Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Side 24
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 JU'V'" 32 kvikmyndir Háskólabíó/Laugarásbíó - The Peacemaker: Kjarnorkusprengja á Manhattan Það hefur verið vitað að ör- yggismál innan fyrrum Sovét- rikjanna eru í ólestri og hingað til hafa vestrænar þjóðir haft áhyggjur af hvað verði um þau kjarnavopn sem Sovétríkin voru búin að koma sér upp. í fyrstu kvikmyndinni frá Draumasmiðju Stevens Spielbergs og félaga, The Peacemaker, er hræðslan um að kjamorkuvopn Rússa lendi í höndunum á þjóðmn sem ekki er treyst fyrir slíkum vopnum, megininntak myndarinnar. Og ef einhverjir hafa haldið að meiri metnaður væri innan dyra hjá Draumasmiðjunni heldur en öðrum Hollywoodrisum þá verða hinir sömu fyrir miklum vonbrigðum. The Peacemaker er Hollywoodfram- leiðsla á nákvæmlega sama plani og við erum að fá yfir okkur frá öðr- um kvikmyndafyrirtækjum í Hollywood. Hraðinn er mikill og allt kapp lagt á að gera stórbrotin atriði sem fá áhorfandann til að gleyma hversu innihaldið er rýrt. Nicole Kidman leikur kjarnorkuvísindamann sem stjórnar eftirlits- sveit sem sett hefur verið á laggimar til að fylgjast með kjarnorku- vopnum í heiminum. Þegar kjamorkusprenging verður í Rússlandi sem flestir telja að sé slys sannfærist hún um að svo sé ekki, heldur hafi sprengingin verið sett á svið til að fela að nokkmm kjamorku- sprengjum hefur verið stolið. Það þarf því að hafa snör handtök til að hafa uppi á sprengjunum áður en þær komast í hendur kaupenda. Henni tÍL aðstoðar er fenginn stríðskempa úr Persaflóastríðinu sem er fljót að komast að því hverjir standa á bak við stuldinn. Hefst nú kapp- hlaup við tímann því að einum kaupanda bráðliggur á að hefna sín. The Peacemaker hefur margt sem einkennir góða spennumynd. Aldrei er dauður punktur í myndinni, hinar hefðbundnu hasarsenur, svo sem eltingarleikur eftir þröngum götum og aðdragandinn að sprengingunni i byrjun em vel gerð atriði, þá er ekki síðra atriðið í lokin á Manhattan. Allt þetta og margt fleira gerir The Peacemaker að góðri afþreyingu, samt er það svo að eins og svo margir „smellir“ und- anfama mánuði skilur The Peacemaker lítið eftir. Leikstjóri: Mimi Leder. Handrit: Michael Schiffer. Kvikmyndataka: Dietrich Lohmann. Tóniist: Hanz Zimmer. Aðalhlutverk: Nicole Kidman, George Clooney, Armin Mueller-Stahl og Marcel lures. Hilmar Karlsson TOPP % O í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 7.-9. nóvember. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur. Paul Verhoven á toppinn á ný? Hinn þekkti leikstjóri, Paul Verhoven, er leikstjóri Starship Troopers sem fór létt meö aö taka efsta sætiö á aösóknarlistanum frá síðustu helgi. Kannski má segja aö mótökur myndarinnar séu upprisa Verhovens því vfst má telja aö heföi farið eins fyrir Starship Troopers eins og fyrir síöustu mynd hans, Showgirls. þá hefðu dagar hans veriö taldirí Hollywood. í ööru sæti er breska gamanmyndin Bean, sem nú fyrst var sett á markaöinn í Bandaríkjunum, haföi veriö á listanum þar sem hún var frumsýnd á undan f Kanada. Þaö er greinilegt að Bean ætl- ar einnig að slá í gegn í Banda- rfkjunum eins og alls staöar annars staöar í heiminum. Það er annars athyglisvert þegar listinn er skoöaöur aö í þeim þremur kvikmyndum sem eru í efstu sætum list- ans leikur engin þekkt Hollywoodstjarna. Gelmævintýramyndln Starshlp Trooper var meö mestu aösókn um sfbustu helgl. Tekjur Helldartekjur 1. (-) Starshlp Troopers 22.058 22.058 2. (15) Bean 12.733 19.742 3. (1) 1 Know What You Dld Last Summer 6.511 54.211 4. (3) The Devil’s Advocate 5.078 44.981 5. (2) Red Corner 4.905 14.742 6. (-) Mad Clty 4.649 4.649 7. (4) Boogie Nlghts 3.940 14.550 S.