Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 Fulltrúar afturhalds og myrkurs „Kvótakóngar íslands eru fulltrú- ar afturhalds, myrkurs, sérgæöa og örbirgöar. Þeim verða aldrei reistir minnisvarðar fyrir afrek í þágu al- þjóðar. Menn reyna að gleyma þeim eins og öðrum sársauka og vand- ræða.“ Bárður G. Halldórsson, varaform. Samtaka um þjóðareign, i Morgun- blaðinu. Kortastíflan „Það er dælt endalaust af kortum inn á markaðinn með mikilli tækni sem kerfið ræður ekkert við.“ Eirikur Sigurðsson kaupmaður, í DV. Flokkur landsmanna „Hann er flokkur Pósts og síma; hann er flokkur neytenda; hann er framsóknarflokkurinn; hann er al- þýðubandalagið - hann rúmar flesta flokka landsins: Sjálfstæðis- flokkurinn er ekki stjómmálaflokk- ur, hann er loftið sem við öndum hér að okkur.“ Guðmundur Andri Thorsson rithöf- undur, í Degi. Ummæli Ekki kynning heldur sölumennskan „Fitubrennsla eins og hún er kynnt hér á landi er ekkert annað en sölumennska." Jónína Benediktsdóttir, í DV. Hef efasemdir „Hingað til hef ég talað gegn þeim sem dregið hafa í efa að Al- þýðubandalagið muni að lokum ekki verða með í sameiginlegu framboði í næstu alþingiskosning- um. Nú hef ég efasemdir." Jóhanna Sigurðardóttir, í Morgun- blaðinu. Upphæðir helstu bótaflokka al- mannatrygginga Nóvember 1997 Mánaðargreiðslur; Elli/örorkulífeyrir (grunnl.) !4 hjónalífeyrir Full tekjutrygging ellilífeyrisþega Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega Heimilisuppbót, óskert Sérstök heimilisuppbót, óskert Bensínstyrkur Bamalífeyrir v/1 barns Meðlag v/1 barns Mæðralaun/feðralaun v/2ja barn Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eða fl. Ekkjubætur/ekkilsbætur, 6 mánaða Ekkjubætur/ekkilsbætur, 12 mánaða Fullur ekkjulifeyrir Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) Fæðingarstyrkur Vasapeningar vistmanna Vasapeningar v/sjúkratrygginga Daggreiðslur: Fullir fæðingardagpeningar Fullir sjúkradagpeningar einstaklings Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri Fullir slysadagpeningar einstaklings Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri 14.541 13.087 26.754 27.503 12.792 6.257 4.692 11.736 11.736 3.418 8.887 17.604 13.199 14.541 17.604 29.590 11.589 11.589 1.240 620 168 759 163 Sauðárkróki VFI Ivammstangi arsveítln, Laugarbakka DVl Björgunarsveitir á Norðurlandi vestra SVFI, Skagaströnd Hofsósl |Hjálj,ai3vvii, onaia, JSVFI Blönduósl Flugbjörgunarsveitin, I__I Varmahlíð f |'*j; Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður hjá Crystal Palace: Verð að standa mig vel í hverjum leik til að halda sæti í liðinu „Þetta var mjög óvænt. Við vor- um með öll tök á leiknum en vorum að vísu búnir að fá kjaftshögg þegar flóðljósin biluðu en þau fóra um leið og West Ham skoraði og jafnaði leikinn. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, hélt fyrst að þetta væri einhver brella en fór síðan út af vellinum eins og aðrir,“ segir Her- mann Hreiðarsson, knattspyrnu- maður hjá Crystal Palace, sem varð fyrir þeirri reynslu síðastliðið mánudagskvöld að flóðljósin slokknuðu í miðjum leik og var ekki hægt að ræsa þau aftur þannig að hætta varð við leikinn. Hermann hefur staðið sig mjög vel í ensku knattspymunni. Hann hefur verið fastamaður í stjömum prýddu liði Crystal Palace, var með- al annars valinn maður leiksins í leik gegn Sheffield Wednesday fyrir rúmri viku og skoraði þá mark. Það var annað mark hans í vetur, það fyrra var að vísu sjálfsmark. Her- mann er mjög ánægður hjá Crystal Palace: „Það er óhætt að segja að vel fari um mann. það er hugsað vel um leikmennina. Við erum allir góðir félagar. Það er að vísu mikil sam- keppni um sæti í liðinu en það kemur ekki niður á félagsskapnum utan vallar. Við æfum saman einu sinni á dag en eigum svo einn frídag. Ég tek síð- an aukaæfingar sjálfur, bæði á fótboltavellinum og í þreksal.