Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 13 Fréttir Fyrirtaekiö Aktu-Taktu hefur hafiö starfsemi í söluturninum að Sogavegi 3 í Reykjavík. íbúar í hverfinu hafa mótmælt auknum umsvifum fyrirtækisins sem hyggst m.a. stækka húsnæöiö um 80 fermetra. íbúar mótmæla auknum umsvifum söluturns í íbúðarhverfi: Hraðakstur á Ijósmynd Lögreglan hefur tekið í notkun nýja ratsjármyndavél sem á að aðstoða og efla umferðarlöggæslu. Um er að ræða ratsjá með ljós- myndavél til hraðamælinga. Þetta er fyrsta tækið sinnar tegundar hér á landi. Með nýju myndavél- inni verður tekin ljósmynd af ökutæki sem ekið er umfram há- markshraða. Á myndinni kemur fram hraði ökutækis, staður, tími og dagsetning. Samkvæmt umferðarlögum er skráöum eiganda ökutækisins skylt að gera grein fyrir hver hafi verið stjórnandi þess á tilteknum tíma. Því verður skráðum eig- anda ökutækis, sem hefur verið ljósmyndað og mælt á of miklum hraða, sent sektarboð og honum geflnn kostur á að ljúka málinu með greiðslu sektar, hafi hann verið ökumaður. Að öðrum kosti upplýsi hann hver hafi verið öku- maður þegar brotið var framið. Tækið, sem er framleitt í Þýska- landi, hefur undanfarið verið til prófunar hjá lögreglunni. -RR Óviðunandi ástand - segja íbúar sem hafa kvartað til borgaryfirvalda „Við, íbúar í hverfínu, erum auð- vitað mjög ósátt við þessar breyting- ar og þennan rekstur því ekki fer á milli mála að stórauka á umsvifm þama. Söluturninn er í íbúðar- hverfl. Aukin umsvif starfseminnar hljóta að leiða til þess að umferð aukist, með tilheyrandi ónæði fyrir fólk sem býr í næsta nágrenni. Það er ástand sem við getum ekki unað við,“ segir Atli Rúnar Halldórsson, íbúi við Akurgerði í Reykjavík, en hann og fleiri íbúar í hverfmu hafa kvartað til Reykjavíkurborgar vegna reksturs og fyrirhugaðra breytinga á söluturni að Sogavegi 3. Fyrirtækið Aktu-Taktu hefur keypt umræddan söluturn og farið fram á að fá að stækka húsnæðið um 80 fermetra. Á annan tug íbúa í hverfmu hafa skrifað undir bréf sem sent hefur verið til borgaryflr- valda þar sem þessum rekstri er mótmælt. „Það má benda á að Aktu-Taktu rekur skyndibitasölu við Skúlagötu. Þar er opið til klukkan hálftólf á virkum kvöldum og til klukkan 4 að morgni laugardags og sunnudags. Stendur kannski til að heimila líka nætursölu við Sogaveg? Þó að fyrir- tækið hafi ekki að svo stöddu farið fram á þennan afgreiðslutima þá er auðvitað líklegt að það verði gert miðað við umsvifm þarna og stækk- un á húsnæðinu. Það yrði auðvitað hræðilegt ástand ef svo færi. Ég vil taka það fram að við höfum ekkert persónulegt á móti fyrirtækinu Aktu-Taktu heldur er það einungis þessi rekstur í íbúðarhverfi sem við mótmælum. Við höfum óskað eftir því við borgaryfirvöld að við fáum að fylgjast með afgreiðslu á erind- um sem varða reksturinn þama og að borgin leiti eftir afstöðu íbúanna til málsins," segir Atli Rúnar. -RR A MITSUBISH Sjónvörp og myndbandstæki í hæsta 29” með