Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 34 Nægur snjór í Oppdal í Noregi: ■ ■ Vetrarparadís í norsku Olpunum Snjóleysi hefur víða í Evrópu hamlað skiðamönnum að iðka íþrótt sína. í Noregi hefur hins veg- ar snjóað talsvert það sem af er vetri og ekki síst í Oppdal sem fyrir nokkrum vikum tilkynnti að allar skíðaleiðir væru opnar. í nágrenni Óslóar eru nokkrir ágætir skíða- staðir, þeirra á meðal er Oppdal sem um þessar mundir er einn vin- sælasti skíðastaður erlendra ferða- manna sem sækja Noreg heim. Oppdal er í rúm- lega 400 kílómetra ljarlægð frá höfuð- borginni og lengi vel þótti borgarbú- um alltof langt að keyra til Oppdal þegar fjöldi ágætra skíðastaða var miklu nær. Hin síð- ustu ár hafa ferða- frömuðir í Oppdal hins vegar sótt mjög í sig veðrið og nú er straumur ferða- manna til staðarins allan veturinn. Það er þó ekki að ástæðulausu sem Oppdal komst á kortið sem skíða- staður því á svæð- inu er að finna gríðarlega fjöl- breytta afþreyingu, hvort sem menn vilja vera á skíðum eða njóta úti- vistar með öðrum hætti. Þrjár þjónustumiðstöðvanna eru á flóðlýstum svæðum svo þar má dvelja langt fram eftir kvöldi. Flestir sem heimsækja Oppdal renna sér á hefðbundnum svigskíð- um eða eru niðri í dal á gönguskíð- um. Undanfarin ár hafa snjóbretti hins vegar orðið æ vinsælli og nú þegar er ein brekka eingöngu ætluð slíkri iðkan. í vetur stendur einnig Gönguskíðin hafa um aldir notið gríðarlegra vin- sælda í Noregi enda margir fremstu gönguskíða- menn heims af norskum ættum. Hér má sjá hóp gönguskíðamanna á einni af fjölmörgum göngu- leiðum í Oppdal. Náttúrufegurð í veðurblíðu Fjallendið í Oppdal þykir eitt hið besta til skíðaiðkunar í Noregi og skiptir þá engu hvort menn kjósa gönguskíði eða svigskiði. Oppdal-svæðið er gríðarstórt og raunar telst það nú stærsta skíða- svæði Noregs. Skíðabrekkumar eru fjölmargar og henta jafnt byrjend- um sem lengra komnum og er sam- anlögð lengd þeirra um 80 kílómetr- ar. Það er ekki ofsögum sagt að all- ar aðstæður til skíðaiðkunar em hinar ákjósanlegustu í Oppdal. Lengstan hluta vetrar rikir mikil veðursæld á svæðinu og stutt að fara i lyftur sem flytja mann í góðar brekkur á svipstundu. Alls em 15 stólalyftur á Oppdal-svæðinu sem gerir það að verkum að hægt er að fara mjög hátt í fjöllin og eyða svo deginum í að renna sér niður. Það hefur verið unnið markvisst að því að útrýma biðröðum og þykir hafa tekist vel. Til þess að sinna skíðamönnum sem best hafa nú verið reistar sex litlar þjónustumiðstöðvar uppi í fjöllunum. Þar er hægt að hvíla lúin bein og fá sér heitt kakó og snarl. ísklifur er afar vinsælt í Oppdal enda aðstæður til þess hinar ágæt- ustu. Hin síðustu ár hafa menn í auknum mæli stundað æfmgar í ísklifri í Oppdal fyrir íjallgöngur á hæstu fjöll heims. Margir fremstu fjallgöngumenn heims hafa æft sig í norsku Ölpunum áður en þeir leggja á tinda Himalajafjallgarösins. Ferðamenn í Oppdal geta farið í dagsferðir þar sem þeir kynnast ís- klifri af eigin raun. Ekki er mælt með að unglingar yngri en 16 ára leggi í þessar ferðir. Fyrir þá sem vilja læra meira verður í vetur boð- ið upp á fimm daga námskeið í ísklifri. Með hunda Púöursnjór er eitt af aöalsmerkjum Oppdals en staö- arhaldarar segja að alltaf megi finna brekkur með slíkum snjó á svæðinu. til að opna nýja snjóbrettabrekku sem verður einn og hálfur kílómetri að lengd