Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
DV Sandkorn
Fjöll og skógar
Fullorðin kona, sem alla sína
löngu ævi hefur unniö í fiskvinnu,
fyrst í saltfiski hjá Kveldúlfi og síðan
I fiskvinnslu, hætti nýlega störfum.
■ Konan hefur alla
tið unnið mikið og
varla litið upp í
áratugi, hvað þá að
hún hafi legið í
ferðalögum út um
hvippinn og hvapp-
inn. Þvi þótti
skyldmennum
hennar við hæfi
þegar um hægðist
hjá gömlu konunni
að hún sæi nú eitthvað af landinu
sínu sem hún hefur varla séð utan
Reykjavíkur og var henni boðið í
Þórsmerkurferð. Að ferðinni lokinni
hitti hún einn sinna gömlu vinnufé-
laga sem spurði hana hvort ekki
hefði verið fagurt í Þórsmörkinni.
„Ég veit það nú ekki, ég sá svo sem
ekki neitt nema fjöll og skóga og svo-
leiðis helvítis drasl,“ sagð^sú gamla.
Hvar voru þeir
Alþýðuflokksmenn kvöddu nýlega
fýrrum foringja sinn, Jón Baldvin
Hannibalsson, og Bryndísi konu
hans, sem senn fara til Washington,
þar sem Jón Bald-
vin verður sendi-
herra íslands. Jón
Baldvin hefur ver-
ið svipmikill for-
ingi krata og oft
gustað um hann og
liðið að baki karl-
inum í brúnni ekki
alltaf einhuga. Á
stundum hefiir og
á ýmsu gengið með
gagnkvæma ánægju formannsins og
forystumanna HafnarQarðarkrata.
Það vakti athygli þeirra sem sóttu
samsætið til heiðurs Jóni Baldvin á
dögunum í Rúgbrauðsgerðinni að
hvorki Guðmundur Árni Stefánsson,
alþingismaður úr Hafnarfirði og fyrr-
verandi bæjarstjóri, né núverandi
bæjarstjóri Hafnarfiarðar, Ingvar
Viktorsson, létu sjá sig þar. Margir
kratar eru því nú komnir á fullt í
Kremlarfræðin fornu og reyna að
ráöa hvað valdi.
Slyppifengur varstu
Þórður Kristleifsson heitinn, fyrr-
verandi þýskukennari á Laugar-
vatni, var mikill víkingur og atorku-
maður. Þegar hann hætti vegna ald-
urs á Laugarvatni
fluttist harui til
Reykjavíkur og
kenndi eftir það
þýsku í MR í fjölda
ára sem stunda-
kennari. í kyrrð-
inni á Laugarvatni
þurftu menn ekki
sérstaklega að var-
ast bílaumferð og
Þórður uggði því
ekki að sér einn morguninn þegar
hann stikaði yfir Lækjargötuna á
leið til kennslu og varð fyrir bil.
Nemendur hans á sömu leið sáu þeg-
ar bíllinn skall á Þórði sem tókst á
loft og sveif yfir bilinn og kom
standandi niður fyrir aftan hann,
stikaði síðan að framhurð bílsins,
reif hana upp og sagði við ökumann-
inn: „Slyppifengur varstu, drengur,
að drepa mig ekki,“ skundaði síðan
upp í MR og skildi gapandi öku-
manninn eftir með beyglaðan bílinn
eftir áreksturinn.
Herbalife á Hlíf
Deilur hafa staðið á ísafirði milli
félagsmálastjóra ísafiarðarbæjar og
Gisla Hjartarsonar ritstjóra hvers
vegna elli- og örorkulífeyrisþegar í
Vestíjarðakjör-
dæmi eru miklu
færri sem hlutfall
íbúa, miðað við
önnur kjördæmi.
Hefúr Gísli haldið
því fram að félags-
þjónusta við þessa
hópa borgara sé
miklu lélegri
vestra en annars
staðar á landinu og
jafnvel sú versta. Félagsmálastjórinn
hins vegar hefur haldið þvi fram að
atvinnuleysi vestra sé nánast ekkert
og þessir hópar séu í vinnu og þvi
ekki á lífeyri ffá Almannatrygging-
um. Einnig fullyrðir félagsmálastjór-
inn að þjónusta við aldraða i ísa-
fjarðarbæ sé sú besta á landinu.
Gárungamir styðja skoðun félags-
málastjórans og benda máli sínu til
stuðnings á að gamlingjamir á Hlíf,
heimili aldraðra í ísafjarðarbæ, hafi
það of gott. Þeir hafi verið svo feitir
sl. vetur að forstöðukonanan hafi
mokað í þá ókjörum af megrunarlyf-
inu Herbalife til að ná þeim niður.
Umsjón. Stefán Ásgrfmsson
Fréttir
Kennarar Isafirði:
Fá ekki stað-
aruppbót
Ákveðið hefur verið að kennarar,
sem sögðu upp starfi í sambandi við
verkfallsboðun í sumar, fái ekki
staðaruppbót nema þeir dragi upp-
sagnimar til baka fyrir 1. desem-
ber. Sagt er að þeim hafi verið lofað
persónuuppbót - 5000 krónum á
mánuði. Greiða átti uppbótina í
einu lagi 1. desember - 60 þúsund á
hvem kennara í fullu starfi.
