Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Síða 15
DV LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 15 Þegar hallaði í áramótin logaði gatan okkar nánast enda á milli. Sumir granna minna eru miklir sprengjumenn. Hvellirnir og blossamir eru stöðugir. Það er eins og gatan sé í stanslausum sjávarháska. Neyðarblysin loga svo skært að maður sér græna depla lengi á eftir. Hjálparsveitir og íþróttafélög elska þessa menn. Þeir styrkja starfið ótæpilega. Ofurmenni áramótanna Sumir menn eru þessarar gerð- ar. Það má treysta á þá á gamlárs- kvöld. Blossagleði þeirra er þvílík að frést hefur af henni til annarra landa. Þess vegna kemur fólk utan úr heimi til þess að fylgjast með þeim kveðja gamla árið og fagna því nýja. Útlendingarnir fara í rútum á milli borgarhverfa og slá sér á lær yfir ósköpunum. Okkar menn eflast þá heldur. Góðir sprengjumenn hafa verið til svo lengi sem ég man eftir mér. í minni æskugötu hjó slíkur úr- valsmaður. Það brást ekki að á gamlárskvöld heimsótti hann mágur eða bróðir, sömu gerðar. Við strákarnir spáðum ekki sér- staklega i fjölskyldutengsl þessara góðu manna. Hinu mátti treysta að þeir héldu uppi stuðinu. Þegar leið á kvöldið komu þeir út með skotfærin og digra vindla. Senni- lega hafa þeir einnig átt gott í glasi enda fer koníak vel með Ha- vanavindlum. Þá var heldur minna um flugeldana en nú. Mág- amir voru þvi undirstaða fjörs- ins, ljósglæringanna og hvell- anna. Stuðboltar með vindla Þessa tvo menn sé ég enn, sem betur fer, í mörgum mönnum. Þetta eru þéttir stuðboltar og enn með vindla. Þeir hafa geymt í sér bamið eða strákinn öllu heldur. Þótt ég hafi haft gaman af fýr- verkinu sem strákur náði ég aldrei fullkomnun sem sprengju- maður. Því er ég ekki í hópi þess- ara ofurmenna áramótanna. Ég fagna því þó að vita af nokkrum í grenndinni. Þeir tryggja pottþétt gamlárskvöld, hvemig sem viðr- ar. Skotgleðin eykst ár frá ári. í ár var frá því sagt að hundrað tonn fretuðust upp í loftið að þessu sinni, gott ef ekki fyrir 200 millj- ónir króna. Allt til styrktar góðu málefhi að sjálfsögðu. Ekki minn- ist ég þess að sérstaklega hafi ver- ið fjallað um þennan útblástur í Kyoto á dögunum. Svo mikið er víst að reykjarmökkur lá yfir höf- uðborgarsvæðinu öllu á ný- ársnótt. Vindbelgingur datt niður rétt fyrir miðnætti svo menn fengju lengur notið ilmsins. Peyjarnir samir við sig Þótt við strákamir ættum ekki margar rakettur sjálfir i gamla daga brást það ekki að við vorum snemma á ferli á nýársdag. Þá var hægt að safna í poka öllu því dóti sem skotið var upp á gamlárs- kvöld og nýársnótt. Það gladdi mig á nýársdag, þegar eiginkonan fór með mig út til viðrunar, að ekkert hafði breyst í þessum efn- um. Margir pollar voru á ferð og söfnuðu brunnum flugeldum. Sumir voru svo bjartsýnir að þeir reyndu að kveikja í þeim á ný. Það gekk ekki. Þessir pottormar em eins kon- ar svar náttúrunnar við sprengju- mönnunum góðu. Vígvöllurinn var nefnilega svakcdegur eftir þá - flugeldar á víð og dreif, sem og brunnin blys og ljós af öllum gerð- um. Verstar voru rústimar eftir kökurnar. Pabbakökur svokallað- ar, fokdýrar og glæsilegar, eru þeirrar náttúru að dreifast um allt við sprengingu. Þessi sóða- skapur kemur ekki að sök vegna peyjanna. Þeir fara um allt og safna ákaflega. Þegar líður á ný- ársdag er hverfið því eins og ekk- ert hafi í skorist. Allt hreint og fágað. Þegar sprengjumenn vakna eft- ir góða frammistöðu, fýrverk, koníak og vindla, er allt komið í Laugardagspistill Jónas Haraldsson samt horf. Ötulustu kappar í þeim hópi láta sér þó hvergi bregða. í vopnabúri þeirra eru nægar birgðir til þrettándans. Þeirra tími er ekki liðinn. Skotfæraskortur Synir okkar hjóna era upp- komnir og kvöðin því minni um sprengjur en áður. Segja má að á heimilinu sé aðeins yngri dóttir okkar eftir á