Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Page 32
MIÐVKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 JLj'V .32 l&ikmyndir *★* og í staðinn er unnið skemmtilega með breytinguna úr ’M’ í ’Emmu’ í umræðum um eistu og pumpanir. Og svo er það náttúrulega fegurðar- drottningin, ballettdansarinn og bar- dagameistarinn Michelle Yeoh sem skyndilega er ekki bara aukahlutur á armi Bonds, heldur kann að berja frá sér. Hver veit nema Bond bindist í bandalag með einhverri bar- dagaglaðri Bondpíunni? Guð og Gillian Slíkt bandalag jafningja er þegar orðið bæði vinsælt og frægt á sjón- varpsskerminum þar sem fara hin geimveruvænu Mulder (David Duchovny) og Scully (Gillian Ander- son) í Ráðgátum. Jöfnuðurinn var þó ekki meiri en svo að þegar kom að launamálum reyndist peningapottur- inn brotinn og Davíð fékk bróðurpart- inn. Vakti þetta skiijanlega litla lukku hjá Gillian, ekki síst þegar í Ijós kom að Davíð (sem um þessar mundir leik- Breski leikstjórinn Ridley Scott hef- ur svo sannarlega lagt sig í líma að vera einn af stelpunum. Alien (1979) kom fyrst með Sigourney Weaver í fararbroddi, svo Thelma og Louise (1991) með þeim Geenu Davis og Sus- an Sharandon og og nú G.I. Jane (1997) með krúnurakaðri Demi Moore. En hann hefur ekki alltaf verið vel- kominn í stelpuhópinn. Konur (og menn) voru ekki fyrr byrjaðar að kemur svo vel fram í drottningabar- daganum í Aliens. Ekki nóg með það heldur er ólétta þama séð í afskaplega neikvæðu ljósi, og þar með þykir (sumum) sannað að hið kvenlega sé í raun illmennið og Ripley því í vond- um málum. Sem betur fer hafa risið upp góðar og gáfaðar konur og mót- mælt þessari vitleysu, og bent á að Alien sé einfaldlega gott dæmi um sterka og vel heppnaða kvenhetju, og þó geimveran og skipið og hitt og ann- að sé dæmi um illkvenni, er það ekki bara fint? Ekki viljum við allar alltaf vera í dúkkuleik. Ridley greyinu gekk betur að ná til femínista með Thelmu og Louise, sem var almennt fagnað sem ’góðum’ femínisma, þrátt fyrir að (sumar) hafi hummað yflr því að eina leiðin fyrir ’góðan’ femínisma virtist vera að keyra fram af bjargbrún. Það er bara ekki hægt að gera öllum til geðs. Og nú er bara að sjá hvað gerist með G.I. Jane og sæselina. Breyttar Bondpíur? Ekki svo að skilja að Ridley hafi verið að uppgötva neitt þegar hann setti konu á oddinn í Alien. Hrollvekj- an hafði þegar lagt línuna þennan ára- tuginn (áttunda) fyrir sjálfstæðar kon- ur sem ekki létu smáatriði eins og skrímsl og morðingja trufla sig. Myndir eins og The Texas Chainsaw Massacre (1974), Carrie (1976) og Halloween (1978) höfðu sýnt og sannað að áhorf- endur voru meira en tilbúnir til að taka við kvenhetjum sem gátu séð um sig sjálfar. Þessi ágæta hefð gekk svo aftur í Scr- eam (1997) sem virðist ætla að endurstarta tiskunni og nú er síðasta vígið fallið þegar sjálfur Bond er kominn með bar- dagaglaða dömu upp á arminn. f síðustu Bond-mynd var þegar Alien Resurrection. Sigourney Weaver er búin aö leika Ellen Ripley í fjórum Alien-myndum. fagna Ellen Ripley sem frelsara kven- kyns í kvikmyridum en kurr fór að heyrast í harðlínufemínistum. Sam- -kvæmt mýtunni stóð hlutverk Ripleys opið fyrir hvort kynið sem var en sú saga er líklega ofsögum sögð. Kven- leiki Ripleys er ómissandi þáttur í myndinni og þar er einmitt femínist- inn grafinn. í stað þess að sýna já- kvæða kvenhetju (segja sumar) er myndin uppfull af fordómum í garð hins kvenlega. Skipiö og skipstölvan er kvenkyns, ’Mother’, og það er ’hún’ sem sendir þau á vit geimverunnar, og geimveran, þrátt fyrir afskaplega straumlínulagað höfuðlag (!), hefur einnig kvenlega eiginleika, líkt og q.1. Jane. Krúnurökuö Demi Moore gerir margt betur en karlarnir. Tomorrow Never Dies. Meira aö segja James Bond er kominn með bar- dagaglaöa dömu sér viö hlið. farið að djarfa fyrir ákveðnum breyt- ingum á kvenhyllinni, en þar var nýi ’M-inn’ orðinn ’Emm-a’ (Judi Dench), sem í þokkabót var pirruð á Bond og virtist hafa smitað hina trúfóstu Moneypenny (Samantha Bond) og gert hana afhuga öllu vinnustaðadaðri. Sem betur fer áttuðu báðar sig í tíma fyrir næstu mynd og eru þar orðnar venjuleg Bond-fón eins og við hin(ar), ur Guð) sýndi málefninu lítinn áhuga. Því þrátt fyrir aukið jafnrétti kvenna innan mynda virðist jafningjafræðsl- an ekki ná alla leið að buddunni og enn eru leikkonur mun lægra launað- ar en bandamenn þeirra sem eistun bera. Það er helst hún Demi sem er einna frægust fyrir að vera hæstlaun- aða leikkonan... -úd T O P P 20 í Bandaríkjunum - aösókn dagana 12.