Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR. 3 JANÚAR 1998 Tríó Reykjavíkur leikur í Hafnar- borg annað kvöld. Fiðluveisla Þriðju tónleikar Tríós Reykja- víkur og Hafnarborgar á þessu starfsári verða á morgun kl. 20 í Hafnarborg. Þessir tónleikar, sem nefndir eru Fiðluveisla, verða með nýstárlegu og óvenjulegu sniði. Nýtt verk eftir Þorkel Sigur- björnsson fyrir fiðlukór, sem hann nefnir Ljósbogar, verður frumflutt. 26 nemendur og fyrr- verandi nemendur Guðnýjar Guð- mundsdóttur munu leika verkið ásamt henni. Þá verður flutt fúga eftir J.S. Bach, hið þekkta verk Edwards Grieg, Holbergssvítan, og lokaverkið á efnisskránni er hið glæsilega verk Felix Mendelsohns, Konsert fyrir fiölu, píanó og strengjasveit, sem hann samdi aðeins fjórtán ára gamall. Einleikarar í því verki eru Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté. Tónleikar Gítartónleikar í dag heldur Kristján Eldjárn gítarleikari tónleika í Seltjarn- arneskirkju. A efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach, Fernando Sor, Leo Brouwer og Enojuhani Rauta- vaara. Kristján lauk burtfarar- prófi í djassgítarleik frá Tónlistar- skóla FÍPI vorið 1995 og burtfarar- prófi í klassískum gítarleik frá Tónskóla Sigursveins vorið 1996. Kristján stundar nú nám við tón- listarháskólann í Turku í Finn- landi. Tónleikamir hefjast kl. 16. Jón Páll á Sóloni Fjórðu tónleikar Jóns Páls Bjamasonar verða á Sóloni ís- landusi annað kvöld. Leikur hann með tríói Ólafs Stephensens. Síð- ustu tónleikar Jóns Páls i þessari tslandsfór hans verða síðan á mánudagskvöld. Jólagleði Stjörnunnar Stjaman í Garðabæ heldur jóla- gleði á morgun í Garðalundi kl. 16.30. Dansað verður kringum jólatré, Hljómsveit Eddu Borg leikur og í lokin verður flugelda- sýning á vegum hjálparsveitar skáta. Kínaklúbbur Unnar Kínakynning verður á sunnu- dag í Reykjahlíð 12 kl. 16. Unnur Guðjónsdóttir mun þá kynna næstu Kínafor sína, 15. maí-5. júní. Sýndar verða litskyggnur úr fyrri ferðum en þessi Kínaferð er sú ellefta í röðinni. Allir em vel- komnir meðan húsrúm leyflr. Samkomur Nýársganga Feröafélag íslands hyggst fagna nýja árinu með léttri göngu kl. 13 á morgun. Veröur gengið frá Ás- fjalli að Hvaleyrarvatni. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6. Einnig stansað við kirkjugarðinn í Hafn- arflrði. Fálag eldri borgara, Kópavogi Dansað verður í Gullsmára 13 í kvöld kl. 20.30. Capri tríóið leikur. Húsið er öllum opið. Naustkjallarinn Hljómsveitin Þotuliðið frá Borg- arnesi skemmtir i Naustkjallaran- um í kvöld. Breiðfirðingafélagið Félagsvist verður spiluð á morgun kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Fyrsti dagur í fjög- urra daga keppni. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. dagsönn « Skúraveður víðast hvar Um 300 km suður af Homafirði er 937 mb lægð sem hreyfist vestnorð- vestur en síðar vestur og grynnist heldur. Vaxandi lægð langt suður í hafi hreyfist noðrnorðaustur í stefnu á Skotland. í dag verður suðaustan- og aust- angola eða kaldi og víða smáskúrir. Hiti yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustangola og smáskúrir í dag. Hiti 1 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.48 Sólarupprás á morgun: 11.15 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.03 Árdegisflóð á morgun: 10.28 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri rigning 2 Akurnes skýjaö 7 Bergsstaöir alskýjaö 1 Bolungarvík