Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StiórnarformaSur og ötgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdast|6ri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELlN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SfMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar delldir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýslngar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjörn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Drelfing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt bl að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Sægreifar blása til sóknar Harður málflutningur liðsodda útgerðarmanna á ný- legu þingi LÍÚ bendir til að framundan séu hörð átök um eignarhald á kvóta og þar með um veiðileyfagjald. Árásir formanns LÍÚ á einstaklinga, sem hafa leyft sér þá ósvífni að hafa aðra skoðun en hann, sýna að sægreifamir hafa ákveðið að blása til sóknar. Þeir telja bersýnilega nauðsynlegt að taka upp önnur og ófyrirleitnari meðul en hingað til hafa þekkst í umræðunni. Það er skiljanlegt. Þeir hafa vondan málstað að verja. Fregnir um ofsahagnað einstaklinga gegnum sölu á kvóta hafa hleypt illu blóði í skynsaman almenning, sem veit að lögin segja fortakslaust að fiskurinn í sjónum sé eign þjóðarinnar. Fólkið vill ekki að lítill hópur sægreifa slái eign sinni á auðlindina og versli með hana að eigin vild. Lögin um kvótakerfið voru á sínum tíma eðlileg viðleitni til að vemda viðkvæma stofna gegn rányrkju. Reynsla síðustu ára bendir sterklega til að sá tilgangur hafi náðst. Hitt er jafnljóst að kvótakerfinu var aldrei æflað að afhenda fáum útvöldum eignarréttinn að auðlindinni. Illu heilli hefur þó þróun síðustu ára öll hnigið að því. Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu á sín- um tíma að það bæri að greiða erfðafjárskatt af kvóta. Hæstiréttur úrskurðaði að fyrirtækjum bæri að eign- færa og afskrifa keyptan langtímakvóta, á þessu ári var heimilað að veðsetja kvóta og nú síðast er kvótinn orð- inn að þrætuepli í skilnaðarmálum! Það er auðvitað hægt að rembast eins og rjúpan við staurinn og halda því fram að þetta breyti því ekki að auðlindin sé í eigu þjóðarinnar. En kvótabraskið sýnir einfaldlega að lögin halda ekki. Hver heldur því líka fram í fullri alvöm að afnotaréttur, sem heldur yfir í annan heim, sé ekki ígildi eignarréttar? Útgerðarmenn túlka vitaskuld þessa óheillaþróun sér í hag. Kristján Ragnarsson skóf ekkert utan af hlutunum í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar á sínum tíma. Orðrétt sagði hann í viðtali við RÚV: „Ríkisvaldið getur ekki sagt nú að þetta sé eign okkar og sem beri að skatfleggja en tekið það síðan af á morgun.“ Meirihluti þjóðarinnar er þess vegna fylgjandi þeirri sjálfsögðu kröfu að útgerðarmenn greiði gjald fyrir nytjaréttinn. Fylgið við þá kröfu er líklegra til að aukast en hitt á næstu misserum. Fregnir af milljarðaeign einstaklinga gegnum kvótakeríið og milljarðamir úr norsk-íslensku síldinni, sem greifamir ásælast án endurgjalds, munu efalítið færa stríðan byr í segl þeirra sem krefiast veiðileyfagjalds. Þó stríðið um fiskinn í sjónum sé að harðna em ekki öll meðul leyfíleg. Það getur vel verið að Kristján