Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 15 Um bjartsýni og svartsýni Við síðustu aldamót voru mörg skáld og hugsuðir þungt haldin af illum grun um fram- tíðina. Miklu fleiri voru þeir þó sem trúðu hik- laust á framfarirnar og tæknina sem allt mann- líf mrmdi bæta. Hvorir tveggju höfðu rétt fyrir sér: í hönd fóru miklar heimsstyrjaldir og öld grimmra einræðisherra en einnig öld mikilla þæginda og ótrúlegrar neyslu. Góðir kostir og illir Nú líður aftur að aldamótum og enn 11""" skiptast menn í flokka eftir bjartsýni og svartsýni. Marg- ir eiga ills von, enda full ástæða til. Listi yfir ótíðindi sem verða kynnu á næstunni er langur: Upp gæti komið kalt stríð, ef ekki heitt, Kjallarinn Arni Bergmann rithöfundur „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er bjartsýnin - einnig þegar hún örvar menn til umsvifa - háska- legri en sæmilega grunduð svart- sýni.u milli Bandaríkjanna og Kína. Rússland sekkur dýpra í forað þjófastjórnar og spillingar. Harð- snúnir áhangendur íslams koma sér upp kjamavopnum. Evrópu- sambandið hrynur innan frá. Verðbréfamarkaðurinn hrynur um heim allan með mikilli kreppu. Fátækt eykst í efnuðum ríkjum sem fátækum og leiðir til upp- lausnar, stór svæði verða óbyggi- leg eða breytast í lögregluríki. Um- hverflskreppa með vatnsskorti, meng- rrn og gróðurhúsaá- hrifum gerir stóra hluta jarðar óbyggilega. Orku- verð þýtur upp úr öllu valdi og kippir grundvelli undan lífsháttum þeirra sem sæmilega hafa verið settir til þessa. Nýjar og óviðráðanlegar pestir skjóta upp kolli... Þetta ætti að vera nóg í bili. En þeir bjartsýnu, þeir segja að ráð séu til við öllu. Mannlegt hugvit í tækni, blessunarrík áhrif alþjóð- legra viðskipta og markaðslögmál- in muni sameinast um að eyða öU- um þessum tímasprengjum. Versl- un við Kína mun innlima þann _______ risa í markaðsv- ædda fjölskyldu þjóðanna og heU- brigðar flárfest- ingar svæla út maflósa í Rúss- landi og víðar. íslam verður haldið í skeflum með vestrænum samtakamætti, Evrópusamband- ið mun vel þrífast - af því það á ekki um neitt annað að velja. Markaðslögmálin munu sjá tU þess að mengun verði stöðvuð þeg- ar það bórgar sig að stöðva hana og sömu lögmál munu tryggja okk- ur næga vindorku á heimUi og ódýrt vetni á bUa í stað bensíns. Læknavísindin munu fyrr eða síð- ar ná tökum á hverri veiru. - AUt verður eins og best verður á kosið í skásta heimi allra heima. í hvaða hlutfóUum? Vitanlega mun sumt „Umhverfiskreppa með vatnsskorti, mengun og gróðurhúsaáhrifum gerir stóra hluta jarðar óbyggilega," segir m.a. í grein Árna. af þessu gerast í smærri eða stærri mæli og annað ekki. En í hvaða hlutfoUum? Hvor spásagna- röðin hefur betur upp úr aðfar- andi aldamótum? Sú kenning er tU, að mönnum beri skylda tU bjartsýni vegna þess að með henni aukist þeim kraftur tU að takast á við hvem vanda. Og bölsýnin geri ekki ann- að en lama menn, draga úr þeim kjark, hjálpa því versta tU að ræt- ast. Aðrir segja: hoUast er mönn- um að horfast í augu við margan og mikinn háska með tilheyrandi svartsýni. Annars fljóti menn í þægUegri sjálfsblekkingu að feigðarósi í þeirri von að „hvenær hefúr ekki aUt reddast?