Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1998 9 i>v Útlönd Sænskur rannsóknarblaðamaður í samstarfi við öryggislögreglu: Guillou kjaftaði frá Sænski rannsóknarblaðamaður- inn og rithöfundurinn Jan Guillou, sem árum saman hefur gagnrýnt sænsku leyniþjónustuna og sænsku öryggislögregluna, gaf sjálfur örygg- islögreglunni upplýsingar á árunum 1968 til 1973. Þetta kemur fram í skjölum sem gerð voru opinber síð- astliðinn fóstudag. „Það er vel þekkt að ég gagnrýndi sænsku öryggislögregluna. En hún er lögreglan okkar og það er skylda hennar að vemda okkur. Þar sem njósnarar reyndu að myrða mig var það hentugt að hafa beint númer til öryggislögreglunnar," sagði Guillou við sænska fjölmiðla. ísraeli, sem ekki var sáttur við umfjöllun Guillous um njósnamál í ísrael, hafði sest í bíl hans og miðað á hann byssu. Guillou hringdi í ör- yggislögregluna og sjö mínútum síð- ar hafði ísraelinn verði handtekinn. Á árunum 1968 til 1973 var Guill- ou virkur í Palestínuhreyfingunni í Svíþjóð. Á þessum tíma greindi Guillou sænsku öryggislögreglunni, SÁPO, frá tveimur Svíum sem hann grunaði um að ætla að byggja upp hryðjuverkastarfsemi gyðinga í Sví- þjóð fyrir samtökin Jewish Defence League. Samtímis rannsakaði hann og kom upp um starfsemi leynilegr- ar njósnaþjónustu sænska hersins, Informationsbyrán. Var Guillou dæmdur í eins árs fangelsi fyrir njósnir vegna rannsókna sinna á IB- málinu svokallaða. Við réttarhöldin vegna IB-máls- ins bað hann um að samstarf hans og SÁPO yrði ekki gert opinbert. Hann furðar sig nú á því að skjölin skuli hafa verið gerð opinber. „Þess- ir tveir aðilar sem ég benti á brutu aldrei neitt af sér,“ segir hann og bendir á að erfíðara hafi verið að fá leynd aflétt af ýmsum öðrum skjölum sem mikilvægari séu. Alsírbúar búa sig undir enn meira blóðbað Tvær sprengjur sprungu í Al- sir i gær og urðu sex manns að bana. Önnur sprakk í höfuðborg- inni en hin í nærliggjandi þorpi. Á sama tíma var sendinefnd á vegum Evrópusambandsins að taka saman foggur sínar eftir við- ræður um viö alsírsk stjómvöld. Alsírstjórn hafnaði eina ferðina enn kröfum um að alþjóðleg rannsókn yrði gerð á voðaverk- unum í landinu sem hafa orðið meira ein eitt þúsund manns að fjörtjóni á þremur vikum. Þá höfnuðu Alsiringar einnig mann- úðaraðstoð. Ráðamenn sögðu sendimönnum ESB hins vegar að Evrópuríki þyrftu að ganga milli bols og höfuðs á alsírskum hryðjuverkamönnum sem þar hefðu bækistöðvar sínar. Reuter Havel endur- kjörinn forseti Tékklands Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, leikskáld og leiðtogi flauelsbyltingarinnar sem velti kommúnistum úr valdastólunum árið 1989, var naumlega endur- kjörinn í embætti í gær. Þing- menn þurftu að greiða atkvæði tvisvar áður en niðurstaða fékkst. Níutíu og níu þingmenn neðri deildar af 197 greiddu Havel at- kvæði i síðari umferðinni og 47 af 81 í efri deildinni. Havel var eini frambjóðandinn í síðari um- ferð atkvæðagreiðslunnar. BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Vlltu bæta þjónustuna? SÍMAKJÓNUSTAN Bella eímamær 520 6123 http://www.mmedia.is/sima Einn maöur týndi lífi og á þriðja tug slasaðist þegar sprengja sprakk í strætisvagni í einu úthverfa Algeirsborgar, höf- uðborgar Alsírs, í gær. Sendimenn ESB voru í borginni á sama tíma. Símamynd Reuter Komdu þangað sem andrúms- loftið erblandað lífsgleði, hjartans hlýju, menningarbrag, rómantík og sögu við síkin og núííma og ijöri á ysmiklum verslunarstrætum. Verðfrá Borg sem býður ykkur velkomin með fýrsta flokks gististöðum, góðum veitingastöðum, smitandi ljöri á kránum, góðu mannlííi, litríkri menningarhefð, ágætum verslunum og hagstæðu verðlagi. Verð frá Greiða má alla upphæðina með raðgreiðslum Raðgreiðslur EURO og VISA til 24 mán. Hver greiðsla þó að lágmarki 2.500 kr. 27.870k Veíúr Flugleiða á Intemetinu: www.icelandair.is Netfang fýrir almennar upplýsingar: info@icclandair.is | á maiui í tvíbýli í 3 nætur á Hotel Citadel. á mann í tvíbýli í 3 nætur á Hoiiday Inn Select. FLUGLEIDIR Hafðusambandviðsöluskrifstofurokkar.ferðaskriístofúmareðasmisöludeildFlugleiðaísíma 50 50100 (svarað mánud. - fösmd. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8 -16). Tnnifalió: flug, flugvaliaiskattarpggistmg með moigunverði. Traustur íslenskur ferðafélagi p e gM* o - A áI ..4 --8 ' ■ ■** .3&&i?$SSsS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.