Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 27 íþróttir Iþróttir Þrír nýliðar Guðjón Þórðarson valdi þrjá nýliða í landsliðið sem mætir Sádi-Aröbum í vináttuleik 7. desember. Það eru ívar Bjark- lind, Jakob Jónharðsson og Am- ar Viðarsson. Liðið er þannig skipað: Kristján Finnbogason.........KR Ámi Gautur Arason . .. Stjömunni Helgi Sigurðsson.........Stabæk Einar Þór Daníelsson.........KR Brynjar Gunnarsson . . Válerengen Tryggvi Guðmundsson .... Tromso Sverrir Sverrisson .........ÍBV Gunnlaugur Jónsson...........ÍA Pétur Marteinsson....Hammarby Helgi Kolviðsson ......Lustenau Óskar Þorvaldsson . . Strömsgodset Sigurvin Ólafsson...........ÍBV Jóhann B. Guðmundsson . . Keflavík Gunnar Már Másson.......Leiftri Ivar Bjarklind..............ÍBV Jakob Jónharðsson .....Keflavík Arnar Þór Viðarsson....Lokeren Indiana vann Indiana vann auðveldan sigur á Vancouver, 106-85, i NBA- deildinni í körfubolta í nótt. Chris Mullin skoraði 27 stig fyrir Indiana og Reggie Miller 21 en George Lynch 15 fyrir Van- couver. -VS EVRÓPUKEPPNi 1. riöill: Makedónia-Rúmenía . 35-22 Portúgal-Króatía . 19-18 Króatía 5 3 0 2 138-120 6 Makedónía 5 3 0 2 156-149 6 Portúgal 5 2 0 3 126-135 4 Rúmenía 5 2 0 3 119-135 4 2. riðill: Island-Júgóslavía 21-24 Sviss-Litháen . 21-27 Júgóslavía 5 3 2 0 137-114 8 ísland 5 2 1 2 131-131 5 Litháen 5 2 1 2 125-129 5 Sviss 5 0 2 3 120-142 2 3. riðill: Ísrael-Slóvenía 27-28 Frakkland-Tékkland . . 28-19 Frakkland 5 5 0 0 138-104 10 Tékkland 5 2 1 2 121-126 5 Slóvenía 5 2 0 3 126-134 4 ísrael 5 0 1 4 112-133 1 MEISTARADEILDIN A-riöill: Dortmund-Galatasaray . .... 4-1 Parma-Sparta Prag . . . . .... 2-2 Dortmund 5 4 0 1 11-3 12 Parma 5 2 2 1 34 8 Sparta 5 12 2 6-8 5 Galatasaray 5 10 4 3-10 3 Dortmund er komið í úrslit. B-riðill: Manchester United-Kosice .. . 3-0 1-0 Cole (40.), 2-0 sjálfsmark (85.), 34) Sheringham (90.) Man. Utd 5 5 0 0 14-4 15 Juventus 5 3 0 2 11-8 9 Feyenoord 5203 7-10 6 Kosice 5 0 0 5 2-12 0 Manchester United hefur tryggt sig í 8-liða úrslitin. C-riöill: Dinamo Kiev-PSV Eindhoven 1-1 Kiev 5 3 2 0 134 11 PSV 5 2 2 1 7-6 8 Newcastle 5 1 1 3 5-8 4 Barcelona 5 1 1 3 5-12 4 D-riöill: Porto-Olympiakos Pireus .... 2-1 Rosenborg-Real Madrid......2-0 R. Madrid 5 3 1 1 11-4 10 Rosenborg 5 3 1 1 11-6 10 Porto 5 1 1 3 3-7 4 Olympiakos 5 1 1 3 4-12 4 \eiKmann* Bergsveinn Fann sig engan veginn í markinu. Lék allan fyrri hálfleikinn og fyrstu sjö mínútumar í þeim síðari. Hefði mátt vera skipt út af fyrr í leiknum. Guðmundur Var litlu skárri en Berg- sveinn í markinu og langt frá sínu besta. Virkaði þungur og með slakar stað- setningar. Geir Var í mjög strangri gæslu á línunni og skapaði sér fá færi. Vantaði þann neista sem svo oft hefur einkennt leik hans. Róbert Lék síðustu tíu minútur leiksins og náði að fiska eitt vítakast á þeim tíma. Hefði mátt fá að spreyta sig fyrr í leiknum. Valdimar Byrjaði á því að brenna af i tveimur góðum færum og var skipt út af eftir 17 mín- útur. Hefur oftast leikið betur en í gærkvöld. Konráð Náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Misnotaði tvö færi í vinstra hominu og lék alls ekki af eðlilegri getu frekar en margir aðr- ir. Bjarki Komst einna best frá leikn- um af okkar mönnum. Skoraði 4 góð mörk en átti engu að síður alls ekki stórleik. Páll Var í erflðu hlutverki í sín- um fyrsta alvöruleik. Skor- aði eitt mark úr þremur til- raunum