upphæðir hefðu hækkað í sumar með nýju reglugerðinni og um leið hefði verið gefin heimild til 25% lækkunar sekta sem væru greidd- ar innan mánaðar. Sá afsláttar- möguleiki væri hins vegar ekki fyrir hendi „af tæknilegum ástæð- um“ og því hefðu sektarupphæðir ekki verið hækkaðar ffá því sem áður var. Karl Steinar Valsson hjá emb- ætti lögreglustjóra í Reykjavík seg- ir að samkvæmt reglugerðinni hafi embættið viðmiðun vegna þeirra sem aka móti rauðu umferðarljósi, 4-11 þúsund krónur, og embættin hafi frjálsar hendur um að beita HVERNIG VÆRI AÐ KLÁRA JÓLAKORTIN ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ Á KAF í JÓLAUNDIRBÚNINGIN? Skipholti 31 Reykjavík 568 0450 Kaupvangsstræti 1 Akureyri 461 2850 Flugkapparnir Nökkvi og Vignir Örn ásamt farþeganum, Áslaugu Auði. Sektargreiðslur Akureyri, ísafjörður og Reykjavlk - fsafjöröur iUUi Akureyri Ekið gegn rauðu Ijósl 8.000 Stöðvunarskylda ekki vlrt 7.000 Ekkl mætt tHaðaiskoðunar 5.000 Hraðakstur__ 5.000 Ekki mætt til endurskoðunar 3.000 10.000 10.000 7.000 7.000 4.000 Reykjavík K »00 10.000 10.000 3.000-7.000 7.000 3.000-7.000 sektargreiðslum innan þeirra marka. í Reykjavík og á ísafirði er sú upphæð nú 10 þúsund krónur en á Akureyri 8 þúsund. Sekt fyrir að virða ekki reglu um stöðvunarskyldu er sú sama á ísafirði og í Reykjavík, 10 þúsund krónur, en 7 þúsund á Akureyri. Fyrir hraðakstur eru mismunandi sektir eftir því hversu mikið yfir leyfilegum hámarkshraða er ekið. Lágmarkið er 5 þúsund á Akureyri en 7 þúsund í Reykjavík og á Isa- firði en upphæðin hækkar eftir þvi sem hraðar er ekið. Enn er misræmi ef menn færa ekki bifreiðir sinar til aðalskoðun- ar á réttum tíma. í Reykjavík er sekt við því á bilinu 3-7 þúsund krónur, 7 þúsund á ísafirði og 5 þúsund á Akureyri. Fyrir að mæta ekki á réttum tíma með bifreið í endurskoðun er sektin 3-7 þúsund í Reykjavík, 4 þúsund á ísafirði og 3 þúsimd á Akureyri. -gk Hringflug þriggja íslenskra ung- menna um Bandaríkin, sem sagt var frá í síðasta helgarblaði, geng- ur vel. Einn þremenninganna, Vignir Öm Guðnason, hafði sam- band við DV í gærmorgun frá Dallas. Þá voru rúmir 2 þúsund kílómetrar að baki á rúmum 13 flugtímum. Næst lá leiðin til Phi- enix og Las Vegas og þaðan upp vesturströndina til Seattle. Ásamt Vigni flýgur félagi hans, Nökkvi Sveinsson, einkaflugvél- inni sem er af gerðinni Piper Ar- row. Með þeim í for er unnusta Nökkva, Áslaug Auður Guð- mundsdóttir. Þau lögðu af stað frá Vero Beach í Flórída sl. fostudag. Á fyrsta viðkomustað í Orlando urðu þau veðurteppt í sólarhring sökum þoku. Reiknaö er með að ferðinni ljúki innan þriggja vikna. Alls er flugleiðin um 12 þúsund kílómetr- ar. -bjb Hringflugið um Bandaríkin: Tvö þúsund kiló- metrar að baki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.