-14. desember. Tekjur f milljónum dollara og helldartekjur. Gífurleg aðsókn á Öskur 2 Helgarmet var slegiö f desember um síðustu helgi þegar bíógesdtir borguöu nálægt 40 milljón dollara í aögnagseyrir á Scream 2, kvikmynd Wes Craven sem er beint framhald af Scream sem var einn óvæntasti smellurinn á síö- asta ári og þessu. Annars eru fjórar af fimm efstu myndunum nýjar, þaö er aö- eins gamanmyndin Rubber sem heldur sínu striki og veröur vafalaust ein af vinsælustu myndunum á þessu ári. í þriöja sæti er For Richer or Poorer, gam- anmynd meö Tim Allen í aöalhlutverki, þriöja Home Alone myndin er f fjóröa sæti og í fimmta sæti er nýjasta kvikmynd Steven Spielbergs, Amistad. Þaö má geta þess aö þegar fariö er tölurnar sem birtast segja ekki allt. Til aö mynda var Amistad aöeins sýnd f 322 kvikmyndasölum á meöan Scream 2 var sýnd í 3112 sölum, þannig aö nýtingin var betri hjá Spielberg. Tekjur HelldartekJur l.(-) Scream 2 39.246 39.246 2. (2) Flubber 6.779 58.688 3. (-) For Rlcher or Poorer 6.015 6.015 4. (-) Home Alone 3 5.085 5.085 5. (-) Amlstad 4.573 4.661 6. (3) The Rainmaker 3.330 39.177 7. (2) Allen Resurrectlon 3.259 41.506 8. (4) Anastasla 3.030 41.943 9. (5) The Jackal 2.443 49.886 10.(6) Mldnlght In the Garden of Good and Evll 1.646 20.431 11.(7) Mortal Kombat: Annlhalatlon 1.666 33.124 12.(11) The Devll’s Advocate 0.685 58.317 13.(8) 1 Know What You Did Last Summer 0.586 69.701 14.(14) Wings of the Dove 0.539 6.746 15.(-) Les Boys 0.436 0.436 16.(16) The Full Monty 0.424 34.021 17.(10) Starship Trooper 0.403 53.791 18.(-) Deconstructlon Harry 0.356 0.356 19.(18) L.A. Confidental 0.342 35.820 20.(13) Eve’s Bayou 0.329 12.943 Laugarásbíó - Playing God: Læknir í strætinu Það verður erfitt fyrir David Duchovny að brjótast út úr viðj- um hinna vinsælu X-files sjón- varpsþátta yfir í kvikmyndimar þegar göngu þeirra lýkur á næsta ári. í dyrsta lagi hefur hann mjög sterka útgeislun í þáttunum og allt snýst meira og minna um hann í fortíð og nútíð. Það þarf mjög góðan leikara til að losa sig við Fox Mulder og ef dæma má leikhæfileika Duchovny eftir frammistöðu hans í Playing God þá virðist hann ekki hafa yfir mikilli leiktækni að ráða og fell- ur í þá gildru að nota sömu leik- takta og hann gerir í X-files, þannig að Fox Mulder er aldrei langt undan. Playing God er þriller, mynd sem hefur sterka undiröldu, sem þó aldrei nær að brjótast upp á yfirborðið. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverju bitastæðu sem kemur ekki. Duchovny leik- ur lækninn Eugene sem misst hefur læknisleyfið vegna alvar- legra mistaka sem hann gerði í dópvímu og undh miklu vinnuá- lagi. Þegar myndin hefst er hann í strætinu, venur komu sínar á subbulega bari þar sem hann leitar uppi vímuefnasala. Á ein- um slíkum bar stendur hann við hlið manns sem skotinn er. Skurðlæknirinn kemur upp í Eu- gene og hann bjargar lífi manns- ins. Þetta sér glæpaforinginn, Raymond, mikill töffari sem er á hraðri siglingu í glæpaheimi stórborgarinnar. Raymond sér strax að hann getur haft mikil not fyrir slíkan mann og eins og ástandið er á Eugene er ekki erfitt að freista hans. Þegar hann hefur einu sinni látið freistast til að stunda ólöglegar lækningar verður ekki aftur snúið. Það sem Eugene veit ekki er að FBI fýlgist grannt með Raymond og glæpaklíku hans. Playing God er í besta falli sæmileg afþreying. Því er aldrei svarað, sem vekur kannski mestu forvitnina, hvers vegna Eugene varð það sem hann er. Hann var löngu orðinn dópisti áður en hann gerði hin alvarlegu mistök. í framhaldið vantar svo alla dýpt í frásögnina og persónumar verða ósjálfrátt staðlaðar fígúrur úr ótal sams konar myndum. Timothy Hutton í hlutverki Raymonds nær einstaka sinnum að sýna hvað hefði verið hægt að gera með persónumar. Eiginlega er það undravert hvað Playing God er langdregin þegar í huga er haft hve mikið er að gerast í myndinni. Leikstjóri: Andy Wilson. Aðalal- leikarar: David Duchovny, 11- mothy Hutton og Angelina Jolie. Hilmar Karlsson PVll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.