“ Við skul- um, segir þessi hópur, ekki leggja árar í bát - hvorki í bjartsýnis- heimsku né bölsýnisþunglyndi. Við skulum stunda ögrandi svart- sýni! Bregðast við í tíma, þótt það sé óvinsælt í heimi sem kann þá list best að heyra ekki Ular fréttir. Þvi ekki það? Ef bjartsýnin bregst, þótt ekki sé nema á nokkrum sviðum, þá er mannfólk aUt flandi iUa sett. Ef svartsýnin hefur rétt fyrir sér, þó ekki væri nema að nokkra leyti, þá er Ula komið. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er bjartsýnin - einnig þegar hún örvar menn tU umsvifa - háskalegri en sæmUega grunduð svartsýni. Því mest og skjótast örvar hún menn reyndar tU að slást um of fáa miða á fyrsta farrými á sameiginlegri hraðferð norður og niður. Árni Bergmann Ólympískir hnefaleikar - staðreyndir og staðleysur Kjallarinn Kjallarinn Bubbi Morthens - Ómar Ragnarsson áhugamenn um ólympíska hnefaleika Ritstjórar þriggja dagblaða, stjóm Lækncifélags íslands og greinarhöfundar í blöðunum ham- ast nú gegn ólympískum hnefa- leikum. Sagt er að í þeim sé leitast við að meiða menn og að þetta sé nánast jafnhættuleg iþrótt og at- vinnuhnefaleikar. Um hnefaleika gUdi verðskuldað bann og það eigi við ólympíska hnefaleika. Engin frekari rök eru færð. Ekki hirt um staðreyndir, rannsóknir á fyrir- bærinu eða reglur um það. Rétt skal vera rétt Fjölmiðlarnir hafa dæmt í mál- inu og uppfrætt almenning og það er afgreitt. Bubbi og Ómar létu plata sig. Grey strákamir. En nú langar þá tU að svara fyrir sig. Ekki með fuUyrðingum út í loftið heldur með staðreyndum, sem læknar, ritstjórar og greinarhöf- undar leituðu ekki að. Rétt skal vera rétt. Við biðjum lesandann að bera eftirtaldar staðreyndir saman við fuUyrðingarnar sem áttu að af- greiða málið. í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð og Finnlandi hafa farið fram vandað- ar læknisfræðUegar rannsóknir á hnefaleikum, sem leiddu í ljós himinhrópandi mun: Ólymplskir hnefaleikar valda minna líkams- tjóni og meiðslum en ýmsar vin- sælar íþróttagreinar og því ástæðulaust að banna þá, en hefð- bundnir hnefaleikar voru hins vegar bannaðir í Svíþjóð og Nor- egi. Meiðsh í ólympískum hnefa- leikum eru meira en fimmtíu sinn- um minni en í atvinnuhnefaleik- um. Lotur eru þrjár en ekki tólf. Notaðar eru höf- uðhlífar og þykk- ari hanskar. Að meðaltali vankast áhugahnefaleikari í meira en hundruðustu hverri keppni. Má þá ekki keppa þrjá mánuði á eftir. Áhugahnefaleikari fær ekki að keppa eftir 33ja ára aldur. Læknisskoðun er skyld fyrir og eftir hverja keppni. Skylda að hafa viðurkennda keppnisferilsbók. (Berið þessi síðrsttöldu atriði sam- an við aðrar íþróttagreinar.) Að- eins er hægt að vinna á stigum. Meiðsl ráða engu um gengi í stiga- skori. Hugtakið „tæknilega sleg- inn út“ (,,TKO“) er ekki til. Litið er á meiðsl sem óhöpp á sama hátt og í öðrum íþróttagreinum. Reynsla annarra þjóða Við biðjum lesandann að bera þessar staðreyndir saman við full- yrðingarnar um ólympíska hnefa- leika, sem blöðin hafa hamrað á að undanfömu. Af þessum stað- reyndum sést að lög um „gömlu“ hnefaleikana eiga ekki við um ólympíska hnefaleika fremur en að reglur um rétt- indi til bifreiðaakst- urs eigi við um hjólreiðar. Setjum sem svo að nýbúið væri að finna upp reiðhjólið en menn teldu