Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 18 NILFISK NewLine ENN EIN NÝJUNGIN FRÁ NILFISK MINNI OG ÓDÝRARI RYKSUGA SÖMU STERKU NILFISK GÆÐIN KYNNINGARVERÐ TIL JÓLA AÐEINS KR. 14.900 STGR. Fyrsta flokks frá Æomx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 = ARABIA = Hreinlætistæki í miklu úrvali Finnsk gœðavara í 120 ár Jólostóllinn 1997! SDVO 31 Vandoður skrifborðsstóll. Hæðarstillanlegt, Fjaðrandi bak sem hægt er að festa í hvaða stöðu sem er. Parket- hjól, sérstaklega slitsterkt óklæði. 5 óra óbyrgð. Verð til jóla aðeins kr. 11.900 Skaifunni 6, sími 568 7733 IJrval Máttur sársaukans Þar sem það er séð, ljóðabók Þorgeirs sonar, er eitt magnaðasta byrj- endaverk sem ég hef lengi séð. En eflaust er rangt að leggja áherslu á að þetta sé fyrsta bók höfundarins. Lesandinn fær þá á tilfmninguna að verið sé að hrósa efnilegum byrjanda og benda honum á að stefna ótrauður fram á við og gera enn betur næst. En hér er ekki svo farið. Þorgeir Kjartansson kemur hér fram sem fullþroska skáld, skáld sem hefur eitthvað að segja og hefur náð því valdi á máli og stíl að geta sagt það. Þar sem það er séð hefur að geyma 43 nafnlaus ljóð og sjö örsögur. eða ljóðabálkurinn gerist víða, hefst í The City of Reykjavík, þar sem ekki er einungis vísað til Sigfúsar Daðasonar heldur og bregður honum fyrir, en það er einnig komið við á Signubökkum, úti í mýri, á Spáni og upp við Vatnajökul. En baksvið ljóðanna er ekki meginatriðið; meira máli skiptir um hvað er ort og hvern- ig. Yrkisefni Þorgeirs eru að vísu nýstárleg. Hann yrkir um ástina og segir á bls. 16: ástarljóó! mig hefur alltaf langaö til aö skrifa ástarljóö en oftast hefur ástin kœft þau og það er svolítið sárt aö kafna yfirgefinn í sjúkrarúmi eða kveljandi sviösljósinu Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu eru fjölmörg ást- arljóð í þessari bók, oft fallega erótísk, þar sem skáldið beitir hluta fyrir heild af mikilli smekkvísi. En hann yrkir einnig um söknuð og sársauka; það er mikill sársauki 1 þessari bók og ekki síður ein- lægni. En þama eru líka ansi skemmtileg öfug- mæli svo sem á bls. 25 þar sem segir frá því sem gerðist ef guð byggi við Laugaveginn: leikfangabúöirnar myndu skenkja ókeypis Guinnes barirnir vœru iöandi af litríkum leikföngum og filarnir fengju aö velta sér um postulínsbúöirnar Þorgeir hefur greinilega ýmislegt lært af súr- realistum og ýmsum sporgöngumönnum þeirra, örsagan (eða prósaljóðið) „Trompetar eru varasamir" minnir óneitanlega nokkuð á Boris Vian en Þorgeir nýtir þann lærdóm á persónu- legan og ferskan hátt. Þar sem það er séð er ekki einungis óvenjulega þroskaður nýgræðingur á ljóðakri heldur einfald- lega ein af betri ljóðabókum ársins. Lesist sem fyrst og sem allra vendilegast. Það verður enginn svikinn af þessari bók. Þorgeir Kjartansson: Þar sem það er séð EINAR 1997 Leitin að Friðleifi góða Ég varð forvitin þegar ég sá kápuna á nýjustu bók Iðunnar Steinsdóttur, Út í víða veröld. Feg- urri bókarkápa er vandfundin. Skyldi veröld þessarar bókar vera eins undursamleg og kápu- teikning Brians Pilkingtons? Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir Bókin geymir ljúfa og skemmtilega sögu. Sögu- hetjurnar Birta, Hersir og Dúi búa í litlum bæ þar sem allir byggja lífsafkomu sina á að tína þrí- litar fjólur sem eru notaðar i undragott te. Dag nokkurn kemur maður í þorpið og segist færa þeim boð frá Friðleifi góða, en hann er í hugum sögupersónanna blanda af guðlegri veru og góð- um konungi. Boðin eru á þá leið að bannað sé að tína fjólurnar því þær séu í útrýmingarhættu. Fólkið veit að það er ekki rétt en hlýðir þó af ótta við fordæmingu þeirra sem hingað til hafa keypt teið. Þegar þorpsbúar beygja sig fyrir þessu bogn- ar á þeim bakið. Hungriö sverfur að og hinir full- orðnu í Fjólubæ verða svo bognir í bakinu að þeir sjá ekkert nema tæmar á sér. Þeir senda bömin, þau einu sem enn standa upp- rétt, i fylgd með einum keng- bognum karli, út í víða veröld að leita Friðleif uppi og krefja hann svara. Það er auðvelt að skoða þessa sögu sem