sprengjualdri. Hún er átta ára og fram til þessa hefur hún verið róleg í þessum efnum, sátt við nokkur stjörnuljós. Hún hefur fremur haldið sig til hlés I hávaðanum og sprengingunum. Því taldi ég mig lausan allra mála fyrir þessi áramót og keypti engar sprengjur. Ég treysti bara á sprengjumennina í minni götu. Það var ekki fyrr en talsvert var liðið á gamlársdag að sú dálitla nefndi sprengjukaup. Kjarkurinn virtist hafa vaxið milli gamlárs- kvölda. Nú voru góð ráð dýr, búið að loka flugeldamörkuðum og hátíð- in að renna í garð. Enn sannaðist þó hið fomkveðna að þegar neyð- in er stærst er hjálpin næst. Afi barnsins kom sem frelsandi engill með sprengjur í poka. Hann kann að hafa grunað að faðir barnsins stæði sig ekki í þessu stykki. Kvöldinu var bjargað. Stelpan kveikti í nokkrum sak- lausum bombum, blysum og stjörnuljósum. Meðan allt var ró- legt í kringum hana undi hún sér vel. Það fór þó svo, þegar djöful- gangurinn magnaðist með stans- lausum hvellum og reyksprengj- um, að hún dró sig í hlé. Þegar maður er bara átta ára er betra að horfa á blossana gegnum glugga. í pokanum frá afa leyndist einnig raketta fyrir pabbann á heimilinu. Hann gat því skotið sinni flaug upp á miðnætti eins og grannarnir. Kínverskir hópar Þótt dregið hafi úr skotgleði sonanna á heimilinu eftir að þeir komust á þrítugsaldur leynist þó enn í þeim neisti. Sá eldri var að vísu í útlöndum en sá yngri læddi frá sér nokkram kínverjum í vel valda hópa. Af einhverjum ástæð- um kann hann vel að meta það fjaörafok, sprikl og skræki sem slíkt veldur. Þótt ég sé ekki mikill sprengjumaður í eðli mínu get ég skilið þetta. Þegar ég var á hans aldri og yngri átti ég gjarnan kín- verja þótt lögbrot væri. Þeir hétu Bandit, ef rétt er munað, og báru nafn með rentu. Ósk um Havanavindil Þótt ég væri fátækur af flugeld- um að þessu sinni kippti strákur- inn sér ekki upp við það. Nokkru eftir að nýja árið var gengið í garð kom hann hins vegar til min og spurði hvort ég væri ekki til í að splæsa á hann eins og einum Ha- vanavindli. Það skal tekið fram að við feðg- ar erum bindindismenn á tóbak. Strákurinn vissi þó að ég átti í skáp kassa með digram Havana- vindlum. Þá fékk ég senda beint frá Kúbu á nýliðnu ári. Þegar ég fékk kassann handlék ég hann varlega. Þótt ég hafi aldrei reykt gerði ég mér grein fyrir því að ég var með dýrgrip í höndunum. Ég lét það því eftir mér, i góöu boöi skömmu eftir að ég fékk vindlakassann, að kveikja mér í einum. Þegar ég var strákur man ég eftir því að heldri menn áttu vindlaskera. Ég á engan slíkan og brá því búrhnífnum á þetta meist- araverk Kastrós. Að því loknu bar ég eld að hinum göfuga vindli og saug að mér reykinn. Mér svelgd- ist á stolti hms kúbverska verka- manns. Reykurinn kom út um nef og munn og ég blánaði og roðnaði. Konan brá við skjótt og sló í bak- ið á mér. Ég náði því andanum og lifði at- höfnina af. Virðulegasti vindill í heimi endaði svo óreyktur í rasl- inu. Ég var því aflögufær þegar strákurinn bað um Havanavindil- inn. I þeim sérstaka anda sem fylgir áramótunum, þegar nánast allt er leyfilegt, sagði ég já. Grænn en ekki rauður Það voru ekki minni serimóní- ur þegar júníorinn kveikti sér í Havanavindlinum en faðir hans. Sívalningurinn fór vel í hendi. Virðuleikinn var nánast eins og í klúhbi enskra yfirstéttarmanna - þar til drengurinn dró aö sér and- ann. Hann skipti litum ekki síður en faðir hans við sömu tilraun. Mun- urinn var bara sá að pabbinn varð rauður og blár en strákurinn grænn. Vafin og sérvalin vindla- blöðin frá Kúbu fengu því sömu meðferð á nýársnótt og fyrr - beint í raslið. Þaö er því ekki fyrirsjáanlegt að frekar gangi á vindlakassann nema við feðgar fáum aðstoð frá alvörumönnum sem gera allt í senn, sprengja, sötra koniak og reykja digra vindla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.