Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 2
fréttir LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 . Varnarmálaráðherrar Rússlands og Noregs: Ihuga að siga sjóher á Smuguveiðiskip Varnarmálaráöherra Rússlands, Hann kvaðst Igor Rodionov, og varnarmálaráð- ekki sjá ástæðu herra Noregs hafa rætt sín í milli til sérstakra um mögulegar hernaðaraðgerðir viðbragða af ís- gegn því sem þeir kalla veiðiþjófn- lendinga hálfu að íslendinga og fleiri þjóða i viö þessum hug- Smugunni í Barentshafi. Frá þessu leiðingum ráð- var greint í desember i blaðinu herranna. Rubnyi Murman sem er fiskifrétta- Smugan væri blað, gefið út í Murmansk. opið haf og ekki Blaðið greinir frá því að ráðherr- undir lögsögu arnir hafi rætt hvernig beita mætti nokkurs lands sjóherjum beggja ríkjanna til að og veiöar þar hindra veiðar íslenskra skipa sér- stundaðar með staklega, auk veiða skipa frá öðr- sama hætti og um ríkjum. Norðmenn og DV ræddi við Kristján Ragnars- Rússar sjálfir son, formann LÍÚ, um þetta mál. gera á Reykja- þó sér sér- Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna. neshryggnum hér við land. Kristján bendir á að á Reykjanes- hryggnum hafi Rússar markað ákveðna stöðu: Þeir hafi einir þjóöa mót- mælt niður- stöðu Norðaust- ur-Atlantshafs- fiskveiðinefnd- arinnar um karfakvóta á Reykjaneshrygg og eigin hlut í honum og virði ekki þær kvótareglur sem settar hafa verið með fjölþjóðlegu samkomu- lagi. Um viðræður varnarmálaráð- herra Rússlands og Noregs og bollaleggingar um valdbeitingu segir Kristján: „Það stæði nær þeim þjóðum sem standa að samn- ingnum um veiðar á Reykjanes- hrygg að knýja Rússa til að hlíta samþykkt alþjóðastofnunar um veiðar þar. í stað þess hafa Norð- menn uppi hótanir um aðgerðir til varnar hagsmunum sem þeir hafa ekki treyst sér til að leggja undir dóm alþjóöastofnunar." -SÁ Malarnám í Geldinganesi: Pétur óánægður en missti af at- kvæðagreiðslu Haldinn var aukafundur í borgar- stjóm síðdegis í gær þar sem ákveðið var að hefja grjótnám í Geldinganesi. Aukafundurinn var haldinn vegna þess að þegar málið var til umfjöllun- ar um miðjan desember sat Pétur Jónsson, borgarfulltrúi R-listans, hjá og því vom atkvæði jöfn og ekki hægt Verðhækk- un á tóbaki og áfengi „Heildsöluverð tóbaks hefur hækkað að meðaltali um 10,1%. Hluti hækkunarinnar er vegna breytingar á gengi krónunnar og breyttu innkaupsveröi frá birgjum. Verðbreytingin er þó fyrst og fremst skýrð með þeirri ákvörðun ríkis- stjómarinnar aö hækka verð á tó- baki. Áfengi hækkar að meðaltali um 0,42% miðað við selt magn und- anfama 12 mánuði. Verðbreytingin stafar af breytingu á gengi krónunn- ar og breyttu innkaupsverði frá birgjum," sagði Bjami Þoreteinsson, yfirmaður verslana hjá ÁTVR, aö- spurður um verðhækkanir á tóbaki og áfengi. Ný verðskrá ÁTVR tók gildi 1. janúar. Winston-sigarettupakki kostaði fyrir ári 271 krónu. í maí hækkaði pakkinn í 276 krónur og 1. september í 299 krónur. Nú, 1. janúar, hækkaði pakkinn í 329 krónur samkvæmt lág- marksverði. London Docks vindill kostaði áður 45 krónur en kostar nú 48 krónur. 50 grömm af Sweet Dublin píputóbaki kostuðu í mai 414 krónur en nú 500 krónur. „Fjármálaráðuneytið hefúr einnig ákveöið að lágmarksáiagning í smásölu skuli vera 10% á heiidar- verð ÁTVR. Smásölum tóbaks er frjálst að selja tóbak á hærra verði," sagði Bjami. -RR .........’