Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 Fréttir Fjölmennur fundur ævareiöra sjómanna 1 Hafnarfírði: Bara eftir að mála okkur svarta - og taka af okkur kosningaréttinn, sagöi einn fundarmanna Óskar Vigfusson, formaður Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar, hélt framsöguræðu á fjölmennum fundi sjómanna á veitingastaönum Kæn- unni í Hafnarfirði í gærdag. Hann sagðist stoltur af því að tekist hefði að loka landinu öllu með verkfalls- aðgerðum. Hann var harðorður þeg- ar kom að afskipt- um ríkisstjómar af sjómannadeil- unni. „Viö þyrftum ekkert á þessum mönnum að halda ef sjómenn og út- gerðarmenn næðu samkomulagi. Það er ríkisvaldið sem son, formaður setur leikreglum- Sjómannafé- ar í þessu þjóðfé- lags Hafnar- iagi. gf leikregl- fjarðar. umar em ósann- gjamar þar sem öðrum aðilanum er gert kleift að níðast á hinum þá kalla ég það ólög. íslensk stjómvöld hafa gefið út leikreglur sem annar aðili þessarar deilu getur ekki sætt sig við og þess vegna stöndum við nú andspænis þriöju löggjöfinni vegna sama máls- ins. Ég set stjóm- arliða og stjómar- andstæðinga á sama helvítis bekkinn," sagði Óskar Hafsteinn Hall- Afnám mann- dórsson. réttinda Mikill urgur var í fundarmönn- um vegna þeirra viðbragða stjóm- valda að vilja setja lög á deilu þeirra við útgerðarmenn. Alþingismenn fengu það óþvegið bæði úr ræðustól sem og utan úr sal. Guðmundur Jónsson fundar- Yfir 100 fundarmenn samþykktu einróma ályktun fundarins þar sem afskipti stjórnvalda af sjómannadeilunni voru fordæmd. DV-myndir Pjetur stjóri las upp ályktun þar sem ger- ræði ríkisstjómarinnar með fram- lagningu fmmvarps til að stöðva deiluna með lagasetningu var for- dæmt. í ályktun- inni segir að verið sé að afnema þau sjálfsögðu mann- réttindi að geta varið kjör sín í frjálsum samning- vun. Þá segir að núverandi ríkis- stjóm falli í þá gryfju að beygja sjómenn undir nauðungarlög sem ekki taki í neinu á þeim vandamálum sem deilan standi um. Yfir 100 manns sem sátu fundinn samþykktu ályktimina einróma. Nokkrir fundarmenn tóku til máls og vora harðorðir. Þorvaldur Svavarsson stýrimaður sagði að réttast væri að sjómenn semdu um fast kaup. „Þeir geta þá haft þetta eins og þeir vilja og við getum hætt aö velta okkur upp úr þessu lengur. Það er búið að gefa þeim auðlindina en við getum sótt til þeirra fjarvistarálag, óþægindauppbót og guð má vita hvað. Eins og staðan er nú á bara eftir að mála okkur svarta og taka af okkur kosningaréttinn," sagði Þorvaldur. Gjafakvóti „Maður getur ekki farið i útgerð án þess að borga einhverjar milljón- ir til einstaklinga sem fengu á sín- um tíma gjafakvóta frá ríkinu. Það er helvíti hart að vera komnir aftur í miðaldafyrirkomulag nú þegar 21. öldin er að ganga í garð. Það má sparka svo oft í hund að hann bíti ffá sér,“ sagði Hafsteinn Halldórs- son háseti. Fleiri fundarmenn tóku í sama streng og fordæmdu afskipti stjóm- valda af deilunni jafnt og það hátta- lag einstakra útgerðarmanna að braska með kvóta á kostnað sjó- manna. -rt Þorvaldur Svavarsson. DV Kristján Þór í efsta sætinu DV, Akureyri: Kristján Þór Júlíusson, fyrr- verandi bæjarstjóri á ísafirði og Dalvík, mun leiða lista Sjálfstæð- isflokksins við bæjarstjómar- kosningamar á Akureyri í vor. Kristján Þór er hugsanlegt bæj- arstjóraefni flokksins en ekki boðinn fram sem slíkur. Þetta var endanlega samþykkt á full- trúaráðsfundi flokksins á Akur- eyri í gærkvöldi. Þar var einnig samþykkt að Valgerður Hrólfsdóttir bæjarfull- trúi skipi 2. sæti listans, Þórar- inn B. Jónsson bæjarfúlltrúi 3. sætið og Sigurður J. Sigurösson bæjarfulltrúi, sem leitt hefúr list- ann undanfarin kjörtímabil, verður í 4. sætinu. í 5. sæti verð- ur Vilborg Gunnarsdóttir, í 6. sæti Þóra Ákadóttir, Steingrím- ur Birgisson í 7. sæti, Páll Tóm- asson í 8. sæti, Guömundur Jó- hannesson í 9. sæti, Sunna Borg í 10. sæti, Jóhanna H. Ragnars- dóttir í 11. sæti og Sveinn H. Jónsson í 12. sæti. Það