og náði ekki að sýna sínar bestu hliðar. Patrekur Náði ekki að fylla skarð Dags Sigurðssonar sem leikstjómandi. Var oft mjög bráður í sóknarleiknum og skorti meiri aga. Duranona Komst þokkalega frá sínu hlutverki. Hefði þó mátt vera grimmari í sókninni og skjóta meira að marki andstæðinganna. Þokkaleg- ur leikur. Ólafur Einn daprasti landsleikur hans. Saknaði greinilega Dags Sigurðssonar. Gerði mörg mistök og þarf aö gleyma þessum leik sem fýrst. Júlíus Júlíus lék ekkert i fyrrj hálfleik. Kom inn á í byrj- un síðari hálfleiks og var nokkuð ógnandi í sóknar- leiknum. Skoraði 2 mörk úr 3 skotum. -GH i ------------- Sagt eftir leikinn: „Við getum miklu meira og það vita allir sem sáu okkur hér í kvöld. Þeir spiluðu reynd- ar mjög skynsam- lega og spiluð mun betur en þeir gerðu í Kumamoto. Þeir voru mjög einbeitt- ir og yfirvegaðir og spiluöu langar sóknir. En við spiluðum bara ekki okkar bolta og því fór sem fór en við erum engan veginn hættir því það eru 60 mínútur eftir,“ sagði Júlíus Jónas- son. Patrekur: „Við spiluðum alls ekki nógu vel. Við vorum klaufar að ná ekki að jafna leikinn í tvígang. Við vorum aö standa lengi í vörn og kannski verða menn óþolinmóðir í sókninni því tím- inn verður minni. Menn eru að skjóta meira úr hálffær- um og ekki aö velja réttu færin. Þá vor- um við að klikka mikið úr dauöafær- lun. Þetta er ekki búið en það hefði verið skemmti- legra að klára þetta fyrir fullt hús hér í kvöld,“ sagði Patrekur Jó- hannesson. Bjarki: „Mér fannst þeir mjög skynsamir og spila fasta vörn. Við vorum farnir að foröast þá í sókninni og famir að skjóta úr óskyn- sömum færum en vamarleikurinn var samt mjög góð- ur. En betur má ef duga skal. Nú snú- um við bara bök- um saman og vinn- um leikinn úti,“ sagöi Bjarki Sig- urðsson. Geir: „Það er ljóst aö sóknarleikurinn er mjög lélegur og vamarleikurinn líka í fyrri hálfleik en þegar upp er staðið er ekki hægt að sakast við varnarleikinn en það er bara svo margt sem orsakar þetta. Það er leikur fram undan á sunnudaginn og við verðum að fara erfiðustu leið í heimi og það er aö vinna Júgóslavíu úti á sunnudag- inn,“ sagði Geir Sveinsson. Þjálfari Júgga: „Mitt lið spilaði mjög vel hér í kvöld. Við voram að spila á móti 5. besta liði í heimin- um. Við stjómuð- um leiknum í 60 mínútur og misst- um það aldrei nið- ur. íslenska liðið spilaði vel en þaö var ekki nóg. Nú eram við komnir til Ítalíu en við ætl- um okkur samt að vinna seinni leik- inn í Júgóslavíu,4' sagði þjálfari Júgóslavíu. _w<5 Konráö Olavsson fær að kenna á varnarmönnum Júgóslava í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Kannski sést á myndinni nýtt „Júggabragö“ en óvenjulegt er aö tveir samherjar hjálpist aö viö aö þjarma að andstæðingum sínum með þessum hætti. DV-mynd Brynjar Gauti Bland í poka Herrakvöld handknattleiksdeildar Hauka verður í Álfahelli við Strandgötu í kvöld. Húsið er opnað kl. 19.19 og borðhald hefst kl. 20.20. FH-ingurinn Guðmundur Ámi Stefánsson er ræðumaður kvöldsins og veislustjóri er Óskar Sigurðsson. Jóhannes B. Jóhannesson tapaði fyrir Marco Fu frá Hong Kong, 5-3, í 16 manna úrslitum heimsmeistara- mótsins í snóker í Zimbabwe í gær. Jóhannes vann þrjá ramma í röö eftir að Fu vann fjóra fyrstu. Fu hafði aðeins tapað fjórum römmum á öllu mótinu og fékk þarna sina mestu keppni til þessa en hann er talinn sá sigurstranglegasti. aðeins sigur á sunnudag