Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Qupperneq 42
50 ntyndbönd LAUGARDAGUR. 3. JANÚAR 1998 JÖV boðið að leikstýra fjórðu mynd- inni, sem hann þáði með þökkum, en hins vegar sagði Val Kilmer nei takk og því þurfti að hefja leit að nýjum Batman. Svo fór að Ge- orge Clooney hreppti hlutverkið en þessi stjarna úr Bráðavaktar- sjónvarpsþáttunum er afar „heit“ um þessar mundir, eftir leik í From Dusk till Dawn, One Fine Day og The Peacemaker. Chris O’Donnel, sem margir kannast við úr myndum eins og Scent of a Woman, The Chamber og auðvit- að Batman Forever, endurtekur hlutverk sitt sem Robin. Þá er ný hjálparhella nefnd til sögunnar, Batgirl, en sú persóna leit dagsins ljós árið 1961, þá sem dóttir Batwoman. Síðar meir skaut hún upp kollinum í sjónvarpsþáttun- um og þá sem dóttir lögreglu- stjóra Gotham-borgar. í Batman & Robin fær hún enn nýjan upp- runa og er frænka þjónsins Al- freðs. í hlutverki Batgirl er Alicia Silverstone sem vakti fyrst at- hygli í The Crush en varð að stjörnu með leik sínum í Clueless. Michael Gough hefur leikið þjón- inn Alfreð og Pat Hingle lögreglu- stjórann Gordon í öllum fjórum myndunum en meðal annarra leikara eru John Glover, Elle MacPherson, Vivica A. Fox, Vendela K. Thommessen, Jeep Swenson og Elizabeth Sanders. Litríkir skúrkar Batman-myndirnar hafa alltaf skartað litríkum skúrkum og Bat- man & Robin er engin undantekn- ing. Illu afstyrmin Mr. Freeze og Poison Ivy taka höndum saman um að ógna tilveru Gotham-borg- ar í þetta skiptið. í hlutverki Frosta er ofurhasarstjarnan Arnold Schwarzenegger sem komst á kortið með leik sínum í myndunum um villimanninn Conan og á að baki myndir eins og Twins, Total Recall, Term- inator 2: Judgement Day, Eraser og True Lies. Hann hefur aöeins einu sinni áður leikið illmenni á ferlinum en það var morðóða vél- mennið í Terminator. Það er Uma Thurman sem leikur Brenni- Netlu en hún vakti fyrst athygli í hlutverki ástargyðjunnar Venus- ar í The Adventures of Baron Munchausen og hefur baðað sig í sviðsljósinu síðan hún sló í gegn og var tilnefnd til óskarsverð- launa fyrir leik sinn í Pulp Fict- ion. -PJ UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Batman, eða Leðurblökumaður- inn, eins og nafn hans hljómar nokkuð óþjált á okkar ylhýru tungu, hóf sögu sína árið 1939. Bob Kane og Bill Finger, tveir teikni- myndasöguhöfundar á mála hjá DC Comics, sköpuðu persónuna og hinn unga hjálparmann, Robin, sem fyrst kom til sögunnar i apríl 1940. Þess- ar persónur hafa lifað tæp sextíu ár og gengið i gegnum ýmsar breyting- ar, túlkanir og endurtúlkanir í has- arblöðum og bókum, sjónvarpsþátt- um og myndum. Bob Kane var aðal- höfundur og hugmyndasmiður Bat- man- teiknimyndasagnanna þangað til hann ákvað að draga sig í hlé árið 1966. Batman á tíunda áratugnum Batman fékk enn á sig nýja mynd þegar Tim Burton gerði kvikmyndina Batman árið 1989, með Michael Keaton í aðalhlut- verkinu og Jack Nicholson sem Jókerinn. Velgengni myndarinn- ar kallaði á framhaldsmyndir og 1992 var Batman Returns frum- sýnd. Aftur var Burton í leik- stjórastólnum og Keaton í aðal- hlutverkinu en skúrkarnir voru Dannys DeVitos í hlutverki Mör- gæsarinnar og Michelle Pfeiffer í hlutverki Kattarkonunnar. 