og mun hæfa þeim sem eru lengra komnir í greininni. Börnin velkomin Eins og á öðrum norskum skíða- stöðum er vel gert við yngstu skíða- mennina enda gerir Oppdal meira og minna út á fjölskyldur. Þeir sem dvelja í Oppdal þurfa ekki að hafa áhyggjur af smáfólkinu yflr daginu því svokallaðar „frænkur" og „frændur" sjá um að hafa ofan fyrir bömunum. Þessi þjónusta er for- eldrum að kostnaðarlausu en meira og minna allt sem viðkemur böm- unum er ókeypis. Reglulega er bryddað upp á ýmiss konar nýbreytni fyrir börnin. Eitt af því er grímu- ball á skíðum en þá fá bömin lán- aða búninga sem þau fara í yfir skíðafótin. Þá er ævintýraljómi yfir barnabrekkunum sem virðast kunna þessum leikjum afar vel. ísinn klifinn í Oppdal er boðið upp á margs konar afþreyingu sem nær langt út fyrir sjálfa skíðaiðkunina. Farið er í ýmiss konar gönguferðir en það sem ber hæst í vetur era annars vegar hundasleðaferðir og hins veg- ar ísklifur. Oppdai er sannkölluö paradís barnanna. Yfir vetrartímann er stööug dagskrá fyrir börnin þar sem sífellt er bryddað upp á ein- hverju skemmtilegu. fyrir sleðanum Ferðir á hundasleða og göngu- skíðum hafa notið mikilla vinsælda í vetur sem og fyrri ár. Um er að ræða dagsferðir þar sem fólk ferðast hluta leiðarinnar á sleða og hluta á gönguskíðum. Tryggt er að allir sem vilja fái að stjórna sleðanum um stund. Þessar ferðir þykja hið mesta ævintýri; ekki síst fyrir þá sök að þegar ferðin er hálfnuð er staldrað við úti í snjóauðninni þar sem há- degisverður er eldaður á opnum eldi. Kertaljós á kvöldin í Oppdal er, eins og á öðrum skíðastöðum í Noregi, rekin öflug ferða- þjónusta. í bænum er að finna marga fjölbreytta veitingastaði og þar era nú reknir tveir næturklúbbar fyrir þá sem vilja sletta úr klaufunum. Flestir kjósa þó að njóta kyrrðar á kvöldin og hægt er að fara í róman- tískar kvöld- skíðagöngur, renna sér á skíðum og margt fleira í þeim dúr. Opp- dal er klassískur norskur smábær þar sem hlýlegt og gestrisið viðmót mætir gestum og gangandi. Oppdal er vissulega spennandi kostur fyrir þá sem vilja fara í skíðaferð eða bara njóta útivistar á fallegum stað. Á vefnum www.opp- dal.com má svo finna allar nánari upplýsingar um þennan ágæta skíðastað. Byggt á Jyllands-Posten Viðgerðum á Louvre lokið eftir fimmtán ár: Glæsilegra en nokkru sinni Það hefur tekið fimmtán ár og kostað rúma 140 milljarða að koma hinu merka listasafni, Louvre i París, í viðunandi ástand. Nú er verkinu lokið og ekki annað að sjá en vel hafi tekist til. Þegar hafist var handa fyrir fimmtán áram var ástand safnsins víða afar bágborið enda sýningar- salimir viða ofhlaðnir verkum sem leiddi það eitt af sér að það var mikil hætta á að þau skemmdust. Nú getur Louvre hins vegar státað af því að vera eitt nútimalegasta og besta listasafn heims. Þess var gaumgæfilega gætt við endurbygg- inguna að vel færi um listaverkin. Það var sjáifur Frakklandsfor- seti, Chirac, sem vígði síðasta hlut- ann sem var endurnýjaður skömmu fyrir jól. Um er að ræða salarkynnin sem geyma flaggskip safnsins en þar er að finna forna egypska og gríska list. Við safnið var einnig byggð ný álma sem snýr út að Signu en þar verða varðveitt- ir um fimm þúsund gripir, allir ættaðir frá Egyptalandi. Margir þessara gripa hafa sök- um aðstöðuleysis ekki komið fyrir augu almennings áður en þeir era þó ekki nema tíundi hluti þess sem safnið á