Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 Fréttir Yfirstjórn Pósts og slma hf.: Starfsfólk olli skaða Halldór Blöndal samgönguráð- herra og Pétur Reimarsson, stjóm- arformaður Pósts og síma hf., gagn- rýna báðir hvemig fyrirtækið stóð að kynningu á gjaldskrárbreyting- um. Samgönguráðherra sagði í ut- andagskrárumræðu um málið á þingi í gær að hvorki hann né stjórn Pósts og síma gætu með nokkrum hætti stjómað því hvemig fyrirtækið kynnti ákvarðanir stjómarinnar. Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, segir athyglis- vert að samgönguráðherra skuli með þessum hætti gera starfsfólk Pósts og síma ábyrgt fyrir þeim skaða og álitshnekki sem fyrirtækið hefði orðið fyrir vegna ákvörðunar- innar um gjaldskrárbreytingar á símtölum innanlands. Þá hafi viðskiptavinir Pósts og síma einnig orðið fyrir umtalsverð- - að mati samgönguráðherra um fjárhagsskaöa vegna þeirrar hækkunar sem tók gildi 1. nóvem- ber og ekki á að fella úr gildi fyrr en stjóm fyrirtækisins hafl fjallað um hana. Margrét Frímannsdóttir segir þaö vera lítilmannlegt að flytja ábyrgð- ina á starfsfólk Pósts og síma með þessum hætti, sérstaklega þar sem ráðherra hafi varið þessa ákvörðun i fjölmiðlum eftir að hún var birt. Guðmundur Bjömsson, forstjóri Pósts og síma hf., vildi ekkert láta hafa eftir sér um þessi ummæli samgönguráðherra né Péturs Reim- arssonar, stjómarformanns fyrir- tækisins. Póstur og sími hf. sendi í dag frá sér þær forsendur sem lagðar vora til grundvallar við mat á gjaldskrár- breytingu þann 1. nóvember sl. Þar kemur fram að símareikningar heimilanna hefðu hækkað að meðal- tali, hvort heldur sem er á lands- byggðinni eða á höfuðborgarsvæð- inu, með því að gera landið að einu gjaldsvæði. Þar vegur þyngst mikil hækkun á staðarsímtölum. Með gjaldskrártillögunni, sem samgönguráðherra og Davíð Odds- son forsætisráðherra kynntu á fóstudaginn var og lögð verður fyrir stjóm Pósts og síma á föstudag, er gert ráð fyrir að meðalsímakostnað- ur heimilanna muni lækka úr 8.012 kr. í 7.700 kr. Pétur Reimarsson segir aö þama vegi millilandasamtölin þyngst þar sem staðarsímtöl séu aðeins um 34% af öllum símakostnaöi heimil- anna. Verði gjaldskrártillaga ráö- herranna samþykkt á stjómarfundi næsta föstudag munu staðarsímtöl hækka um 20% í staö þeirra 40% sem tóku gildi 1. nóvember. -Sól. Hvöss skoðanaskipti voru á Alþingi þegar gjaldskrárbreytingar Pósts og sima hf. voru teknar fyrir f utandagskrárumræöum í gær. DV-mynd Hilmar Þór Haílvarði Einvarðssyni ríkissaksóknara veitt lausn frá og með næstu áramótum: Ætlar í lögmanns- störf og kennslu - rætt um að Símon Sigvaldason verði saksóknari í stað Bjöms Helgasonar „Já, ég er sáttur. Ætli ég dusti nú ekki rykið af hæstaréttarlög- mannsleyfi mínu. Eitthvaö veröur maður að hafa fyrir stafhi. Annars hef ég verið dálítið viö kennslu í lagadeild Háskólans. Þaö er í ráöi að ég verði eitthvað áfram við þaö eftir áramótin," sagöi Hallvarður Einvarösson ríkissaksóknari Hallvaröur Einvarösson ríkissaksóknari á skrifstofu slnni sfödegis f gær meö lausnarbréfiö f hendi. DV-mynd E. Ól. skömmu eftir að dómsmálaráð- herra veitti honrnn I gær lausn frá embætti frá og með 1. janúar næst- komandi. „Það er aldrei að vita,“ sagði Hall- varður, aðspuröur um það hvort hann ætti eftir að sjást í dómsölum á næstu árum - þá sem lögmaður. Hallvarður starfaði við embættið þegar það var stofnað árið 1961: „Ég hef verið hér allan tímann nema þann tíma sem ég var hjá RLR. Ég kom síðan aftur hingað 1. júlí 1986 og hef verið þaö allar götur síðan. Það mun breytast um næst- komandi áramót," sagði Hallvaröur. Hann mun þiggja laun til jafhs við hæstaréttardómara þegar hann lætur af störfum. Embætti