Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997
Fréttir
Áróðursstríð sjómanna og útgerðarmanna í fullum gangi:
Hagfræðingurinn
ástundar sögufölsun
„Hvorki Sveinn Hjörtur né aðrir
vinna þannig að þeir taki sér ekki
sumarfrí. Hann er í vinnunni um
200 daga á ári og skipstjórar eru að
meðaltali 230-250 daga á sjó enda er
miðað viö að fullt starf sé 245 dagar.
Það er því verið að þúa til stöðuna
sem slíka og er úr takt við allan
raunveruleika. Þetta er því ekkert
annað en sögufölsun og ber keim af
hagræöingu hagtræðingsins á talna-
dæminu," segir Guðjón A. Krist-
- segir Guðjón
jánsson, forseti Farmanna- og físki-
mannasambands íslands, vegna
þeirra upplýsinga sem LÍÚ hefur
sent um launakjör sjómanna. Þar
upplýsir Sveinn Hjörtur Hjartarson,
hagfræðingur LÍÚ, að skipstjórar
tiltekins úrtaks skipa hafi 10,2 millj-
ónir króna í árslaun miðað við fullt
úthald. Á sömu forsendum segir
LÍÚ 1. stýrimann hafa 690 þúsund
krónur á mánuði.
„Þetta er aðeins byggt á 45
Kristjánsson um
stærstu og kraftmestu skipunum
sem þar með afla eigendum sínum
mestra tekna á metaflaári íslands-
sögunnar. Þá eru þetta ekki sist
undarlegar upplýsingar i því Ijósi
að það eru vélstjórar en ekki skip-
stjórar sem hafa boðað verkfall,"
segir hann.
Hann segir þessar upplýsingar
vera kjaradeilum skipstjómar-
manna og útgerðarmanna óviðkom-
andi þar sem ekki sé ætlunin að
hagfræðing LÍÚ
sækja hærri laun.
„Kjarakröfur okkar snúast ekki
um hækkuð hlutaskipti en eingöngu
um að treysta undirstöður hluta-
skipakerfisins með því að afnema
návígið í samskiptum sjómanna og
útgerðarmanna. Ég bendi hins veg-
ar á að allar gagnkröfur útgerðar-
manna eru til þess fallnar að lækka
laun sjómanna mitt í öllu góðær-
inu,“ segir Guðjón.
„Hann segir yfirlýsingar Þorsteins
Más Baldvinssonar, framkvæmda-
stjóra Samherja, um ofsalaun starfs-
manna sinna vísbendingu um vinnu-
brögð útgerðarmanna.
„Yfrrlýsing framkvæmdastjóra
vísar veginn i þeim vinnubrögðum
sem á að viðhafa í baráttunni. Nú er
liðinn sá tími að stjórnvöld þurfi að
koma að deilunni. Nú er runninn
upp sá timi að sægreifarnir berja
milliliðalaust á launþegum og leigu-
liðum,“ segir Guðjón. -rt
vantar 30,5 milljónir
Fjáraukalög 1997:
Siglingamálastofnun
í frumvarpi til fjáraukalaga er
farið fram á 30,5 milljóna króna
aukafjárveitingu til Siglingamála-
stofnunar af þrenns konar tilefni:
vegna rannsókna á flaki skelbátsins
Æsu, til rannsókna á stöðugleika ís-
lenskra fiskiskipa og í þriðja lagi til
að standa straum af húsaleigu fyrir
húsnæði sem stofnunin notar ekki
en stendur autt.
Vegna rannsókna á flakinu af
Æsu, sem sökk á Amarfirði í júlí
1996, vantar 12,5 milljónir upp í
kostnað við að kafa ofan í skipið
fyrr á árinu til að komast að raun
um hvað olli því að skipið sökk.
Ekki tókst að
varpa ljósi á það
mál.
Þá vantar 10
milljónir króna
vegna könnunar á
stöðugleika fiski-
skipa sem hófst
árið 1988. Ríkis-
stjómin ákvað fyrr
á þessu ári að þess-
ari könnun yrði að
Ijúka og síðasti
áfangi hennar klár-
aður. Sá áfangi
nær til 134 skipa.
Loks vantar 8
Átta milljónir vantar til aö greiöa húsaleigu af þessu
auða húsnæð’i
2,3 milljónir í Good morning America:
Þetta er lokagreiðsla
- segir formaður fjárlaganefndar
„Þetta er lokagreiðsla, sagði Jón
Kristjánsson, formaður fjárlaga-
nefndar Alþingis, þegar DV spurði
hann um 2,3 milljóna króna auka-
fjárframlag vegna útsendingar sjón-
varpsþáttarins Good morning
America frá íslandi sem farið er
fram á I fjáraukalögum þessa árs.
Jón segir að á sínum tíma hafi
verið ákveðið að Islendingar tækju
þátt í útsendingu þáttarins ásamt
hinum Norðurlandaþjóðunum og
kostnaður við það greiddur af ráð-
stöfunarfé ríkisstjórnarinnar.