1995 var þriðja Batman-myndin svo frumsýnd en þá voru nýir að- ilar við stjórnvölinn. Joel Schumacher, leikstjóri mynda eins og St. Elmo’s Fire, Falling Down, The Client og A Time to Kill, var feng- inn til að gefa myndaflokkn- um léttara yf- irbragð en mörgum hafði þótt sýn Tims Burtons vera heldur of dökk. Um leið var skipt um leikara og Val Batman (George Clooney) fyrir miðri mynd ásamt Batgirl (Alicia Silverstone) og Robin (Chris O’Donell). Kilmer fenginn til að klæðast leð- urblökubúningnum. Þá fékk Robin aftur að vera með og ungi leikarinn Chris O’Donnel var fenginn í hlutverkið. Tommy Lee Jones og Jim Carrey voru fengnir í hlutverk skúrkanna, þeirra Tví- fésa og Gátumannsins. Batman Forever fékk meiri aðsókn opnun- arhelgina en nokkur mynd hafði áður fengið og varð tekjuhæsta mynd ársins. Fjórða myndin Það þurfti því ekki að koma á óvart að Joel Schumacher var Snorri Már Skúlason sjónvarpsmaður Láttar myndir ejgir erfiðan dag An. A vw.rvv^UXw^ ,, --•--•________11 X — Þegar ég horfi á þessar mundir er það þegar ég kem loknum vinnudegi. stæður er óþægilegt mjög þungar myndir og því mér langþægilegast að horfa á létt- ara efni og þá helst gamanmyndir. Mín uppáhaldsmynd í þeirri deild er Clockwise frá 1986. Hún er al- gjör klassík en þar leikur John Cleese skólastjóra sem er yfir- þyrmandi stund- vís. Ég hef reyndar mjög gaman að Cleese og Monty Python genginu yfir höfuð. Síðan hef ég veriö að endumýja kynni min við Chaplin eftir að dóttir mín komst á þann aldur. Ég hef far- ið í gegnum flestar S myndir hans á spólu und- anfarið og hann nær mér alveg jafn vel og henni. Einnig má nefna James Bond sem mikið uppá- hald hjá mér, ég hef horft á flestar þær myndir aftur og aftur. geiranum myndi ég myndina Homo Faber með Shepard frá 1991. Hún var sterk og náði mér alveg kylli- flötum. Sú mynd var um verk- fræðing sem lendir í flugslysi og endurskipuleggur líf sitt upp úr því og kynnist m.a. ungri konu sem hann uppgötvar siðar að er dóttir hans. Þessi mynd er mjög lýsandi fyr- ir minn smekk fyrir myndir sem hægt er að telja sem þyngri mynd- ir.“ -KJA fBORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Umsjónarmaður gagnagrunns Rey k javíkur bo rgar Auglýst er til umsóknar staða umsjónar-manns gagnagrunns Reykavíkurborgar. Hér er um nýtt starf að ræða. Umsjónarmaður mun verða ábyrgur fyrir að safna, samhæfa, greina og túlka upplýsingar sem snerta meðal annars lýðfræði, landnotkun, hagfræði og atvinnumál, markaðsmál og byggingar og gerð kannana um sömu málefni. Gerðar eru kröfur um menntun á einhverju eftirtaldra sviða; hagfræði, landafræði eða skipu- lagsfræði. Tölvuþekking er áskilin. Nauðsynlegt er að umsjónarmaður geti hafið störf hið allra fyrsta. Umsóknum skal skilað til Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, Engjateig 11, 105 Reykjavík, í seinasta lagi 15. janúar 1998 og skal merkja umsóknina ..Gaanaarunnur“. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, sviðsstjóri, Borgarskipulagi Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.