Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
Fréttir
Norski sjávarútvegsráðherrann fær stuðning útvegsmanna:
Kurteisishjal Bondeviks
- er álit þeirra á tali forsætisráðherrans um Smugusamning
Norskir útvegsmenn fagna af-
dráttarlausri afstöðu Peters Angel-
sens sjávarútvegsráðherra í Smugu-
deilunni en þykir samt að hann
gæti gengið lengra í skilyrðum sín-
um fyrir samninginn við íslendinga.
Angelsen sagði í DV-yfirheyrslu í
fyrradag að íslendingar bæru einir
ábyrgð á Smugudeilunni og kvóti í
norskri lögsögu fengist ekki nema
fyrir kvóta í íslenskri.
„Það er rétt að menn geri sér
grein fyrir að það er enginn grund-
völlur fyrir samningum um Smug-
una og það verður ekkert samið í
vetur. Þetta er bara kurteisishjal í
Bondevik forsætisráðherra og
Vollebæk utanrikisráðherra þegar
þeir segjast vilja semja i vetur,“ seg-
ir Audun Marák, framkvæmdastjóri
Sambands norskra bátaútvegs-
manna, í samtali við DV.
Marák segir að íslendingar verði
fyrst að viðurkenna rétt Norðmanna
til að stjóma fiskveiðunum í Bar-
entshafi, síðan aö lofa að hætta veiö-
um í Smugunni og eftir það geti
komið til greina að semja um kvóta
í norskri lögsögu gegn jafnverðmæt-
um kvóta í íslenskri lögsögu.
„Ég skil vel viðbrögð Kristjáns
Ragnarssonar og að honum finnist
kröfumar óaðgengilegar en íslend-
ingum bauðst umtalsverður kvóti
fyrir tveimur áram. Þá voru þeir of
gráðugir og vildu meira. Nú geta
þeir valið á milli samnings á þeim
nótum sem Angelsen hefur nefnt og
þess að fá ekkert," sagði Marák.
Hann taldi að norska ríkisstjóm-
in væri einhuga um þetta. I það
minnsta gæti séra Kjell Magne
Bondevik forsætisráðherra ekki
gert ráö fyrir stuðningi við samning
á öðrum nótum en þeim sem Angel-
sen hefur sett fram.
„Bondevik kemur frá miklu sjáv-
arútvegshéraði og veit að hann getur
ekki hleypt íslendingum inn í norska
lögsögu nema gegn sömu réttindum í
íslenskri lögsögu,“ sagði Marák.
Oddmund Bye, fomiaður Norges
Fiskarlag, er enn svartsýnni á
samninga um Smuguna. Hann sagð-
ist í samtali við DV ekki skilja hvað
norskir ráðamenn væra að fara þeg-
ar þeir töluðu um samninga i vetur.
Forsendur fyrir samningum væra
einfaldlega ekki fyrir hendi.
„Mér líst illa á hugmyndina um
að láta fisk fyrir fisk. Við þurfum
ekki að láta neitt og norskir sjó-
menn munu seint sætta sig við að
norskir þorskkvótar gangi kaupum
og sölum á íslandi," sagði Odd-
mund.
Hvalfangarinn og stórþingsmað-
urinn Steinar Bastesen var bjart-
sýnni á samninga þegar DV ræddi
við hann. Bastesen teldi þó aö kröf-
ur Angelsens myndu ráða for og þá
væri það undir íslendingum komið
hvort samningar tækjust.
„Það er togstreita innan norsku
stjómarinnar um hver eigi að leiða
samningana. Vollebæk utanríkis-
ráðherra vill útiloka Angelsen frá
viðræðunum og Angelsen notar
hvert tækifæri sem hann fær til að
minna á nærvera sína. Vollebæk
veit hins vegcir að Angelsen talar
fyrir munn sjómanna og útvegs-
manna og hann mun ráða ferðinni,"
sagði Bastesen.
-GK
Friðrik Friðriksson, forstöðumaður Breiðbands P&S:
Aukabúnaður nauðsynlegur
Póstur og sími hf. hóf um helgina
lokaprófún á útsendingu sjónvíups-
efnis í gegnum breiðbandið og verð-
ur dagskráin að öllum líkindum
opin fram að áramótum. 17 erlendar
sjónvarpsstöðvar era sendar út og
þijár íslenskar. Að sögn Friðriks
Friðrikssonar, forstöðumanns
breiðbandsdeildar P&S, munu tvær
rásir bætast við fljótlega.
Breiðbandið hefur verið leitt í
um 20 þúsund heimili á höfuðborg-
arsvæðinu en Friðrik telur að um 2
þúsund heimili hafi nú þegar að-
gang að því. Breiðbandið hefur ver-
ið leitt í öll ný hverfi á höfuðborgar-
svæðinu, í gömul hverfi þar sem
lagnir hafa verið endumýjaðar og
svo í þau hverfi þar sem aðgengilegt
var að leggja það. Eins og sjá má á
meðfylgjandi götukorti eru það
einkum gömul og gróin hverfi sem
ekki hafa aðgang að breiðbandinu
en þó era nokkrar undantekningar.
I þeim húsiun sem breiðbandið
hefur verið leitt í er að finna gráan
kassa, í flestum tilfellum við síma-
inntakið. Ekki er þó nóg að hafa að-
gang að breiðbandskerfinu því í
flestum tilfellum verða húseigendur
að láta leggja kapal frá breiðbands-
inntakinu í svokallaðan deili sem
nemur merki annarra sjónvarps-
stöðva. Þannig geta sjónvarpsnot-
endur fengið efni breiðbandsins
beint inn um sama tengil og tengd-
ur er viö sjónvarpsloftnetið.
