Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
5
I>V
Fréttir
Starfshópur iönaöarráðherra vegna olíu og gass:
Bjartsýnn á að olía finnist
- segir Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður
DV, Akureyri:
Iðnaðarráðherra hefur skipað
starfshóp með þátttöku vísinda-
manna til að meta hvort rétt sé að
hefja markvissar rannsóknir á því
hvort olía eða gas fmnist á land-
grunni íslands. Hópurinn á að meta
sérstaklega þau svæði á landgrunn-
inu sem fyrirliggjandi rannsóknir
benda til að líklegust séu til að
geyma olíu eða gas.
í starfshópnum eru dr. Svein-
bjöm Bjömsson prófessor, sem er
formaður, dr. Árný Erla Svein-
björnsdóttir jarðfræðingur, Guð-
mundur Hallvarðsson alþingismað-
ur, Guðni Ágústsson alþingismaður,
Ingunn St. Svavarsdóttir sveitar-
stjóri, Guðrún Helgadóttir jarðfræð-
ingur, Sigmundur Einarsson jarð-
fræðingur og dr. Steinar Guðlaugs-
son jarðeðlisfræðingur. Dr. Þorkell
Helgason orkumálastjóri mun starfa
með hópnum og einnig Karl Gunn-
laugsson jarðeðlisfræðingur.
„Ég er alltaf jafnbjartsýnn á þetta
og þótt menn tali alltaf um einhverj-
ar reikniforsendur þá vita menn
bara ekki nógu mikið um land-
grunnið," segir Guðmundur Hall-
varðsson alþingismaður sem sæti á
í starfshópnum. „Menn em nánast i
lausu lofti og vita varla hvemig þeir
eiga að snúa sér. Ýmis svæði em þó
mjög áhugaverð til frekari skoðun-
ar, s.s. Öxarfjöröurinn, og ljúka þarf
bomn í Flatey á Skjálfanda. Þá hef-
Björk á BBC 2
DV, Akranesi:
Útvarps- og sjónvarpsstöðvar
halda áfram að gera íslensku
poppstjörnunni Björk Guð-
mundsdóttur góð skil. Laugar-
dagskvöldið 29. nóvember kl.
23.30 kemur hún fram í þættin-
um Later with Jools Holland á
sjónvarpstöð BBC 2. Þar mun
Björk flytja lög af nýju plötunni,
Homogenic.
Útvarpstöð BBC 1 tók nýlega
upp tónleika Bjarkar í Lundún-
um sem verða fluttir á sunnu-
dag 30. nóvember kl. 22.00. Björk
heldur til Bandaríkjanna í lok
mánaðarins. -DVÓ
Netto
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Danskar baðinnréttingar í
miklu úrvali. Falleg og
vönduð vara á vægu verði.
^onix
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420
ur einnig verið rætt um að við
Grímsey geti verið áhugavert
svæði.“
Það hafa fundist setlög, t.d. í
Öxarfirði, gagnstætt þeirri trú að
þau væm ekki hér við land, gefur
það ekki tilefni til bjartsýni?
„Jú, og þar hafa menn orðið var-
ir við gas. Það hefur verið talað um
að setlögin þurfi að vera a.m.k. 1 km
til að skynsamlegt sé að fara að
reyna eitthvað en setlögin í Öxar-
firði em allt upp í 3 km þannig að
ég er bjartsýnn," segir Guðmundur
Hallvarðsson.
Starfshópurinn hefur þegar hafið
störf og mun yfirfara niðurstöður
rannsókna á landgmnninu og meta
á gmndvelli þeirra hvort og þá
hvaða svæði landgrunnsins kunni
að geyma olíu og/eða jarðgas og
gefa ráðuneytinu skýrslu um það.
Ef líklegt verði talið að einhver
svæði landgrunnsins kunni að
geyma olíu eða gas mun starfshóp-
urinn meta hvort ætla megi að
tækni- og fjárhagslegar forsendur
séu til olíuvinnslu á þessum svæð-
um. Þá eigi hópurinn einnig að gera
tillögur um með hvaða hætti efla
megi rannsóknir á svæðum og
vinna tillögur um kynningu á þess-
um svæðum til að efla áhuga inn-
lendra og erlendra aðila á þeim.
-gk
fyrir
b'órn
ISLENSKA
Þetta eru Ari og Ösp. Þau eru í fyrstu íslensku
margmiðlunarbókinni fyrir böm, eftir Bergljótu
Amalds, sem Apple-umboðið og Virago gefa út.
Ösp er að byrja í skóla og er með stafabókina
sína úti á leikvelli, þegar vindhviða feykir stöf-
unum úr bókinni. Þegar þeir em lentir í sand-
kassanum, fá
þeir haus,
hendur og
fætur. Ekki
nóg með
það, heldur
fara þeir að
tala ogíbók-
inni fylgjum
við Ara í
gegnum stafrófið, þar sem hann spjallar við stafa-
karlana, en öll sagan er leiklesin af þeim Bergljótu
Amalds og Steini Ármanni Magnússyni.
Stafakarlam-
ir geta verið
ansi drjúgir
með sig og
keppast að sjálfsögðu við að nota orð sem byrja
á þeim sjálfum, nema „ð", því ekkert íslenskt orð
byrjar á Ð.
Þegar sagan er valin gagnvirk, er einnig hægt
að leika sér í henni. Á bak við hvern hlut og
persónu leynist eitthvað óvænt og skemmtilegt.
Markmiðið með þessari líflegu bók er að kenna
börnum að þekkja stafina, æfa lestur og auka
orðaforða þeirra, en að sjálf-
sögðu á skemmtilegan hátt.
Stafakarlamir era bæði
fyrir Madntosh- og
Windows-stýrikerfi.
Verð:
ÍSLENSK
TÖLVUBÓK
MacOS
Windows
Dreifing:
JAPISS
Brautartiolti 2, Rvk. Smi: 562 5200
Apple-umboðið
Skipholti 21, Rvk. Smi: 511 5111