Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 Messur Árbæjarkirkja: Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór ÁrbæjarkirKju syngur. Kaffisala Kvenfé- lags Árbæjarsóknar ásamt tónlistarflutningi eftir guösþjónustu og skyndihappdrætti til ágóða fyrir liknarsjóð kvenfélagsins. Prestamir. Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Aðventusamkoma kl. 20.30. Sr. Tómas Guð- mundsson, fv. prófastur, flytur hugvekju. Súkkulaði og smákökur i safnaðarheimili eftir stundina. Kirkjubiilinn ekur. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiðhoitskirkja: Bama- og Qölskylduguðsþjónusta kl. 11. Yngri bamakórinn syngur. Aðventusamkoma kl. 20.30. Bamakórinn og kór Breiðholtskirkju syngja. Einsöngvari Þóra Einarsdóttir. Gisli Jónas- son. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Fjölbreytt dag- skrá í tali og tónum. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kirkjukaffl eftir messu. Aðventuhátíð kl. 20.30. Ræðumaður Rannveig Rist, forstjóri ísal. Páimi Matthiasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Stmnudagaskólinn á sama tíma. Léttur hádegisverður eftir messu. Að- ventuhátið kl. 20.30. Fjölbreytt tónlistaratriði. Dómkirkjan: Prestsvígsla kl. 10.30. Biskup Islands, herra Ólafur Skúiason, vigir cand. theol. Jón Ár- mann Sigurðsson til sóknarprests i Skinnastaðar- prestakalli, Þingeyjarprófastsdæmi. Sænsk aðvent- uguðsþjónusta kL 14 í umsjá sr. Jakobs Á Hjálmars- sonar. Bamasamkoma kl. 11 í safnaðarheimilinu. Aðventukvöld kL 20.30. Ræðumaður Steingrimur Hermannsson seðlabankastjóri. EUiheimilið Grund: Guðsþjónusta kL 10.15. Altaris- ganga. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Kari Ágústsson. Bamastarf á sama tfma. Aðventukvöld kl. 20. Baraakór Feila- og Hóla- kirkju flytur helgileik i tali og tónum. Keffiveitingar á eftir. Prestamir. Fríkirkjan í Reykjavík: Bamaguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Magnús B. Bjömsson. Ailir velkomnir. Glerárkirkja: Laugardagur 29. nóv. Bamasamkoma kl. 13. Sunnudagur 30. nóv. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Fyrsta aðventukertiö tendrað. Grafarvogskirkja: Bamaguðsþjónusta kL 11 í aöal- sal Grafarvogskirkju. Bamaguösþjónusta kl. 11 1 Engjaskóla. Aðventukvöld kl. 20.30 1 Grafarvogs- kirkju. Ræðumaöur herra Karl Sigurbjömsson, bisk- up Islands. Prestamir. Grensáskirkja: Bamasamkoma kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 11. Aðventukvöld kl. 20.30. Ræðumaður dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor. Ólafur Jóhannsson. Grindavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Tendrað ljós á fyrsta aðventukertinu, spádómskert- inu. Bam borið til skímar. Helgistund í Víðihlíð kl. 12.30. Hátíöarmessa í kirkjunni kl. 14. Kvenfélags- konur taka þátt í messunni með samtalspredikun og lestri bæna. Kaffiveitingar kvenfélagsins verða seld- ar á vægu verði í safnaðarheimilinu eftir messuna. Hallgrímskirkja: Fræðsluerindi kL 10. Kirkjuárið. Bamasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sig- urði Pálssyni. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Bamakór Háteigskirkju syngur. Sr. Helga Soffia Konráðsdótt- ir. Messa kl. 14. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir. Hjallakirkja: Messa kl. 11. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson þjónar. Gylfi Gröndal rithöfundur prédik- ar. Bamaguösþjónusta kl. 13. Yngri kór Rjallasókn- ar kemur í heimsókn. Aðventuhátíð Safnaðarfélags Hjallakirkju kl. 17. Prestamir. Hveragerðiskirkja: Sunnudagaskóli í Hveragerðis- kirkju kl. 11. Aðventusamkoma kl. 20. Kristján Val- ur Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla, flytur hugvekju og almennur söngur verður einnig á dagskrá. Jón Ragnarsson. Innri-Njarðvlkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 sem fer fram f Ytri-Njarðvikurkirkju. Böm sótt að safnaðarheimilinu kl. 10.45 og Grænási kl. 10.40. Keflavlkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guösþjónusta í sjúkrahúsinu kl. 13. Prestur Sigfús B. Ingvason. Aðventukvöld kl. 20.30. Hugvekja Lára G. Oddsdóttir, cand. theol. Kópavogskirkja: Bamastarf i Safnaðarheimilinu Borgmn kl. 11. Helgistund kl. 11. Aöventusamvera kl. 17. Fjölbreytt efnisskrá. Aðventuræðu flytur Vai- gerður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Ellimálaráðs Reykjavikurprófastsdæma. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Fjöl- skyldumessa kl. 11. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Aðventusam- koma kl. 20. Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra flytur ræðu. Eftir aðventukvöldið mun kvenfélagið seija kaffiveitingar í safnaðarheimilinu og rennur allur ágóöi í gluggasjóð kirkjunnar. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Bamastarf á sama tima. Eftir messu verður kökubasar mömmumorgna. Aðventukvöld kl. 20.30. Ræðumað- ur sr. Hjálmar Jónsson alþingismaður. Drengjakór og Kór Laugarneskirkju syngja. Drengjakórinn syngur frá kl. 20.10. Eftir stundina í kirkjunni verð- ur boðið upp á kakó og smákökur i safhaðarheimil- inu. Lágafellskirkja: Aöventukvöld kl. 20.30. Ræðumað- ur Sr. Bragi Friðriksson, fyrrverandi prófastur. Kaffiveitingar í safnaöarheimilinu. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Sóknarprestur. Neskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára böm á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Kirkjubill- inn ekur. Ljósahátíð kl. 14. Aðventusamkoma kl. 17. Ræðumaður Inga Jóna Þórðardóttir. Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Nýr hökull tekinn í notkun. Altarisganga. Aðventukvöld kl. 20.30. Aðventuljósin tendmð. Sóknarprestur. Seltjarnameskirkja: Taizéguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Bama- starf á sama tíma. Aðventuhátíö kl. 20.30. Biskup ls- lands, hr. Ólafur Skúlason, flytur hátíðarræðu. Veislukaffi í safhaöarheimilinu á eftir. Stokkseyrarkirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Messa kl. 14. Bam boriö til skímar. Vigt verður púit f kirkjunni sem mun geyma Guðbrandsbiblíu kirkjunnar. Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju býður til kaffisamsætis eftir athöfn. Afmæli Sigríður Kristín Skarphéðinsdóttir Sigríður Kristín Skarphéðins- dóttir smurbrauðsdama, Fögrukinn 21, Hafnarfirði, varð sextug í gær. Starfsferill Sigríður fæddist á Siglufirði og átti þar heima fyrstu árin en flutti síðan með foreldrum sin- um að Gili i Borgarsveit 1940. Hún var í bamaskóla í Melsgili og á Sauðárkróki og stundaði nám við húsmæðraskólann á Laugalandi i Eyjafirði 1956-57. Sigríöur og eiginmaður henn- ar stofnuðu heimili við Lang- holtsveginn í Reykjavík 1957. Þau bjuggu síðan við Suður- landsbrautina en byggðu sér hús við Fögrukinn í Hafliarfirði sem þau fluttu í 1968 og hafa átt heima þar síðan. Sigríður starfaði við Veitinga- húsið Gaflinn í Hafnarfirði 1979-95 og útskrifaðist þaðan sem smurbrauðsdama. Síðustu tvö árin hefur hún starfað hjá Félagsseli við Sléttuveg í Reykjavík. Fjölskylda Sigríður giftist 29.3. 1958 Reyni Hjörleifssyni, f. 1.4. 1934, múrarameistara er starfrækir verslunina Baðstofuna. Hann er sonur Hjörleifs Sturlusonar og Áslaugar Jónsdóttur, að Kimba- stöðum við Sauðárkrók. Böm Sigríðar og Reynis em Áslaug, f. 13.12. 