Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997
15
Himdum gefin
hálf stjarna
Ég hef heyrt að Kol-
brún hafi gefíð Esra
Péturssyni og Ingólfi
Margeirssyni hálfa
stjörnu í umíjöllun
um bók sem hefur
vakið viðbrögð hjá
þögulum læknum og í
lokuðum eyrum al-
mennings. Hann
þyrstir síst í orða-
konfekt slúðursins í
æviminningum full-
um af hræjum tilfinn-
inganna.
Sá kvenskörungur
sem heldur sýni-
kennslu I bókmennta-
fræði á skjánum með
hökusíðum meyjum
Dagsljóss á himnum í
skammdeginu hefur
ætlað að vekja með
hálfri stjörnu viðbrögðin sem
vöknuðu hjá hundunum, þegar ör-
látar húsmæður gáfu þeim heila
köku; í þessu tilviki bókina.
í nafni látinna foreldra
Sú kennd sem lýsir af hálfu
stjörnunni mun hafa vaknað í
nafni látinna for-
eldra Esra. Um
það er þetta að
segja:
Foreldrar eru
sjaldan heiðraðir
með meira en
hálfri stjömu.
Málið er líklega
annars eðlis en af
er látið og hvorki
sprottið af siðferð-
isvitimd lækna né
samúð með látnum eiginkonum.
Því fólk veit að hér kjafta allir um
alla af litlu viti. Strangt tekið er
lýsing á einkalífi í bókum sú jóla-
stjama sem skín hvað skærast í
skammdeginu.
Ég er hræddur um að
siðsemi færð í hálfa
geti ekki slökkt ljósið
á þeirri sem boðar á
hverju ári fæðingu
Frelsara bókaþjóðar-
innar. Hann færir út-
gefendum og höfund-
um fé og skapar á
þremur vikum það
sem kalla mætti met-
sölubókakónga. Því
er það, að ef tuggan
er ekki til verður að
framleiða hana, líkt
og sagt var um guð í
búðum heimspek-
inga. Væri guð ekki
til, yrðum við að
skapa hann.
Á geggjunarlista
Guinness
Ingólfur Margeirsson, þessi góði
piltur, er orðinn svo vanur að vera
árlegur metsölubókakóngur að
hann hefur eiginlega einkarétt á
kjaftasögukonfektinu í þjóðina.
Þetta er hans harmleikur og auk
þess eðli vinsældanna.
Vinsældir hér á landi eru algert
plat. Úr þvi að allt, en einkum ís-
lensk menning, einkennist af meg-
inþætti í eðli ofdrykkjumannsins,
að reyna að draga sem flesta með
sér í sama díkið og hæða þá síðan
með: „Þú ert síst betri en andskot-
inn ég,“ falla rithöfúndar gjarna í
þá freistni að stíga á stall til að
falla svo af honum við húrra og
hann átti það skilið!
Þetta eru íslenskar aftökur sem
fara fram fyrir opnum tjöldum
fjölmiðlanna. Svipað var alþýðu-
dómstólum ætlað að gera á fyrstu
árum byltinga í svonefndum al-
þýðulýðveldum og hjá nasistum.
Þar voru opinberar aftökur al-
gengar.
Og fátt gladdi lýðinn í Evrópu
meira en að horfa á einn af honum
í gálga réttvísi kúgaranna fram til
loka síðustu aldar. Eymd hugar-
farsins er þannig.
Hræsnarar, látið Esra og Ingó i
friði, ella ris Freud úr gröf sinni
og setur ísland efst á geggjunar-
lista Guinness.
Guðbergur Bergsson
Kjallarínn
Guöbergur
Bergsson
rithöfundur
„Ég er hræddur um að síðsemi
færð í hálfa geti ekki slökkt Ijós-
ið á þeirri sem boðar á hverju ári
fæðingu Frelsara bókaþjóðarinn-
ar.“
Kvótinn og landráðamennirnir
Á fimmtándu öld voru það
stórbændur og kirkjan sem áttu
megnið af jörðum þessa lands.
Og leigðu smábændum landskika
til að búa á. Þetta voru kallaðir
kotbændur eða leiguliðar.
