Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 47 Nr. 1. N/S Tvímenningskeppni * 2 <* 43 ♦ DG98 * KG9873 4 KD9 4* G765 ♦ K52 4 1042 4 Á10873 V 1098 ♦ 106 * Á65 4 G654 •* ÁKD2 -f Á743 4 D Vestur spilar út spaðatvisti gegn 4 hjörtum suðurs, eftir að vestur hefur stokkið veikt í laufi og austur tekið undir. Austur drepur á ásinn, spilar þristi til baka, sem vestur trompar með þristi. Hann spilar laufi á ás austurs og trompar spað- ann til baka með fjarkanum. Þú ert kominn einn niður. Vestur spilar núna tíguldrottningu. Hvemig get- urðu fengið rest- ina? Lausn: Þú " drepur á tígul- kóng, trompar lauf hátt og tek- " ur hátt tromp. Ef allir eru með þá tekur þú eitt hátromp enn og segist eiga af- ganginn. Vanda- málið er ef vestur er ekki með í fyrsta trompið. Þá verður þú að ákveða hvort vestur hefir byrjað með skiptinguna 1-2-3-7 eða 1-2-4-6. Umsjón Stefán GuOjohnsen Ef þú gerir ráð fyrir sjölit þá spilar þú spaðagosa og kastar tígli úr blindum, tekur síðan tígulás og trompar tigul lágt. Síðan getur þú tekið trompin, endað heima og siðasti tígullinn stendur. Þú veist hins vegar að í raun- veruleikanum _S hefur vestur að- eins átt sexlit í laufi. Þá verður þú að treysta því að vestur eigi KG í laufi og lendi í kastþröng með láglitina. Eftir að vestur er ekki með í trompinu kastar þú tígli i spaðagos- ann, síðan hátt hjarta og hjarta á gosann í blindum. Þegar þú spilar síðasta trompinu úr blindum er vestur í kastþröng í láglitunum. Nr. 2. N/0. Sveitakeppni 4 - «4 AD7654 4 54 4 ÁKG106 4 K43 *» G98 ♦ K93 4 D987 4 ÁDG109872 V 3 -f ÁG10 4 2 4 65 f* K102 f D8762 4 543 Þú ert kominn í sex spaða, vestur spilar út tígultvisti (þriðja og fimmta) og austur lætur kónginn. Hvernig spilar þú? Lausn: Þú drepur á tígulás og tekur spaðaás. Ef kóngurinn kemur þá ræður þú áreiðanlega við fram- haldið. Ef kóngurinn kemur hins vegar ekki þá svinar þú hjarta- drottningu og kastar einum tígli í hjartaás og öðrum í laufás. Hjartasvíningin er aðeins betri möguleiki en laufsvíningin - 48% á móti 45%. Jafnvel þótt laufsvíningin heppnist þá getur verið að vestur verði að eiga þrjú lauf, eða einspil í spaða, ef hann á færri lauf. Gleðilegt ár og þökk fyrir þau liðnu. skák Gott íslenskt skákár 1997: Norðurlandameistaratitill og nýr alþjóðlegur titilhafi Jóhann Hjartarson og Jón Viktor Gunnarsson voru hetjur íslenska skákársins 1997. Jóhann átti sitt besta keppnisár í langan tíma, sem hann kórónaði með frækiiegum sigri í norrænu VISA-bikarkeppn- inni og Norðurlandameistaratitli. Jón Viktor gerði sér lítið fyrir og nældi sér í þrefaldan áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli á árinu og hefur þá náð tilskildum árangri til þess að hreppa nafnbót alþjóðlegs skákmeistara. Jóhann hóf árið 1997 af miklum krafti með sigri á Rilton-cup skák- mótinu í