Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Page 16
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 i6 fyrir 15 árum Tvisvar rekinn út af fyrir kjaftbrúk í blakleik - fáheyrðir atburðir í íþróttinni: Eg fór yfir strikið - viðurkennir Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður, 15 árum síðar! „Sá fátíði atburður gerðist í Haga- skóla í gærkvöld að leikmaður var rekinn út af í blakleik." Þannig hófst lítil frétt á íþrótta- síðum DV þann 17. mars 1983 sem þáverandi blaðamaður DV og nú- verandi fréttamaður Stöðvar 2, Kristján Már Unnarsson, skrifaði um Samúel Örn Erlingsson, þáver- andi leikmann og þjálfara HK í blaki og núverandi íþróttafrétta- mann Sjónvarps. í fréttinni kom jafnframt fram að þetta hefði aðeins verið fjórði brottreksturinn i sögu blaks á Islandi. Samúel var rekinn út af fyrir „að brúka kjaft og vera sífellt með nöld- ur allan leikinn" eins og haft var eft- ir dómara leiksins í frétt Kristjáns. Við heyrðum í köppunum í vik- unni og fengum þá til að rifja þetta upp. Samúel Öm sagðist geta hlegið núna en þegar hann hefði fyrst lesið fréttina á sínum tíma hefði honum ekki verið skemmt. Hugsaði hann Kristjáni Má þegjandi þörfma þar sem hann hefði þá spilað blak með erki- fjendunum í Fram í sama liði og um- ræddur dómari! „Honum hefur áreiðanlega ekki leiðst að skrifa átttw' Samuel Orn Erlingsson og Kristján Már Unnarsson voru samherjar í blaklandsliöinu á sín- um tíma en mótherjar annars. Þeir brugðu á leik fyrir Ijósmyndara DV í vikunni og lyftu upp rauða spjaldinu. DV-mynd Pjetur fréttina. Á þessum tíma fannst mér þetta ekki frétt en í dag er ég á öðru máli. Kristján hafði nef fyrir góðum fréttum og hefur enn.“ Samúel sagðist í dag viðurkenna að hafa farið yfir strikið í þessum leik. Þetta var reyndar ekki í síðasta sinn sem Samúel fékk reisupass- ann í blak- leik. Tveimur eða þremur árum seinna var hann aftur rekinn út af, og enn fyrir kjaftbrúk við dómarann - og enn skrifaði Kristján frétt! Kristján Már sagði fréttimar einfaldlega bera með sér að um fá- heyrða atburði hefði verið að ræða. Engar aðrar hvatir hefðu leg- ið að baki. í blaki, ólíkt öðrum boltaíþróttum, fengju menn tvær áminningar áður en til brottreksturs kæmi, fyrst gula spjaldið, síð- an það rauða og loks bæði í einu. „Ég gætti fyllsta hlutleysis sem blaða- maður. í ljósi þess hversu brottrekstur í blaki er fátíður hefði fréttin átt að vera upp- sláttur íþróttasíðunn- ar. Líklega má Samúel bara þakka mér fyrir að hún fór bara i ein- dálk,“ sagði Kristján Már og glotti en hann lék lengi með Fram í blaki og þeir Samúel voru m.a.s. herbergis- félagar í landsliðsferð til Faereyja á sínum tíma. s - «. i SamúelOm , rekinn af , ' leikvelli . — fjóröi brottreksturínn í I sögu blaks á íslandi , Sá fátíM atburður gerðist í Hagaskóla i gaerkvöldi aft lelkmaðor varrekínn 6t af í biaklcík. GerNat þetta f loka- i hrina leiks HK og Þróttar i undanárslitum bikarkeppnlf \karia. Sá sem varö þessa vafasama beiöars aðnjótandi er ] jSamóel örn Erlingssoa, fþróttaíréttamaöur útvarps og 1 jTímans, en bana er fyríriiöi og þjálfari HK-liðstns og aok| 'þess landsliðsmaöor i WafcL Samód var reklnn af ieík- vdli ^yrír að brúka kjaft og vera sífellt mcð noidur allan £ 'lelfcinn,” efna og dómarínn,Sígurftur Björasson, orftaöi W Það þyklr jafnan fréttiuemt þegar maður er refcínn út af í blafcleik. SUkt gerist aíar