dugar íslandi í úrslit EM eftir slæmt tap í Höllinni, 21-24 Tryggvi samdi Þeir gengu niðurlútir af velli íslensku landsliðs- mennimir í handknattleik eftir að hafa beðið ósigur gegn sterku liði Júgóslava, 21-24. Á pappíranum ætti þetta tap að þýða að möguleikar liðsins á að taka þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins á Ítalíu næsta sumar séu sáralitir en ekkert nema sigur gegn Júgóslvölum í Podgorcia, höf- uðborg Svart- fjallalands, á sunnudaginn færir íslend- ingum farseðil- inn til Ítalíu. Það skyldi þó enginn af- skrifa þennan möguleika. Þorbjöm Jens- son landsliðs- þjálfari hefur á ferli sínum oft þurft að fara erfiðustu leið- ina og hver veit nema að í þetta skipti fari hann lengstu og erfiðustu leiðina í átt að takmarkinu. fslenska liðiö lék langt undir getu í gær og maöur hefur enga trú á öðra en að strákamir rífi sig hressi- lega upp fyrir leikinn á sunnudaginn sem er upp á líf eða dauða. Það var einkum og sér í lagi slakur sóknarleikur og léleg markvarsla sem felldi íslenska liðið í þessum leik. Vömin stóð fyrir sínu lengst af en í sókninni áttu íslendingar fá svör við öflugri vöm Júgóslavanna. Þá vora góð færi illa nýtt og markvörður gestanna var íslensku leikmönnunum oft mjög erfiður. Það var ljóst í upphafi leiks að á brattann yrði að sækja. Júgóslvar náðu strax tökum á leiknum en fs- lendingar fóra illa að ráði sínu og misnotuðu hvert tækifærið á fætur öðra. ísland náði að jafha metin í 3-3 eftir 10 mínútur en síðan má segja að leiðir hafi skiliö. Júgóslavar leiddu leikinn með 2-3 mörkum allan tímann og létu háværa íslenska áhorfendur ekki slá sig út af laginu. Smátt og smátt urðu íslend- ingar að játa sig sigraða og Júgóslavar gátu leyft sér að fagna vel í leikslok enda öraggir í úrslitakeppn- ina á Ítalíu. Það fór eins og marga granaði að fjarvera Dags Sigurðssonar í leikstjórastöðunni veikti mjög ís- lenska liðið og engan meiri en Ólaf Stefánsson. Þessi snjalli leikmaður var nánast óvirkur og fyrir vikið var sóknarleikurinn hálflamaður og einhæfur. Bolt- inn fékk ekki að ganga sem skyldi í sókninni og Júgóslvar áttu ekki í erfiðleikum með hægja á ís- lensku sókninni með sterkum vamarleik. Það vant- aði alla grimmd og neista í liðið og það var nær óþekkjanlagt frá því í frægðarfominni i Kumamoto í Japan síðasttliðið vor. Jovanovic (nr. 8) og Butulija (nr. 10) vora okkar mönnum mjög efiðir og línumaðurinn Skribic var geysisterkur. Það dylst engum að Júgsóslavar era með frábært lið og sigur þeirra í gær var fyllilega verðskuldaður. f fljótu bragði er erfitt að sjá hvem- ig íslendingum eigi að takast að vinna þá á þeirra heimavelli en þess ber þó að geta að Júgóslvar era komnir áfram og maður skyldi ætla það að einhver losarabragur gæti komið fram í leik þeirra á sunnudaginn. Fram að því verður íslenska þjóðin að leggjast á bæn og vona að strákunum takist það ómögulega og ekki myndi það skemma fyrir að senda strákunum okkar góða strauma. Þeir eiga það svo sannarlega skilið. „Sóknin sem klikkaði" Páll Ólafsson, aðstoðarþjálfari Hauka, var á leiknum gegn Júgóslavíu: „Ég er ekki sáttur við að tapa. Við vissum að viö þurftum að eiga góðan leik en það bara gekk ekki sérstaklega sóknarlega. Þá var markvarslan ekki góð en ég tel að það hafi fyrst og fremst verið sóknarleikurinn sem klikkaði. Það er einum of auðvelt að segja að Dagur hafí svona mikil áhrif á liðið. Það