Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 JL>V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpY/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Biðstöðunni er lokið Síðustu árin hefur þjóðlífið markast af millibils- ástandi. Það hefur meðal annars ráðist af því að erfið kreppa af völdum þorskbrests í upphafi áratugarins var í rénum. Þjóðin stillti á meðan væntingum sínum gagnvart landsfeðrunum í hóf. í skjóli kreppunnar tókst þeim því að fælast ákvarðanir í brýnum málum. Samtímis hafa stjórnmálin einkennst af vaxandi gerjun á vinstri vængnum. Hefðbundinn ágreiningur milli flokkanna sem þar ráða ríkjum hefur minnkað í kjölfar alþjóðlegra breytinga. Kjósendur þeirra bíða þó enn eftir að sjá það speglast í uppstokkun á stöðnuðu flokkakerfi. Nýliðið ár markar hins vegar lok biðstöðunnar í sam- félaginu. Kreppunni er lokið. Um leið mun draga úr umburðarlyndi gagnvart stefnufælni stjórnvalda. Biðlund kjósenda eftir breytingum á flokkakerfmu er sömuleiðis á þrotum. Aukin bjartsýni með vaxandi góðæri mun kalla á ákvarðanir á ólíkum sviðum. Árið 1998 er því líklegt til að verða árið sem breytingarnar byrjuðu. í aðdraganda kosninga munu forystumenn í stjórnmálum neyðast til að taka til umræðu mál sem þeir hafa hingað til fælst. Skirrist þeir við það munu kjósendur sjálfir setja þau á dagskrá þegar styttist í þingkosningar. Dæmi um mál í biðstöðu eru tengslin við Evrópu- sambandið, innflutningur landbúnaðarvara, alþjóðlegt myntsamstarf, veiðileyfagjald, jöfnun kosningaréttar, stefnan í heilbrigðismálum og menntamálum og uppstokkun í flokkakerfinu. Á þessu ári er líklegt að tvö þessara mála muni einkenna landsmálin. Fyrra málið varðar flokkakerfið. Kjósendur munu krefjast þess að einingum vinstri vængsins verði steypt saman í einn flokk. Víðtæk samvinna þeirra fyrir kosningar til sveitarstjórna í vor boða stærri tíðindi í landsmálunum. Á þessu ári er því líklegt að fyrsta skrefið verði stigið með ákvörðun um sameiginlegt vinstra framboð til næstu þingkosninga. Klukkan glymur þeim sem ekki þora. Hitt málið sem líklegt er að einkenni stjórnmál ársins eru átök um veiðileyfagjald. Ekkert mál hefur skapað eins mikla úlfúð meðal þjóðarinnar og úthlutun ókeypis veiðiheimilda til fámenns hluta þjóðarinnar. Þegar nær dregur kosningum munu því átök um veiðileyfagjald færast nær brennidepli hinna pólitísku átaka. Gjafakvótakerfið felur í sér hróplegt óréttlæti. Það stríðir gegn siðferðisvitund drjúgs meirihluta þjóðar- innar. Engum hefur til þessa tekist að færa rök fyrir kerfi sem gerir örfáa menn að milljarðamæringum á kostnað þjóðarinnar. Það stenst ekki til lengdar. Andstæðingar gjafakvótakerfisins eru í meirihluta meðal þjóðarinnar. Þá er að finna í öllum stjórnmála- flokkum. Meðal þjóðarinnar eru þeir í meirihluta. Andstaðan við gjafakvótann er að aukast og flest bendir til að þingkosningarnar 1999 muni snúast um hann. Góðu heilli er þetta að renna upp fyrir jafnt stjórnmálamönnum sem talsmönnum útgerðarinnar. Meðal merkustu tíðinda 1997 voru yfirlýsingar forsætis- ráðherra og formanns LÍÚ sem opnuðu á gjaldtöku fyrir veiðileyfi. Þeir skilja að kvótakerfið er ekki lífvænlegt án þess. Árið 1998 mun því einkennast af umbrotum á vinstri vængnum og hörðum átökum um mál á borð við veiðileyfagjald. Vaxandi umræða um önnur brýn mál sem varða framtíðina mun ennfremur aukast á árinu. Saga þess verður saga átaka, umbrota og uppstokkunar. Össur Skarphéðinsson Framkvæmum hið ómögulega Eitt regnþungt síódegi, á skipi úr víöförlum draumi, kom sagnaþulurinn Hómer til Reykjavíkur. Hann gekk frá hafnarbakkanum og tók leigubíl sem ók meó hann eftir regngráum götum þar sem dapurleg hús liöu hjá. Viö gatnamót sneri sagnaþulurinn Hómer sér aö bílstjóranum og sagói: „Hvernig er hœgt aö ímynda sér aó hér í þessu regngráa tilbreytingarleysi búi söguþjóö?" „Þaó er einmitt ástceöan, “ svaraöi bílstjórinn, „aldrei langar mann jafn mikiö aö heyra góöa sögu og þegar droparnir lemja rúóurnar. “ Rithöfundur nokkur var á ferö í framandi landi. Hann var spurður af gestgjöfum sínum hvað hann vildi sjá. Höfundurinn nefndi stað, lítið þorp langt í burtu. Þá ráku gestgjafamir upp stór augu og sögðu: „Til hvers viltu fara þang- að? Þar er ekkert að sjá.“ Höfundurinn varð jafn hissa og sagði: „Það er einmitt það sem mig langar til að sjá. Ekkert.