Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997
23
Fréttir
Hveragerði:
Afmæli í klofningi
Þingmenn Sjálfstæöisflokksins á Suðurlandi í hófinu ásamt Hvergerðingum.
DV-mynd Eva
DV Hveragerði:
Hálfrar aldar afmælis sjálfstæð-
isfélagsins Ingólfs í Hveragerði
var minnst 13. desember. Félagið
var stofnað 21. desember 1947. í
því eru á 3ja hundrað félagsmenn
og er það stærsta stjómmálafélag í
Hveragerði.
Boðið var til fjölmenns hófs á
Hótel Örk þar sem fluttar vom
stuttar afmælisræður. Meðal gesta
vom þingmenn flokksins á Suður-
landi, Þorsteinn Pálsson og Ámi
Johnsen. Fjórir stofnendur voru
gerðir að heiðursfélögum, Aðal-
steinn Steindórsson, Georg
Michelsen, Theódór Halldórsson
og Ólafur Steinsson. Þeir fluttu
hingað á unga aldri og hafa starf-
að og búið hér síðan.
í afmælinu létu ræðumenn í ljós
þá von að klofningur, sem orðið
hefur í félaginu, væri tímabund-
inn og unnt yrði að leysa þau mál.
í ræðu sagði Bjöm S. Pálsson,
formaður félagsins, að íbúar í
Hveragerði hefðu ekki verið marg-
ir þegar félagið var stofnað -
helstu forvígismenn verið skáld og
listamenn, ásamt garðyrkjumönn-
um. Frá stofnun sveitarfélagsins
hefði framboð á vegum Ingólfs haft
meirihluta oftar og lengur en
nokkur önnur framboð.
-ehr
Hvalfj aröargöngin:
Bergið styrkt
DV, Akranesi:
Framkvæmdir í Hvalfjarðar-
göngunum ganga samkvæmt áætl-
un og margir þættir verksins unn-
ir samtímis. Verki við að styrkja
bergið í öllum göngunum er hald-
ið áfram og því lýkur um miðjan
janúar.
Eftir áramót hefst vinna við að
setja dúk í loft ganganna til að
beina vatni úr berginu frá ak-
brautinni inn í dælukerfið. Norsk-
ur verktaki sér um þann þátt. Fufl-
trúar hans voru þar í síðustu viku
að undirbúa verkið sem felst í að
byggja upp sjálfan veginn gegnum
göngin. Byrjað verður að malbika
fyrra lagið á akbrautinni norðan
megin fyrir jól.
Unnið er að því að steypa vatns-
þróna í botni ganganna, leggja
kapla og rör og ganga frá spenni-
stöðvum. Þá er unnið að undir-
stöðum fyrir vegsvalir norðan
megin. Steypuvinna við sjálfar
vegsvalirnar hefst svo eftir ára-
mót. Byrjað er að fylla með dren-
möl að vegsvölunum að sunnan-
verðu. Þær verða huldar jarðvegi
að mestu leyti næsta sumar.
-DVÓ
Margir vilja vera stjórar
Ullarjakki
Ntí 14.900
Nýjar vörur í
hverri viku
ffiápusalan
Snorrabraut 56 S. 562 4362
Vorum að fá mikið úrval af
klassískum bíómyndum td.
The Giant, Casablanca,
Gone with the wind og
margar fleiri.
Verð frá kr. 899,-
Kringlunni 4-6 • sími 533 2266
-miklu meira en
bara tónlist
DV, Akranesi:
Spölur ehf., sem á og rekur
Hvalfjarðargöng þegar þau verða
opnuð formlega, auglýsti eftir
framkvæmdastjóra nýlega. Um-
sóknarfrestur rann út fyrir helg-
ina og sóttu hátt í 40 manns um
starflð.
Gert er ráð fyrir að nýr fram-
kvæmdastjóri hafi aðsetur á Akra-
nesi enda er lögheimili Spalar þar.
Stjórnendur Spalar fara næstu
daga yfir umsóknir og ráða fram-
kvæmdastjóra innan tíðar.
Margir vilja vita hvað muni
kosta að aka um Hvalfjarðargöng.
Norskt ráðgjafarfyrirtæki, Gröner
A/S, er að kanna gjaldskrármál og
innheimtuaðgerðir fyrir Spöl. Nið-
urstaðan ætti að liggja fyrir í jan-
úar. Frá upphafi hefur verið talað
um að grunngjald fyrir fólksbíl
verði 800 krónur og 2.700 fyrir
Stöðvarfjörður:
Síldar- og
atvinnuleysi
DV, Stöðvarfirði:
Atvinnuástand hefur verið mis-
jafnt það sem af er vetri því síld-
veiði hefur verið frekar gloppótt.
Forsvarsmenn Gunnarstinds
hafa reynt ýmislegt til að fá síld.
Togarinn Már EA var fenginn til
flotvörpuveiða en gekk ekki sem
skyldi. Áhöfn nótaskipsins
Kambarastar fór yfir á Má en er
nú aftur komin á sitt skip til
loðnuveiða og er þegar komin inn
til hafnar með afla.
Þá hafa nótaskipin Dagfari og
Júpiter einnig landað hér loðnu,
mest 600 tonnum sem Júpiter kom
með nýlega. Vinna hefur því verið
sæmilega stöðug við loðnufryst-
inguna en meðan síldin gaf sig
ekki var atvinnuleysi aflt upp í 3
vikur í einu.
Þá hefur starfsfólkið í frysting-
unni fengið sinn árlega jólaglaðn-
ing; uppsagnarbréf kauptrygging-
ar sem gildi tekur þann 22. desem-
ber.
-GH
Askrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
Smáauglýsingar ^
550 5000
flutningabíl. Akstur í gegn tekur
um 5 mínútur þegar allt verður
fullfrágengið.
-DVÓ
Erfíður vínnudagur að bakí?
Það er fátt þægílegra en að hvílast í
sjónvarpssófunum frá Lazy-Boy®
HÚSGAGNAHÖLUN
Bíldshöföl 20 - 112 Rvík - S:510 8000
Opfift auiiiodafa fifil
fffiœaifiodaga ffrá kl. 9-18
fösSadaga fxá k3 9-19
lacigsrdaga frá kl 9-16
Með einu handtaki
gerir þú þægilegan
sófa enn þægilegri
*