Ragnarsson kveinki sér undan rökum fræðimanna á borð við Markús Möfler, hagfræðing hjá Seðlabanka íslands. En formaður LÍÚ getur ekki leyft sér að ráðast á hann eða aðra andstæðinga sína í röðum fræðimanna og segja nánast fuflum fetum að þeir hafi ekki leyfi til að viðra skoðanir sínar af því þeir vinni hjá opinberri stofnun. Hvað felst í slíku? Ekkert annað en ifla dulin hótun um að haldi viðkomandi sér ekki á mottunni, þá muni LÍÚ beita áhrifum sínum gegn honum. Þetta er subbuskapur, sem formanni LÍÚ er ekki sæmandi. Svona aðferðir eiga ekkert erindi inn í umræðu um íslensk þjóðmál. Fólkið á fiskinn í sjónum. Fiskurinn er helsta auðlind okkar. Þeir sem nytja lindina eiga að greiða eigendunum gjald fyrir. Þetta heitir réttlæti á íslensku og íslendingar em í eðli sínu rétflátt fólk. Klukkan glymur þeim sem veija annað. Össur Skarphéðinsson Samanlagt lelguverb fiskveiöikvótans ætti þá aö vera nálægt 7,0 milljörðum á ári, segir m.a. f greininni. Sanngjörn leiga fyrir þjóöareign 4% af matsverði Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræöingur kostnaður er við um- sýslu. Leigan er þess vegna mestöll hreinar tekjur. Síðustu ár hafa komið til sögunnar réttindi sem telja má til hlunn- inda. Réttur til að virkja orku fallvatna og réttur til veiða úr flskistofnum eru dæmi um þaö. Væru þau í einkaeign mundu sömu lögmál gilda um leigu þeirra og gömlu hlunnindanna. Helsti munurinn á þessum nýju hlunn- indum og hinum eldri er umfang og eignar- „I óðaveröbólgu síðustu áratuga hafa menn „gleymtu því að land og hlunnindi í almannaeign eru verðmæti sem eiga að skila arði. í stað þess að hafa af þeim tekj- ur verður eigandi eignanna, al- menningur, að greiða með þeim.u Líta ber á orku fallvatna, fiskveiði- réttindi og land í op- inberri eigu sem arð- gefandi eignir. Þeir sem nýta þær eiga að greiða eigendunum, landsmönnum, sann- gjama leigu. Réttind- in em hlunnindi nú- tímans. Hlunnindin eiga að færa eigend- um arð. Hann má reikna eftir gömlum hefðum. Sanngjörn ársleiga er 4%-5% af matsverði eignar auk kostnaðar við umsýslu. Leigu fisk- veiðikvóta og virkj- anaréttar má ákvarða samkvæmt því. Hlunnindi nútímans Réttur til að nýta náttúmgæði hefur þekkst frá land- námstíð og kallast hlunnindi. Hlunn- indi vom til dæmis réttur til veiða í ám og vötnum og nýt- ingar sjávarfangs. Síðar kom réttur til nýtingar jarð- varma og efhistöku. Frá fyrstu tíð hafa eigendur hlunninda tekið af- gjald eða leigu fyrir afnot þeirra. Svipuðu máli gegnir um lönd. Löng hefö er fyrir útleigu þeirra. Um aldir bundu eignamenn auð sinn í bújörðum, löndum og hlunnindum og hirtu arð af leigu- liðum. í dag em lönd leigö undir sumar- bústaöalóðir, íbúðarhúsalóðir og atvinnulóðir, svo að eitthvað sé nefnt. Hlunnindi eru enn leigð. Nægir aö nefna veiðirétt, efnistöku og jarðvarma. Hlunnindi og lönd ganga almennt ekki úr sér og lítill hald. Lögum samkvæmt em þau þjóðareign. Verðmæti þeirra skipt- ir hundmðum milljarða. Sama gildir um verðmætasta land á ís- landi sem í dag er í eigu sveitarfé- laganna. Leiga fiskveiöikvótans 8 milljaröar Hér á landi tíðkast aö menn „skattleggi" afnot af opinberum eignum. Lóðaleiga sveitarfélaga telst fasteignaskattur en ekki arður af