Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Side 13
DV LAUGARDAGUR 21. MARS 1998
13
viðtal
Þessi mynd var tekin við formbreytingu Landsbankans í hlutafélag. Helgi
ásamt Davíð Oddssyni, Finni Ingólfssyni og Kjartani Gunnarssyni, formanni
bankaráðs „gamla bankans".
sem kristinn maður hafa verið mjög
trúaður og mikill tími farið í trúmál.
Hann hefur frá unga aldri verið félagi
í KFUM og lengi verið í Gideonfélag-
inu.
„Áhugamál mitt númer eitt, tvö og
þrjú er að rækta trúna. Að skilja bet-
ur boðskapinn. Kristindómurinn hef-
ur verið mitt leiðarljós. Auðvitað er
einnig mitt áhugamál fjölskylda mín;
konan og bömin, en trúin er nánast
það eina sem ég stunda í frítímanum
- ef pólitikin er kannski undanskilin.
Við hjónin höfum líka gaman af því
að ganga úti í náttúrunni þegar tími
gefst til,“ segir Helgi.
Á hveiju sunnudagskvöldi heim-
sækir Helgi einhvem kristinn söfnuð
ásamt vini sínum, Ómari Kristjáns-
syni, framkvæmdastjóra markaðs-
sviðs Leifsstöðvar, og saman era þeir
í bænahópi ásamt nokkrum öðrum
sem hittast árla á hverjum fóstudags-
morgni. Þá segist hann nýta sér reglu-
lega þær kyrrðarstundir sem margar
kirkjur á höfuðborgarsvæðinu bjóða
upp á í hádeginu á virkum dögum.
Prestur eða predikari?
í fjölskyldu Helga era prestar fjöl-
mennir, m.a. ein systir hans, Sigríður,
sem þjónar á Hvanneyri. Hvort það
hafi aldrei hvarflað að honum að
verða prestur segist Helgi verða að
játa það.
„Ég veit að ég kæmist beint í prests-
nám í Háskólanum, ég hef þannig fer-
iL Ég hef íhugað það alvarlega að fara
út í prestskap, siðast fyrir 5-6 árum,
en fjárhagslega hliðin hefur yfrrleitt
komið í veg fyrir það. Annars getur
vel verið að ég endi einhvem tímann
sem prestur," segir Helgi og eftir smá-
þögn bætir hann við: „eða jafnvel
predikari. Það er ekki útilokað heldur.
Ég hef talað á kristilegum samkomum
og haft gaman af. En ég er ekki beint
tObúinn til þess núna. Ég þarf að
sinna mínum daglegu skyldum."
Trúin er greinilega fyrirferðarmikil
í tómstundum bankaráðsformannsins
en skyldi hann aldrei hafa rennt fyrir
lax? Helgi hlær við þessari lokaspum-
ingu og rifjar upp að fyrir 20 árum
hafl hann og Hjálmar Ámason þing-
maður stofnað, ásamt fleirum, veiðifé-
lagið „Dauða laxinn".
„Af eðlilegum ástæðum var félagið
lagt niður þar sem enginn drapst lax-
inn. Hjáimar heldur þvi fram að einn
lax hafl veiðst og ég hélt að ég hefði
gert það. En hann fullyrðir að hann
hafi húkkað laxinn fyrir mig. Það er
ekkert að marka Hjálmar þegar um er
að ræða lax,“ segir Helgi og glottir.
-bjb
Píanó
Yamaha píanó,
heimsþekkt gæði síðan 1887.
Verð frá 253 ■ OOO ■ “ kr.
Til afgreiðslu strax.
Grensásvegi 8 sími 525 5060
Staðalbúnaður m.a.: fýy
• Vökvastýri
•16 ventla léttmálmsvél
• Upphituð framrúða
• Samlæsing
• Útvarp og segulband
• Upphitaðir og rafknúnir hliðarspeglar
Ford:
Mestseldu bilamiri vestur-Evrópu 1994,1995,
1996 og 1997.
Brimboig-Þórshamar • Tryggvabraut 5 Bilasala Keflavikur
Akurey- • s^mi 462 2700 ReykjanesDa? • s