Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Page 24
MIÐVTKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998
*^4 kvikmyndir
Tilnefningar til óskarsverðlaunanna
1997
Besti leikari í aukahlutverki
Robert Forster -
„Jackie Brown“
Anthony Hopkins -
„Amistad"
Greg Kinnear -
„As Good as it Gets“
Burt Reynolds -
„Boogie Nights“
Robin Williams -
„Good Will Hunting"
Besta leikkona í aukahlutverki
Kim Bassinger-
„L.A. Confidential”
Joan Cusack -
„In & Out”
Minnie Driver -
„Good Will Huntlng”
Julianne Moore -
„Boogie Nights”
Gloria Stuart -
„Titanic”
Besta erlenda myndin
„Beyond Silence" - Þýskaland
„Character" - Holland
„Four Days in September" - Brasilía
„Secrets of the Heart" - Spánn
„The Thlef“ - Rússland
Titanic hlaut 14 tiinefningar og er það mesti
fjöidi sem ein kvikmynd hefur fengið í 48 ár.
Næstar komu Good Will Hunting og L.A.
Confidental með 9 tilnefningar hvor.
Besta myndin
„Tltanic“
„L.A. ConfidentiaP'
„As Good as it Gets“
„The Full IVIonty"
„Good Will Huntlng"
Besti leikstjórinn
Peter Cattaneo -
„The Full Monty"
Gus Van Sant -
„Good Will Huntlng"
Curtis Hanson -
„L.A. Confidential"
Atom Egoyan -
„The Sweet Hereafter"
James Cameron -
„Titanic"
Besti leikarinn
Matt Damon -
„Good Will Hunting"
Jack Nicholson -
„As Good as it Gets"
Dustin Hoffman -
„Wag the Dog"
Peter Fonda -
„Ulee’s Gold"
Robert Duval -
„The Apostle"
Besta leikkonan
Kate Winslet -
„Titanic"
Helen Hunt-
„As Good as it Gets“
Judi Dench -
„Mrs. Brown"
Julie Christie -
„Afterglow"
Helena Bonham Carter-
„The Wlngs of the Dove"
Titanic
As Good as it Gets
L.A. Confidential
The Full Monty
Stjörnubíó/Bíóhöllin -
Ég veit hvað þú gerðir
í fyrrasumar:
Sumarsaga
★★★
Handritshöfundurinn Kevin Williamson er hér aftur búinn að hrista
þessa fínu unglingahrollvekju út úr erminni og á víst glás í skúffunni.
Þótt Fyrrasumarið sé ekki eins frábærlega flott og klár og Scream, þá
tekst stráknum bara vel upp í þessari öllu lágværari formúluparódíu.
Á þjóðhátíðardaginn 4. júlí eru tvö pör að fagna menntaskólalokum
niðri á strönd, með tilheyrandi sögum-við-bálkesti og kveðju-kynlífi.
Þegar þau svo blússa heim á flna béemmvafFi ríka stráksins keyra þau
óvart niður mann og eftir dramatískar yfirlýsingar um framtíð í rúst
ákveða þau að losa sig við líkið. En ekki fer allt eins og til var ætlast
og næsta sumar fara undarlegir atburðir að gerast. Aðalhetjan Julie
(Jennifer Love Hewitt) fær bréf; ’I Know What You Did Last Summer’,
og Barry bíleigandi (Ryan Phillipe) er næstum keyrður niður af eigin
bíl. Og þrátt fyrir að atburðir fyrrasumarsins hafi valdið vinslitum, sjá
félagamir fjórir að þau verða að taka höndum saman til að ráða fram-
úr málinu.
Williamson sýnir þekkingu sína á hrollvekjunni með því að láta
söguhetjurnar fjórar segja hryllingssögur við bálköstinn, hryUingssögu
sem síðan gengur aftur í gegnum aUa myndina, og notar þannig formúl-
una á markvissan hátt, bæði til að sýna fram á (póstmóderníska) sjálfs-
meðvitund og til að gefa tóninn fyrir það sem eftir kemur. Á sama hátt
eru vísanirnar í (ó)jafnrétti kynja og stéttamismun bæði markaðar
írónískri sýn á pólitíska rétthugsun og ákveðinni gagnrýni á fordóma.
Eins og í Scream tekst WiUiamson og leikstjóranum Jim GiUespire að
halda hinu hárflna jafnvægi miUi paródíu og hroUvekju og mitt í allri
meðvitundinni er hér á ferðinni mynd sem er alvöru spennandi hroU-
vekja, smart og vel gerð. Og það flaug popp. Það hlýtur að vera þriggja
stjörnu virði.
Leikstjóri: Jim Gillespie. Handrit: Kevin Williamson. Aðalhlutverk: Jenni-
fer Love Hewitt, Sarah Michelle Geller, Ryan Phillipe, Freddie Prinze, Jr„
Anne Hecke. Ulfhildur Dagsdóttir
topp ao
í Bandaríkjunum
- aðsókn dagana 6.-8. febrúar. Tekjur i mllljónum dollara og helldartekjur
Slagsmálastjarna
frá Hong Kong
Titanic er áttundu vikuna í röð mest
sótta kvikmyndin í Bandaríkjunum
og hefur aösóknin aðeins minnk-
að um 11% frá því I stðustu viku.