kemur maöur i manns stað. Mér fannst sóknarleikurinn einum of stífur og það komu sjaldan innleysanir frá t.d. hornum og þetta finnst mér hafa verið að í nokkrum leikjum hjá okkur. Menn era ekki að hjálpa hverjir öðram og á móti svona sterku liði getum við ekki spilað svona," sagði Páll Ólafsson. -GH „Alltof margt í ólagi“ „Við voram alls ekki að sýna það sem við getum. Ég held að það sé ekki hægt að segja að ástæðan sé að Dagur var ekki með. Við höfúm leyst þetta áður. En í þessum leik vorum við ekki að spila sem Uð. En hins vegar get ég sagt það að viö spiluðum ekki vel og margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik. Ég reyndi að breyta undir restina í 6-0 vöm og setja Konráð á miðjuna og þegar upp er staðið var sú vöm kannki betri en það voru bara alltof margir þættir sem vora ekki í lagi. Það er nú svo skrítið að við spilum alltaf seiimi leikinn betur. Ég er kannski frægur fyrir að fara erfiðu leiðina en það er kannski ekki hægt að stóla á það nú en vonandi gengur það upp," sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari viö DV eftir leikinn í gærkvöldi. ísland (9) 21 Júgóslavía (12) 24 0-1, 1-1, 1-3, 3-3, 4-4, 5, 6-6, 6-8, 7-9, 8-10, 9-11, (9-12), 10-12, 10-13, 11-14, 12-15, 13-16, 15-18, 17-20, 19-21, 19-23, 20-23, 20-24, 21-24. Mörk íslands: Róbert Dura- nona 4, Bjarki Sigurðsson 4, Patrekur Jóhannesson 4, Valdimar Grímsson 3/3, Geir Sveinsson 2, Júlíus Jónasson 2, Páll Þórólfsson 1, Ólafur Stefánsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 5, Bergsveinn Bergsveins- son 4. Mörk Júgóslavíu: Igor Butulija 7/2, Nedeljko Jovanovic 6, Rastko Stefanovic 4, Dragan Skribic 3, Dragan Sudzum 3, Vladimir Stanojevic 1. Varin skot: Dejan Peric 15/1. Brottvísanir: Island 6 mínútur, Júgóslavía 10 mínútur. Dómarar: V. Bretó og J.A. Huel- in frá Spáni. Hræðileg sending. Mistökin mýmörg og lítill alþjóð- legur bragur á þessu auma dóm- arapari sem vonandi dæmir ekki mikilvæga leiki hér á landi í bráð. Áhorfendur: 3400. Troðfull Laugardalshöllin. Maður leiksins: Nedeljko Jovanovic (númer 8). Frábær leikmaður sem skóp sigur Júgóslava öörum fremur með stjömuleik. Einkunnagjof Dv Bjarki Sigurðsson Róbert Duranona »•• = Frabær = Mjög góður = Góður Bjarki Sigurösson einbeittur á svip. Hann skoraöi fjögur mörk gegn Júgóslövum í gærkvöld en þab dugöi skammt. Bjarki og félagar veröa aö leika mun betur á sunnudag ef sigur á aö vinnast. DV-mynd Brynjar Gauti Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við norska úr- valsdeildarliðið Tromso. Tryggvi, sem varð markakóngur ís- landsmótsins í sumar með 19 mörk og var kjörinn leikmaður árs- ins af leikmönnum úr- valsdeildarinnar, hefur undanfamar vikur reynt fyrir sér hjá nokkrum erlendum fé- lögum og loks í gær fékk hann tilboð sem hann gekk að. „Ég er mjög ánægður með að þetta skuli vera í höfn. Maður hefur auðvitað lengi stefnt að því að komast í at- vinnumennskuna. Norskur fótbolti hefur verið í mikilli framför og ég er viss um að ég er að taka skref fram á við. Mér sýnist að þaö sé mikill metnaður hjá forráðamönnum Tromso um að ná langt á næsta tímabili og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að svo verði," sagði Tryggvi við DV i gær en honum er ætlað að fylla skarö markahæsta leikmanns Tromso í ár en hann var á dögunum seldur til Ander- lecht í Belgíu. _GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.