Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 flagur í lífi Forsýningardagur í lífi Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur í Sumrinu '37: Var í „blakkáti" um kvöldið Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir í hlutverki Sigrúnar í Sumrinu ‘37 á tali við Jón, svila sinn, sem Ari Matthíasson leikur. Eggert Þorleifsson, sem leikur Stefán, eiginmann Sigrúnar, er í bakgrunni. DV-mynd Pjetur Ég vaknaði við miklar fimleika- æfingar sonar míns alltof snemma þennan morgun. Undarleg árátta þetta að þurfa einmitt að sýna mér nýjustu kollhnísana meðan það er ennþá nótt. Uppi í rúmi foreldr- anna. Eftir nokkur flikkflökk játar maður sig sigraðan og bröltir fram í seríosið og morgunútvarpið. Uppáhellingurinn sterkari þennan morgun en aðra, finnst mér ekki veita af því, þarf að vakna meira og betur en venjulega því þessi dagur er jú aðeins frábrugðinn öðrum. Maðurinn spyr hvort ég ætli í alvöru að drekka þetta, og ég svara með því að renna ljúflega af mikilli þrjósku stórum sopa eins langt niður og hægt er. Brosi svo þessu fallega nývaknaða brúntón- aða kaffibrosi til hans. Hann drífur sig í vinnuna. Man eftir lykkjufaili Við erum eftir, mæðginin, nöldr- um þetta hvort utan í öðru, ég geri lista yfir það sem þarf að gera fyr- ir kvöldið, reyni að gleyma mér yfir Mogganum, skýst í símann, tékka á barnapíunni, hvort ekki er allt á hreinu, man allt í einu eftir lykjufalli. Bæti sokkabuxum á list- ann fyrir kvöldið, tveim pörum, lykkjufall generalprufunnar veld- ur enn sársauka einhvers staðar í kringum hjarta- og hégómataug- ina. Upp úr hádegi er strákurinn búinn að fá leið á mér, fer á leik- skólann og ég fer yfir handritið í síðasta sinn fyrir aðalæfinguna á Sumrinu ’37 eftir Jökul Jakobsson, lagfæri það sem þarf og fer í hug- anum yfir það sem ég ætla að gera í kvöld. Síminn ónáðar dramatísk- ar vangaveltur, vinir og vanda- menn óska góðs gengis, kveikja á kerti og eru hjá mér í huganum. Foxtrottspor með Pátri Það styttist i kvöldið, mæti hálfsex, fer yfir nokkur foxtrott- spor með Pétri Einars og svo taka sminkurnar við mér og gera kraftaverk. Taugarnar eru orðnar svo spenntar að frá átta til hálfell- efu er ég í „blakkáti”. Man lítið eða ekkert eftir mér. Annars voða þægilegur varnarmekanismi þetta með blakkátið því nú get ég farið cdsæl að sofa i kvöld sannfærð um að þetta hafi eftir allt verið tær snilld." ifimm breytingar Finnur þú fimm breytingar? 455 Nafn: Heimili: 4651 'm Om Om Vinningshafar fyrir getraun nr. 453 eru: 1. verölaun: Selma Björg Bjarnadóttir, Aðalstræti 2, 600 Akureyri. 2. verölaun: Rúnar Jón Hermannsson, Sundstræti 27. 400 ísafirði. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja viö þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsvekjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 455 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.