Friðrik segir rafvirkja og raf-
magnsvirkja annast þessa þjónustu.
Hann segir að ekki sé komin nein
fóst tala á kostnað við að tengjast
breiðbandinu með réttum búnaði
en reynslan sýni að hann sé á bil-
inu 5.000-20.000 eftir þvi hvort um
fjölbýlishús eða einbýlishús sé að
ræöa.
Að sögn Friðriks er flutningsget-
an á breiðbandinu einátta fyrst um
sinn, þ.e. að efni berst einungis inn
til notenda. Hins vegar sé gert ráð
fyrir því í náinni framtíð að komið
verði upp gagnvirkum búnaði
þannig að hægt verði að panta
myndir eða horfa á gamlar fréttir
að óskum.
Húsvíkingar munu bráðlega bæt-
ast í hóp þeirra sem nú eiga aðgang
að breiðbandinu og aðrir landshlut-
ar munu fylgja í kjölfarið á næsta
ári. Það mun þó a.m.k. taka eitt til
tvö ár að breiðbandsvæða alla þjóð-
ina. -Sól.
Breiðbandið
- dreifing 1997 -
Tangar
Skjól * i
Sund
mMm
u?Á\
Kleppsvegur
4'
Hlíöar iu"eimafcW
4 )\Vogar
/i'fHaaleiti //'
*
Árbær
Traöir
» * Baiiar #^.Selás4
-^^jallar ¥
ÍLindir
Fell
Hæöir ’ ,
Rimar
Engi
SmárarjB^
Stöðvar á
breiðbandinu
Animal Planet
Sky News
CNN
CNBC
BBC Prime
TNT-kvikmyndir
TNT-teiknimyndir
Computer Chanel
Eurosport
MTV-tónlist
VHl-tónlist
CMT-tónlist
Pro7
ARD
Rai-Uno
M6
Minnisvarði um breska sjómenn i Vesturbyggð:
Erum ekki að stela hugmynd
segir Viðar Helgason bæjarstjóri
Allt bendir til þess að minnis-
merki um breska sjómenn sem
drakknað hafa við íslandsstrendur
verði reist á Patreksfirði en ekki viö
minjasafnið á Hnjóti eins og upphaf-
lega stóð til. Deilt hefur verið um
staðarval minnismerkisins frá því í
haust að bæjarstjóm Vesturbyggðar
samþykkti að það skyldi reist inni í
þorpinu. Bæjarstjóri hefur nú sent
út viljayfirlýsingu Breta um að far-
ið skuli að tillögu bæjarstjórnarinn-
ar.
Egill Ólafsson, bóndi og safnstjóri
minjasafnsins á Hnjóti, hóf viðræð-
ur við bresk yfirvöld um hugsan-
lega aðild þeirra að slíku minnis-
merki í febrúar 1996. Upphaflega
stóð til að minnast þeirra sem fór-
ust með skipinu Sargon út af Hnjóti
fyrir um það bil fimmtíu áram, en
Kristinn Egilsson á Hnjóti segir að
síðar hafi verið afráöið að minnast
Viðar Helgason, bæjarstjóri Vestur-
byggðar, segir það einiæga ósk
Breta að minnismerkið verði reist á
Patreksfirði. DV-mynd ÞÖK
allra sem drukknað hafi við íslands-
strendur, og erindi þess efnis verið
sent út til breskra yfirvalda.
Fulltrúar fjögurra hafnarbæja -
Grimsby, Hull, Fleetwood og Aber-
deen - komu og könnuðu staðhætti
í ágúst en þá kom bæjarstjóm Vest-
urbyggðar fyrst að málinu. Þann 11.
september samþykkti svo bæjar-
stjóm að lagt skyldi til að minnis-
varðinn yrði reistur inni í þorpinu í
stað minjasafnsins.
Viðar Helgason, bæjarstjóri í
Vesturbyggð, segir að sú hugmynd
um að reisa minnisvarða vegna
tengsla Patreksfjarðar viö breska
sjómenn hefði kviknað hjá bæjar-
stjóm án nokkurrar vitneskju um
fyrirætlanir Egils á Hnjóti.
„Við vissum ekki af Agli i þessu
máli fyrr en Bretamir komu til Pat-
reksfjarðar í sumar,“ fullyrðir Við-
ar. „Ég tel okkur því ekki vera að
stela neinni hugmynd."
Viðar segir að hefði Egill verið
búinn að ganga frá öllum endum við
bresku bæjarfélögin hefði allt verið
klappað og klárt og minnisvarðinn
reistur að Hnjóti. Bretamir hafi
hins vegar falið bæjarstjóminni að
gera tillögu um staðarvalið og fallist
á hana.
Bjami Hákonarson, bæjarfulltrúi
Vesturbyggðar, sem var mótfallinn
ákvörðun bæjarstjómar um að reisa
minnisvarðann í þorpinu, segir
málið nú horfa öðru vísi við eftir að
þessi yfirlýsing barst frá Bretum.
Bjami tekur þó skýrt fram að hann
hafi ekki gert upp við sig hvort taka
skuli málið upp aftur innan bæjar-
stjórnar vegna þeirrar óánægju sem
risið hefur vegna málsins, eða láta
kyrrt liggja vegna þeirrar yfirlýs-
ingar sem borist hefur frá bresku
sveitarstjómarmönnunum. -Sól.