eign. Hugmyndir um skatt- heimtu ráöa ferðinni í umræöu um nýtingu hlunninda og lands í al- menningseign. Því fylgir virðingar- leysi gagnvart verðmæti eignanna. Ráðstöfun þeirra er í samræmi við það. Reykjavíkurborg innheimtir 0,1% af verðmæti lóða í ársleigu svo nær enginn arður er af þessari sameign borgarbúa. Réttur til orkuöflunar er feng- inn einokunarfyrirtækjum án end- urgjalds. Heimildum til að veiða fiskinn í sjónmn er úthlutaö ókeypis eftir „hefðarrétti". í óða- verðbólgu síðustu áratuga hafa menn „gleymt" því að land og hlunnindi í almannaeign eru verð- mæti sem eiga aö skila arði. í stað þess að hafa af þeim tekjur veröur eigandi eignanna, almenningur, að greiða með þeim. Gömul og gleymd gildi eiga erindi í umræð- una. Þau leiöa okkur auðveldlega að sanngjömu leiguverði. Við útleigu hlunninda og lands hafa skapast hefðir. Hæfileg árs- leiga var um áratugi (jafhvel ald- ir) 4%-5% af verömæti. Lóða- leiga í Hafharfirði 1920 var til dæmis 4,0% og í Reykjavík 5,0% árið 1965. Miðað við þessar venj- ur er sanngjöm ársleiga fisk- veiðikvóta og virkjunarréttar ekki lægri en 4% af matsverði. Lóðaleiga í þéttbýli ætti að vera 2% því lóðarhafi á helming lóð- arverösins í formi gatnagerðar- gjalda. Samanlagt leiguverö fiskveiði- kvótans ætti þá til dæmis aö vera nálægt 7,0 milljörðum á ári. Þá er miðað við varfæriö mat Viðskipta- blaðsins á heildarverömæti fisk- veiðkvótans, 140 milljörðum, sem hefur ekki verið mótmælt, og að eðlileg umsýsla kosti 1,0%. Útgerð- arfyrirtæki skráð á verðbréfaþingi sem skiluðu hagnaði 1996 hafa V/H hlutfall nálægt 20 til jafnaðar svo kröfur um hagnað em 5% af markaðsvirði. Það er ekki langt frá 4% arði af auðlindinni sjálfri. Arð af þjóöareign í fallvötnum má j ákvarða á hliðstæðan hátt. Stefán Ingólfsson Skoðanir annarra Iþróttir og jafnrétti „Niðurstöður nýlegra rannsókna sýna bein tengsl á milli þátttöku unglinga í íþróttum, ekki sízt keppnis- íþróttum, og ýmissa jákvæðra félagslegra og sál- rænna þátta. íþróttaiökendur fá að meðaltali hærri einkunnir en aðrir, líöur betur í skólanum, hafa meira sjáifstraust, þjást síður af þunglyndi og kvíða og ánetjast síður fikniefnum. Með þetta í huga er ekki hægt að verja það af neinni skynsemi að fremur eigi að beina piltum í keppnisíþróttir en stúlkum." Úr forystugrein Mbl. 4. nóv. Sorglegur endir á biskupsferli „Mér finnst þetta sorglegt og algjörlega óþarft. Er ekki nær að hlynna aö þeim hefðum í þjóðfélaginu sem reynst hafa vel? Mér finnst sorglegt að biskup þurfi endilega að ijúka ferli sínum með því að ijúfa áður óslitna hefð. Það er fráleitt að færa vígsluna og ég skil ekki tilganginn." Sr. Þórir Stephensen í Degi 4. nóv. Efasemdir um Alþýöu- y bandalagiö „Hingað til a.m.k. hef ég talað gegn þeim sem dregið hafa í efa að Alþýðubandalagið muni að lok- um ekki verða með í sameiginlegu framboöi í næstu alþingiskosningum. Nú hef ég efasemdir. Eftir því er nú beðiö að sjá hvort landsfundur Alþýöubandalags- ins muni svara kalli fólksins um sameiginlegt fram- boð eða skila auðu. Trúverðugleiki Alþýðubanda- lagsins í sameiningarmálunum getur oltið á því hvora leiöina landsfundurinn fer.“ Jóhanna Sigurðardóttir i Mbl. 4. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.