Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Qupperneq 8
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 13 "V » sælkerinn_______________________________________________ Hörður Áskelsson býður upp á bananakjúkling: Leiðist að fara eftir uppskriftum „Ég hef því miður allt of lítinn tíma til þess að elda núorðið. Ég gerði miklu meira af því þegar ég var námsmaður í útlöndum og skömmu eftir að ég kom heim. Þá bakaði ég gjama kökur og gerði til- raunir með fisk. Ég hef mjög gaman af þessu en leiðist þó að elda ná- kvæmlega eftir uppskriftum. Því er það með þessa uppskrift eins og annað sem ég elda að fólk verður að bragða og finna út hvað því finnst best. Mitt mottó er gamla nagla- súpumottóið, hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst,“ segir organistinn Hörður Áskelsson, sælkeri dagsins. Að indverskum hætti Hörður býður upp á banana- kjúkling að indverskum hætti. Hann likir því ekki saman að kaupa ferskan kjúkling eða frosinn og mælir því með að notaður sé fersk- ur kjúklingur í þennan rétt: 1 vænn, ferskur kjúklingur salt og pipar paprikuduft og/eða kjúklingakrydd Sósa: 1 vænn laukur, saxaður smátt smjör til steikingar 1 msk. karri, má vera meira 1 bolli kjúklingakraftur, teningur og vatn 1-2 bananar 1 peli rjómi Aðferð Kjúklingurinn er grill- aður í ofni með venjuleg- um hætti. Kryddiö ekki of mikið, aðallega með salti og pipar. Þeir sem vilja krydda meira noti t.d. paprikuduft og eða kjúklingakrydd. Úrbeinið að lokinni steikingu og brytjið kjötið niður í litla bita. Þá er að taka laukinn og láta hann svitna vel á ; pönnunni, helst I smjöri segir sælkerinn. Karriið fer síðan út á laukinn, sem og kjúklingasoðið. Merjið því næst banan- ana með gaffli og setjið á pönnuna. Setjið kjötbit- ana út í. Bragðbætið loks með salti, pipar og karríi og allra síðast er þeytta rjómanum hellt yfir. Hrær- ið varlega og athugið að láta ekki sjóða eftir að rjóminn fer út í. við höndina þegar ég er að matbúa helli ég gjama einhverju úr henni út í. Síðan ef fólk á dætur eins og ég þá geta þær gert indverskt brauð á pönnu til þess að hafa með. Áð auki mæli ég með hrís- grjónum, kókos- mjöli, mangochutney og salthnetum ef fólk vill, og hafið endilega salat. Þetta er svona réttur sem hver og einn getur nokk- uð matbúið eftir eigin höfði,“ segir Hörður og bætir við að bera megi þetta fram í fallegri skál eða bara á ponnunni. -sv Gjarna hvítvín „Ef ég hef hálfa hvítvínsflösku Höröur Áskelsson organisti og Áskell, 7 ára, aðstoðarkokkur. Þeim feðgum þótti betra að veifa röngu tré en öngu. Hér eru þeir með hrátt hangikjöt frá Mýri í Bárðardal. DV-mynd Pjetur Fennikku- salat Eru ekki flestir að verða búnir að fá nóg af kjöti í bili? Hvernig væri að búa sér til eitthvað gott salat, eintómt fyrir þá sem það vilja, með kjötinu eða fiskinum fyrir þá sem það vilja. Hér kemur upp- skrift að fennikku- salati og dressingu út á. í hana þarf: 1 stórt fennikku- búnt y2 stór sneidd agúrka 4 sneiddar radísur 2 appelsínur, skipt í hluta Dressing: 2 msk. ólífuolía 2 tsk. sítrónusafi 1 hvítlauksgeiri, pressaöur 2 tsk. söxuð minta salt og pipar Aðferð Skerið stilkana frá, fjarlægið laufin frá og saxið niður til þess að strá yfir (sjá mynd). Skerið fennikkuna langs- um í ræmur og síð- an þvert á þær. Setj- ið í salatskál með agúrkunni, radísun- um og appelsínubát- unum. Setjið allt hráefn- ið í dressinguna í krukku með loki og hristið vel saman. Hellið yfir salatiö og blandið saman. Berist fram strax. -sv matgæðingur vikunnar Dísa Anderiman býður upp á gott brauð: Verður að koma frá hjartanu „Þegar gerinu er hellt varlega út í skál með ylvolgu vatninu lifnar það við og brauðið fær eigið líf. Það þarf að fara vel með það, hnoða það í hringi réttsælis, búa um það í góðri skál og breiða yndislega heitan og rakan klút yfir það. Aldrei má tæta það, rífa eða klípa. í þau sjö ár sem ég bjó í Dan- mörku lærði ég þessa dásamlegu list. Oft var vaknað ld. 6, kveikt á kertum og kaffið sett yfir. Gerið lifnaði og efn- ið í brauðið var valið,“ segir Dísa Anderiman sem nú gefur lesendum til- finningu fyrir þessari list. í þetta þarf góða, víða skál úr leir. í hana er hellt líkamsheitu vatninu. Magnið fer eftir hversu stórt brauð á að gera, það skiptir ekki máli því þaö er jafnað út með þurrefnunum. Út í vatnið er brytjaður varlega hálfur kubbur af blautgeri. Betra er að hafa minna af geri og bíða