Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 DV 6 lönd stuttar fréttir Króksi bítur í haus Maður sem hefur það að at- vinnu að glíma við krókódUa í Flórída var fluttur á sjúkrahús eftir að einn króksinn beit hann í hausinn. Jospin á niðurleið Vinsældir Lionels Jospins, forsætisráðherra Frakklands, minnkuðu um flmm prósentu- stig í síðasta mánuði en Jacques Chirac forseti krækti sér aftur á móti í þrjú stig. í skoðana- | könnun sem birtist í íhaldsblað- | inu Figaro voru 43 prósent að- | spurðra óánægð með Jospin. Hörmulegt þyrluslys Dagsgamalt barn í hitakassa lét lífið í þyrluslysi í almenn- ingsgarði í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, í gær. Verið var að flytja bamið á sjúkrahús. Hlaupiö í stígvélum ÍUm 400 manns i gúmmistígvél- um tóku þátt í nýárskapphlaupi i írska bænum Castlecomer og j er það met. Úrhellisrigning setti f svip sinn á hlaupiö. Kúrdar fá hæli ítölsk stjómvöld standa við þau áform sín að veita Kúrdum sem flýja ofsóknir heima fyrir pólitískt hæli. Þjóðverjar óttast að þar með sé verið að opna flóð- gáttimar fyrir nýrri öldu inn- í flytjenda til ESB. Njósnað um félagana Bretar hafa njósnað um félaga f sína í Evrópusambandinu. Þetta S er haft eftir fyrrum starfsmanni leyniþjónustunnar í grein sem birtist í blaðinu Guardian í gær. Drottning til íslands Margrét Þórhildur Dana- drottning er væntanleg í einka- heimsókn til íslands um miðjan maí. Tilefnið er opnun sýning- ar í þjóðminja- safninu á hennar eigin kirkjuveflist, þar á meðal biskupakápum. Gestgjafi drottningar í þessari heimsókn verður Ólafur Ragnar Grímsson forseti, að sögn danska blaðsins Politiken í gær. Þökk sé Ginu ítalskir friðargæsluliðar sem þjónuðu í Líbanon árið 1983 fengu að vera í friði fyrir árás- um af þvi aö þáverandi varnar- málaráðherra Sýrlands var skot- inn í leikkonunni Ginu Loll- obrigida. Ráðherrann fyrrver- andi skýrði sjálfur frá þessu í viðtali við dagblað í Persaflóa- ríkinu Dubai í gær. Reuter Hong Kong: Beðið fyrir sálum alifugla Búddamunkar í Hong Kong kyrj- uðu möntrur á gamlárskvöld í þeim tflgangi að friða sálir þeirra rúmlega milljón alifugla sem slátrað hefur verið í þeim tilgangi að hefta út- breiðslu hinnar banvænu fuglainn- flúensu H5N1. Veiran hefur í fyrsta sinn lagst á fólk og hafa fjórir látist af völdum hennar. Rúmlega 70 búddamunkar söfnuð- ust saman framan viö altari í búdda- munkaklaustri í Hong Kong tO að hefja sjö daga fóstu og bænahald í þágu hinna látnu alifugla. Ábóti þeirra, Abbot Wing Sink, sagði við fréttamann Reuters að hann vonað- ist til að ein milljón búddatrúarfólks í Hong Kong tæki þátt í þessu viku- langa helgihaldi til að freista þess að sefa reiðar sálir fuglanna sem drepn- ir voru saklausir. Reuters Herstjóri heimsækir þá sem komust lífs af úr moröárás: Fréttamönnum er meinaður aðgangur Herstjórinn í Búrúndí, Pierre Buyoya, heimsótti í gær bráða- birgðabúðir sem hýsa þá sem komust lífs af úr blóðugri árás upp- reisnarmanna nærri flugvelli höfuð- borgarinnar Bujumbura á nýárs- dag, að því er talsmaður stjórvalda skýrði frá í gær. Að minnsta kosti 284 týndu lífi í árásinni. „Forsetinn heimsótti svæðið síð- degis,“ sagði upplýsingamálaráð- herra Búrúndís í símtali við frétta- mann Reuters-fréttastofunnar í Nairóbí í Kenía. Blaðamenn í Búrúndí sögðu síð- degis að þeir hefðu ekki enn fengið að fara út á flugvöUinn eöa tO nær- liggjandi svæða. Ekki var hægt að fá fjölda látinna staðfestan af óháð- um aðUum. Háttsettur talsmaður hersins sagði Reuters að 180 óbreyttir borg- arar, 100 uppreisnarmenn og fjórir hermenn úr her Búrúndís hefðu fallið i árásinni. Upplýsingaráðherrann sagði að um 30 bændur hefðu slasast í árásinni og verið fluttir á sjúkrahús í grenndinni. Starfsmenn hjálparstofnana og ráðherrann sögðu að um tvö þúsund bændur væru i búðunum sem for- setinn heimsótti í gær, skammt frá höfuðborginni. AUt er með kyrrum kjörum í Bu- jumbura og vegir í grennd við flug- vöUinn eru lokaðir. Það voru um 1000 uppreisnar- menn af hútúættbálkinum sem gerðu árásina i dögun á nýársdag, þá bíræfnustu frá því Buyoya komst til valda fyrir hálfu öðru ári. Reuter Fjölskylda leitar skjóls undan sjóganginum á bak við klett nærri bænum Quiberon á