-""t að afgreiða málið. Pétur hafði setið hjá vegna þess að hann var óánægður með hvemig staðið var að afgreiðslu málsins. Þegar málið var hins vegar afgreitt nú var Pétur fjarri góðu gamni. Hann vinnur hjá Rikisspítölum og var önn- um kafinn vegna fundahalda í ung- læknadeilunni. Aðspurður hvort tímasetning aukafundarins hefði ver- ið ákveðin með það fyrir augum að hann kæmist ekki i atkvæðagreiösl- una sagði hann ekki svo vera. „Þessi fundur hjá mér í kvöld kom snögglega upp á og ekki hægt að sjá hann fyrir, tímasetning aukafundarins í borgar- stjórn kemur til af öðrum ástæðum." Hann segir þó að hefði hann kom- ist í atkvæðagreiðsluna hefði hann greitt atkvæði sitt R-listanum í hag. „Þó ég hafi í sjálfu sér ekki skipt um skoðun í þessu máli hefði ég úr því sem komið var greitt atkvæði mitt með tillögunni um grjótnám. Ákveðn- ar breytingar hafa orðið í þessu máli sem gera það að verkum, án þess að ég fari nánar út í þær hér og nú.“ -KJA Astþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, hélt í gær blaðamannafund ásamt Krist- jáni Árnasyni þar sem hann sagði m.a. frá ferð þeirra til íraks um jólin. Geir Waage, sóknarprestur á Reykholti, vill ekki að Friður 2000 fái inni í Reykholti. Kínversku Bengal-blysin ollu flestum slysum - blysin virðast hafa skemmst vegna raka við innflutning „Það virðist eftir þeim upplýsingum sem við höfum að blys sem heita Bengal hafi valdið flestum slysum um þessi áramót. Við höfum talað við þá aðila sem fluttu þessi blys inn til lands- ins. Það virðist ijóst að raki komst að blysunum við innflutning sem oili skemmdum á þeim. Þessi blys hafa verið flutt inn áður áfállalaust," segir Skarphéðinn Njálsson, varðstjóri hjá lögreglunni, aðspurður um slys vegna blysa og skotelda. Fyrirtækið Steinvík er innflutnings- aðili Bengal-blysanna sem eru fram- leidd í Kína. Um 10 þúsund blys voru flutt inn til landsins fyrir þessi áramót. Að sögn Skarphéðins hafa veriö gerðar ráðstafanir til að stöðva sölu blysanna. Skarphéðinn vill koma þeim tilmælum tO fólks að það skili Bengal-blysum ef það hefur þau undir höndum. „Innflutningsaðilar þessara blysa töldu að raki hefði komist að inn- flutningnum m.a. í þessi blys og ra- kettur. Þeir tóku allar raketturnar úr sölu og eitthvað af blysum líka. Þeim var rálagt af aðila sem taldi sig þekkja vel til aö nóg væri að láta blysin þoma. Það viröist enginn ásetningur í þessu heldur röng með- höndlun á vörunni," segir Skarphéö- inn. Kærur á hendur Steinvík Samkvæmt heimildum DV hafa borist alla vega þrjár kærur á hend- ur Steinvík frá einstaklingum sem slösuðust við meðferð Bengal- blysanna á gamlárskvöld. Samkvæmt heimildum frá slysa- deild leituðu 27 einstaklingar þangað á nýársnótt með áverka eftir skot- elda og blys. 20 voru með áverka eft- ir blys og langflestir þeirra eftir Bengal-blysin. Að sögn Skaiphéðins hafa fleiri hringt til lögreglu vegna minni háttar slysa og skemmda á fatnaði. „Eftirlitið með skoteldum og blys- um felst í að lögregla reynir að fylgj- ast eins vel með og mögulegt er. Lög- reglan er í nánu sambandi viö þá innflytjendur sem flytja þessar vörur inn og em mjög færir í allri með- höndlun á þeim. Innflutningseftirlit- ið