lengur. Það hefst að lokum. viltu gróft og hart brauð. Þá notarðu einnig heilhveiti og rúgmjöl, bygg og hin ýmsu fræ. Þetta hærir þú út, ekki af miklum krafti, bætir alltaf við meira og meira af þurrefnum þar til deigið er orðið nokkuð þétt. Það má alls ekki láta það verða þurrt. Sleifina leggur þú frá þér þegar deigið fer að þéttast og notar hendurnar til að hnoða það var- lega saman, því það er enn vel blautt. Stráðu hveiti yfir og leggðu heitan og rakan klút yfir. Og nú lykilatriðið. Það verður að fá að standa á besta stað i húsinu, þar sem er hlýtt og notalegt, alls ekki dragsúgur. Þama liggur það undir mjúkri sænginni og stækkar og gildnar. Þú átt eftir að öfunda það,“ segir Dísa. Ekki hamast Eftir einn til tvo tíma er deigið tek- ið varlega úr skédinni. Leggið það á hveitistráð borðið og byrjið að hnoða það réttsælis. Ekki hamast á því. Not- ið djúpar og þéttar hreyfingar. Þegar það er laust frá borðinu og farið að glansa er það tilbúið. Stillið ofninn á um 180 til 210°. Ofnar eru mjög mis- heitir, sama hvað stendur á þeim. Setj- ið ofnplötuna ofan á eldavélina, breið- ið yfir hana bökunarpappír og leggið deigið okkar á. Þarna fær það síðan að rísa aftur í ylnum frá ofninum (passið að loka öllum gluggum) í 30 til 60 mín. Þú getur penslað það með vatni eða eggi og stráð fræjum yfir. Allt eftir „smag og behag“. „Það er auðvitað enginn annar en hún Gunna í Dalsgarði sem kemur til greina þegar talað eru um mat. Hún er meistarinn," segir Dísa Anderiman, matgæðingur á Skeggjastöðum. -sv Gott fyrir gerið „Taktu síðan sykur- ögn milli fingranna og stráðu yfir, það finnst gerinu svo gott. Síðan er það ólífuolían. Ef bera á brauðið fram með feit- um mat má jafnvel sleppa henni. Annars það sem samsvarar einni matskeið eða eins og þú hefur lyst á. Smá- vegis salt getur verið gott. Annars er aldrei sett salt í brauð sem bera á fram með mat á bestu veitingahúsunum. Taktu nú góða trésleif í þína betri hönd og hrærðu gætilega í. Hafðu við höndina þau þurrefni sem þú vilt setja út í. Þetta getur að- eins farið eftir hvemig þér líður þann daginn. Stundum viltu mjúkt og ljóst, þá notar þú venju- legt hveiti. Aðra daga Dísa Anderiman býður börnum sfnum án efa upp á gerbrauð í morgunmat. DV-mynd Hilmar Þór ■ Caponata Palermitana: Sikileyjar súrsætt grænmeti 3 stór eggaldin salt og pipar 4 sellerístilkar 6 msk. olífuolía 1 stór laukur, saxaður 1 x 397 g dós afhýddir tómatar 1 msk. tómatþykkni 2-3 msk. vínedik 2 msk. sykur 2 msk. capers 12 grænar ólífur Til skrauts: : 1 msk. möndluflögur 2 harðsoðin egg, skorin í femt Aðferð I Skerið eggaldinið í 1 sentímetra þykka bita. Stráið salti yfir og setj- ið í skál, hyljið og látið bíða í eina klukkustund. Hreinsið og þurrkið með eldhúspappír. Eldið selleríið í sjóðandi vatni i 6-8 minútur. Þurrkið og skerið í 1 sentímetra þykka bita. Hitið 6 msk. af olíunni á stórri steikarpönnu, setjið eggaldinið út á og snöggsteikið, hrærið stöðugt, í um tíu mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Hitið það sem eftir er af olíimni á pönnu, setjiö laukinn út á og steik- ið varlega í um fimm mínútur. Bæt- ið selleríinu út í og látið malla í um fimm mínútur. Setjið tómatana, tómatpúiTuna og örútið af salt og pipar út á pönnuna. Látið malla þar til selleríið og laukurinn em tilbú- in, enn í um fimm mínútur. ÍBætið við tveimur msk. af víned- iki, sykrinum, capers, ólífum og eggaldininu. Látið malla í nokkrar minútur, hrærið. Smakkið til með kryddi og bætið við vínediki ef þurfa þykir. Látið kólna, setjið síð- an filmu yfir og inn í ísskáp þar til bera á réttinn fram. Skreytið með hnetum og eggjafjórðungum. Rétt- urinn er fyrir fjóra. Sveppir í rjómasósu Sveppir eru mikið borðaðir á ís- lenskum heimilum. Hér er ein leiö til þess að matbúa þá. Þeir eru góð- j ir með fuglakjöti, sem og öðm kjöti, en ekki síöur með fiski eða bara ofan á ristað brauð: 500 g ferskir sveppir 2 msk. smjör salt og pipar 1 msk. hveiti j y2 sítróna 3-4 dl rjómi söxuð steinselja Aðferð Steikið sveppina, saxaða eða í heilu lagi ef þeir em litlfr, í 2-3 mín. í smjörinu. Saltið og piprið og stráið hveitinu yfir. Hrærið sítrónusafanum og ijómanum sam- an og látið sjóöa við vægan hita í 4-5 mín. Hrærið af og til. Stráið saxaðri steinselju yfir rétt áöur en sveppirnir era bomir fram. Skera má sítrónuna yfir (sjá mynd). -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.