(-) Eve’s Bayou 3.287 3.287 9. (5) Klss the Girls 2.516 55.012 10.(7) Fairy Tale: A True Story 2.139 9.972 11.(6) Seven Years in Tibet 2.003 34.069 12.(8) Switchback 1.409 4.971 13.(9) Gataca 1.380 10.558 14.(12) The Full Monty 1.295 28.475 15.(10) In & Out 1.107 60.765 16.(13) L.A. Confldentlal 0.911 32.860 17.(11) Rocket Man 0.810 14.096 18.(-) George of The Jungle 0.781 102.953 19.(14) Soul Food 0.755 40.829 20.(-) The lce Storm 0.565 2.471 Hrollvekjan lengi lifi Sjónvarpsstöðin BBC hefur látið ffamleiða 5 þætti um hrollvekjur sem eru kallaðir „Clive Barker’s A- Z of Horror“, eða Alfræði hrollvekj- unnar. í þáttaröðinni kynnir rithöf- undurinn Clive Barker til sögunnar ýmis þekkt fyrirbæri úr heimi hrollvekjunnar (t.d. morðingja, blóð, vampírur, og sundurlimaða likama), og ræðir við ýmsa álits- gjafa, bæði rithöfunda, leikara, leik- stjóra, sálfræðinga og aðra sem hafa komið að hrollvekjum á einhvem hátt. Stöð 2 hefur fengið þættina til sýninga og var sá fyrsti á dagskrá síðastliðiö sunnudagskvöld. Barker er einn þekktasti og ffum- legasti hrollvekjuhöfundurinn í dag og hefur einnig getið sér gott orð sem kvikmyndaleikstjóri. Smá- sagnasöfn hans, „Clive Barker’s Books of Blood“ vöktu gífurlega at- hygli þegar þau komu út á árunum 1984-5, og var sú athygli verðskuld- uð því þar var á ferðinni einstak- lega áhugaverð verk, sem skáru sig úr bæði hvað varðaði efni og stíl, en rithöfundarhæfileikar Barkers era mun meiri en margra stallbræðra hans. Líkt og Stephen King hefur Clive Barker átt ríkan þátt í uppgengi hrollvekjunnar á undanfómum ára- tug og hleypt i hana nýju blóði og bera þessir þættir merki aukinna vinsælda og vegsemdar þessa löng- um vanmetna og fyrirlitna forms. Fyrsti þátturinn er helgaður fjöldamorðingjanum Ed Gein (1906-1984), sem var handtekinn árið 1957 og játaði á sig tugi morða auk grafarrána og mannáts. Á sín- um tima hafði mál Geins heilmikil áhrif á banda- rískt sam- félag og þótti breyta viðhorf- inu til hryllings á þann hátt að skyndi- lega voru skrímslin ekki inn- flutt frá Evrópu heldur heima- ræktuð, í þorpi með hversdagslegasta nafni í heimi: Plainfield. Þrjár ffægustu hrollvekj- ur þessarar aldar em byggðar á ævi og dauðaiðnaði Geins, en þær em Psycho (Alfred Hitchcock, 1960, byggð á samnefndri skáldsögu Ro- bert Block, 1959), The Texas Chain Saw Massacre (Tobe Hooper, 1974) og The Silence of the Lambs (Jonat- han Demme, 1991, byggð á sam- nefndri skáldsögu Thomas Harris, 1988). Allar höfðu þessar myndir varanleg áhrif á hrollvekjuna og teljast til öndvegisverka hennar, og þess má geta að sjálfúr keðjusagar- maðurinn var íslendingur, Gunnar Hansen. í þættinum em sýnd atriði úr myndunum í bland við umfjöllun um Gein sjálfan og era þar líklega margir Bretar að berja Texas Chain Saw augum í fyrsta sinni, en hún hef- ur verið bönnuð í Bretlandi í þessa áratugi. Einnig var áhugavert að sjá hvernig atferli Geins var skoðað á mismunandi hátt á mismunandi tímum, í Psycho var áherslan á geð- truflun og sifjaspell ríkust, í Texas var hryll- ingurinn tengdur til- gangslausu og taum- lausu of- beldi Ví- etnamstríðs- ins, og í Lömbunum var áhersl- an lögð á sjálfsmynd og fullkomn- unaráráttu nútímans hvað varðar útlit og feg- urð. Þessi dæmi sýna vel hvað hrollvekjan er auðug uppspretta hugmynda og hvað henni lætur vel að ffamsetja á ögrandi og sérstakan hátt mikilvæga hluti i mannlegu samfélagi. 