sjaldan, sem sést beat á þvi jaö Samnd örn er fjóröi leikmaðurinn sem t*r aö sjá btM ; gnla og ranfta spjaldiö á lofti i ehra f rá því bialdöknn bófst Á Blakleiknnm Lauk annare meö öruggum sígrl Þróttar, Í-9. Hrinnrnar fóru lS-g, 15-2 og 15-7. Þróttnr miettr því ÍS i blkarúrslitaleik naatkomandi aunnudag. —KMU. Úrklippan úr DV 17. mars 1983 þar sem greint er frá brottrekstrinum ó Samúel Erni. Báðir í „öldungablaki" I dag spila þeir „öldungablak" þegar tími gefst til og munu líklega mætast á „öldungamóti“ á Sigluíirði innan skamms. Samúel lék með þremur liðum í blakinu í 1. deild; Laugdælingum, Þrótti og HK, á ár- unum 1978-1996 að undanskildu tímabilinu 1988-1992 að hann tók sér frí. Hann varð 10 sinnum ís- landsmeistari og nokkrum sinnum bikarmeistari. Landsleikirnir urðu hátt í 20. Kristján Már lék með Fram á árunum 1980-1990. Ekki náði hann íslands- né bikarmeistaratitli enda báru Þróttarar ægishjálm yfir önn- ur lið á þessum árum. Best náðu Framarar öðru sæti eftir úrslitaleik við Þróttara. „Við höfum verið betri í öldungablakinu og tökum þá á Sigiufirði," sagði Kristján Már. -bjb METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Patrlcia Cornwell: Hornet's Nest. 2. Helen Fieldlng: Bridget Jone's Diary. 3. John Grlsham: The Partner. 4. Catherine Cookson: Bondage of Love. 5. Mlnette Walters: The Echo. 6. Marlan Keyes: Rachel's Holiday. 7. Louls de Bernleres: Captain Corelli’s Mandolin. 8. Lesley Pearse: Rosie. 9. Gerald Seymour: Killing Ground. 10. Josephine Cox: Miss You Forever. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 2. Frank McCourt: Angela's Ashes. 3. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 4. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 5. Brian J. Robb: The Leonardo DiCaprio Album. 6. Ed Marsh & Douglas Kirkland: James Cameron’s Titanic. 7. Ýmslr: The Little Book of Love. 8. Seymour Hersh: The Dark Side of Camelot. 9. Grlff Rhys Jones: The Nation's Favourite Poems. 10. Walter Lord: A Night to Remember. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Wllllam Boyd: Armadillo. 2. Joanna Trollope: Other People's Children. 3. Cathertne Cookson: The Solace of Sin. 4. Kathy Reichs: Déja Dead. 5. Dorothy L. Sayers/Jill Paton Walsh: Thrones Dominations. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Peter Ackroyd: The Life of Thomas More. 2. Ted Hughes: Birthday Letters. 3. Blll Bryson: A Walk in the Woods .4. Geoff Tiballs: Titanic: The Extraordinary Story. 5. Dlckle Blrd: My Autobiography. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: bókaormurinn Gerpla lettir lundina - segir Guðrún Sederholm, námsráðgjafi í MS „Ég les alltaf aftur og aftur sömu bækurnar ög á mér eina sérstaka uppáhaldsbók, Gerplu. Hún er alltaf skemmtileg og góð til þess að lyfta mér upp úr hvunndeginum þegar ég er þreytt eða illa fyrir kölluð. Bókin kitlar hláturtaugarnar og virkar á mig eins og besta meðferð," segir Guðrún Sederholm, námsráðgjafi í Menntaskólanum við Sund, bóka- ormur vikunnar. Guðrún segist lesa allt eftir Lax- ness þótt bækur eins og Salka Valka og Gerpla séu í uppáhaldi. Hún hefur dálæti á Einari Má Guð- mundssyni og les einnig mikið eft- ir Bjöm Th. Björnsson. „Ég hef gaman af því að lesa verk Böðvars Guðmundssonar og las t.a.m. nýverið Híbýli vindanna og Lífsins tré og hafði mjög gam- an af. Ekki síður hef ég gaman af því að lesa ljóð fóður