Uppsagnarfrestur kennara hefúr
verið framlengdur til 1. apríl svo
ljóst er að þeir munu starfa að
minnsta kosti 7 mánuði af skólaár-
inu. Mikill urgur er í kennurum á
ísafirði vegna málsins enda telja
þeir sig eiga rétt á greiðslum.
Nokkrir þeirra vom í þann veginn
að draga uppsagnir sínar til baka
þegar tilkynnt var um þessar að-
gerðir.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra.
Halldór Ásgrímsson:
Þurfum
vinnufrið
„Það er alveg ljóst að við leysum
ekki þessa deilu með viðtölum eins
og þessu,“ sagði Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra þegar DV
bar undir hann ummæli Peter Ang-
elsen, sjávarútvegsráðherra Noregs,
í yfirheyrslu DV í gær um Smugu-
deiluna, m.a. um að engir samning-
ar komi til greina við íslendinga
nema gegn því að Norðmenn fái að
veiöa í íslenskri lögsögu.
Halldór sagði að Smugudeilan
væri uppi á borðum utanríkisráð-
herra Noregs, Rússlands og íslands
sem muni hittast á fundi í Moskvu
í byrjun desembermánaðar. Um
deiluna og þær forsendur sem hinn
norski starfsbróðir hans telur einar
vera fyrir lausn hennar vill Halldór
Ásgrímsson ekki tjá sig efnislega.
Utanríkisráðuneyti landanna beri
ábyrgð á málinu. „Þau verða að fá
frið til að vinna að því og síðan
verður að sjá til hvort botn fæst í
það,“ sagði Halldór Ásgrímsson ut-
anrikisráðherra.
Árskógsströnd:
Mikil vinna og
fólksfjölgun
DV Dalvik:
Næg atvinna hefur verið á Ár-
skógsströnd siðustu mánuðina. Dæmi
eru um að fólk frá Hjalteyri og Akur-
eyri sæki vinnu á Árskógsströnd og
enn vantar fólk til starfa.
Að sögn Kristjáns Snorrasonar
oddvita hefur þetta góða atvinnu-
ástand leitt til þess að fólki hefur
fjölgað á Árskógsströnd það sem af er
árinu. Fjölgunin nemur um 5%, eða
15 manns. Fyrri hluta ársins voru
nokkrar íbúðir í eigu sveitarfélagsins
auðar, 9 þegar verst lét. Þær eru nú
sem óðast að ganga út - aðeins ein
íbúð laus nú.
Þá virðist sem áhugi fólks á að
kaupa gömul hús og gera þau upp sé
að aukast. Hús sem staðið hefúr
autt nokkuð lengi var selt nýlega.
Þegar er farið að vinna að endurbót-
irni á því. -hiá
7
Láttu senda þér heim!
Komðu og sæktu!
Cá PIONEER
The Art of Entertalnment
.Pioneer markaosyfirburði a Islandi?
Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs í desember 1996 eru 26,2% heimila á íslandi með ftaieer hljómflutningstæki.
Fjórir næst stærstu keppinautamir samanlagt eru minni en FSœæer. Hvað segir þetta þér um gæði Ptoneer tækja?
Thé Art of Entertalnment
VSX 806-Heimabíðmagnarl • m/ útvarpi 2x110w RMS
■ 5x60w RMS • Sterío (bak • 30 stöðva minni
VSX 405-Helmabíðmagnarl • RDS • m/ útvarpi 2x 70w
RMS 4x50w RMS • 30 stöðva minni i
The Art ot Entertalnment
PD106 Geislaspilari • 1-Bit • Forritanlegur
Handahófsspilun • Endurtekning ________\
SX 305 Utvarpsmagnar! • 2x85w RMS
30 stöðva minni • Fjarstýring
PDM 426 Gelslaspilari • 6 diska • 1-Bit • Forritanlegur
• Handahófsspilun • Endurtekning • Fjarstýring m
CTW 202 Segulbandstæki • Tvöfalt
jamo:
The Art of Entortalnment
CS 7030 hátalarar
190w Din þrískiptur
CS 5030 hátalarar
140w Din þrískiptur
Surround 50
40w
CS 3030 hátalarar
120w Din þrískiptur
!a 8 • Sími 533 2800
UmboÖ8menn: Reykjavfk: Byggt & Búið.Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir.Hellissandi.
Guðm Hallgrímsson, Grundarfirði. Asubúð, Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafver, Bolungarvík. Straumur, ísafirði.
Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík.
Lónið Þórshðfn Austurland: Kf. Hóraðsbúa, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Suöurland: Árvirkinn, Seífossi. Rás, Þoriakshöfn.
Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík.
I O MiLLÚ m/3 áleggsteg
12“ hvítlauksbrauð
eða IVIargarita,
2L Coke og hvítlauksolia
Aðeins 1.790 kr.
IILLd m/2 áleggsteg
Aðeins 890 kr.
JiLLd m/2 áleggsteg
Aðeins 990 kr.
18.900