af fornri egypskri list. Arfur byltingarinnar Nú era 204 ár síðan safnið var opnað en það er i höllinni Louvre sem var heimili frönsku konungs- íjölskyldunnar á tímabilinu 1200 og fram að byltingunni árið 1789. Það var ein af kröfum byltingarmanna að höllin yrði opnuð almenningi með öllu því sem hún hafði að geyma. Alls era sýningarsalirnir nú 30 talsins og flestir þeirra hafa fengið andlitslyftingu. Þá hefur mörgum listaverkanna verið komið betur fyrir en áður og mun fleiri eru nú geymd i glerkössum. Um allt safnið er að finna fjölda listaverka sem ekki hafa sést áður en sá gripur sem kannski hefur vakið einna mesta at- hygli er uppþomaður krókódíll sem þykir allrar athygli verður. Sem fyrr er það ekkert áhlaupa- verk að heimsækja Louvre-safnið og dugar dagurinn skammt í þeim efnum. Þótt Louvre-safnið sé nú loks til- búið eftir 15 ára viðgerðir segjast forsvarsmenn þess hvergi hættir. Mörg verkefni eru enn á döfinni og þeirra helst er að smíða brú yflr Signu sem ætlað er að tengja safn- ið hinu ágæta Orsay-safni hinum megin árinnar. aþ/CNN Nýr vefur um New York Stórblaðið New York Times hefur sett á stofn vefsíðu þar sem allar upplýsingar um New York er að finna. Vefurinn er ætlaður ferðamönnum og fólki í við- skiptaerindum en ekki síst þeim sem búa í borginni. Vefurinn, sem kallast New York Today, er í raun nokkurs konar framlenging á dagblaðinu en verður þó rek- inn með sérstakri ritstjóm. Þeir sem vOja kynna sér allt sem New York hefur að bjóða ættu því að heimsækja vefinn www.nytoda- y.com hið fyrsta. Eftir aðeins tvö ár munu frí- hafnir í 15 aðildarríkjum Evrópu- sambandsins heyra sögunni til ef ákvörðun sambandsins nær fram að ganga. Á Heathrow-flugvelli eru margir uggandi og í desem- ber hefúr verið dreift miðum til allra farþega um að mótmæla því að íríhafnimar séu lagðar niður. Ekki einasta munu þúsundir manna á flugvöllum ganga at- vinnulausar eftir heldur er því spáð að ferjuiðnaður muni koma afar illa út úr þessu banni. Við- brögð farþega hafa verið með ein- dæmum en að jafnaði hafa um 500 manns hringt dag hvern og lýst yfir stuðningi við þá sem vilja fríhafharverslun áfram. 17. aldar málari sýnir Það er stöðugur straumur fólks í Grand Palais-listasafnið í París þessa dagana. Það er þó enginn af gömlu meisturanum sem dregur að fólk heldur er á ferðinni sýning eftir franskan málara, George Le Tour, sem var uppi á 17. öld. Þetta er fyrsta stóra sýning á verkum málarans í aldarfjórðung. Um fimm þúsund manns sækja sýninguna daglega um þessar mundir en sýningin spannar aðeins 45 frumgerðir auk 33 eftirprentana af myndum sem ekki eru lengur til. Sýningin stendur til 26. janúar nk. Stærsta tilbúna jólatréð í borginni Taichung á Taívan var fyrir jólin reist hæsta tilbúna jólatré í heimi. Tréð er á stærð við tíu hæða hús og er byggt úr stáli og í ofanáleg gefur það frá sér gervisnjó ööru hverju. Menn kunna að spyrja sig hvað Taivanar, sem flestir eru Búddatrúar, séu að vilja upp á dekk með jólatré en staðreyndin er þó sú að jólahald hefur undan- farin ár verið að skjóta rótum i landinu. Nú þegar hafa tíu þúsund manns barið tréð augum og hlot- ið hlýjar móttökur tævanskra kvenna sem era íklæddar jóla- sveinabúningum. Örðugt mun reynast að taka þetta jólatré nið- ur og því mun það líklega vera borginni til prýði um ókomna tið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.