Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 Fréttir Ráðstefna um stráka í skóla: Drengir þurfa meiri hjálp - samkvæmt nýjustu rannsóknum „Áhuginn á efninu segir meira en mörg orð. Hér mættu um 500 manns og sá fjöldi sýnir hversu umræðan er brýn um þessi mál og nauðsyn á úrbótum," sagði Sigurður Svavars- son, formaður Karladeildar Jafn- réttisráðs, að lokinni ráðstefnu um stöðu stráka í íslenskum skólum sem haldin var í samvinnu við menntamálaráðuneytið í gær. Innlendar og erlendar rannsóknir benda til að drengjum líði ekki nógu vel í skóla, þeir þurfi frekar á sér- stökum stuðningi við nám að halda, eigi frekar við agavandamál að stríða og þurfi frekar sálfræðiaðstoð en stúlkur. Ný íslensk rannsókn, Ungt fólk 97, um líðan og árangur kynja í skólunum, var kynnt á ráð- stefnunni en niðurstöður hennar eru í samræmi við fyrri rannsóknir í þessum efnum. Heföbundin kennsla hentar ekki drengjum Sigurður sagði að ráðstefnan hefði leitt í ljós að uppeldisstéttim- ar væru að vinna að þessu vanda- máli á hverjum degi og leituðu lausna á því hvernig bæri að taka á þeirri staðreynd að drengjum líður verr í skólum en stúlkum og standa sig hlutfallslega verr. Hann sagði jafnframt merkilegt hversu hátt hlutfall drengja greind- ist misþroska sem sé ein skýringin á því af hverju þeir eru svo miklu Konur voru í miklum meirihluta þátttakenda á ráðstefnunni Strákar í skóla enda sjá þær aö miklu leyti um upp- fræðslu barna í grunnskólum landsins. DV-mynd Brynjar Gauti uppivöðslusamari en stúlkur. Sigurður sagði ljóst að hin hefð- bundna kennslustefna hentaði ekki strákum og að í máli flestra sem höfðu framsögu á ráðstefnunni hefði komið í ljós að taka yrði upp mun sveigjanlegra kennslufyrir- komulag. Stúlkum væri eðlislægara að gera það sem til væri ætlast af þeim en það gæti hins vegar verið mjög neikvætt þar sem oft misstu þær þannig frumkvæði og sjálfs- traust. Mikilvægt væri að finna > svör við þessum málefnum í skóla- * kerfinu og ekki mætti gleyma því að slík vinna bætti stöðu beggja kynja. Stúlkur standa verr aö vígi Innlendir sérfræðingar leiddu saman hesta sína á ráðstefnunni, | jafnt leikir sem lærðir, og Niels Kryger, danskur prófessor í uppeld- isfræði, kynnti reynslu Dana af þessu málefni. Það vakti athygli að þrátt fyrir yfirskrift ráðstefnunnar, Strákar í skóla, voru konur í mikl- um meirihluta þátttakenda en Sig- urður segir það endurspegla vel hlutfall kvenna í uppeldisstéttum samfélagsins. í pallborðsumræðum að loknum fyrirlestrum kom í ljós áhugi á að halda svipaða ráðstefiiu um málefni I stúlkna. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, benti á að þó svo að stúlkum vegnaði betur j í skólakerfinu en drengjum væri rík ástæða til að hafa áhyggjur af þeim þegar skóla sleppti því þær standa i jafnan verr að vígi hvað snertir * starfsmöguleika og launakjör. -Sól. HvalQaröargöng: Jákvæð fyrir Borgarbyggð - segir bæjarstjóri Borgarbyggðar Umdeild ályktun NTF: Komum ekki nálægt þessu - segir varaformaður Flugfreyjufélags íslands DV, Borgarnesi: Borgnesingar líta björtum aug- um til þess dags að Hvalfjarðar- göng verði opnuð fyrir umferð. „Almennt tel ég að áhrif Hval- fiarðarganga hafi jákvæð áhrif hér i Borgarbyggð. í Borgamesi eru stór fyrirtæki í iðnaði og mat- Jón Óli Gunnarsson. DV-mynd Daníel vælagerð sem flytja megnið af framleiðslu