Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
7
DV Sandkorn
Fréttir
Öfundaraugun
„Því er ekki að neita að margir
hafa litið það öfundaraugum að út-
vegsmenn hafa getað yfirgefið ævi-
starf sitt með einhvern lífeyTÍ, þótt
hann sé frá öðrum útvegsmönnum
kominn, og ég ætla
að það sé undirrót
þeirrar neikvæðu
umræðu sem nú á
sér stað,“ sagði
Kristján Ragnars-
son formaður á aö-
alfundi LÍÚ á dög-
unum og glöggir
menn þóttust
merkja trega-
skjálfta í rödd
hans yfir vanþakklæti heimsins.
Dæmi um svona smálífeyri, sem ver-
ið er að öfundast' út af, er það sem
kom í hlut hans Geira á Guggunni á
dögunum: Þegar Samheiji keypti út-
gerð Guggunnar með kvóta og öllu
saman stóð Geiri skyndilega með
hálfan milljarð króna í höndunum
og meðeigendur hans með eitthvert
svipað smáræði. Sandkom tekur
undir með Kristjáni og spyr: - Og
hvað með það?
Ævisagan
Kunnur maður í listaheiminum,
sem ekki er fyrir það að leyna sam-
kynhneigð sinni, var fyrir nokkru að
ræða við vini sína á kafiihúsi i mið-
bæ Reykjavíkur um hugmyndir að
ævisögu sinni.
Hann kvaðst sjá
hana fyrir sér í
þremur bindum,
eitt fyrir hvert
æviskeið. Fyrsta
bindið skyldi fialla
um bemsku- og
æskuárin og átti
að nefnast Stráka-
pör, annað bindið,
um manndómsár-
in, átti að heita Maður með mönnum
og síðasta bindið fjallaði svo um efri
árin. Það sagði hann að ætti að heita
Ekki mönnum sinnandi.
Við jarðarför
Þegar einn þekktasti rithöfundur
þjóðarinnar var skólapiltur í Kenn-
araskólanum þótti bekkjarsystkinum
hans hann umgangast vafasama
menn og stunda meö þeim slímuset-
ur á kafiihúsinu
að Laugavegi 11.
Því væri ömggast
að hafa sem
minnst saman við
hann að sælda.
Nú, þegar rithöf-
tmdurinn er þjóð-
þekktur en varla
nokkur þekkir
haus né sporð á
öðrum úr bekkn-
um, vildu bekkjarsystkinin fá svolít-
iö af frægðarsólinni yfír sig og fóru
fram á að hann héldi hátíðarræðuna
á 40 ára útskriftarafmæli bekkjarins
sem verður að vori. Þar sem búast
má við að timi frægs rithöfundar sé
skipulagður langt fram í tímann var
sendinefnd gerð út af örkinni nýlega,
um hálfu ári áður en hátíðahöldin
eiga að fara fram, til að ræða við rit-
höfundinn um málið. Eftir að hafa
hugsað sig um nokkra stund sagði
rithöfundurinn hátíðlega: „Ég þakka
ykkur fyrir að treysta mér til þessa.
Því miður verð ég þó að segja að ég
get þetta ekki. Ég verð nefhilega viö
jarðarfór.
Hver er maðurinn?
Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags
íslands, gallar um íþróttaiðkun, heil-
brigt líf og sannan ungmennaféíags-
anda. Ungmennafélagar eru áreiðan-
lega allir vinir og þekkjast út og inn
þannig að í blað-
inu er engin
ástæða til að geta
þess sérstaklega
hver er hver i við-
tölum og greinum
í þeim þegar um
er að ræða innan-
félagsmenn. í
nýjasta tölublaði
Skinfaxa er heil-
síðuviðtal við mið-
aldra mann með gleraugu og yfir-
skegg sem krýpur i fóðurgangi í fjósi
og stórmyndarleg kýr hnusar af hon-
um. Hvergi er minnst á hvað maöur-
inn heiti né hvað hann geri. í viðtal-
inu kemur fram að hann hafi tekið
skref - fyrsta skrefið í því að sam-
eina íþróttadeildir íjögurra felaga.
Ekkert er sagt hvers konar félög það
eru. Þó segir að þau heiti Dagsbrún,
Njáll, Þórsmörk og Baldur á Hvols-
velli. Á öörum stað í Skinfaxa er
hins vegar viðtal við forseta íslands
en þar er rækilega tekiö fram að for-
setinn heiti Ólafur Ragnar Grímsson,
ef það skyldi nú hafa farið fram hjá
einhveijum.
Umsjón Stefán Ásgrimsson
Hraðfrystihússins i Hnífsdal:
Bakslag í sameiningu
BaKsiag í . ■
Frosti ©fmetinn
um milljónatugi
. -l__ vmfl n»C» t* fl>
tnCjardr w 'W* tnto
S^ál^rv«snflrWa«aBtt ^ ^ HX **«&«*•
rvmju i Suficwjrt (4 eru tísw**®'
Verð krónur
47.560,-
Vísa oi* Euro raðgreíðslur tí 1 BSI
a 111 a ð 3 6 m á n a ð a 0
og raunar fyrst frétt af málinu í DV
á laugardag.
Siöareglur brotnar?
Samkvæmt siðareglum endur-
skoðenda ber þeim að kynna starfs-
bræðrum þá vinnu sem þeir inna af
hendi í því skyni að endurskoða
þeirra verk. Endurskoðendum beri
að upplýsa starfsbróður um gagn-
rýni með eðlilegum fyrirvara og
forðast að valda honum álitshnekki.