engu að síður að reglur um bíla og bílpróf ættu að gilda. Fyrsti sextán ára unglingurinn, sem hjólaði á hjóli, yrði þá tekinn fastur. Auðvitað sæju allir að nær væri að setja lög um reið- hjól sem ættu við aðstæður og stað- reyndir. Reynsla annarra þjóða af ólymp- ískum hnefaleikum og viður- kenndar staðreyndir og rannsókn- ir á þeim eru eini mælikvarðinn sem hægt er að notast við hér á landi. Lög og reglur um þá eru ekki til á íslandi og hafa því ekki verið brotin því ekki er hægt að brjóta lög sem ekki eru til. Lög og reglur um ólympíska hnefaleika óskast, lög tÚ að fara eftir og byggð á staðreyndum en ekki stað- leysum og upphrópunum. Bubbi Morthens Ómar Þ. Ragnarsson „Ólympískir hnefaieikar valda minna líkamstjóni og meiðslum en ýmsar vinsælar íþróttagreinar og því ástæðulaust að banna þá Með og á móti Tekst Chicago Bulls að verja meistaratitilinn í NBA þriðja árið í röð? Jafnara en oft áður Ég er á báðum áttum um það. Meiðsli setja þar stærst strik í reikninginn. Það er skarð fyrir skildi að Scottie Pippen getur ekki far- ið að leika fyrr en um áramót- in. Það kom berlega í Ijós í fyrsta leiknum að Chicago saknar hans mikið enda fór svo að liðið tapaði fyrir Boston. Þau úrslit segja ef til vill að yfirburðir Chicago verða ekki eins miklir i austurdeildinni og þeir hafa verið síðusjtu ár. Chicago hefur innan sinna raða ótrúlegan leikmann á borð við Michael Jordan. Ég héf aldrei séð annan eins íþróttamann. Við vitum að hann getur upp á sitt eindæmi unnið leiki fyrir Chicago og það reynir mikið á hann á meðan Pippen er frá. Deildin verður jafnari en oft áður. Fleiri lið blandast i barátt- una og fvrir vikið verður deild- in skemmtilegri. Boston Celtics mætir sterkara til leiks en áður en spurningin er hvort hinir ungu og efnilegu leikmenn liðs- ins standist álagið í vetur. Jord- an getur alveg borið Chicago alla leið. Larry Bird sagði eitt sinn um hann að ósanngjarnt væri að bera hann saman við Magic og fleiri stjörnur. Jordan væri ein- faldlega frá annarri plánetu. Chicago hefur ekki sagt sitt síð- asta orð en liðið þarf að hafa meiri fyrir hlutunum en áður. Valtyr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaöur. Spennandi vetur í NBA Fleiri lið blanda sér í barátt- una í vetur. Lakers er til að mynda óskrifað blað en liðinu er spáð mikilli velgengni í vetur. Ef Shaquille O’Neal fellur betur inn í liðið en í fyrra hefur Lakers alla burði til aö fara alla Einar Bollason leið. Það eru körfuboltaspoKlng frábærir leik- ur' menn í Lakers og það verður fróðlegt að fylgjast með liðinu í vetur. Aö minu mati á Seattle enga möguleika, Úr því að liðinu tókst ekki að gera neinar rósir með Kemp og Payton innanborðs eru möguleikamir ekki miklir í vetur. Það ógnar ekkert lið Chicago í austurdeildinni. Liðið tapar einum og einum leik þang- að til Scottie Pippen mætir til leiks. Það er hins vegar mín til- finning að ef Chicago og Utah mætast aftur í úrslitum þá fara Karl Malone og félagar í Utah alla leið. Aftur á móti vinnur Chicago ef það mætir Lakers í úrslitum. Þetta verður um fram allt spennandi vetur í NBA og mörg óvænt úrslit eiga eftir að líta dagsins ljós. -JKS Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.