sinni á höfuðborgar- svæöið. Göngin færa okkur nær aðalmarkaðssvæðinu og það hlýt- ur að vera styrkur. Þá era ýmsir aðrir möguleikar sem munu styrkja svæðið. Ég vænti þess og trúi að aukn- ing verði í sumarbústaðabyggð, sem nú er þó veruleg hér á svæð- inu, og það er jákvætt. Við höfum reynt að byggja upp ferðamanna- aðstöðu og ég tel að þetta styrki hvað annað og að göngin séu að meginhluta til góðs. Til viðbótar hefur Hagkaup keypt verslun Jóns og Stefáns í Borgamesi og tekur við rekstrinum um áramót og þaö er alveg ljóst að forsvar- menn Hagkaups gera sér grein fyrir því hversu geysivel Borgar- nes er í sveit sett gagnvart sam- göngum, bæði vestur og norður," sagði Óli Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri í Borgarbyggö, við DV -DVÓ „Þetta er ekki rannið undan okk- ar rifium og félagið hefur ekki kom- ið nálægt þessu,“ sagði Anna Dóra Guðmundsdóttir, varaformaöur Flugfreyjufélags íslands, þegar DV spurði hana hvort ábendingar eða þrýstingur frá félaginu væru undir- rót hinnar umdeildu ályktunar sem stjórn Norræna flutningaverka- mannasambandsins sendi frá sér á dögunum um starfsmannahald Atl- anta. Flugfreyjufélagið er eina fagfé- lag flugfreyja hérlendis. Borgþór Kjæmested, fulltrúi íslenskra aðild- arfélaga í stjóm NTF, hefúr sagt í DV að ályktun sambandsins sé fyrst og fremst tilkomin vegna ábendinga frá íslandi, sem og utan úr heimi. Forseti Verkamannasambands ís- lands, sem er stærsta aðildarfélag NTF hér, hafnar aðild að ályktun- inni og segir hana ósmekklega. For- seti Alþýðusambands íslands tekur í sama streng og átelur að ekki skyldi hafa verið haft samband við ASÍ þar sem vitnað er I fiögurra ára gamlar upplýsingar frá samtökun- um í ályktuninni. Þá hefur verið átalið að embætti forseta Islands skuli dregið inn í þetta mál með þeim hætti sem gert er. Borgþór Kjæmested hefur fengið tilmæli um að boða til fundar með íslensku að- ildarfélögunum þar sem hann skýri málið. Flugfreyjufélag íslands hefur gagnrýnt að flugfreyjur Atlanta skuli vera utan stéttarfélags én eng- in þeirra er í félaginu. „Þær hafa samið beint við Atlanta og era ekki | með sams konar kjarasamning og ’ við,“ sagði Anna Dóra. „En hvað varðar þessa ályktun, þá vissi ég ekkert um að þetta stæði til. Við l eram aðilar að NTF, en þetta er eitt- hvað sem er okkur alveg óviðkom- andi.“ I -JSS „Sjálfsásökun og sjálfshatur er sjálfsdýrkun með nei- kvæðum formerkjum.a Esra SYNDARA eftir Ingólf Margeirsson Framkvæmdastjórn VMSÍ: Harmar samþykktina , Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands Islands samþykkti á fundi sínum í gær ályktun vegna samþykktar stjórnar Norræna flutn- ingaverkamannasambandsins. I henni segir eftirfarandi: „Vegna samþykktar stjómar Nor- ræna flutningaverkamannasam- bandsins í tilefni af kveöju forseta Islands til flugfélagsins Atlanta á 10 ára afmæli þess vill framkvæmda- stjóm Verkamannasambands ís- lands lýsa yfir því að samþykktin er henni með öllu óviökomandi. Mál þetta var ekki borið upp við Verka- mannasambandið af fulltrúa Islands í NTF eða um það fiallað á vegum þess. Verkamannasambandið harm- ar þessa samþykkt. Það hefur ekki verið venja af VMSÍ að tengja sam- an launabaráttu umbjóðenda sinna og árnaðaróskir þjóðhöfðingja til fyrirtækja hér á landi eða annars staðar." -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.