I dag er Titanic fjórða vinsælasta
kvikmyndin frá upphafi í Bandaiílg-
unum og á möguleika aö ná hærra Blúsbræöur eru aftur komnlr á krelk
þótt varla nái hún þeim 450 millj- 1 Blues Brothers 2000.
ónum dollurum sem Star Wars hefur fengið í aðsóknareyri en þess má geta
aö hluti gróðans á Star Wars kom á síöasta ári þegar hún var endursýnd viö
miklar vinsældir. Tvær nýjar kvikmyndir koma inn í efstu sætin. i ööru sæti
er The Replacement Killers, sakamálamynd þar sem í aðalhlutverki er Chow
Yun- Fat, nýjasti innflutningurinn frá Hong Kong. í fjóröa sæti er svo Blues
Brothers 2000, sem er framhald hinnar klassísku kvikmyndar, Blues Brothers.
Mynd þessi hefur lengi veriö f bígerð en ávallt hefur strandaö á því aö ann-
ar „bræðranna", John Belushi.'er látinn. Dan Aykroyd, hinn helmingurinn,
er til staöar og í staö Belushi er kominn sá ágæti þungavigtarmaður, John
Goodman.
Tekjur Heildartekjur
1.(1W Titanlc 23.027 337.355
2. (-) The Replacement Killers 8.046 8.046
3. (3) Good Will Huntlng 6.828 68.295
4. (-) Blues Brothers 2000 6.129 6.129
5. (2) Great Expectations 5.302 17.111
6. (5) As Good as It Gets 5.029 92.284
7.(4) Spice World 4.010 23.723
8. (7) Wag the Dog 3.372 33.803
9. (6) Desperate Measure 3.004 10.252
10. (8) Deep Rlslng 2.517 8.383
11. (9) Fallen 1.283 23.371
12. (10) Hard Raln 1.211 18.384
13. (12) Tomorrow never Dies 1.054 119.691
14. (13) Mouse Hunt 0.972 57.847
15. (19) The Apostle 0.965 1.953
16. (14) Amistad 0.6958 40.860
17. (11) Half Baked 0.792 16.152
18. (-) Zero Effect 0.450 1.051
19. (16) StarKid 0.449 5.590
20. (17) For Rlcher or Poorer 0.446 30.256
Háskólabíó - That
Old Feeling:
Ástir
fráskil-
inna
foreldra
Ekki þori ég að full- . .
yrða hvort Bette rTrT
Midler hafl allan sinn
leikferil í kvikmyndum leikið
skass, allavega er erfitt að
muna eftir henni i öðruvisi
hlutverki. í That Old Feeling
bætir hún enn einu skassinu
við, leikur miðaldra
Hollywoodstjörnu sem gift er
hjónabandsráðgjafa. Þennan
ráðgjafa hafði hún tekið upp á
arma sína þegar fyrrum eigin-
maður, þekktur rithöfundur,
fór að halda fram hjá henni og
giftist síðan sameiginlegri vin-
konu þeirra. Hjónin fyrrver-
andi hafa ekki talast við í
fjórtán ár og hefur dóttir
þeirra séð um að láta þau ekki
hittast, veit sem er að allt
muni fara í bál og brand.
Dóttirin kemst þó ekki undan
því að bjóða þeim í brúðkaup
sitt þar sem þessi fyrrum hjón
fara að ausa úr skálum reið-
innar yfir hvort annað. Eng-
inn verður því meira undr-
andi en dóttirin þegar hún
kemst að því á brúðkaupsnótt-
unni að foreldrar hennar eru
stungin af og það saman. Til
að bjarga hjónaböndum þehra
og þá ekki síður sínu eigin
hefur hún leit að foreldrum
sinum og fær sér til aðstoöar
ljósmyndara sem hafði sér-
hæft sig í myndum af móður
hennar.
Úr ágætri hugmynd hefur
ekki tekist að gera gott hand-
rit og margt sem fyrh augu
ber er í raun einstaklega hall-
ærislegt. Bette Midler og
Dennis Farina í hlutverkum
foreldranna eiga samt góða
spretti inn á milli enda bæði
miklir fagmenn og er gaman
að sjá hvemig Dennis Farina
er að koma sér út úr hlutverk-
um hörkutóla yfir í gaman-
hlutverk með góðum árangri.
Þá er það ekki síður að þakka
leikstjóranum Carl Reiner að
ekki fer allt úr böndunum,
hann hefur áralanga reynslu í
gerð gamanmynda sem oft em
á mörkum þess að vera farsar,
en yfirleitt hefur hann haft
meira að moða úr.
Leikstjóri: Carl Reiner. Hand-
rit: Leslie Dixon. Kvikmynda-
taka: Steve Mason. Tónlist:
Patrick Williams. Aðalhlut-
verk: Bette Midler, Dennis
Farina, Paula Marshall, Gail
O'Grady og David Rasche.
Hilmar Karlsson