Stokkhólmi, sem jafnframt var liður í norrænu bikarkeppn- inni. Jóhann bætti við fleiri erlend- um mótasigrum, hreppti síðan ís- landsmeistaratitilinn á Skákþingi íslands á Akureyri í september og í október varð hann Norðurlanda- meistari. Jóhann sigraði þar með yf- irburðum eftir að hafa náð að hrista sænska stórmeistarann Jonny Hect- or af sér undir lokin. Töluverða eftirtekt vakti síðan í lok ársins að íslendingar skyldu eiga þrjá fulltrúa á HM í Hollandi. Jóhann og Helgi Áss komust þar áfram í 2. umferð en misstu þá fót- anna gegn Hvítrússanum Alex- androv og Artur Jusupov, sem nú er búsettur í Þýskalandi. Margeir Pét- ursson víu-ð að lúta í lægra haldi i fyrstu umferð fyrir Lettanum 011. Jón Viktor náði fyrsta áfanga sin- um á íslandsmótinu á Akureyri og bætti öðrum áfanga við á alþjóðlega Hellismótinu í október. I desember gafst honum enn tækifæri til titil- veiða með alþjóðamóti Guðmundar Arasonar, sem nú var haldið í 3. sinn. Jón Viktor nýtti tækifæri sitt vel og með því að leggja félaga sinn, Braga Þorfinnsson, að velli í næst- síðustu umferð var hann þegar bú- inn að tryggja sér titilinn. Með síð- ustu skákinni setti Jón síðan punkt- inn yfir i-ið með því að vinna hol- lenska alþjóðameistarann Manuel Bosboom og þannig komst hann upp að hlið sigurvegaranna. Jón Viktor hefur með þessum ár- angri sínum náð ótviræðu forskoti á þá jafnaldra sína og félaga, sem gjaman hafa verið nefndir í sömu andránni og hann. Þeir hafa allir ótvíræða hæfileika en svo virðist sem Jón Viktor hafi lagt meiri elju í skákrannsóknir og yfirlegu, sem nú er að skila sér. Vinningar á Guðmundar móti Arasonar skiptust þannig: 1.-3. Jón Viktor Gunnarsson, Stellan Brynell (Svíþjóð) og Jacot Aagaard (Danmörku) 7 v. 4.-6. Þröstur Þórhallsson, Jesper Hall (Svíþjóð) og Alexander Raetsky (Rússlandi) 6,5 v. 7. Heikki Westerinen (Finnlandi) 6 v. 8. Manuel Bosboom (Hollandi) 5,5 9.-10. Jón G. Viðarsson og Robert Astrom (Svíþjóð) 5 v. 11. Mikhail Ivanov (Rússlandi) 4 v. 12. Róbert Harðarson 3,5 v. 13. Kristján Eðvarðsson 3 v. 14. Sævar Bjamason 2,5 v. Keppendur voru alls 18 en þess ber að geta að teflt var í tveimur riðlum og tefldu keppendur í A-riðli við þá sem skipuðu A-riðil og öfugt. í upptalningunni að ofan er ekki tekið tillit til þessarar skiptingar og ber að athuga það. Teflt var í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnaríirði en fram- kvæmd mótsins var í höndum fé- laga í Skákfélagi Hafnarfjarðar. Aðalstyrktaraðili mótsins er Guð- mundur Arason, fyrrverandi forseti Skáksambands Islands. Þetta er frá- bært framtak hjá Guðmundi, sem nú þegar hefur skilað okkur alþjóð- legum meistara og hefur án efa ekki síður verið öðrum dýrmæt reynsla. Skoðum tvær skákir frá mótinu. Fylgjumst fyrst með sigri Jóns Vikt- ors í lokaumferðinni, sem tryggir honum hlutdeild í efsta sætinu. Seinni skákin er snörp sóknarskák Þrastar Þórhallssonar. Hvitt: Manuel Bosboom Svart: Jón Viktor Gunnarsson Enskur leikur. 