Það viðhorf heyrist að þessar reglur
hafi verið brotnar. Þorvarður Gunn-
arsson endurskoðandi, sem undir-
ritar greinargerðina fyrir Deloitte &
Touche, vildi ekkert tjá sig þegar
DV spurði hann um hugsanlegt brot
á siðcu-eglum. „Ég hef ekkert um
þetta mála að segja,“ sagði hann við
DV.
Magnús Reynir Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Gunnvarar á ísa-
firði, segir fyrirtækið nú íhuga stöðu
sína í framhaldi af frétt DV um
meinta skekkju í uppgjöri Frosta.
„Við vitum af þessu máli í gegn-
um stjómarmann okkar í Hrað-
frystihúsinu. Við höfum beðið eftir
því að fá að vita hvað stjórn Hrað-
frystihússins ætlar að gera í mál-
inu. Við munum svo meta til hvaða
ráða við grípum. Ef öll þessi atriði
sem koma fram í skýrslunni reyn-
ast rétt þá liggur fyrir að þessi kaup
em ekki grundvölluð á réttum upp-
lýsingum. Það er alveg ljóst að við
Patreksfjörður:
Vilja áætlun-
arflug á ný
Um þrjú hundmð íbúar í Vestur-
byggð hafa undirritað áskorun til
þingmanna Vestfirðinga og bæjar-
stjómar Vesturbyggðar um að séð
verði til þess að áætlunarflug verði
að nýju hafið til Patreksfjarðarflug-
vallar.
Flugleiöir höfðu sérleyfi til flugs
á Patreksfjaröarflugvöli en skiluðu
því inn í sumar. Síðan hefur .ekkert
flug verið á þennan völl. Patreks-
firðingar hafa þess í stað orðið að
reiða sig á flug um Bíldudalsflug-
völl.
í áskomninnni segir að þaö
ástand sem nú ríki í flugmálum
Vesturbyggðar sé með öllu óviðun-
andi og jafnvel hættulegt síðan
Flugleiðir og Emir hættu áætlunar-
flugi til Patreksflarðar. - HKr.
Sala fimmmenninganna á Togi
hf., eignarhaldsfélagi um Frosta hf.
í Súðavík, til Gunnvarar á ísafirði
er í uppnámi eftir að opinbert varð
að milljónatugi króna vantaði til að
Frosti stæði undir því mati sem árs-
hlutareikningur fyrirtækisins
sýndi. Eins og DV hefur greint frá
eiga fimmmenningarnir, sem í ára-
tug héldu yfirráðum yfir Frosta, að
fá 524,5 miiljónir fyrir eignarhalds-
félagið eða sem nemur 100 milljðn-
er ofmat á fyrirtækinu 68,5 milljón-
ir króna sem að margra mati tákn-
ar að löggiltur endurskoðandi fyrir-
tækisins hafi ekki unnið sína vinnu
sem skyldi. Til dæmis um hversu
mikið oímatið á fyrirtækinu er sagt
í greinargerðinni má nefna að það
nemur um þriðjungi eiginfjár. DV
hefur heimildir fyrir þvi að starfs-
menn Coopers og Lybrand hafi ekki
enn séð niðurstöðuna varðandi
Frosta og gögnin að baki vinnunni
Bréf Þorvarðar Gunnarssonar til
stjórnar Hraðfrystihússins í Hnífs-
dal. Þær raddir heyrast að um brot á
siðareglum sé að ræða þar sem
þeim sem unnu árshlutareikninginn
var ekki kynnt niðurstaðan.
HÚSGAGNAHÖLUN
Bíldshöfðt 20 -112 Rvík - S:510 6000
Frétt DV um meint ofmat á Frosta hefur valdið taugatitringi. Þar er sagt frá
þeirri niðurstöðu Þorvarðar Gunnarssonar endurskoðanda að Frosti hf. hafi
verið ofmetinn um milljónatugi. Coopers og Lybrand vann árshlutareikning-
inn en frétti ekki af endurskoðun á vinnu þeirra fyrr en í DV.
um á mann. Það kann því svo að
fara að sú staðreynd að Frosti rís
ekki undir því verðmæti sem gefið
var upp verði til þess að sölunni
verði rift.
látum ekki plata okkur,“ segir
Magnús Reynir.
Einar Valur Kristjánsson, stjórn-
arformaður Hraðfrystihússins í
Hnífsdal, vildi ekkert tjá sig um
málið þegar DV leitaði viðbragða
hans. Hann sagði málefni fyrirtæk-
isins vera fjölmiðlum óviðkomandi.
-rt
<
h-J
u
194 x 252 x 37 cm.
Vönduð Dönsk híllu-
samstæða á góðu verði
Titringur
Mikill titringur er vegna fréttar
DV um úttekt á árshlutareikningi
Frosta sem Endurskoðun Sig. Stef-
ánssonar hf., sem starfar undir
merkjum Deloitte & Touche, gerði.
Endurskoðunin leiðir í ljós að End-
urskoðunarmiðstöðin, undir merki
Coopers og Lybrand á íslandi, hafi
ekki skiiað þeirri vinnu sem til er
ætlast. Samkvæmt endurskoðun á
endurskoðuðum árshlutareikningi
3323
UUUAHDH'JUi
.. -
•S.íS-arss —SRSSaaa
SkFæts asE-
st.-E’asartf -------—J
—— — póstur og simi:
nauíh.tók ii
Fimmmenningar í vanda vegna ofmats á Frosta hf.:
Salan á Togi
í uppnámi
- endurskoðendur sagðir brjóta siðareglur