Hækkun á gengi Bandaríkjadollars
hafi leitt til þess að að framlag rík-
isstjómarinnar hafi ekki dugað til
að greiða kostnaðinn eins og hann
var áætlaður í fjárlögum. „En þetta
er endanlegt uppgjör á málinu,"
sagði Jón Kristjánsson. -SÁ
milljónir til að greiða húsaleigu fyr-
ir fyrrverandi húsnæði stofnunar-
innar í JL-húsinu við Hringbraut.
Eins og greint hefúr verið frá í frétt-
um DV er stofnunin löngu flutt úr
húsnæðinu og hefur það staðið autt
síðan. Húsaleigusamningur við eig-
anda húsnæðisins er hins vegar enn
í gildi og ekki hefur tekist að fram-
leigja húsnæðið. -SÁ
Thorvaldsensstræti 2 við Austurvöll, sem oft er kallað Sjálfstæðishúsiö eða
gamli Kvennaskólinn, hefur verið gert upp og er nú miðbæ Reykjavíkur til
mikillar prýöi. DV-mynd E.ól.
Dagfari
Eins og gráir kettir
Steingrímur J. Sigfússon er sam-
viskusamur þingmaður. Það
mættu fleiri fara að dæmi hans og
taka starf sitt alvarlega. Steingrím-
ur fylgist vel með hverjir mæta í
þinginu og hann fylgist áreiðan-
lega vel með því hvað þeir aðhafast
í þinginu.
Og það þarf svona menn, því
ekki veitir af að hafa gætur á al-
þingismönnum sem leyfa sér
stundum ýmislegt sem ekki má.
Sumir eru kannski í kaffi þegar
þeir eiga að hlusta á Steingrím
tala, aðrir sitja jafnvel hálfsofandi
undir ræðum Steingríms og svo
eru þeir sem eru alls ekki í þing-
húsinu þegar Steingrímur vill hafa
þá í húsinu.
Hér er ekki aðeins um þaö að
ræða að Steingrímur vilji að menn
sitji og standi eins hann sjálfur
vill. Steingrímur hefur þingsköpin
sér til halds og trausts. Steingrím-
ur hefur kynnt sér þingsköpin og
veit hvað má og hvað ekki má.
Hann situr og horfir vökulum aug-
um yfir salinn og skrifar niður hjá
sér hverjir virða þingsköp og
hveijir ekki og honum blöskrar
það kæruleysi og það virðingar-
leysi sem ríkir í þingsölum. Enda
er Steingrímur löghlýðinn maður
og virðir reglur og venjur og það
er ekki nein tilviljun að Steingrím-
ur J. Sigfússon hefur valið Alþýðu-
bandalagið sem sinn flokk. Alþýðu-
bandalagið er íhaldssamastur allra
flokka og leggur mest upp úr því
að lög og reglur séu virtar í hví-
vetna. Innan þings sem utan.
Þetta hefur valdið því að Stein-
gi’ímur er eins og grár köttur í
ræðustól á Alþingi að kenna mönn-
um þingsköp og það var af þessum
ástæðum sem Steignrimur sá
ástæðu til að ávíta Davíð forsætis-
ráðherra fyrir að vera ekki mætt-
an við afgreiðslu íjárlagafrum-
varpsins. Nú halda kannski sumir
að Steingrímur allaballi hafi mátt
vera feginn að Davíð skyldi vera
fjarstaddur og Árni Johnsen líka
þegar atkvæðagreiðslan fór fram
um frumvarpið. Tveimur atkvæð-
um færra fyrir stjórnarliðið. En
Steingrímur er ekki þannig maður
að hann vilji græða á fjarvist and-
stæðinga sinna.
Hann vill fara aö þingsköpum og
þegar hvorki Davíð né Árni hafa
lögmæt forfoll eru þeir að brjóta
þingsköp og það líkar Steingrími
ekki, hvað sem líður öllum at-
kvæðum og afgreiðslum. Hann er
þingskaparmaður, hann Stein-
grimur. Ekki endilega drengskap-
armaöur. En þingskaparmaður.
Steingrímur sagði að Davið hefði
verið á Gráum ketti þegar hann
átti að vera á Alþingi. Og Árni var
á Stórhöfða að hlusta á sinfóníuna
sína. Látum það nú vera með
Áma, enda ekki margir sem vilja
hlusta á Stórhöfðasvítuna hans
Árna og skiljanlegt að hann vilji
gera það sjálfur.
En Davíð var ekki að hlusta á
neitt eftir sjálfan sig. Hann var að
lesa eftir sjálfan sig og skrópaði í
þinginu. Og Steingrimur dró upp
kladdann og gaf áminningu. For-
sætisráðherra getur ekki leyft sér
að skrópa til þess eins að láta aðra
hlusta á sig.
Hvað þá ef það era kjósendur
sem hlusta á ráðherrann. Svoleiðis
gera menn ekki samkvæmt þing-
sköpum. Samkvæmt þingsköpun-
um, sem Steingrímur kann utan
að, mega menn vera eins og gráir
kettir í ræðustóli en þeir mega
ekki vera á Gráum ketti eins og
gráir kettir meðan gráu kettirnir á
Alþingi mega ekki vera að því
sjálfir að lesa upp á Gráum ketti.
Það er bannað samkvæmt þing-
sköpum. Dagfari