Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1998 Fréttir DV Bensínverö á íslandi: Innkaupsverð og heims- markaðsverð úr takti Innkaupsverð og heimsmarkaðs- verð á bensíni virðist ekki fylgjast að þegar bomar eru saman verslun- arskýrslur Hagstofu og heimsmark- aðsverð á hverjum tíma. Athugun á innflutningi og verð- myndun á bensíni, sem Neytenda- samtökin óskuðu í sumar eftir að Samkeppnisstofnun gerði, lýkur í næsta mánuði að sögn Guðmundar Sigurðssonar, deildarstjóra hjá Samkeppnisstofnun. Fulltrúar Fé- lags ísl. bifreiðaeigenda áttu einnig óformlegan fund með Samkeppnis- stofnun nýlega til að vekja athygli á miklum lækkunum bensíns á Bensínverö á íslandi hefur ekki haldist í hendur viö heimsmarkaösverö. heimsmarkaði án þess að verð þess lækkaði hér á landi í sama mæli. FÍB telur að bensín hefði átt að lækka bæði fyrr og meir í verði en það hefur gert og fylgja þannig lækkun þess á heimsmarkaði. DV hefur borið saman bensíninn- flutning samkvæmt verslunar- skýrslum Hagstofunnar og heims- markaðsverð miðað við mánaðar- meðalgengi dollars. Samkvæmt skýrslunum voru flutt inn tæp 10.420 tonn af bensíni í júlí og verð- ið var 187 dollarar tonnið. Heims- markaðsverðið var þá 189 dollarar. í ágúst sýnast olíufélögin hafa gert enn betri innkaup því að þá er með- alheimsmarkaðsverð 95 oktana bensíns 223 dollarar tonnið en olíu- félögin hafa fengið tonnið á 186 doll- ara. Þessi þróun virðist hafa snúist við i september. Þá verður verðfall á heimsmarkaðnum og bensíntonn- ið ferð í 184 dollara, en olíufélögin hafa greitt 205 fyrir það. í október var heimsmarkaðsverðið að meðal- tali 204 dollarar en fob-verð olíufé- laganna samkvæmt skýrslum Hag- stofunnar 208. í nóvember er fob- verðið 201 dollari en heimsmarkaðs- veröið 194 dollarar. Á meðfylgjandi grafi er heims- markaðsverðið miðað við verð á 95 oktana bensíni. í verslunarskýrsl- um Hagstofunnar er ekki greint á milli 95 og 98 oktana bensíns. Hlut- ur 98 oktana bensíns af heildarsöl- unni er hins vegar mjög litill, eða talsvert innan við 10% og fer minnkandi. -SÁ Isaflöröur: Strætó f árekstri Strætisvagn ók í veg fyrir fólks- bU í mikUli hálku á ísafirði í fyrradag. Ökumaður fólksbUsins hlaut minni háttar meiðsl í árekstrin- um. Ökumaður strætisvagnsins slapp ómeiddur. FólksbUinn er tal- inn ónýtur eftir áreksturinn. -RR Dagfari Blettur á forseta Það er ekkert nýtt að menn eigi í vandræðum með kroppinn á sér. Það er alkunna frá fornu fari. Mun- urinn er bara sá að áður þótti það heldur kostur á körlum að vera kvennamenn eða kvennabósar. Þá þótti ekki tiltökumál þótt klipið væri í stelpu eða jafnvel gengið heldur lengra. Þetta er liðin tíð. Hegðun þessi er skUgreind sem kynferðisleg áreitni og þykir ekki fin. Kvenna- menn og -bósar eru ekki lengur menn með mönnum. Þeir eiga erfitt uppdráttar í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Frægt var til dæmis fyrir jólin er læknir nokkur greindi frá kvennamálum sínum og mikUli náttúru. Hann var út- hrópaður jafnt af starfsfélögum sem almenningi. Bókin sem fór vel af stað í sölu datt út af sölulistum. Þá var henni að sögn skUað um- talsvert eftir jól. Hluti þeirra sem fékk bókina í jólagjöf vildi kvenna- manninn ekki í sitt bókasafn. Svona eru örlögin. Tíðarandinn er annar en áður. Þá gátu karlar átt sér hjákonur í röðum án þess að tiltökumál þætti. Konur í álnum gátu svo sem veitt sér það sama. Þær voru bara heldur færri en karh'emburnar sem leyfðu sér að halda fram hjá, dufla, káfa og klípa. í>rir þessu finna fyrirmenn jafnt og þeir sem lægra standa í samfélagsstiganum. Þessa dagana er harðast sótt að sjálfum Banda- ríkjaforseta. Það er ekki einu sinni vörn að gegna valdamesta embætti veraldarinnar. Það orð hefur lengi farið af Clinton að hann sé maður kvensamur. Áður hefði það engan snert nema frú HiUarý. Nú er öld- in önnur. Kona nokkur, Paula Jo- nes, ber það á forsetann aö hann hafi sýnt sér kynferðislega áreitni. Samkvæmt heimildum dagblaöa ytra á forsetinn, sem þá var ríkis- stjóri Arkansas, að hafa fengið löggu til þess að næla í stelpu. Það var téð Pála. Hún á að hafa kíkt á Clinton á hótelherbergi. Forsetanum og Pálu ber ekki saman um fund þennan. Clinton segir ekkert ósæmilegt hafa gerst en Pála þykist hafa séð ríkisstjór- ann þáverandi beran. Svo langt hefur hún gengið aö hún þykist þekkja sérstaklega leyndarlim for- setans, gott ef þar á ekki að vera fæðingarblettur. Vegna þessa aUs spyr heims- byggðin sig aðeins eins þessa dag- ana: Hefur blettur faUið á forset- ann? Er Bandaríkjaforseti með blett á þessum viökvæma stað lík- amans? Þessu getur í raun enginn svarað og má enginn svara nema HiUarý sjáU. Ólíklegt er samt að hún geri það. Sumt hafa hjón jú að- eins fyrir sig sjálf. Pála lætur sig samt ekki og viU fá afsökunarbeiðni frá forsetanum og 140 miUjónir króna tU viðbótar. Sennilega veitir henni ekki af því hún hefur ráðið fjölda lögmanna sér tU aðstoðar. Lögfræðingar í Bandaríkjunum eru ekki gefnir. Bandaríkjaforseti verður að láta sig hafa það að mæta tU dómara tU yfirheyrslu vegna áburðar Pálu. Við það bætist svo starfskona í sjálfu Hvíta húsinu sem sakar for- setann einnig um kynferðislega áreitni. Þá versnar nú í því. Látum það vera þótt ríkisstjóri sé sakaður um káf og dónaskap. Verra er að vera sakaður um slíkt sem forseti í sjálfum embættisbústaðnum. Ekkert hefur þó frést um það hvort þessi kona á einnig að hafa eygt blett á manndómi valda- mannsins Það er því vissara að sýna sig að- eins beran þar sem það á við. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.