allegóríu, því vísanir í samtíð okkar ís- lendinga eru margar og hæfi- lega augljósar. Fjólubannið og bann við hvalveiðum eiga til dæmis heilmargt sameiginlegt. Boðskapur sögimnar er góður og settur fram af smekkvísi. Hann verður aldrei yfirþyrmandi því alls staðar glittir í ljúfan húmor. Heimur verksins, veröldin sem tit- illinn vísar í, er timalaus ævintýra- heimm- þar sem allt getur gerst. Hann er nokkuð evrópskur en þó nýtir höf- undur sér margt úr íslenskum þjóðsög- um. Að vissu leyti er þessi heimur út- ópiskur og það gladdi hjarta mitt að sjá styttuna af Visku- Fjólu í upphafi sögunnar. Konur eru allt of sjaldan settar á stall. Ég varð því fyrir von- brigðum þegar ég komst að því að jafnrétti milli karla og kvenna er ekki fyrir hendi i sögunni. Hvar- vetna eru þeir sem ráða karl- kyns. Þegar höfundur barna- bókar skapar heim sem er að nokkru leyti útópískur, eins og veröld þessarar bókar er, fyndist mér eðlilegra að ýmis mein samfélagsins væru leiðrétt. Ég er ekki að biðja um kvennaveldi, aðeins jafnrétti. Iðunn Steinsdóttir: Út í víða veröld Brian Pilkington myndskreytti Iðunn 1997 Daníel í þriðja sinn Guðjón Sveinsson hefur alltaf verið trúr raun- sæi, jafnvel í ævintýrasögum sínum fyrir böm og unglinga, en hann hverfur hreinlega aft- /a»- ur til natúralisma i sögunni um dreng- inn Daníel, sem hlýtur að vera fremur ætluð fullorðnum en unglingum. Sag- an hófst þegar Daníel var níu ára og í þessu þriðja bindi, Á bárunnar bláu slóð, er hann orðinn þrettán ára. Guðjón hefur í þessari per- sónu sinni náð sér i „sýni“ úr mannlegu samfélagi áranna í og upp úr heimsstyrjöldinni síð- ari, gerir með það tilraunir í ákveðinni samfélagsgerð (litl- um þorpum á Austurlandi) og útkomuna fáum við væntanlega í næsta bindi (sbr. viðtal við höfund í DV 6. desember sl.). En ef að líkum lætur hefur lífi Daníels nú þegar verið beint í svo ákveðinn farveg af ytri þáttum að stefn- unni verði ekki breytt. Daníel var sendur til ömmu sinnar í þorp þegar faðir hans fórst á sjó í upphafi fyrsta bindis. Amman er hryssingsleg hið yfra en raun- góð, og Daníel þykir orðið ákaflega vænt um hana þegar hér er komið sögu. En þeir missa sem eiga og í upphafi þriðja bindis deyr amma. Val drengsins stendur þá milli þess að flytja aftur til móðurinnar, sem nú er betur stödd en þegar hún þurfti að láta hann frá sér, eða vera áfram í ömmuhúsi hjá Valda fóðurbróður. Hann velur frændann, og þó að les- andinn skilji það veit hann líka að Daníel hefúr valið ógæfuleiðina. Móðirin hefði með kvenlegri hlýju sinni og gáfum verið drengn- rnn betri stuðningur á erfiðum þroskaárum en þegjandalegur frændinn. Daniel heldur áffarn i skóla þegar kennslu er að hafa og byrjar sína sjómennsku eins og venjan býður á þessum stað og tíma. Verður skipverji hjá Stein- grími formanni á Gullborginni. Lýs- mgarnar á sjómennskunni eru það besta í bókinni, og frásögnin af fræki- legri siglingu Daníels til lands með for- manninn slasaðan er áhrifamikil. Stúlk- ur fara að leita á unga sjómanninn; fólk ^ makar sig ungt í þessu samfélagi. Kannski verður meira úr þeim samskiptum en Daníel gnmar. 1 bókarlok er hann kominn í lang- þráð nám í alþýðuskóla þegar örlögin greiða hon- um enn eitt höggið. Guðjón kortleggur samfélag sögunnar afar ná- kvæmlega og lýsir atburðum og samtölum fólks af ýtrustu samviskusemi. Ekkert smáatriði er of smátt ef það vill eiga sinn stað í sögunni, jafnvel kaflar úr kennslubókum í reikningi og málfræði. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Og endurtekningar á örlagaríkum setningum og senum eru hastarlega ofnotaðar. Ef persónan Daníel væri heillandi í sjáifri sér, sambærileg við Ólaf ljósvíking eða Hjalta, þá gæti það hafið sög- una yfir það að vera vönduð félagsfr æðileg athug- un. En þó að Daníel sé góðra gjalda verðm- rís hann ekki undir þessari löngu sögu sinni. Hún hefði verið gott efni i eitt drjúgt bindi. Kannski tvö. Ekki fjögur. Guðjón Sveinsson: Sagan af Daníel III. Á bárunnar bláu slóð Mánabergsútgáfan 1997

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.