Greiðslan fyrir landskikann
var borguð með vinnu á stórbýl-
unum eða einhverri annars kon-
ar greiðslu, til dæmis með þvi að
lénsherrarnir létu kotbændurna
fóðra búfénað veturlangt fyrir
sig eða sendu þá í ver og létu þá
róa á bátum sem lénsherrarnir
áttu hér og þar i verstöðvum um
landið. Nú eru ráðamenn þjóðar-
innar búnir að endurvekja þessi
gömlu afturhaldsöfl með nýjum
nöfnum.
Aö vísu undantekningar...
Stórbændur eða lénsmenn
breytast í sægreifa en kotbændur
breytast í leiguliða. Búið er að
skipta sjávarfangi landsmanna á
milli aðalsins í landinu og má
enginn róa til fiskjar nema hans
skip því það er jú hann einn sem
hefur umráðarétt yfir fiskinum i
sjónum. Þó eru til undantekning-
ar, en þá erum við komin aftur
til fimmtándu aldar með öllum
höftum og bönnun. Ef leiguliði
sem á bát ætlar að róa til fiskjar
verður hann að byrja á að leigja
fisk af sægreifa áður en hann fer
í róður.
Leigugjaldið á þorski er sjötíu
til níutíu og fimm þúsund krón-
ur hvert tonn, en markaðsverð á
fiskmarkaði er á bilinu áttatíu til
eitt hundrað krónur, getur farið
upp í hundrað og tíu krónur. Sæ-
greifinn hefur
því sjötíu til
áttatíu prósent í
leigugjald en
leiguliðinn hef-
ur tuttugu til
þrjátíu prósent
og þá sér hver
maður að þetta
er ekkert annað
en sama kerfi
og var á fimmt-
ándu öld. Og
svona er þetta í
fleiri greinum atvinnulífsins að
aðallinn, peningavaldið í landinu
er búið að sölsa undir sig það
sem einstaklingar voru með
áður, til dæmis þungaflutninga í
þessu landi. Stóru fyrirtækin,
sem eru á verðbréfamarkaðnum,
myndu missa fleiri milljarða í
kvótaleigu. Tökum svo dæmi,
eitt þekktasta fyrirtæki landsins
var með hagnað sem nam um tvö
hundruð milljónum
í sex mánaða milli-
uppgjöri. En leigði
frá sér kvóta fyrir
um fimm hundruð
milljónir. Sjá allir
sem vilja sjá hvers
lags svikamylla
þetta kerfi er. Það
verður að binda
enda á þennan
skrípaleik enda
kemur að því að allt
kerfið hrynur.
Það er kominn
timi til breytinga í
þessu landi. Við sem
byggjum þetta land
vitum að þetta er
gulleyja, en gullinu
er öllu sópað saman
og gefið auðvaldinu. Með því að
breyta sægreifaskattinum i auð-
lindaskatt koma tekjur sem hinn
almenni borgari hefur aldrei séð
áður, þessir peningar eru umtals-
verðir eða á bilinu sjö til átta
milljarðar á ári hverju. Fyrir
þessa peninga má gera nokkuð
mikið, hækka launin í landinu,
hækka lífeyri gamla fólksins til
heilbrigðisþjónustu og margt
fleira. Nú á einhver útsendari
lénsherranna eftir að hakka
þessar línur mínar í spað en
þetta er allt bitur sannleikurinn,
því miður.
Gjörspillt stjórnkerfi
Ég er þeirrar skoðunar að ís-
lenska stjórnkerfið sé svo gjör-
spillt að það nái í
gegnum alla stjórn-
sýsluna. Hagsmuna-
aðilar ráða yfir ráð-
herrum og þing-
mönnum og stjórna
Hafró með því að
hafa þorskkvótann
aðeins tvö hundruð
þúsund tonn, helst
leiguverð á .kvóta
hátt og kvótaeigend-
ur þurfa ekki meira.
Leiguliðarnir og
hinn almenni borg-
ari, sem er að kaupa
hlutabréf í hringavit-
leysunni, borgar tap-
ið.