Bretagneskaga í Frakklandi í gær. Mikið fárviðri gekk yfir vesturströnd Frakklands snemma í gærmorgun og frekara óveðri er spáð á sunnudag. Þrír létust í fárviðri við vesturströnd Frakklands: Tré rifnuðu upp með rótum og húsþök fuku út í buskann Gífurlegt fárviðri gekk yfir vest- urströnd Frakklands snemma í gærmorgun. Þrir týndu lífi í um- ferðarslysum af völdum veðursins. Tveir til viðbótar slösuðust í veð- urofsanum. Rafmagnslaust varð um tíma hjá hálfri milljón manna, að þvi er fram kemur í skeyti frá frönsku fréttastofunni AFP. Mikil röskun varð á járnbrautar- samgöngum um allan vesturhluta landsins. Björgunarsveitarmenn höfðu ekki tölu á öllum trjánum sem rifnuðu upp með rótum, bílun- um sem fuku ofan í skurði og þök- unum sem fuku út í buskann. Vind- hraðinn varð allt að 180 kílómetr- um á klukkustund. Þegar veðurhamiu'inn var sem mestur rofnuðu tvær rafmagnslín- ur með þeim afleiðingum að fimm hundruð þúsund manns voru án rafmagns i tæpa klukkustund. Raf- magn var ekki komið á í 20 þúsund húsum undir kvöld í gær. Ölduhæðin undan vesturströnd- inni og í Ermarsundinu var allt að fimm til sex metrar. Ekki var þó vitað um neina skipsskaða. Fár- viðri eru algeng á þessum slóðum og árið 1987 létust nokkrir í einu slíku. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis New York : London S Frankfurt m Tokyo m Dow Jones 8500 5500. 6500', 7928,18 N D J 400 300 ^ 200 jj 100 0 2000 : 1500' 1000 500 jý oi i/t 0 N D J $/t 0 N 1640 D J DAX-40 60000-' 6154,6 20000 4249,69 0 N D J 0 N D J 220 Nikket Bensín 95 okt FB Bensín 98 okt. 220 210 200 190 180 1M 160 180,5 $/t 0 N D J % Hong Kong Hang Seng 10722,76 D J Hráoiía $/ 1610 ti)nna 0 D J j 1X301 Færeyski lög- maðurinn hvet- ur til gætni Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, hvetur danska og fær- I eyska stjómmálamenn, svo og alla fjölmiðla, til að fara var- lega í sakirnar og vera ekki með neitt uppistand í til- efni þess að 1 opinber skýrsla um færeyska bankahrunið verður gerð opin- ber 15. janúar. Frá þessu segir í danska blaðinu Aktuelt. „Burtséð frá því hver útkom- j an verður, vil ég biðja alla að gefa sér tlma til að lesa innihald- ; ið gaumgæfilega áður en byrjað i er að hrópa,“ sagði Joensen í nýársræðu sinni til Færeyinga. Opinberu skýrslunni um þátt ; dönsku stjórnarinnar í hruni 1 færeyska bankakerfisins er beð- í ið með mikilli eftirvæntingu, bæði í Færeyjum og Danmörku. Fáni í hálfa stöng við bú- stað Kenn- edyanna Bandaríski fáninn blakti í I hálfa stöng í gær við bústað * Kennedyfjölskyldunnar á Þorsk- 1 höfða í Massachusetts vegna : sviplegs fráfalls Michaels Kenn- edys, sonar Roberts heitins öld- ! ungadeildarþingmanns. Fjölskylda og vinir voru þar saman komin til að minnast | Michaels, sem lét lífið í skiða- I slysi í Kólóradó á gamlársdag. „Þau hafa upplifað fleiri í harmleiki en ein fjölskylda ætti að verða fyrir,“ sagði Steve Rothstein sem starfaði með Michael. Ted Kennedy, fóðurbróðir | hins látna, kom með eiginkonu siimi til að kveðja frænda sinn hinstu kveðju. Týndi farsíminn fannst í hundi vinkonunnar Rachel Murray, 27 ára breskri | konu, brá heldur betur í brún um jólin. Farsíminn sem hún i ætlaði að gefa vinkonu sinni í / jólagjöf var horfinn undan jóla- / trénu, ekkert eftir nema pappírs- riffildi. Hún tók því til þess ráðs að hringja í símann og viti menn, hún heyrði daufa hringingu úr maga hunds vinkonunnar. ‘ Hvutti hefur greinilega verið / orðinn þreyttur á að bíða eftir r jólasteikinni. Farið var með hundinn til dýralæknis sem ákvað að best væri að láta nátt- úruna um að skfla símanum. Ný gjaldskrá danska símans ekki vinsæl Ríkisstjórn Pouls Nyrups Rasmussens, forsætisráöherra j Danmerkur. hefur verið krafin um greinar- gerð vegna nýrrar gjald- skrár danska símans. Nýja gjaldskráin hefur mætt I tortryggni bæði stjórnar- ; sinna og stjómarandstæðinga. ENýja gjaldskráin gengur í gildi 1. apríl í vor. Þá hækkar afnota- ■ gjaldið um rúmar 600 krónur ís- lenskar fyrir ársfiórðunginn en verð fyrir hvert samtal lækkar. Þetta þýðir lækkun hjá flestum notendum en 38 prósent þurfa að greiða meira og þingmenn eru | óhressir með það, segir i danska blaðinu Politiken.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.