ríkis- saksóknara verður auglýst laust til umsóknar á næstunni. Fleiri breytingar eru að eiga sér stað hjá ríkissaksóknaraembætt- inu. Bjöm Helgason saksóknari lét af störfum vegna aldurs síðastlið- inn föstudag. Samkvæmt heimild- um DV hefur verið rætt um að Símon Sigvaldason hjá dómsmála- ráðuneytinu taki við stöðu hans um áramótin. Eftir því sem DV komst næst í gær hefur formleg ákvörðun hins vegar ekki verið tekin í því sambandi. -Ótt Dagfari Frá biskupi til biskups Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, hefúr mikið veriö á milli tannanna á fólki síðustu misserin og þá ekki síst hjá presta- stéttinni sjálfri. Biskupinn hefúr varla mátt opna munninn öðruvísi en að prestamir hafi fundið því allt til foráttu sem biskupinn hefur sagt. Þetta hefur komið fram í fjöl- miðlum, á fundum innan kirkjunn- ar og á kirkjuþingi sjálfu. Sagt er að formaður Prestafélagsins hafi þaö fyrir sið aö taka upp á segul- band það sem séra Ólafur lætur frá sér fara í mæltu máli og síðan dundi formaöurinn við það uppi í Reykholti að stúdera biskupsins boðskap til að geta vefengt hann og afbakað. Herra Ólafur Skúlason getur því varla beöið eftir því að hætta sem biskup. Og nú í mánuðinum mun loksins koma að því að hann fái frí frá þessu voðalega starfi, sem hef- ur reynst honum til lítillar gæfu. Séra Ólafúr hefur sjálfsagt hald- ið að hann væri að mestu sloppinn fyrir hom og menn fæm ekki elt- ast við hann eða gera lítið úr hans ákvörðunum svona á síðasta sprettinum. En það er nú öðra nær. Síðasta ákvörðun bisk- upsins er sú að ákveða hvar nýr biskup verður vígðiu-. Ákveðið var að vígslan færi fram í Hall- grímskirkju í stað Dómkirkj- unnar, þar sem allir íslenskir biskupar hafa verið vígðir síð- an kirkjan var reist og tilnefiid sem dómkirkja landsins. En ekki hafði herra Ólafur Skúlason fyrr ákveðiö vígsluna í Hallgríms- kirkju en stall- bræður hans inn- an kirkjunnar hófu nýja herferð á hendur honum og mótmæltu vígslustaðnum og hér var enn ein vitleysan í honum Ólafi og Dóm- kirkjusöfnuðurinn móðgaöist og prestar Dómkirkjunnar máttu ekki mæla fyrir bræði og þetta hefur verið hið mesta hitamál, eins og kirkjunnar er von og vísa. Veslings bisk- upinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og fór að afsaka þessa ákvörðun, eins og hann hefur þurft að gera með fiestar sínar ákvarðcm- ir undanfarin tvö ár, og hann benti meira að segja á með sinni alkunnu rökvisi að bisk- upinn og fjöl- skylda hans ættu sæti vís í Dómkirkjunni og að Dómkirkj- an væri áfram dómkirkja og það væri á mis- skilningi byggt að Dómkirkjan væri ekki leng- ur þjóðkirkja, enda þótt þjóðkirkj- an væri ekki notuð við biskups- vígslu. Kirkjunnar menn hafa ekki vilj- að hlusta á þessi rök og segja að nú sé smám saman verið að „taka ljós- ið frá Dómkirkjunni" og söfnuður- inn og sóknamefiidin í Dómkirkj- unni er miður sín yfir þessum helgispjöllum og það má þakka fyr- ir meðan Dómkirkjusöfnuðurinn allur gengur ekki úr þjóðkirkjunni til að mótmæla því að Dómkirkjan sé ekki lengur þjóðkirkja. Og herra Ólafi Skúlasyni er enn og aftur kennt um þessa smán og hneisu sem Dómkirkjan hefúr orðið fyrir. Nú hefúr hins vegar komið í ljós að séra Ólafúr biskup hafði borið vigslustaðinn undir tilvonandi biskup og séra Karl hafði sam- þykkt að flytja vígsluna í Hall- grímskirkju. Þetta er allt honum að kenna, sem hlýtur að vera uppörvandi fyr- ir prestastéttina að geta nú yfir- fært mistökin hjá fýrrverandi bisk- upi yfir á tilvonandi biskup og haldið áfram aö hrekkja biskupinn sinn í krafti þjóðkirkjunnar, sem hefur það fyrir sið að koma sér upp blórabögglum í biskupsstofu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.