Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Side 32
32 ffeelgarviðtalið LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 „Photo: Anna Palma“. Á þessi fáu og smáu orð rakst kunn- ingi okkar nýlega er hann var að fletta hinu heimskunna tímariti Newsweek. Eitthvað fannst okkur við kannast við nafnið. Og þarna var ekki verið að merkja neina smámynd í þessu víðlesna tímariti heldur sjálfa forsíðuna. Jú, við komumst að því að þarna væri á ferðinni Ijósmyndarinn Anna T. Pálmadóttir sem undanfarin ár hefur starfað í New York. Á sínum tíma starfaði hún á Ijósmyndadeild DV og því var okkur málið svolítið skylt. En það er langur og torsóttur vegur frá myrkrakompu dagsblaðs á íslandi á forsiður tíma- rita á borð við Newsweek. Til að forvitnast um hvernig hún fór þessa leið slógum við á þráðinn til Önnu einn morguninn. Sólin var þá komin upp á Manhattan og þegar Ánna fékk að heyra frosttölurnar heima á íslandi fór um hana hrollur. myndamöppu sem ég fór meö til hinna ýmsu tímarita. Fljótlega fékk ég vinnu fyrir eitt barnatímarit, sem mér fannst reyndar þá ekkert rosa- lega spennandi. En síðan kom þetta eitt af öðru. Myndir mínar fóru að spyrjast út og verkefnunum fjölg- aði.“ Það skemmtilegasta við ljósmynd- unina sagði Anna vera hvað verkefn- in væru fjölbreytt. Hún væri að mynda börn fyrir barnatímarit, tískumyndir af jafnt börnum sem fullorðnum og portrait-myndir fyrir hin ýmsu tímarit. „Ég veit í rauninni lítið hvað ger- ist næstu tvær vikumar. Það eina sem ég veit er að verkefnin eru ávallt Fyrst vildum við vita hvenær hún fór til New York og af hverju. „Ég kom hingað fyrir sjö árum til að læra ljósmyndun við skóla sem nefnist School of Visual Arts. Ég hafði ekki einsett mér að læra ljós- myndun heldur langaði mig fyrst og fremst að búa í New York. Ég hafði oft komið hingað þar sem ég á skyld- menni hér og þegar ég vann sem flugfreyja flaug ég oft hingað en stoppaði auðvitað stutt hverju sinni,“ sagði Anna í upphafi spjalls okkar. Áhuginn kviknaði á DV Hún sagði skólann hafa verið mjög góðan, umhverfið afslappað og allt annað en t.d. í MR, þaðan sem hún útskrifaðist með hvíta kollinn, eða í Háskólanum þar sem hún nam ís- lensku og fjölmiðlafræði. „Ég hélt reyndar að ég hefði meiri áhuga á að skrifa en að taka myndir. Síðan kviknaði ljósmyndaáhuginn fyrir alvöru þegar ég vann á DV fyrsta árið mitt eftir stúdentspróf. Ég var aðallega i myrkraherberginu, var kennt að stækka og fékk síðan leið- sögn í að taka myndir. Þetta kom smám saman," sagði Anna þegar hún rifjaði upp upphaf ljósmyndaferilsins. Forsíður og fræga fólkið Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér hefur Anna tekið sér ýmis- legt fyrir hendur á ljósmyndasvið- inu. Myndir hennar hafa prýtt for- síður tímarita eins og Newsweek, Baby Talk, Parenting, Baby-Vouge, Mademoiselle, Glamour og 17. Hún hefur myndað poppstjömurnar Dav- id Bowie og David Byme fyrir Mogg- ann, leikkonumar Miu Farrow fyrir Newsweek og Jennifer Tilly fyrir Avenue. „Síðan er ég nýlega byrjuð á aug- lýsingaljósmyndun. Það er eilítið stærra skref að stiga og um leið eru meiri peningar í húfi,“ sagði Anna og þá lá beint við að spyrja næst hvort maður gæti orðið rikur sem ljósmyndari í Bandaríkjunum. Hún sagði engan vafa leika á þvi. Tæki- færin væru óteljandi, þetta væri fyrst og fremst spurning um að hafa góðan umboðsmann. Væri hún sinn eigin umboðsmaður væri lítið upp úr krafsinu að hafa. Hún hefur því um- boðsmann á sínum snærum sem sér um að útvega henni verkefni. Og hún hefur ekki þurft að kvarta und- an verkefnaskorti að undanfornu, eins og fram hefur komið. Ekkert er öruggt „Annars er ekkert öruggt í þessum heimi. Sú trygging sem ég hef er að hafa nokkra viðskiptavini reglulega, eins og til dæmis þessi tímarit sem Anna hefur tekið margar myndir af börnum. Hér er ein sem hún tók fyrir tíma- ritið Seventeen. fjölbreytileg," sagði Anna sem alla tíð hefur starfað sjálfstætt. Hún próf- aði um tíma að aðstoða annan og sér reyndari Ijósmyndara en fannst lítið varið í það. Hún vildi gera þetta sjáif. „Hér er markaðurinn svo stór og möguleikamir endalausir. Ef þú hef- ur trú á sjálfum þér þá geturðu kom- ist í alls konar vinnu og haldið þér uppi.“ Eftir að nærri fjögurra ára námi í skólanum í New York lauk sagðist hún hafa séð fljótlega að ljósmyndun gæti geflð eitthvað af sér. Hún nam einnig listasögu og meðfram náminu starfaði hún á veitingahúsi. Kom eitt af öðru „Ég var búin að setja saman ljós- Leikkonan Jennifer Tilly hefur setið fyrir hjá Önnu. Þessa mynd tók hún fyrir tímaritið Avenue. Margir muna eflaust eftir leikkon- unni úr myndinni Liar, Liar með Jim Carrey. Dr.Searson TsiUTflíiG Yl mmm wMUJfiy AftertheBirth , o( Septuplets in America, a 1 Xfiate Aixxit lærtilily Dru@>® , Hér getur að Ifta þrjár af þeim fjölmörgu tímaritaforsíðum sem myndir Önnu h auðvitað þekktasta tímaritið, eitt hið víðlesnasta í heimi. Frægasta fyrirsæta Onnu er án efa leikkonan góðkunna, Mia Farrow. Hér er eii tímaritið Newsweek. koma út mánaðarlega. Þannig hefur mér tekist að skapa ákveðna festu. Einn hængur getur verið á því að starfa sjálfstætt. Það getur verið erfltt að fara mikið í burtu. Ef þú ferð til dæmis til annarra landa í þrjár vikur hafa tíu manns reynt að ráða þig í vinnu í millitíðinni. Það er ekki öruggt að þeir hringi aftur því nóg er af ljósmyndurum í boði.“ Það gefur augaleið að þegar ljós- myndara tekst að fá mynd á forsíðu tímarita eins og Newsweek þá berst hróður hans víða. Anna sagði þetta vitanlega hafa hjálpað sér við að fá góð verkefni. Að minnsta kosti auð- veldi þetta vinnu umboðsmannsins. Hvemig skyldi svo vera að mynda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.