Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997
Þú getur bakað, steikt og
griliað að vild í nýja
BLÁSTURS - BORÐOFNINUM
Rúmgóður 12,5 lítra ofn, en
ytri mál aðeins 33x44x23 cm.
4 valmöguleikar: Affrysting,
yfir- og undirhiti, blástur og
grill.
Hitaval 60-230ÍIC, 120 mín.
tímarofi með hljóðmerki, sjálf-
hreinsihúðun og Ijós.
JÓLATILBOÐSVERÐ
kr. 16.200,- stgr.
6 gerðir fÍ'MTffHllý) borðofna.
á verði frá 9.300,-
iFQnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Utlönd
Nelson Mandela á landsfundi Afríska þjóðarráðsins:
Kyssti Winnie
- og ílr
Nelson Mandela, forseti Suður-Afr-
íku, gagnrýndi harðlega í maraþon-
ræðu á landsfundi flokksins í gær
ýmsa aðila meðal hvítra fyrir and-
stöðu viö uppbyggingu nýrrar Suður-
Afriku. Nelson lætur nú af for-
mennsku Afríska þjóðarráðsins sem
heldur nú sinn 50. landsfund. 3000
þáttakendur voru viðstaddir þegar
Mandela hóf kveðjuræðu sína sem
stóð í rúmar fjórar klukkustundir.
Mandela lagði á það áherslu í
ræðunni að tími kynþáttaaðskilnað-
arstefnunnar væri liðinn og að lýð-
ræðisstjórn hefði tekið við af stjóm
hvíta minnihlutans jafnvel þótt
hvítir íbúar landsins héldu fast í
gömul forréttindi sín.
ti þrumuræðu gegn
„Flokkar, þar sem hvítir eru í
meirihluta, hafa barist gegn laga-
breytingum og aðgerðum sem miða
að því að útrýma mismunun kyn-
þáttanna.
í hvert sinn sem Afríska þjóðar-
ráðið hefur reynt framkvæmdir
hafa talsmenn þessara sérréttinda-
hópa borið fram alls kyns ásakanir
um kynþáttahatur, heOaþvott, brot
á stjómarskránni, einkavinavæð-
ingu og einræði," þrumaði Mand-
ela.
Fullvíst þykir að varaformaður
Afríska þjóðarráðsins, Thabo
Mbeki, taki við flokksformennsk-
unni af Mandela. Búist er við að
Mbeki leggi minni áherslu á sættir
hvítum
milli kynþáttanna en Mandela og
krefjist þess af hvítum að þeir leggi
sitt af mörkum.
Ekki er búist við að Winnie
Madikizela-Mandela, fyrrverandi
eiginkonu Nelsons Mandela, takist
að ná kjöri sem varaformaður
Afríska þjóðarráðsins. Henni var þó
vel fagnað er hún kom á landsfund-
inn í gær.
Eftir kveðjuræðu sína í gær faðm-
aði Nelson Mandela og kyssti
Winnie. Hún hafði stillt sér upp í
biðröð þeirra sem yildu þakka for-
setanum ræðuna. Á meðan sungu
og dönsuðu stuðningsmenn 1
kringum hjónin fyrrverandi.
Reuter
Særð kona af ættbálki mapuche-indíána í Chile nýtur aöstoöar eftir aö hún meiddist í átökum viö lögreglu í höfuö-
borginni Santiago i gær. Indíánarnir efndu til mótmælaaögeröa til aö krefjast réttar síns. Símamynd Reuter
Vinningshafar í
Krakkaklúbb
PV og ðcala
1. verðlaun: Scala-glæsiíbúð.
Hólmfríður Fórhallsdóttir
nr. 12.173
2. verðlaun: Scala-barnaherbergi.
bórey Magndsrlóttir
nr. 9701
3. verðlaun: Scala-snyrtiborð.
Sigrún Erla Jónsdóttir
nr. 10.103
4. -14. verðlaun: Scala-snyrtiherbergi.
Guðlaug J. HelgaJóttir nr. 91Ö4
Fórir K. GuðmunJsson nr. 7363
Tinna Sturludóttir nr. 9196
Árný Ósk ArnaJóttir nr. 12.313
Halldóra Srynjólfsdóttir nr. 1430
Margrét Ó. Halldórsdóttir nr. 9357
Jóhanna FriðriksJóttir nr. 10.696
Dagný Kristjánsdóttir nr. 1957
Elísabet Hanna nr. 12.344
Haraldur 6. Magnússon nr. 6192
Guðrún S. Sigurjónsdóttir nr. 6371
Davíð Már óskarsson nr. 12.014
Hólmfríður Magnúsdóttir nr. 11.566
Ásdís Geírsdóttir nr. 2569
Krakkaklúbbur DV oq Lego óska vinningshöfum til ham-
ingju og þakka öllum kasrlega fyrir frábasra pátttöku.
Vínningarnir verða sendir vinningshöfum í póst'\ næstu
daga.
Hundruð barna á sjúkrahús í Japan:
Horfðu á teikni-
mynd og fengu flog
Mikill ótti hefur gripið um sig í
Japan í kjölfar þess að hundruð
böm fengu krampaflog við það eitt
að horfa á teiknimynd í sjónvarpinu
sem byggð er á vinsælum Nin-
tendofígúrum sem heita „Vasa-
skrímslin".
Talsmaður slökkviliðsins í
Tokyo, sem kannaði ástandið um
allt Japan, sagði fréttamanni
Reuters að 618 böm að minnsta
kosti hefðu fengið krampaflog, upp-
sölur, óþægindi í augu og fleiri ein-
kenni eftir að hafa horft á teikni-
myndina á þriðjudagskvöld.