1958, leikskóla- kennari í Hafnarfirði, en dóttir hennar er Brynja Rut Vilhjálms- dóttir, f. 21.10. 1983; Kristín Sig- riður, f. 16.3. 1961, myndlistar- kona í Reykjavík, en dætur hennar em Sigrún Baldursdótt- ir, f. 10.5. 1980, og Ragnheiður Freyja Guðmundsdóttir, f. 30.11. 1992; Skarphéðinn, f. 22.5. 1963, múrarameistari í Hafharfirði, kvænt- ur Júlíu Margréti Þorsteinsdóttur bankastarfsmanni og em dætur þeirra Sunna Björg, f. 29.8. 1988, og Bryndís, f. 13.9. 1991; Hugrún, f. 27.2. 1965, mynd- listarkona í Hafnar- firði, gift Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni lögmanni og era böm þeirra Helena Rakel, f. 6.2. 1995, og Dagur Fannar, f. 2.2. 1997. Alsystkini Sigríðar: Ásbjöm, f. 3.4. 1934, d. 1.1. 1994; Páll Ágúst, f. 10.5. 1935, d. 1.1. 1954; Gunnar Þór Sveinbjömsson, f. 23.8.1936, d. 26.7. 1969; Halla Sig- ríður Þorvaldsdóttir, f. 26.12. 1939. Hálfsystkini Sigríðar, sam- mæðra, era Amdís Kristín Sig- urbjömsdóttir, f. 22.11. 1945, bú- sett í Hafnarfirði; Helga Þuríður Þorgeirsdóttir, f. 9.7.1950, búsett í Reykjavík; Pálína Ólöf Hauks- dóttir, f. 14.5. 1954, búsett í Sví- þjóð. Hálfsystkini Sigríðar, sam- feðra, era Guðrún Fanney, f. 28.10. 1942, búsett á Dalvík; Pálína Sumarrós, f. 8.12. 1943, búsett á Gili í Borgarsveit; Stef- án Jón, f. 28.3. 1947, búsettur á Sauðárkróki; Sóley Anna, f. 15.6. 1949, búsett á Tröð í Borgar- sveit; Símon Baldur, f. 12.8.1950, búsettur á Sauðárkróki; Elísa- bet, f. 9.9. 1951, búsett á Hóli í Eyjafjarðarsveit; Alda Jósefina, f. 17.9. 1952, búsett á Akureyri; Sigurbjöm, f. 28.9.1955, búsettur á Sauðárkróki; Sigurjóna, f. 19.5. 1957, búsett á Sauðárkróki; Haf- Sigrföur Kristín Skarphéðinsdóttir. dis, f. 5.4.1960, búsett á Sauðárkróki; Sveinn, f. 25.8. 1962, dvelur á Akureyri. Foreldrar Sigríðar vora Skarphéðinn Pálsson, f. 5.9. 1906, d. 8.2. 1978, húsasmiður og bóndi að Gili við Sauðárkrók, og Kristín Bjömsdóttir, f. 22.8. 1915, d. 8.8. 1975, hús- móðir og verslunar- maður í Reykjavík og Hafharfirði. Ætt Skarphéðinn var sonur Páls Ágústs, b. á Brúarlandi, Þorgils- sonar, b. á Kambi, Þórðarsonar, b. á Ingveldarstöðum í Hjalta- dal, Sigurðssonar. Móðir Þorgils var Hólmfríður Markúsdóttir. Móðir Páls Ágústs var Steinunn Ámadóttir, b. á Grundarlandi, Ásmundssonar. Móðir Skarphéðins var Pálina Pálsdóttir, b. á Auðnum i Ólcifs- firði, Jónssonar, b. á Skeggja- brekku, Jónssonar, b. á Bursta- brekku, Steingrímssonar. Kristín var dóttir Bjöms Jón- assonar, Símonarsonar, Áma- sonar. Móðir Jónasar var Krist- ín Jónsdóttir. Móðir Bjöms var Guðbjörg, dóttir Jóns Jónssonar í Svínaskála og Sesselju Sigfús- dóttur. Móðir Kristínar Bjömsdóttur var Hallgerður, dóttir Halldórs Árnasonar á Högnastöðum á Eskifirði, og Guðríðar Siguröar- dóttur. Sigríður tekur á móti vinum og ættingjum að Fögrukinn 21, laugardaginn 29.11. eftir kl. 19.00. Helga Ragnheiður Stefánsdóttir Helga Ragnheiður Stefánsdóttir hús- móðir, Sævangi 44, Hafnarfirði, er fimmtug í dag. Starfsferill Helga fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún stund- aði nám við Flens- borgarskóla og VÍ og lauk þaðan verslun- arprófi 1966, dvsddi við nám og störf í Þýskalandi og Danmörku, lauk prófum frá Ferðamálaskóla ís- lands 1995 og prófum i markaðs- fræði við Stjómtækniskóla ís- lands 1996 en stundar nú nám við öldungadeild Flensborgar- skóla. Auk húsmóðurstarfa var Helga flugfreyja hjá Flugleiðum frá 1968-83. Helga hefur starfað með Lionsklúbbnum Kaldá, Systrafé- lagi Víðistaðakirkju, Vorboða, KR-konum og Svölum. Þá situr hún í ferðamálanefnd Hafnar- fiarðar. Fjölskylda Helga giftist 27.12. 1969 Gunn- ari Hjaltalín, f. 8.6. 