Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 Sigursteinn Másson: Sagði upp sem ritstjóri Heims- myndar - tveir aðrir hættir Sigursteinn Másson hefur sagt upp störfum sem ritstjóri tímaritsins Heimsmyndar. Drífa Þorsteinsdóttir auglýsingastjóri og Oddur Þórisson, aðstoðarritstjóri og aðalstílisti Heims- myndar, hafa einnig hætt störfum hjá Gamla útgáfufélaginu sem gefur tíma- ritið út. „Ég sagði upp störfum sem ritstjóri Heimsmyndar rétt fyrir áramót. Ég vil ekki tjá mig um ástæður uppsagnar- innar. Það er allt óráðið á þessari stundu hvað ég tek mér fyrir hendur," sagði Sigursteinn Másson i samtali við DV í gærkvöld. Sigursteinn sagði að það hefði verið sameiginleg ákvörðun ' *hjá þremenningunum að hætta hjá Heimsmynd. Ástæðan mun vera ósam- komulag um útgáfumál tímaritsins við Þórarin Jón Magnússon, fram- kvæmdastjóra Gamla útgáfufélagsins. „Ég get staðfest að Sigursteinn og Drífa hafa sagt upp störfum en það kemur mér mjög á óvart ef fleiri fara. Ágreiningurinn við Sigurstein var að hann vildi gefa tímaritið út oftar í byrjun en ég taldi ráðlegt,“ sagði Þórarinn Jón við DV aðspurður um málið. -RR Garöabær: Ráðist á fimm- tugan mann Lögreglan í Hafnarfirði rannsak- ar hrottalega árás á fimmtugan mann í Garðabæ á nýársnótt. Árásarmennirnir voru tveir og hefur annar þeirra verið handtek- inn en lögreglan veit deili á hinum. Árásin átti sér stað viö Garðatorg. Fómarlambið nefbrotnaði og hlaut fleiri áverka. -RR * A i Jte k á á * A á * * A * á A A Gleðílegt nýtt ár — joöláum líáíá e 4. A 4 A A á 4 A A 4 A Bílheimar ehf. i AAAAAAAAAAAAAAAAA „Við náðum að nýta þann stutta stíma sem við höfðum til að opna Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Okkar starfsemi mun öll fara hér fram í opnu starfs- umhverfi þar sem sitja munu saman yfirmenn og undirmenn," sagði Bjarni Ármannsson, framkvæmdastjóri bankans, sem tók til starfa 1. janúar. Hér sést hann í móttöku vegna opnunarinnar ásamt Helga S. Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbankans, og Rannveigu Rist, forstjóra ísals. ov-mynd Hiimar Þór Fuglaflensan í Hong Kong: Gæti kallað á bólusetn- ingu fyrir alla íslendinga - segir aöstoðarlandlæknir „Þetta er inflúensa sem getur orð- ið að loftsmiti," segir Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir um fuglaflensuna sem hefur valdið dauða nokkurra manna sem smitast hafa í Hong Kong aö undanfómu af umgengni við kjúklinga. „Búist er við því að fuglaflensan, sem nú smitast við snertingu milli fúgla og manna, geti breyst í loftsmit af sama toga og berst á milii manna. Þá verður væntaniega búið að þróa bóluefni gegn flensunni. Það er spurning hvort ekki ætti að bólu- setja alla íslensku þjóðina eða að minnsta kosti að bjóða öllum upp á bólusetningu vegna þess að þetta yrði breytt inflúensa frá því sem áður var, ef af verður. Inflúensa byrjar oft hinum megin á hnettinum, svolítið breytt frá ári til árs. Hingað til hafa þetta ein- göngu verið smábreytingar á yfrr- borði flensusmitsins á milli ára. Nú gæti þetta hins vegar orðið loftsmit með nýrri yfirborðssamsetningu. Þá er ekki víst hversu margir hafa fyr- ir því mótefni og jafnvel mjög fáir. Breytingar á yfirborðssamsetn- ingu inflúensunar gerist á vissu árabili. Það er enginn sem nákvæm- lega veit hvað veldur. En þegar svo er verður heimurinn eins og óplægður akur fyrir inflúensuna og hún breiðist mjög ört út. 1967 var síðast verulega skæð inflúensa og var hún kölluð Hong Kong-inflúens- an. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur ekki enn varað fólk sérstak- lega við því að ferðast til Hong Kong vegna smithættu af þessari nýju fuglaflensu." Að sögn Matthiasar er fólki með lungnasjúkdóma, veikburða fólki, eldra fólki og fólki með lamað ónæmiskerfi almennt hættara við slæmum afleiðingum af inflú- ensusmiti en öðrum. Þessu fólki hef- ur verið ráðlagt árlega að fara í in- flúensusprautu að hausti en nú er sennilegt að bólusetningin verði mun víðtækari næsta haust. -ST Karl Sigurbjörnsson tók f gær við lyklum að Biskupsstofu af fráfarandi bisk- upi Ólafi Skúlasyni. Hér eru þeir við athöfnina ásamt konum sínum, Ebbu Sigurðardóttur, fráfarandi biskupsfrú, og Kristínu Guðjónsdóttur, eiginkonu Karls. DV-mynd Pjetur Veðriö á sunnudag og mánudag: Slydduél og rigning Á morgun verður norðaustan stinningskaldi en allhvasst eða hvasst á Á mánudag verður norðaustangola eða kaldi en allhvasst á Vestfjörð- Vestfjörðum. Rigning eða slydda um austan- og norðanvert landið en ann- um. Slydduél norðan- og austanlands en smáskúrir suðvestanlands. Hiti 0 ars skúrir. Hiti 0 til 5 stig, hlýjast sunnanlands. til 4 stig. Veðrið í dag er á bls. 53. Upplýsingar frá Veöurstofu íslands Mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.