Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Síða 44
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 D V 52 mu NY ISLENSK GAMANMYND EFTIR ARA KRISTINSSON Sling l»la<lrv PEm nooRE Jólamyn Síunimjm I elUsl jóil: >yi( Hídley S<oll | (Alitn, }»Ú a»> BlaiU* Uiimu-i I lii'lma aiul jmlA..Á 1 »lúatk SgP !<<ún). ‘••A..AN A<l,.llllmva^ Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.20. vmmomMM r\ ALVÖRUBÍÓ! i * iDolby STAFRÆNT HLJÓDKERFII I |_J Y fiLLUM SOLUM! .O ■ Sýnd kl. 9 og 11. Sími 551 9000 Vörðufélagar fá 25% afslátt af miðaverði. Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30. Georg, vinur apanna Sambíóin frumsýndu á nýársdag Georg of the Jungle, gamansama ævintýramynd sem notið hefur mik- illa vinsælda í Bandaríkjunum á þessu ári. Er myndin gerð eftir teiknimyndaseríu sem fyrst kom fram í sjónvarpinu árið 1967 og gekk i fjögur ár. Með tímanum hef- ur þessi teiknimyndasería öðlast visst fylgi og er oft endursýnd. Hún hefur aftur á móti aldrei verið sýnd hér á landi og því er hinn góðlátlegi klunni Georg nýr í augum kvik- myndahúsagesta. í myndinni tekst George að bjarga hinni fogur borgarsnót Ursulu og er það ást við fyrstu sýn. Ursula fær hann til að flytja til stórborgarinn- ar, þar sem hann unir illa og snýr þvi aftur á heimaslóðir til að bjarga vinum sínum, sem allir eru úr dýra- ríkinu, frá illum örlögum. Ursula fylgir honum og saman sigrast þau á öllum erfiðleikum. í helstu hlutverkum eru Brendan Fraser, Leslie Mann, Thomas Haden Church, Holland Taylor, Richard Roundtree og John Cleese, sem að þessu sinni ljær apa rödd sína, Leikstjóri er Sam Weisman sem lengi hefur starfað innan veggja Disney fyrirtækisins, bæði sem leikstjóri og framleiðandi kvik- mynda og sjónvarps- mynda. Auk fjölda sjónvarpsþátta og mynda leikstýrði hann D2: The Mighty Ducks. Brendan Fraser sem leikur Geor- ge hefur í nokkur ár verið einn þeirra leikara sem spáð er mikl- um frama í Hollywood. Það er fyrst með George of the Jungle sem þessar spár virð- ast ætla að ganga eftir. Fraser ólst upp í Seattle, en var mikið á ferða- Brendan Franes leikur náttúru- barnið George, sem með sanni má segja að sé konungur frum- skógarins. lögum með fjölskyldu sinni. í Seattle gekk hann í leik- listarskóla og flutti að lokinni útskrift til Los Angeles og fékk fljótt hlutverk i kvikmyndum. Fyrsta stóra hlut- verkið var í Dog Fight. í kjölfarið fékk hann aðalhlut- verkið i gaman- myndinni Encino Man og lék síðan þunkarokkara í Airheads. Með fram kvik- myndaleiknum hefur hann leikið í nokkrum sviðsuppfærsl- um í Los Ang- eles og hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn. Ný- legar kvik- myndir Fra- sers eru Mrs. Winterboume, School Ties og Still Breathing. Nýlega hefur hann lokið við að leika í The Father of Frankenstein á móti Ian McKellen og Lynn Redgrave. -HK Ljón eru George lítil fyrir- staða þegar hann er í ham. Velkomin til Sarajevo Woody Harrelson tók sér frí snemma á þessu ári frá stóru Hollywoodmyndunum til að leika í bresku kvikmyndinni Welcome to Sarajevo sem var frumsýnd í síðasta mánuði og fékk góða dóma. Leikur Harrelson amerísk- an sjónvarpsfréttamann sem dvelur í hinni stríðshrjáðu Sara- jevo. Mótleikarar hans eru Steven Dillane, sem leikur breskan sjónvarpsfréttamann sem er sögumaður, og Marisa Tomei sem leikur hjálparstarfs- mann. Leikstjóri er Michael Winterbottom sem síðast leik- stýrði hinni ágætu Jude. Kundun Ekki hefur mikið farið fyrir nýj- ustu kvikmynd Martins Scorsese, Kundum, en hún hefur þegar verið forsýnd í nokkrum kvikmyndahús- um og fengið góðar viðtökur. Þykir hún tilkomumikil og áhrifarík. Sjálfsagt er ástæða þess hversu lítið hefur verið Qallað um myndina sú að I helstu hlutverkum eru óþekkt- ir leikarar sem ekki einu sinni eru amerískir heldur frá Indlandi og Tíbet. Kundum er saga Dalai Lama, allt frá því hann var sex ára og settur sem andlegur leið- togi í Tíbet og þar til hann hverf- ur í útlegð til tndlands. Spike Lee í körfubolta Nýjasta kvikmynd Spikes Lees, He Got Game, verður frumsýnd á næsta ári. Þar tekur Spike Lee til umfjöllunar uppáhaldsíþrótt sína, körfubolta. Fjallar myndin um ungan mann sem þykir mikið efni í körfubolta. Þarf hann að gera upp við sig hvort hann viil halda áfram námi eða taka tilboði um að gerast atvinnumaður í ameríska körfu- boltanum. Aðalhlutverkið leikur Ray Allen, atvinnumaður með Mil- waukee Bucks, og er þetta í fyrsta sinn sem hann leikur í kvikmynd. Mótleikari hans, Denzel Was- hington, er öllu reyndari. Odd Couple II Walter Matthau og Jack Lemmon hafa í gegnum tíðina átt góðar stundir í kvikmyndum og ná þeir einstaklega vel saman. Samleikur þeirra hófst 1968 í gam- anmyndinni The Odd Couple. Þrjá- tíu árum síðar eru þeir félagar aft- ur komnir í spor Felix og Oscars i The Odd Couple n sem nú er verið að gera. Leikstjóri er Howard Deutch sem er ekki alveg ókunnugur Matt- hau og Lemmon því hann stjómaði þeim í Grumpier Old Man.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.