Verðbréfasukkið í Al-
baníu var bara grín
miðað við það sem er á íslandi nú
í dag. Og þá spyr maður sig, af
hverju láta ráðamenn þjóðarinnar
hafa sig út í að vinna gegn hags-
munum þjóðarinna? Svarið er:
beinir og óbeinir hagsmunir. Fyr-
irtæki sem hafa hagsmuni af að
viðhalda kerfinu kaupa þessa
menn og flokkana þeirra. Sitjandi
þingmenn og ráðherrar eiga stór-
kostlega hagsmuni í því að við-
halda núverandi kvótakerfi. Með
því að ákveða að þorskkvótinn
skuli vera rúm tvö hundruð þús-
und tonn, eins og Hafró mælir
með. En margir fiskifræðingar
utan Hafró segja að það sé hægt að
veiða miklu meira, til dæmis 400
til 500 þúsund tonn eða meira.
Kristinn Arnberg
„Fyrirtæki sem hafa hagsmuni af
að viðhalda kerfmu kaupa þessa
menn og flokkana þeirra. Sitjandi
þingmenn og ráðherrar eiga stór-
kostlega hagsmuni í því að við-
halda núverandi kvótakerfí.“
Kjallarinn
Kristinn Arnberg
skipstjóri í Grindavík
Með og
á móti
Veldur frjálst kvóta-
framsal erfiðleikum
á Reykjanesi?
Krístján Pálsson al-
þingismaöur.
Fólk tapar
vinnunni
„Ég er í engum vafa um það
að afnám framsalsins veldur út-
gerð og fiskvinnslufólki á
Reykjanesi
erfiðleikum. Á
þetta svæði
hafa komið úr
öðrum kjör-
dæmum um
19.000 tonn af
bolfiski til
vinnslu og sá
afli fæst ekki
öðruvísi. Ef
framsalið yrði
takmarkað svo mikið að þessi
leið yrði ófær myndu þeir sem
hafa séð um að ná þessum afla
og vinna hann einfaldlega tapa
vinnunni um einhvern tíma.
Auðvitað skiptir það máli ef út í
slíkt væri farið hvernig að því
væri staðið en það er augljóst
mál að þetta hefur verulega mik-
il áhrif innan sjávarútvegsins.
Spurningin er líka sú hvað
menn ætla að græða á því. Mín
skoðun er sú að án framsalsins
sé kvótakerfið vængjalaust. Það
getur enginn fullyrt neitt um
hversu mikið kjördæmið hagn-
ast á þessu tií iengri tíma. Menn
geta verið með bollaleggingar og
tilgátur en staðreyndirnar tala
sínu máli. Ef þessi 19.000 tonn
tapast veit enginn hvað myndi
gerast. Þeir sem eiga aflaheim-
ildimar reyna án efa að halda
þeim eins lengi og þeir mögu-
lega geta. Allar vangaveltur um
að þetta lagist fljótlega eru alger-
lega út í loftið og ábyrgðarlaust
hjal ef menn eiga ekkert annað í
hendi.“
Verður
betra til
lengri tíma
„Ef frjálsa framsalið verður
tekið af þá tel ég að fótum verði
kippt undan
núverandi
kvótakerfl.
Það hefði
kannski verið
betra að
skipta um
fiskveiði-
stjórnunar-
kerfi strax því
það gengur
ekki þegar
75% af úthlutuöum veiðiheim-
ildum skipta um skip eins og
gerðist á síðasta fiskveiðiári.
Grétar Mar Jóns-
son skipstjóri.
Það leiðir auðvitað af sér að þeg-
ar frjálsa framsalið verður tekið
af hrynur þetta kerfi. Þetta getur
auðvitað skapað timabundna
erfiðleika á meðan menn eru að
átta sig á því að kerfið gengur
ekki upp en ef til lengri tíma er
litið högnumst við hér á Suður-
nesjum á því að það verði gefið
upp á nýtt og nýjar leikreglur
komi í Staðinn. Það þarf áfram
að veiða þennan fisk og við
munum auðvitað gera það en
kannski ekki sem leiguliðar í
framtiðinni. Ef þetta verður að
veruleika aukum við hlut okkar
í heildarveiðinni án þess að
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið viö
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centnun.is