Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 24
36
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
Leiðtogi Háskól-
ans út á við
„Rektor Háskólans er leiðtogi
hans út á við sem inn á við. Það
er í hans verkahring að verja
hagsmuni skólans með kjafti og
klóm og hafna algjörlega allir um-
ræðu um skólagjöld og rísa upp
fyrir fjöregg Háskólans: sjálfstæði
hans.“
Björgvin G. Sigurðsson, ritstjóri,
í Stúdentablaðinu.
Siglfirskur sumartími
„Ég sé fyrir mér ljósaskilti í
miðjum Strákagöngum: „Hér tek-
ur við siglfirskur sumartími“.“
Örnólfur Thorlacius líffræðingur,
um hugmyndir Siglfirðinga um
sér sumartíma, í Morgunblað-
inu.
Ætla ekki að verða neitt
„Ég hafði ekki nægt sjálfstraust
til þess að ákveða að verða alvöru
rithöfundur. Nú er allt í lagi að
gefa út bækur því nú ætla ég ekki
að „verða" neitt."
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra, i DV.
Ummæli
Hvemig kvótakerfið varð til
„Kvótakerfið myndaðist til þess
að stöðva sóun á sjó.“
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son, í Morgunblaðinu.
Umhverfisráðstefnan í Kyoto
„Ef sendiboðar okkar til Japans
gleyma sér í misskildu stolti og
landlægri þrákelkni er mikil
hætta á að við undirstrikum enn
frekar sovéskt eðli umræðunnar
héma; að við höfum ekkert að
sækja til alþjóðasamþykkta nema
þegar það hentar okkur."
Haraldur Jónsson myndlist-
armaður, í DV.
Slæmir menn fyrir þjóðina
„Það eru almannahagsmunir að
taka völdin af mönnum eins og
Halldóri Ásgrímssyni. Þeir eru
slæmir fyrir þjóðina á líðandi
stundu en eru þó enn hættulegri
framtíð þjóðarinnar."
Valdimar Jóhannesson, fram-
kvæmdastj. Samtaka um þjóð-
areign, í Morgunblaðinu.
Myndverkin í Hafnarhúsinu hafa
vakið verðskuldaða athygli.
Myndlist '97
Aðsókn að hinni fjölbreyttu
myndlistarsýningu, Myndlist ’97 í
Hafnarhúsinu, var það mikil að
hún var framlengd um eina viku
en nú er komið að leiðarlokum
því sýningunni lýkur á sunnudag-
inn. Um síðustu helgi komu um
eitt þúsund manns á sýninguna.
Þama má sjá 300 myndverk eftir
75 myndlistarmenn og eru þau öll
til sölu. Aðgangseyrir að sýning-
unni er 100 kr. og renna þær til
Sýningar
áhorfendaverðlauna en sjóðurinn
fer i heilu lagi til þess verks sem
áhorfendur velja. Síðast þegar að
var gáð var verk Gjörninga-
klúbbsins efst á blaði, þar á eftir
fylgdu verk eftir Egil Sæbjöms-
son, Guðrúnu Kristjánsdóttur,
Sigurð Örlygsson, Þorbjörgu
Höskuldsdóttur og Húbert Nóa.
Tímaritið Fjölnir mun svo
standa fyrir listamannaballi á
mánudaginn þar sem áhorfenda-
verðlaunin verða afhent. Sýningin
er opin daglega frá kl. 14-22.
Bílastæði í miðborginni
Vestur-
gata
n hs nQ Við höfnina Q
,r’ UÉ Ww o ** -\— _
\ °o M O
Vlð Ar Unlannrtlft
AqS;
Landa-Q^ Q
kotstím Q q
Við Hjálpræðis- ,.}* H
hershúsið
01 /
q Ráðhús
Tjarnargata 18-22
.O' ’w' Skúlagata 4-6
Kolaportið
'v. Hverfisgata gegnt
/ \oT
% ™m£
0%Q
Við Bergstaðar- \ *
stræti ^
^ Grettisgata 11
%
Bílageymslur eða
vöktuð bílastæði
Q Önnur bílastæði
o
Vitatorg
Q
Laugavegur 77
Q
Laugavegur 92
Sigrún Þor
tir, stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur:
Eg er öll
í menningunni
„Jólatónleikamir á sunnudags-
kvöld em fyrsta verkefni mitt með
Kvennakór Reykjavíkur en ég tók
við stjórn hans í haust af Margréti
J. Pálmadóttur. Ég hafði aldrei
komið nálægt kórnum áður
þannig að það er nýtt fyrir mér að
starfa með þessum stóra kvenna-
kór en í honum eru hvorki meira
né minna en 120 konur." segir Sig-
rún Þorgeirsdóttir, nýr stjórnandi
Kvennakórs Reykjavíkur, sem auk
þess er í söngkvartettinum Rúdolfi
sem var að senda frá sér jólaplötu.
Þá starfar hún að málefnum sem
varða menningarborg Evrópu árið
2000, en eins og kunnugt er verður
Reykjavík ein þeirra borga sem
skartar þessum titli aldamótaárið.