1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. b3 Bg7 6. Bb2 d6 7. 0-0 0-0 8. d3 d5 9. cxd5 Rxd5 10. Bxg7 Kxg7 11. Dcl Dd6 12. Rbd2 b6 13. Re4 Dd7 14. Db2+ f6 15. Hfdl e5 16. e3 De6 17. d4 exd4 18. exd4 Dxe4 19. dxc5? Svarið við 19. Re5 yrði 19. - Dxg2+! 20. Kxg2 fxe5 21. dxc5 Bg4! og þrír léttir menn svarts eru vel drottningar virði. Engu að síður varð hvitur að freista gæfunnar í þessu tafli. 19. - Hd8! 20. Hd2 Hvítur er kominn í blindgötu og verður að sætta sig við mannstap. Ef 20. Rd4 er 20. - De5 sterkt svar. 20. - Bh3! 21. Bxh3 Dxf3 22. Bg2 Df5 23. cxb6 axb6 24. Hadl Rde7 25. a4 Hxd2 26. Hxd2 Hc8 27. He2 Hd8 28. Hel Da5 29. Hfl Db4 30. h3 Hd3 31. Hcl Rd4 32. Kh2 Hxb3 33. Da2 Ref5 34. Hc7+ Kh6 35. Dal Dd2 36. Dcl Dxcl 37. Hxcl Hb2 38. g4 Rh4 39. Bb7 Rhf3+ Svarta staðan er léttunnin en í tímahrakinu missir Jón Viktor af 39. - Hxf2+ 40. Kg3 Ha2 og ef 41. Umsjón -----;----- Jon LArnason Kxh4 Re2 með máthótun og fleira. 40. Kg2 Re5 41. Hdl Hb4 42. f4 Rd7 43. h4 Rc5 44. Bd5 Rde6 45. g5+ Kg7 46. Bxe6 Rxe6 47. Hd7+ Kg8 48. gxf6 Hxa4 - og hvítur gafst upp. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Andrew Kinsman Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. Bd2 Re7 6. f4 0-0 7. Rf3 f6 8. Bd3 Rbc6 9. a3 Bxc3 10. bxc3 fxe5 11. Bxh7+! Kxh7 12. Rg5+ Kg8 Betra er 12. - Kg6!? með afar tvi- sýnni stöðu. 13. Dh5 Hf5 14. Dh7+ Kf8 15. g4 exd4 16. Dh8+ Rg8 17. gxf5 exf5 18. Hgl g6 19. KÍ2 dxc3? Tapar strax en staðan er einnig viðsjárverð eftir 19. - Dd6 20. Hael, t.d. 20. - dxc3 21. Re6+ Bxe6 22. Hxg6 cxd2 23. Dg7+ Ke8 24. Hgxe6+ o.s.frv. 20. Rh7+ Kf7 21. Hxg6+ Dh4+ 22. Hg3 Dxh2+ 23. Hg2 Dh4+ 24. Kgl - og svartur gafst upp. / XJrval - gott í hægindastólinn Taktn - >. . . íii'inii icit 0i >°- '9g -40 kg. 8 - vikna aðhaldsnámskeið Skráning á hin vinsælu aðhaldsnámskeiö Gauja litla stendur yfir núna í Worls Class í síma: 553 0000 og í síma 896 1298. Ný námskeiö hefjast 5. janúar og standa til 27. febrúar. Námskeiöin eru opin öllum þeim sem vilja losna við aukakílóin I eitt skipti lyrir öll. Viö bjóðum upp á sérstök unglinganámskeið. Þjálfun 3-5 sinnum í viku • fræðslufundir einu sinni í viku • fitumælingar og vigtun • ýtarleg kennslugögn • matardagbækur • mataruppskriftir • æfingabolur og vatnsbrúsi • feikna mikið aðhald • kennsla í tækjasal • hvetjandi verðlaun, veitt reglulega • næringarráðgjafi á staðnum • ótakmarkaður aðgangur í World Class í 8 vikur • einkaviðtöl fyrir hvern og einn • aðgangur að Gauja litla í síma allan sólahringinn Tökum á offitu og matarfíkn og kvetjandi félagsskap ! skemmtilegum HEILSUHORN éjáuiatUL v.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.