1946, löggilt- um endurskoðanda. Hann er sonur Hákonar Hjaltalín Jóns- sonar, sem er látinn, málara- meistara í Reykjavík, og k.h., Fanneyjar Ingólfsdóttur hús- móður. Böm Helgu og Gunnars era Helga Ragnheiöur Stefánsdóttir. Ragnheiður Hulda, f. 23.5. 1970, viðskipta- fræðingur, starfar hjá KPMP endurskoðun hf. og er sumarflug- freyja hjá Flugleiðum en hún er í sambúð með Guðna Níelsi Að- alsteinssyni hagfræð- ingi; Jón Hákon, f. 8.2. 1976, viðskiptafræði- nemi við HÍ; Stefán, f. 2.8. 1977, nemi í Flens- borg; Haukur Ingi, f. 30.5. 1983, nemi; Davíð Heimir, f. 15.12 1987, nemi. Systkini Helgu era Jón Gunn- ar Stefánsson, f. 26.3. 1931, bæj- arstjóri í Grindavík; Þórður Stefánsson, f. 18.11. 1932, fram- kvæmdastjóri, búsettur í Hafn- arfirði; Soffia Stefánsdóttir, f. 1.12. 1937, starfsmaður sýslu- mannsembættis, búsett í Hafn- arfirði; Sigurður Hallur Stefáns- son, f. 29.4. 1940, héraðsdómari, búsettm- í Hafharfirði; Halldór Ingimar, f. 29.1. 1949, vélstjóri í Hafnarfirði. Foreldrar Helgu era Stefán Jónsson, f. 15.3.1909, forstjóri og fyrrv. bæjarfulltrúi í Hafnar- firði, og k.h., Ragnheiður Hulda Þórðardóttir, f. 30.3. 1910, hús- móðir, búsett í Hafnarfirði. Ætt Stefán er sonur Jóns, b. í Kalastaðakoti, Sigurðssonar, smiðs og hreppstjóra í Kala- staðakoti á Hvalfiarðarströnd, Böðvarssonar. Móðir Jóns var Halldóra Jónsdóttir. Móðir Stefáns var Soffia Pét- ursdóttir, vinnumanns í Landa- koti í Reykjavík, Guðmimdsson- ar, b. í Skilmannahreppi, Ólafs- sonar. Móðir Guðmundar var Hólmfríður Guðmundsdóttir. Móðir Péturs var Kristín Jóns- dóttir, b. á Draghálsi, Klemens- sonar. Móðir Kristínar var Gróa Einarsdóttir, b. á Þórisstöðuin Jónssonar, ættfoður Fremra Hálsættarinnar, Ámasonar Móðir Sofiiu var Guðrún Jóns dóttir, b. á Búrfelli í Miðfirði Jónssonar og Maríu Magnús dóttur. Ragnheiður Hulda var dóttir Þórðar Sigurðssonar úr Skaga- firði og Guðrúnar Ólafsdóttur úr Kjósinni. í tilefni þessara tímamóta, taka Helga og eiginmaður herin- ar á móti gestum á Kafii Reykjavík á morgun, laugardag- inn 29.11., frá kl. 17.00. Tll hamingju með afmælið 28. nóvember 90 ára Erlendur Gíslason, Kistuholti 5 B, Selfossi. 75 ára Ólafur Guðlaugsson, Kleppsvegi 20, Reykjavík. Anna Guðný Laxdal, Hólmgarði 3, Reykjavík. Þórður Levi Bjömsson, Hraunbæ 60, Reykjavík. Judith Jónsson, Vorsabæ, Hveragerði. Magnús J. Jóhannsson, Háeyrarvöllum 46, Eyrarbakka. 70 ára Ólafur Jónsson, Langholtsvegi 170, Reykjavík. Marinó Guðmundsson, Hrísateigi 19, Reykjavík. Ólafur L. Kristjánsson, Eyjabakka 5, Reykjavík. Hann er að heiman. Bjami Jónsson, Skarðshlíð 33 A, Akureyri. Hallgrímur Steinarsson, Básahrauni 20, Þorlákshöfn. 60 ára Sveinbjöm Helgason, Fjarðarseli 22, Reykjavík. Kristófer Jakobsson, Holtagerði 34, Kópavogi. Ólafía Sigríður Jensdóttir, Hliðarhjalla 61, Kópavogi. Ingólfur Ingólfsson, Hraunsvegi 27, Njarðvík. 50 ára Guðný Sigurvinsdóttir, Einilundi 3, Garðabæ. Helga R. Stefánsdóttir, Sævangi 44, Hafnarfirði. Ragnheiður Matthiasdóttir, Miðvangi 5, Hafharfirði. Guðmundur Andrésson, Barrholti 13, Mosfellsbæ. Kristrún Sigurbjömsdóttir, Hafnartúni 12, Siglufirði. 40 ára Sigfús Guðfinnsson, Sólvallagötu 54, Reykjavik. Jón Friðrik Jóhannsson, Skipasundi 78, Reykjavík. Guðrún Júllana Ágústsdóttir, Dvergabakka 24, Reykjavik. Jón Rúnar Hartmannsson, Kársnesbraut 65, Kópavogi. Ragnheiðiu- Þórðardóttir, Vallarbraut 7, Akranesi. Ásta Ólafsdóttir, Grundargötu 84, Grundarfirði. Ama Brynja Ragnarsdóttir, Skarðshlíð 24 A, Akureyri. staögreiöslu og greiöslukortaafsláttur aM rnil/I hirr)ins og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar OV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.