hans, Guð- mundar Böðvarssonar frá Kirkju- bóli. Bók Silju Aðalsteinsdóttur um Guðmund, Skáldið sem sólin kyssti, er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ seg- ir Guðrún. Bókaormur vikunnar segist gjaman taka sig til og lesa svolitla heimspeki og segir raunar að fólk eigi að gera meira af því að glugga í slíkar bókmenntir, sér til hressingar og sáluhjálp ar. „Að auki finnst mér nauðsynlegt að líta í annað en það sem ég geri almennt. Fyrir jólin tók ég mig til dæmis til og las bók eftir ungan rithöf- und til þess að sjá hvað væri að ger- lega opinskáum kynlífslýsingum þar sem Didda fer svolítið nýja leið til þess að lýsa lífi ungrar stúlku. Það heppnast að mínu mati.“ Aðspurð hvort hún lesi bækur eftir erlenda höfunda segist Guðrún gera það. Hún velji sér þó aðallega sögur þar sem verið sé að lýsa að- stæðum fjölskyldna á ákveðnum stöð- um. Eina bók ast hjá unga fólkinu. Bókin heitir Erta og er eftir Diddu. Þetta er bók með ákaf- haldi nefnir hún, SugcU'street eftir Naguib Mahfouz. Þetta segir hún vera bók frá 1957 þar sem lýst sé lífi egypskrar fjölskyldu. Af öðram er- lendum höfundum nefnir hún Amy Tan, Allende og Marquez sem höf- unda sem hún sæki í. „Hemingway er eitt af þeim skáldum sem ég gríp alltaf í annað slagið. Ég á fyrstu þýðingu Laxness af Vopnin kvödd og finnst gott að lesa hana aftur og aftur. Ég get les- ið sömu bækurnar aftur og aftur ef verkin eru þess eðlis að þau geti gef- ið manni eitthvað í hvert sinn, vel skrifuð og samin þannig að allt gengur upp.“ Guðrún segist lesa margt tengt starfi sínu sem námsráðgjafi og ljóð- in reglulega í bland við annað. Hún segist alltaf vera að lesa og vanda- málið sé að allt sé að fyllast af bókum hjá henni. „Ég er alæta á bækur og les allt nema vísindaskáldsögm'. Þær finnst mér leiðinlegar," seg- ir Guðrún Sederholm og skorar um leið á Auði Guðjónsdóttur, ís- lenskukennara í FB, að vera næsti bókaormur. 1. John Grisham: The Partner. 2. Nicholas Sparks: The Notebook. 3. Robert B. Parker: Small Vices. 4. Patricia Cornwell: Hornet's Nest. 5. Mlchael Connelly: Trunk Music. 6. Alicla Hotfman: Here on Earth. 7. John Case: The Genesis Code. 8. LaVyrle Spencer: Small Town Girl. 9. Danlel Sllva: The Unlikely Spy. 10. Danlelle Steel: The Ranch. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Rlchard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff. 2. Grace Catalano: Leonardo: A Scrap- book in Words & Pictures. 3. Walter Lord: A Night to Remember. 4. Robert Atkln: Dr. Atkins' New Diet Revolution. 5. Grace Catalano: Leonardo DiCaprio: Modern Day Romeo. 6. Frances Mayes: Underthe Tuscan Sun. 7. Ýmslr: Chicken Soup for the Teenage Soul. 8. Rlc Edeiman: The Truth About Money. 9. Walter Urd: The Night Lives On. 10. James McBrlde: The Color of Water. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. John Grlsham: The Street Lawyer. 2. Tony Morrison: Paradise. 3. Charies Frazlen Cold Mountain. 4. Bebe Moore Campbell: Singing in the Comeback Choir. 5. Arthur Golden: Memories of a Geisha. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. James Van Praagh: Talking to Heaven. 2. Sarah Ban Breathnach: Simple Abun- dance. 3. Mltch Albom: Tuesdays with Morrie. 4. Ric Edelman: The New Rules of Money. 5. John Brendt: Midnight in the Garden og Good and Evel. (Byggt á Washington Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.