öllu! Nicnm 3t«r«o - Dítjitol b>ounö Dolhy Pro Uoqic heimahió moð 4 Hukohútðlurum ofl. “Best buy Award' vorðl.iun fyrlr bcbtu knupin! MITSUBISHI M-7S1 Mest selda STEREO myndbandstæki á fslandll 6 hausa Hi-Fi Nicam Stereo, Myndvaki (Show View), NTSC afspilun (USA kerfið), sjálfvirk stöðvaleitun, góð kyrrmynd, ofl. ofl. HIJÓMCO Fákafen 11 Sfmi 568 8005 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Dagur 6 miðvikudagur 5 nóvember ^fsTORMUR ehf. Laugarásbíó Styrkir (VIKMVNÞAHA' í T^yjwsvi End of Violence Nýjasta kvikmynd Wim Wenders, The End of Violence, er stórhuga mynd þarsem víða erkomið við og fjallað um persónur sem lifa og hrærastí glæpum, yfirborðsveröld kvikmyndaiðnaðarins og þeim heimi sem teyniþjónusturnar koma sér upp. Leikstjórí: Wim Wenders, aðalhlutv. Bill Pullman, Andie MacDowell, Gabríel Byrne ' / Tl& ^AUGAFtASg IHfi End of Violence Endalok ofbeldis kl. 9 og 7 7 Bönnuðinnan14 ára The Truce Sáttmálinn kl. 9 og 1 7 En éte á la Goulette Sumariö í Goulette kl. 5 Pusher er dönsk nálgun á eiturlyf og ofbeldi og er skilgetið afkvæmi þess tíma er einkennist af Tarantino og Trainspotting. Kvikmyndatímaritið Empire segir, að þrátt fyrir gamalkunnugt efni, nái myndin að hefja sig upp yfirþað með nýjum hugmyndum, smartmyndatöku og góðum leik. Meðal Dana vakti Pusherheilmikla lukku og umtal og þótti geysivel heppnuð. Citizen Ruth Laura Dern leikur "sniffara " sem lendir í fangelsi fyrir ólöglegt athæfi og kemst aðþví um sömu mundir að hún er ólétt. Dómarinn gerir henni þó tilboð um lausn með því skilyrði að hún fari í fóstureyðingu. Leikstj. AlexanderPayne, Aðalhlutv. Laura Dern, Swoosie Kurtz, Kurtwood Smith _____________________________ REGNBOGINN Citizen Ruth Borgari Rut kl. 5 og 9 Bönnuðinnan12 ára Looking for Richard Leitin að Ríknarði kl. 5 Bönnuðinnan12 ára Driftwood Rekaviður kl. 7 og 11 Drunks Byttur kl. 7 Þrettándakvöld Shakespeares er ærslafullur gamanleikur þarsem ekkert er sem sýnist. Myndinni er leikstýrt af Trevor Nunn sem er einn frægast sviðsleikstjóri Breta og hefur hann í liði meðsér fjölda úrvalsleikara eins og Richard E. Grant, Nigel Hawthorne, Ben Kingsley, Helenu Bonham Cartero.fi. Twelfth Night Þrettándakvöld kl. 4.40, 7 og 9.20 HASKÓLABÍÓ Pusher kl. 5, 7, 9 og 11.10 Un Héros trés Discret Hógvær hetja kl. 5, 7 og 11 Burnt by the Sun Sólbruni kl. 9 Gridlock'd Á snúrunni kl. 9 Og 1 1 Bönnuð innan 16ára Othello Óþelló kl. 7 Bönnuð innan 12ára Hamlet (löng útgáfa) kl. 9 Bönnuð innan 12 ára SÍMI L.iugav<Kii 94 Touch Snerting Stjörnubíó Snerting fjallar um Juvenal, kraftverka-heilara sem blæðirúr píslarmörkum, og örvæntingar- fullri baráttu trúarleiðtoga og fjölmiðla um hann. Juvenaler leikinn afSkeet Ulrich sem vakti fyrst athygli fyrir góðan leik í hrollvekju Wes Cravens, Scream. Leikstj. Paul Schrader, Aðalhlutv. SkeetUlrích, Bridget Fonda, Chrístopher Walken. kl. 5, 7, 9 og 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.