“ Aðspurður sagði Hermann að hann væri enn sem komið er ekki með fast sæti í liðinu: „Það er mikil samkeppni um sæti. Ég verð að standa mig vel í hverjum leik til að halda sæti í liðinu. Það era tveir varnar- menn sem bíða á tánum á bekknum eftir að fá að koma inn á.“ Ekki fer allur tími Hermanns í fótboltann: „Ég hef eignast ágætan vin, sem er sonur eiganda Crys- tal Palace, og við fórum dá- lítið í golf eða heim til hans og tökum snóker. Hermann er um þessar mundir einn í íbúð sinni í Croydon í London en hann á von á unnustu sinni, knattspymu- konunni kunnu, Rögnu Lóu Stefáns- dóttur, fljót- lega. „Hún mun vera hjá mér af og til í vetur en getur ekki verið það sam- fellt þar sem tvö böm hennar era heima á íslandi." -HK Hermann Hreiðarsson. Maður dagsins Myndgátan Rúmlest Valur og Afturelding, sem hér sjást í kröppum dansi, leika bæði í kvöld. Sex leikir í hand- boltanum Nokkuð er síðan leikið var í 1. deild karla í handboltanum, landsliðið hefur fengið frið til að kljást við Litháen í tveimur leikj- um. Nú er landsleikjapása og því hægt að taka til við deilkina aft- ur og verður heil umferð leikin í kvöld. íþróttir Margir spennandi leikir eru á dagskrá í kvöld, enda er deildin jöfn þetta árið og liggur við að liðin öll geti unnið hvert annað. í Kópavogi leika HK-Haukar, einnig í Kópavogi leika Breiða- blik-Afturelding, í Framheimil- inu leika Fram-Víkingur og á Akureyri KA-ÍR. Þessir leikir hefjast allir kl. 20. Hálftíma síðar eða kl. 20.30 leika í Garðabæ, Stjaman- ÍBV og í Kaplakrika, FH-Valur. Ekkert er um að vera í körfu- boltanum í kvöld en á morgun verða flórir leikir í úrvalsdeild karla. Bridge Símon Símonarson, sem vann það afrek um síðustu helgi að verða ís- landsmeistari í tvímenningi með Sverri F. Kristinssyni, ætti að vera orðinn sæmilega vanur tilfinning- unni. Þetta var í fimmta sinn sem þessi reyndi spilari nær þessum eft- irsóknarverða titli en Sverrir var að vinna til hans fyrsta sinni. Landsliðsspilararnir Aðalsteinn Jörgensen og Mattías Gísli Þor- valdsson voru með forystu lengst af í síðari hluta íslandsmótsins í tví- menningi en gáfu eftir í lokin og urðu að sætta sig við þriðja sætið. Aðalsteinn og Matthías vora efstir að loknum 26 umferðum af 39 en fengu slæma setu í 27. umferð og duttu niður í 3. sætið. Andstæðing- arnir náðu að trufla þá í sögnum í þessu spili í umferðinni en Aðal- steinn-Matthías sátu í AV. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og AV á hættu: 4 K53 * 86 4 KD1075 * 854 4 G942 44 ÁD 4 3 * G97632 4 Á1086 4» 9732 4 G842 * 10 Vestur Norður Austur Suður pass pass 144 pass 14 24 dobl 4 4 pass pass dobl p/h Stökk suðurs gerir AV mjög erfitt fyrir og þeir náðu ekki að stilla saman strengina. Þrjú grönd era góður samningur þar sem fást 12 slagir ef vömin tekur ekki 2 fyrstu á spaða og 4 hjörtu er einnig hægt að standa. Hins vegar er ómögulegt að ná 4 tíglum nema 3 niður og 500 í dálk AV gaf aðeins 6 stig af 38 mögulegum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.