“ Það er með svipuðu hugarfari sem við heilsum nýju ári. Þegar flugeldarnir eru slokknaðir og skrautið að hverfa virðist allt fremur dapurlegt. Hversdagslegur gráminn blasir við, janúar með súldarsvip. Þessi hversdagsleiki er engu að síður okkar daglega líf. Auðnin, rigningin og þokan. „Always back to the rain,“ söng Lou Reed. Það er þessi hversdagsleiki sem við reynum að skilja. í honum búa andarnir. Því meir sem listamaður nálgast kjarna veruleikans, því hærra flýgur andinn. Fiskar og fuglar, vængir og sporðar, þar á milli er maðurinn. Hann er alltaf í miðjunni af því að hann býr á hnetti. Allt tal um út- kjálka, heimshorn og jaðarsvæði eru mælikvarðar stjórnmála og viðskipta, en engin landafræði. Við þurfum að huga að hinum andlegu fjársjóðum á hinu nýja ári, ári hafsins. Mér datt þetta í hug þeg- ar ég heyrði ávarp forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann hvatti til þjóöartaks gegn eiturlyfj- um. Ég er viss um að herra Ólafur Ragnar Grfmsson verður tekinn á orðinu og ótal nefndir og ráð munu gefa sig fram og biðja um fjárframlög. Fátt vitnar betur um andleysi og tómleikakennd nútímans en vaxandi ofbeldi og aukin neysla harðra vímuefna. Dekriö við skuggahliðarnar stafar af skorti á birtu. Það er bakkabræðraheimspeki að ætla sér sí- fellt að bera myrkrið inn á meðferðarstofnanir og láta nefndir og stofnanir fóndra við málin einar og sér. Spurningin er, hvemig veitum við æskulýð lands- ins andlega birtu? Hvernig sigrumst við á tómleikan- um? Hvaða lífsspeki miðlum við? Þegar Jónas Hall- grímsson réðst gegn hnignun íslenskr- ar tungu á síðustu öld lét hann sér ekki nægja árásirnar einar heldur bjó til ný orð í anda ljóðrænnar rómantík- ur. Það er þörf á slíkum efnistökum nú. Það er ekki nóg að segja unglingunum bara að stunda íþróttir. Það þarf líka að huga að hinum innri heimi. Kyn- slóðirnar þurfa að miðla menningunni hver til annarrar. Það þarf að opna hugann, virkja stóriðjuna í kollinum, efla smáiðnað andans. Maðurinn skynjar lif sitt sem sögu. Þegar heimurinn verður óskiljanlegur rofhar þessi skynjun. Því hefúr verið haldið fram að söguleysið sé lifsskil- yrði nútímamannsins, skortur hans á yfirsýn. Menningin, til dæmis sagna- list, er leit að innihaldi, barátta gegn hinu sögulega tómi. Málið snýst um vaxtarskilyrði hug- ans. Séu þessi mál sett undir stækkun- argler hagspekinnar, samkvæmt þeirri formúlu nú- tímans að allt þurfí að bera sig, felur sú stefna sem hér er ymprað á mikinn sparnað í útgjöldum. Verum raunsæ og framkvæmum hið ómögulega. Um áramót Einar Már Guðmundsson „Spurningin er, hvernig veitum við æskulýð landsins andlega birtu?“ ritar Einar Már m.a. í áramótahugleiðingu sinni. DV-mynd Pjetur/Oli skoðanir annarra_________________________________________________x>v ' "4? 4? ■ v Hlustum á grasrótina „Við höfum áralanga reynslu af því að þegar : stjórnmálamenn segja já við öllum kröfum endar ; það með þvi að flest fólk snýr sér undan í hryllingi : þegar það fær að lokum reikninginn fyrir öllu því | sem einu sinni var litið á sem hreina gjafapakka. : Við erum sammála Thorbirni Jagland (forsætisráð- | herra Noregs) í öllum höfuðatriðum þegar hann [ segir: „Við verðum að ræða saman á uppbyggilegan | hátt. Við verðum að hlusta á grasrótina en krefjast þess um leið að hún hlusti á okkur“.“ IÚr forystugrein Aftenposten 31. desember. Valdboðsstefna „í Zambíu, einu af fyrstu Afríkulöndunum sem j héldu fjölflokkakosningar snemma á þessum ára- (tug, virðist valdboðsstefna vera að ná yfirhöndinni á ný. Það var sérstaklega óheillaþróun er fyrrum Íforseti landsins, Kenneth Kaunda, maðurinn sem leiddi Zambíu til sjálfstæðis, var handtekinn á jóla- dag. Yfirvöld vonast til að geta tengt Kaunda við misheppnaða valdaránstilraun í október síðastliðn- um þegar hann var ekki í landinu. Vera kann að Kaunda hafi átt einhverja aðild að valdaránstil- rauninni en ekki er hægt að komast að niðurstöðu í því nema með réttlátum réttarhöldum." Úr forystugrein New York Times 29. desember. Síðustu kosningarnar „Forsætisráðherraframbjóðendurnir tveir vita að hver einasti pólítíski sigur eða pólítísku mistök skipta máli nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru til kosninga. Eitt mest spennandi og afgerandi ár stjómmálanna á þessum áratug hefst á morgun. Þingkosningarnar 1998 verða sennilega síðustu kosningarnar á þessari öld. Sá flokksleiðtogi, Nyr- up eða Ellemann, sem fær stjómartaumana á nýju ári getur þar með orðið sá forsætisráðherra sem verður að móta stefnuna þegar gengið er til móts við nýtt árþúsund." Úr forystugrein Aktuelt 31. desember. Í£55*!»-«Sl*í<- < . -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.