skúr 5 Egilsstaðir rigning og súld 5 Keflavíkurflugv. skýjaö 2 Kirkjubkl. skúr á síó. kls. 5 Raufarhöfn rigning 5 Reykjavík skýjaö 1 Stórhöfói úrkoma í grennd 4 Helsinki Kaupmannah. rigning 4 Osló rigning 4 Stokkhólmur 4 Þórshöfn skýjaó 8 Faro/Algarve skýjaó 16 Amsterdam alskýjaó 9 Barcelona skýjað 12 Chicago skýjaö 3 Dublin léttskýjað 7 Frankfurt rigning á síó. kls. 8 Glasgow skýjaó 7 Halifax snjókoma 0 Hamborg rign. á síö.kls. 7 Jan Mayen þokumóöa 2 London rigning 7 Lúxemborg rigning 6 Malaga skýjaö 16 Mallorca skýjaö 14 Montreal -8 Paris skýjaö 9 New York hálfskýjaö 1 Orlando skýjaö 10 Nuuk alskýjaó -7 Róm þrumuveður 11 Vín þoka á síö. kls. 1 Washington skýjaö 0 Winnipeg skýjaö -13 Veðríð í dag Nýársfagnaður kristinna manna Annað kvöld verður haldinn nýársfagnaður kristinna manna á Hótel íslandi. Meðal þeirra sem koma fram eru Kór íslensku óperunnar, Halldór Ólafsson eftirherma, Björgvin Halldórs- son og Guðrún Gunnarsdóttir, sem syngja trúar- leg lög, Ómar Ragnarsson og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Ámi Johnsen. Veislu- stjóri er séra Pálmi Matthíasson. Næturgalinn, Kópavogi í kvöld skemmtir og leikur fyrir dansi Gala- bandið ásamt Önnu Vilhjálms og annað kvöld leikur Hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu og nýju dansana. 8-villt leikur fyrir dansi í Kaffi Reykjavík í kvöld. Skemmtanir 8-villt í Kaffi Reykjavík: Fjórar söngkonur Hljómsveitin 8-villt er nú komin á skrið að nýju eftir að hafa tekið sér smáhvíld eftir anna- samt sumar þar sem ferðast var um landið og leikið á dansleikjum við góðar undirtektir. 8-villt íeikur í Kaffi Reykjavík í kvöld og er það þriðja kvöldið í röð sem hljómsveitin leikur þar. 8-villt er mannmörg hljómsveit. Fyrst ber að telja söng- konumar sem heita Regína Ósk, Bryndís Sunna, Katrín Hildur og Lóa Björk. Strákamir era Ámi Óla, Andri Hrannar, Sveinn og Daði. Myndgátan Skottulæknir Myndgátan hér að ofan lýsir oröasambandi. Skemmtileg lög og smellnir textar einkenna sýninguna. Augun | þín blá Annað kvöld verður sýning á Augun þín blá á stóra sviði Borgarleikhússins. í sýningu þessari rifjar Leikfélag Reykja- víkur upp kynnin við þá bræð- ur Jón Múla og Jónas Áma- syni í skemmtidagskrá sem byggist á lögum og textum úr söng- og gamanleikjum þeirra, meðal annars leikritunum Del- eríum búbónis, Allra meina bót, Járnhausnum og Rjúkandi : ráði. Leikhús !Auk þessa eru flutt nokkur ný lög og textar úr verki sem enn hefur ekki komið á fjalim- ar. Söngvunum tengjast leik- og dansatriði sem einnig eru ættuö úr leikverkum þeirra bræðra. Valinkunnum listamönnum hefur verið falið að flytja dag- skrána: Andreu Gylfadóttur, Bergþóri Pálssyni, Selmu * Bjömsdóttur, Viði Stefánssyni og leikurunum Jóhönnu Jónas, Kjartani Guðjónssyni og Teódóri Júlíussyni. Hljóð- færaleikarar eru Kjartan Valdemarsson, píanó- og harm- óníkuleikari, Matthías Hem- stock trommuleikari, Siguröur Flosason blásturshljóðfæra- leikari og Þórður Högnason kontrabassaleikari. Epli Guðrún H. Bjarnadóttir (Hadda) opnar sýningu sína Epli á Café Karólínu í dag kl. 14. Mun sýningin standa út janúarmánuð. Sýndar verða litlar eplamyndir unnar í akrýl. Hadda nam al- mennan vefnað í Svíþjóð, stund- Sýningar aði nám í listadeild Lýðháskólans í Eskiltunna í Svíþjóð og við Myndlistarskólann á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið einka- sýningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.