er að mínum dómi mjög gott með samvinnu viö þessa aðila. Við erum búnir að banna svokallaöar tívolí- bombur sem ollu mörgum slysum hér á árum áður. Nú eru þær aðeins leyfðar sem sýningarvara og þeir fá aðeins að nota þær sem hafa leyfi til sýninga," segir Skarphéðinn. -RR stuttar fréttir Innherjaviðskipti Verðbréfaþing íslands hefúr vísað meintum innherjaviðskiptum með hlutabréf í tveimur fyrirtækjum til Bankaeftirlitsins vegna gruns um að reynt hafi verið að hafa áhrif á lokaverö ársins á bréfunum. Frétta- stofa Bylgjunnar telur að um sé að ræða Tæknival og Samherja. Milljón í forvarnir Landsbank- inn veitti Jafn- ingjafræðslunni einnar milljón- ar króna styrk á síðasta fúndi bankaráðsins þann 30. des. sl. Kjartan Gunn- arsson, fráfar- andi formaður ráðsins, afhenti styrkinn. Jafningja- fræðslan er samtök framhaldsskóla- nema sem vinna að eiturlyfjaforvörn- um meðal skólafólks. Uppsagnir Talsverða fjármuni vantar til rekst- ure Heilsustofhunar NLF{ í Hvera- gerði og liklegt er að starfsfólki verði sagt upp. Helstu ástæður fjárskortsins eru nýir kjarasamningar og breyting- ar á lífeyriskerfinu að sögn Bylgjunn- ar. Nýr stjórnandi Nýr foretjóri hefúr tekið við stjóm Norræna hússins í Reykjavík, Riitta Heinámaa frá Finnlandi. Hún gegnir stöðunni næstu fjögur ár. MS-styrkur frá VÍB Verðbréfamarkaður íslandsbanka sendi engin jólakort út þriðja árið í röð. I stað jólakorta styrkti VÍB MS-fé- lag Islands sem er félag þeirra 300 Is- lendinga sem veikst hafa af hrömun- arejúkdómnum MS og aðstandenda þeirra. Hálendisþjóðgaröur Á almennum fundi náttúru- og úti- vistarsamtaka í desember var sam- þykkt tillaga um að gera allt miöhá- lendið að þjóögarði. Fundarmenn töldu farsælast að það yrði sameign allrar þjóðarinnar. Ungbarnavernd Landlæknisemb- ættið boðar nýjar áherslur í skoöun 3-5 ára bama þar sem höfuðáhersla er á að meta andlegan og félagslegan þroska bamanna. ____________ Markmiðið er að greina frávik í tima svo hægt sé að veita viðeigandi aðstoð strax. Hækkunin stendur Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ætl- ar ekki að beita sér fýrir því að nýleg 1,7% hækkun gjaldskrár Landsvirkj- unar í samræmi við byggingavísitölu veröi afturkölluð, enda sé hún í sam- ræmi við vilja eigenda fyrirtækisins. | VSÍ hefur krafist afturköEunar á hækkuninni. Flestir vildu verkfali 47 af 55 sjómönnum á ísafiröi sem tóku þátt í atkvæöagreiðslu um verk- fail voru fylgjandi verkfalli. Atkvæða- greiðslunni lauk síödegis í gær og verkfall hefst 2. febrúar. Ásta R. krati Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdótt- ir, alþingismaður Þjóðvaka og fyrr- um varaþingmað- s ur Framsókn- arflokksins, er gengin í Alþýöu- Qokkinn. RÚV sagði frá þessu. Engin ákæra Rikissaksóknari hefur tilkynnt að hann gefi ekki út ákæm vegna j< meintrar íkveikju í húsnæði Stuðla- v prents hf. í Ólafsfirði fyrir þremur I niánuðum. 15-20 milijóna króna tjón I varð í brunanum. RÚV sagði frá. Vilja hafnafé Sjómannafélag Húsavikur skorar á | stjómvöid að setja meira fé í fram- kvæmdir við' Húsavíkurhöfn vegna j Þess að bæði fiskiskipaútgerö frá höfninni og aukin kaupskipaumferö kaili á slíkt. Léleg hafnaraðstaða sé þegar farin að hafa áhrif á athafnalíf 1 á Húsavik. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.