Skuldinni var skellt á atriði þar
sem rautt ljós úr augum Pikachu,
vinsælustu figúrunnar, blikkar í
fimm mínútur.
Um 120 böm frá þriggja ára aldri
voru enn á sjúkrahúsi síðdegis í dag
að japönskum tíma með einkenni
sem minna á flogaveiki.
Ráðuneyti póst- og símamála, sem
hefur eftirlit með sjónvarpsstöðv-
um, sagðist ætla að láta rannsaka
atburð þennan.
Talsmaður Nintendo fyrirtækis-
ins sagði að engin tengsl væm milli
leiksins frá því og teiknimyndarinn-
ar önnur en þau að sömu figúrum-
ar kæmu þar fyrir.
Teiknimyndin sem byggist á
leiknum er sýnd á hverjum þriðju-
degi og nýtur gífurlegra vinsælda
meðal bamanna. Reuter
Atvinnulaus prinsessa
DV, Ósló:
„Marta Lovísa Noregsprinsessa
hefur ákveðið að leggja á hilluna
fyrirætlanir um að gerast sjúkra-
þjálfari. Hún hefur undanfarið
stundað nám í greininni í Hollandi
og er nú að ljúka vinnuskyldunni
við námslok.
Prinsessan segist hafa lært mikið
á vem sinni í Hollandi og fengið
dýrmæta reynslu í að umgangast
fólk. Þá hafi það og verið þroskandi
að kynnast sjúklingum sem jafnvel
vom dauðvona en prinsessan vill
samt ekki gera sjúkraþjálfun að að-
alstarfi. Nú um jólin mun konungs-
fjölskyldan setjast á rökstóla og
ræða framtíð Mörtu. Síðan ákveður
Sonja drottning hvað prinsessan
tekur sér fyrir hendur en drottning
ræður sem kunnugt er öllu í kon-
ungshöllinni norsku.
-GK
Stuttar fréttir dv
Heppinn Færeyjagutti
Martin Kjeld, 9 ára færeyskur
gutt, vann tæpar 3 milljónir ís-
lenskra króna í getraunum á dög-
unum. Hann ætlar að kaupa hjól
handa sér og systur sinni.
Danir fengu afslátt
Danir hafa fengið afslátt á þátt-
tökugjaldi sínu í NATO vegna
bandarísku herstöðvanna á Græn-
landi. Afslátturinn nemur útgjöld-
um Dana vegna Grænlands og
Færeyja.
Skattar lækkaðir
Ryutaro Hashimoto, forsætisráð-
herra Japans,
lét undan þrýst-
ingi innanalds
og utan í morg-
un og lækkaði
tekjuskatt ein-
staklinga um
sem svarar
rúmum 1100 milljöröum íslenskra
króna til að bjarga bágum efnahag
landsins. Gengi japanska jensins
steig mjög í morgun gagnvart
Bandarikjadollar.
Olíulekaleit lokið
Breskt fyrirtæki hefur lokið leit
sinni að olíuleka á færeyska land-
gmnninu og era hlutaðeigandi
ánægðir með árangurinn, þótt ekki
hafi verið skýrt frá honum opin-
berlega, segir í færeyska blaðinu
Sosialurin.
Sakaður um svindl
Mohammad Sarwar, milljónari
og fyrsti múslíminn sem var kjör-
inn á breska þingið, hefur verið
sakaður um kosningasvindl. Lög-
reglan hefur gefið út handtöku-
skipun á hann.
Carlos óhress
Hryðjuverkamaðurinn Carlos,
betur þekktur
sem Sjakalinn,
las dómaranum
í réttarhöldun-
um yfir honum
pistilinn í gær
og krafðist þess
að sér væri sýnd
meiri viröing. Carlos skýrði dóm-
inum frá kommúnísku uppeldi
sínu.
Áfram í Bosníu
Utanríkisráðherrar NATO vom
einhuga um að hersveitir banda-
lagsins yrðu áfram í Bosníu. Þá
undirrituðu ráðherramir aðildar-
samkomuiag við þrjú fyrrum Var-
sjárbandalagsríki.
Leitað að loftsteini
Danski flugherinn flaug þvers og
kmss yfir Grænland I gær í leit að
loftsteini. Talið er að loftsteinn
hafi fallið á Grænland vegna risa-
ljósglampa sem sást þar aðfaranótt
9. desember.
Persson bjó ókeypis
Göran Persson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar,
bjó ókeypis í 10
daga fríi á
Malaga i sumar.
Húseigandinn
var svo hrifinn
af að fá að hýsa
svo tiginn gest
að hann neitaði að taka við
greiðslu.
Nýr forsætisráðherra
Vaclav Havel, forseti Tékklands,
útnefndi í gær seölabankastjórann
Josef Tosovskí í embætti forsætis-
ráðherra landsins. Tosovskí er
ekki bundinn stjómmálaflokki.
Skaðlegur stuðningur
Sænskur hagfræðiprófessor segir
stefnuna í sjávarútvegsmálum óheil-
brigða auk þess sem hinn mikli fjár-
hagslegi stuðningur sé skaðlegur.
Stuðningurinn nemur nú rúmum 4
milljörðum íslenskra króna.
Kosningar í S-Kóreu
S-Kóreumenn ganga að
kjörborðinu á morgun og velja sér
forseta. Sérfræðingar segja að
kosningarnar snúist frekar um
persónur heldur en málefni. Reuter