Sigrún er, þótt hún sé nýtekin
við stjórn Kvennakórs Reykjavík-
ur, ekki ókunnug kórstjórn: „Ég er
tiltölulega nýkomin heim frá námi
í Bandaríkjunum, var fyrst í söng-
námi og síðan í kórstjórn. Eftir að
ég kom heim hef stjómað skólakór
Menntaskólans í Kópavogi og
hjálpað til hjá Karlakór Reykjavík-
ur.“
Sigrún finnur ekki mim á að
stjóma körlum og konum: „Það er
helst að tónlistin sem valin er sé
ólík, að öðru
leyti er þetta
ekki mikill
munur. íslend-
ingar em söng-
menn og kóraá-
huginn er mik-
Ul, svo mikill að
það vekur alltaf
furðu hjá út-
lendingum hvað
það eru margir
sem eru í kór-
um og hve
margir kórar
era starfrækt-
ir.“
Áhugamálin
og vinnan fara
saman hjá Sig-
rúnu. „Ég er
auk þess að
stjórna kórum
að vinna að
menningarmál-
um fyrir
Reykjavík og er
svo að syngja í
kvartettnum
Rúdolfi, er satt að segja öll í menn-
ingunni. í Rúdolfi fæ ég hina hlið-
ina á söngnum, fæ sjálf að syngja.
Við í Rúdolfi
höfum einbeitt
okkur að
jólatónlistinni,
höfum verið
með innlent og
erlent pró-
gramm. Ný-
komin er út
plata, Jóla-
vaka, þar sem
eingöngu er
innlent efni
sem við syngj-
um án undir-
leiks fyrir utan
tvö lög. Við
komum til með
að fylgja plöt-
unni eftir með
ýmsum tónleik-
um auk þess
sem við syngj-
um þriðja árið
í röð í miðnæt-
urmessu í Dóm-
kirkjunni."
Eiginmaður
Sigrúnar er Þór
Heiðar Ásgeirsson og er hann
einnig í Rúdolfi. Þau eiga tvö börn.
-HK
Sigrún Þorgeirsdóttir.
Maður dagsins
Myndgátan
Keðjubréf
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
DV
Bergþór Pálsson hefur eins og
aðrir fengið góða dóma fyrir leik
og söng.
Cosi fan tutte
Nú fer hver að verða síðastur
að sjá hina bráðskemmtilegu óp-
era Mozarts, Cosi fan tutte, sem
hefur verið sýnd við góðar undir-
teknir í íslensku óperunni en síð-
asta sýning verður í kvöld og eru
hljómsveitarstjórinn og margir
söngvaranna á fórum til útlanda
til nýrra verkefna.
Sviðsetning leikstjórans, Dav-
ids Freemans, þar sem sex glæsi-
legir óperusöngvarar ærslast á
sandströnd, íklæddir baðfötum,
hefur vakið verðskuldaða athygli
og laðað að marga nýja óperuunn-
endur. Skólar hafa tekið vel við
sér en íslenska óperan bauð vild-
arkjör fyrir skólabekki.
Leikhús
Hart í bak
Síðustu sýningar eru fram und-
an á Hart i bak eftir Jökul Jakobs-
son sem Leikfélag Akureyrar hef-
ur sýnt á Renniverkstæðinu und-
anfamar vikur. Þetta sívinsæla
leikrit Jökuls hefur fengið góðar
viðtökur og hefur aðsókn verið
góð. Næsta sýning er í kvöld.
Leiðrétting
Þau mistök urðu í gær í viðtali
við Elísabetu Sif Haraldsdóttur að
hún var sögð heita Hrafnhildur í
myndatexta og á einstaka stað i
greininni. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Bridge
Þetta skemmtilega spil er úr ný-
endurútgefinni bók Bretans Victors
Mollo, „Masters & Monsters" sem
kom fyrst út árið 1979. Spilið hafði
komið fyrir í tvimenningi og vin-
sælasti samningurinn í NS var 3
grönd, spiluð í suður. Á flestum
borðum hafði vestur komið út með
spaða, sagnhafi hafði gefið spaðann
tvisvar, drepið á ás í þriðja slag og
ekki tekist að fá nema 8 slagi, þegar
í ljós kom að tígulliturinn var
stíflaður. Á einu borði sýndi sagn-
hafi færni sina þegar hann gaf spað-
ann aðeins einu sinni, drap á ásinn
i öðrum slag og spilaði síðan meh’i
spaða:
4 KG632
44 D108
♦ G105
* KG
4 1054
«4 ÁK43
4 9876
4 Á4
4 D9
* G7652
4 4
4 109765
4 Á87
* 9
4 ÁKD32
4 D832
Vestur tók sina upplögðu 4 slagi á
spaða og sagnhafi gætti þess vel að
henda tígli í blindum. Þannig hafði
hann notað andstæðingana sem
hjálpartæki til að losa stífluna i
tígullitnum. Annar sagnhafi var
einnig svo framsýnn að drepa á ás-
inn í spaða í öðram slag og spila
spaða áfram. Þar var vestur hins
vegar sannfærður um að sagnhafi
hafi ætlað að spila upp á þvingun í
hjarta og laufi síðar i spilinu. Þess
vegna ákvað hann að taka ekki
spaðaslagi sína strax heldur spila
tígultíunni. Eftir þá vöm átti sagn-
hafi enga möguleika þótt vömin
væri á misskilningi byggð.
ísak Öm Sigurðsson