hefur af mörgrnn veriö túlkað þannig að menn teldu Sig- urð „kominn á tíma“, en Sigurð- ur segir að svo sé ekki. „Það er ekki verið að setja mig upp að vegg og færa mig þannig niöur á listanum. Þetta er gert í fullu samstarfi," sagði Sigurður. -gk Ásgeir oddviti Akureyrariistans DV, Akureyri: Ásgeir Magnússon, forstöðumað- ur skrifstofú atvinnulífsins á Akur- eyri, mun skipa 1. sæti Akureyrar- listans við bæjarstjómarkosning- amar í vor. Það kemur í hlut Al- þýðubandalagsins að skipa í það sæti. Oktavía Jóhannesdóttir ffá Al- þýðuflokki verður í 2. sæti. í 3. sæti verður Þröstur Ásmundsson ffá Al- þýðubandalagi, í 4. sæti Sigrún Stef- ánsdóttir ffá Kvennalista, í 5. sæti Jón Ingi Cesarson frá Alþýðuflokki, í 6. sæti Kristín Sigfúsdóttir frá Al- þýðubandalagi, Kristján Halldórs- son ffá Alþýöuflokki verður í 8. sæti, Bjöm Guðmundsson frá Al- þýðubandalagi í 10. sæti, Hilmir Helgason frá Alþýðubandalagi í 11. sæti og Finnur Birgisson frá Al- þýðuflokki í 12. sæti. -gk Dagfari Norðmenn vilja handritin „heim“ Ekki er að ffændum okkar Norð- mönnum að spyrja. Nú em þeir að æsa sig upp í handritastríð við okkur og Dani. Sú nýríka þjóð vill hrifsa til sín þau íslensku handrit sem enn era í Kaupmannahöfn. Fýsilegast þykir þeim að næla sér í eitt handrita Heimskringlu eftir Snorra Sturluson og það sem eftir er af verkum Sturlu Þóröarsonar, þ.e. Hákonarsögu gamla og Magn- úsar sögu lagabætis. Fátt kemur raunar á óvart í sam- skiptum viö hið meinta norræna stórveldi. Það hefur andskotast í okkur eftir að snjöllum mönnum hérlendis datt í hug að draga fisk úr Smugunni. Þar er alþjóölegt haf- svæði og öllum opið. Norðmenn sætta sig ekki við það enda vilja þeir drottna á norðurslóð. Þá meg- um við ekki fiska við Svalbarða vegna yfirgangs þessarar þjóðar. Lengst hafa þeir gengið í fiskveiði- deilunni þegar þeir skutu gat á ís- lenskan togara um árið og i fyrra þegar þeir drógu aflaskipið Sigurð til hafnar, hundrað mílna. Látum það vera þótt Norðmenn- irnir ólmist svolitiö á hafinu. Þar hitta þeir fyrir þjóð sem er enn þrárri en þeir. Verra er ef þeir reyna að stela frá okkur menning- ararfinum. Alþekkt er að Norð- menn hafa lengi reynt að eigna sér Snorra okkar Sturluson. Þá vantar stórmenni fom til þess að hampa. Hið sama gildir um Leif okkar Eiríksson. Sá íslenski sonur vann það sér til frægðar að finna Vín- land. Norðmenn hafa aldrei getað séö hann og þjóðemi hans í friði. Það á eftir að versna þegar líður að aldamótaárinu. Um leið og menn fagna nýju árþúsundi verður þess minnst að þúsund ár era frá fundi Ameriku. Okkar menn eru þegar farnir að undirbúa húllumhæ vestra vegna þessa. Þar verðum viö að hafa á okkur fúlla gát. Norö- menn reyna án efa að stela því sjói meö þvi að vefja minningu Leifs norska fánanum. Það verður því að bregðast við af fúllri hörku. Leif og Snorra verður að veija. Sama gildir um handritin vænu í Kaupannahöfn. Danir sýndu fádæma stórhug þegar þeir ákváðu að skila okkur handritun- um. Nú snúa íslendingar og Danir bökum saman og gegn menningar- legum yfirgangi olíufurstanna. Norðmennimir era svo ósvífnir í kröfum sínum að þeir biðja Danina að senda sér handritin „heim“. Danskur forstöðumaður Áma- stofnunar í Kaupmannahöfn hefúr réttilega bent á að handritin sem Norömennimir ágimast séu ekki og hafi aldrei verið norsk. Þau hafi aldrei til Noregs komið. Þetta er maður í okkar liði. Við styðjum hann því heilshugcir, sem og góöar hugmyndir hans. Forstöðumaður- inn er nefnilega tilbúinn að splæsa ljósriti á olíugreifana. Lengra geng- ur hann ekki, enda ástæðulaust. Engan eigum við vamarmála- ráðherrann til þess að taka á mál- um sé stríð í uppsiglingu. Þar sem um handritastríð er að ræða verð- ur að dubba menntamálaráðherr- ann upp í hlutverkið. Það ætti ekki að vefjast fyrir Bimi Bjamasyni. Þrái hann eitt ráðherraembætti öðra fremur er það embætti vam- armálaráðherrans. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.