1 næsta þætti er áherslan lögð á tengsl erótikur og hrollvekju og er þar meðal annars talað við drottn- ingu hrollvekjunnar, leikkonuna Barhöra Steele, rithöfundinn Poppy Z. Brite og myndlistarmanninn H. R. Giger, auk þess sem Barker kynnir sig og sínar afskaplega skemmtilegu hugmyndir hvað varð- ar hrylling. Þættirnir eru vel gerðir og skemmtilegir og er áherslan greini- lega ekki aðeins sú að kynna hroll- vekjuna á fagmannlegan og skemmtilegan hátt heldur einnig að veija hana gegn illum áburði, en hrollvekjan hefur löngum þurft að vera blórahöggull fyrir samfélagsleg mein. Kvikmyndaleikstjórinn Tim Burton segir að það sé ekkert annað en hollt og gott að skoða hinar dökku hliðar manneskjunnar, og fleiri taka í sama streng, enda hefur það löngum verið talið til aðals- merkja hrollvekjunnar að vera eins konar „skírn“ eða útrás fyrir myrkranna makt. Og svo bíðum við bara spennt eft- ir að fá yfir okkur nýjustu hroll- vekjuflóðbylgjuna sem Scream olli, og látum skírast yst sem innst. Anthony Hopkins og Jodie Foster í Silence of the Lambs, einni þriggja klassískra hryllings- mynda sem byggðar eru á ævi morðingjans, Ed Geins. Hrollvekjur og erótík er viðfangsefni þáttar tvö í Alfræði hrollvekjunnar. Tom -úd Cruise í hlutverki vampírunnar f Interview with the Vampire. Regnboginn - Anna Karenina: Af ógæfusömum konum í frægri skáldsögu sinni, Önnu Kareninu, beinir Tolstoj augunum að óvægnu samfélagi hástéttarinn- ar í Rússlandi á síðari hluta 19. aldar. Þar segir frá harmrænu ástarsambandi hinnar giftu Önnu (Sophie Marceau) við liðsforingjann Vronsky (Sean Bean). Þrátt fyrir vamaðarorð vina og kunningja fer það fram fyrir opnum tjöldum og þegar þau hefja sambúð snýr aðallinn endanlega baki við þeim. Einangruð verða þau að takast á við líf sem reynist báðum nær óbærilegt. Vinnutitill Önnu Kareninu var um skeið Tvö hjónabönd. Og það er kannski nær lagi því harmsaga Önnu og Vronskys er aðeins annar af tveimur meginþáttum bókarinnar. Hinn, sem skoða má sem eftirsóknarverða og tilgangsrika andstæðu, lýsir sambandi Kittyar (Mia Kirshner) og Levins (Al- fred Molina). Skáldsaga Tolstojs er um 800 síður og því var leik- stjóranum og handritshöfundinum Bemard Rose ákveðinn vandi á höndum við aðlögun hennar. Myndin, sem er undir tveimur timum, bregður að- eins upp svipmyndum úr sögunni og þótt þáttur Levins og Kittyar gefi sögu Tolstojs aukna dýpt hindrar hann, í meðforam Rose, frásagnarflæði myndarinnar. Hefðbimdna leiðin hefur löngum verið sú að ein- blína nær einvörð- ungu á Önnu og ástarsamband hennar og þótt slík aðlögun kasti fyrir róða þeim boðskap sem finna má í verki Tolstojs hafa verið gerð mjög áhrifarík meló- drömu á þeim forsendum. Mynd Rose skortir frá- sagnardýpt af þeirri einfoldu ástæðu að hann ætlar sér að segja sögur beggja í senn og á aðeins 100 mín- útum. Leikaramir finna sig illa í hlutverkum sínum og ber James Fox í hlutverki hins aldraða eigin- manns Önnu höfuð og herðar yfir aðra leikara. Að þessu sögðu má bæta við að Anna Karenina er ein fallegasta mynd sem ég hef séð. Kvikmyndataka, sviðsmynd og búningar nálgast fullkomnun og dans- leikurinn er sá glæsilegasti sem ég man eftir. Þótt handritið sé að mínu mati meingallað, gera hinir sjónrænu þættir myndina eftirminnilega og fyrir þá og ógleymanlega upphafssenu gef ég myndinni tvær og hálfa stjömu. Leikstjóri: Bernard Rose. Aðalhlutverk: Sophie Marceau, Sean Bean, Aifred Molina, Mia Kirshner, James Fox og Fiona Shaw. Guðni Elísson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.