Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 #dfa/ 45' Böðvar Guðmundsson fékk íslensku bókmenntaverðlaunin 1997 fyrir Lífsins tré sem kom út 1996. Rithöfundurinn hefur mikinn áhuga á sögu þeirra íslendinga sem sigldu vestur um haf skömmu fyrir síöustu aldamót og eru Lífsins tré og Híbýli vindanna báðar byggðar á sögu þessa fólks. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti honum verðlaunin. Reykjavík, Þjóðskjalasafninu og á héraðsskjalasöfnum um land allt. Hann segir héraðsskjalasöfnin afar merkar stofnanir þar sem veitt sé góð þjónusta. Þar vinni elskulegt fólk og ef hann einhvem tíma komi frá sér þokkalegu safni eigi það fólk ekki lítinn þátt í því. Aðspurður hvort hann telji ein- staklinga eiga bréf sem þeir viti ekki hvað gera skuli við segir hann það vissulega geta verið. Hann hafi þó kynnt vinnu sína í blöðum og út- varpi og í kjölfar þess hafi fólk haft samband við hann. Mjög merkileg bréf hafi borist honum úr einka- söfnum. „Ég get ekki annað en hvatt fólk til þess að setja slík bréf á skjala- söfnin. Þetta getur verið svolítið viðkvæmt. Bréf geta átt ákveðna friðhelgi og því getur verið erfitt að meta hversu langt þarf að vera liðið frá þvi að bréfritari lést og þar til bréf hans er birt opinberlega." 2-3 þúsund blaðsíður Efasemdarhlið undirritaðs leyfir sér að spyrja rithöfundinn hvort ekki sé ástæðulaust að vera að eyða tima sínum í þessi gömlu bréf en Böðvar segir útgáfu þessara bréfa eitt af því sem þurfi nauðsynlega að gera. Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafi öll átt stóran hóp út- flytjenda og þær þjóðir eigi öll veg- leg bréfasöfn. „Þetta er svo mikilvæg söguleg heimild og alls ekki bara saga þeirra sem fluttu. Þarna kemur fram almenn landssaga íslands, sár saga á köflum því tímabilið var mjög sársaukafullt, ekki síst í ljósi þjóðernishyggjunnar. Sumum hefur eflaust fundist þetta „liðhlaup" vera vopn í hendur þeirra stjórnmálaafla í Danmörku sem ekki studdu sjálf- stæðisbaráttu landans." Böðvar segist vera kominn með efni upp á tvö til þrjú þúsund prent- aðar blaðsíður. Hann er að gera úr- Böðvar Guðmundsson segist telja aö íslendingar hafi mikinn áhuga fyrir vesturförunum. Það sýni m.a. góðar viðtökur Nýja íslands, bókar Guöjóns Arngrímssonar, sem kom út fyrir síðustu jóli. Þaðan eru Ijósmyndirnar af íslendingum í vesturheimi fengnar. Hér sjást íslenskar landnámskonur á mynd úr Skjalasafni Manitobafylkis. Fyrir miðri mynd má þekkja prestfrúna Láru Guðjohnsen og lengst til vinstri í efri röð er Guðrún Briem frá Grund við ‘ íslendingafljót. Myndin er tekin 1891 á Ijósmyndastofunni „Baldwin & Blondal" í Winnipeg. Það er enginn kotungsbragur á þessum konum, eins og segir í myndatexta í Nýja-íslandi. val úr því, afrita bréfrn og sam- ræma stafsetningu og stíl eftir megni. Hann segist líklega vera bú- inn með um fimmtung þess sem hann hefur safnað og að næsta stig sé að semja orðskýringar og gera æviferilskrá bréfritara, viðtakenda, þeirra sem talað er um o.s.frv. Hvergi á byggðu bóli „Áhugi íslendinga á mann- og ættfræði er mjög sérstakur og því eigum við ómetanlegar heimildir um ættir svo margra. Síðan er það svo skemmtilegt að ef ekki eru til skráðar heimildir er aldrei að vita nema maður hitti einhvern karl eða einhverju kerlingu sem man eitt- hvaö og veit eitthvað um það fólk sem leitað er að. Þetta held ég að þekkist hvergi annars staðar á byggðu bóli.“ Rithöfundurinn Böðvar Guð- mundsson segir þetta vissulega vera ólíkt því sem hann hafl hingað til verið að fást við. Hann segir til- breytinguna af hinu góða en segist þó ekki vera hættur að hugsa um skáldverkin. „Ég get ekki unnið að mörgum verkefnum í einu. Að ári vonast ég til þess að eftir ár verði ég kominn með nægilega mikið efni til þess að geta farið að gera endanleg drög að verkinu. Ef mér vinnst vel skal vera^ komin út myndarleg bók eftir tvö til þrjú ár,“ segir Böðvar Guðmunds- son. -sv Þetta er hluti bréfs í eigu Hérðasskjalasafnsins á Skógum. Þórður Tómasson safnstjóri sendi Böðvari ljósrit af því. Það er afrit af nú glötuðu frumriti en það var einmitt algengt, einkum með elstu Ameríkubréfin, að þau voru afrituð og gengu milli vina og ætt- ingja. Dæmi eru jafnvel um að þau hafi verið send miUi bæja sem eins konar frétta- bréf. Bréfritari að mati Þórðar Tómassonar er Bald- vin Helgason frá Gröf í Húnavatnssýslu. Cardwell Muskoka Ontario Canada 5. janúar 1874 Kœri gódkunningi. Það vœri nú rangt af mér aó draga það lengur að rita einhverjum nokkrar línur héðan úr hinni nýju heims- álfu, þó ekki vœri nema til þess að láta ykkur vita aö ég sé ennþá ofan jarðar. Já, ég er það og allir mínir sem ég fór með að heiman í sumar og þar á meðal karlmaður sem okkur fœddist 8. desem- ber og er nefndur Óli Pétur til að minna mig á tvo menn, séra Thorberg og Pétur sáluga á Svertingjastöðum, er höfðu fyrrum sýnt mér vinsamlegustu um- hyggju í bágum kringumstœðum. Vió lifum hér öll glöðu og rólegu lífi nú (Lof sé Guói). Ég hefnú svo margt til að rugla um að ég er hreint í vandrœðum með að velja úr því þaö sem þér kynni þykja mest gaman að. Hvað ferð okkar snertir hingaö til Ameríku í sum- ar, þá lœt ég nœgja að geta þess í fáum orö- um, aö ferðin gekk farsœllega frá því loksins við komumst á stað frá Akureyri 4. ágúst, bókinni Nýja Island segir að oft hafi karlarnir farið fyrst. Þeir fundu bújörð á sléttunni og komu upp húsaskjóli og hófu jafnvel einhverja ræktun áöur en konur og börn komu á vettvang. Hér hafa nokkrir bændur sameinast um tjald og búnað. Á myndinni sjást vel eldstórnar sem gegndu miklu hlutverki í heimilishaldi í vestrinu, einfaldir kolakassar úr járni með tveimur opum til að elda á og strompi. Mennir eru að sinna morgunverkunum - sá lengst til hægri virðist vera aö hella úr kaffikönnunni, sá næsti virðist vera að raka sig, sá í miöiö að strjúka af diski og hinir tveir eitthvaö að sýsla við eldamennsku. Myndin er tekin á Nýja-íslandi en enginn veit hvenær. því ég lofaði lœknir Skaptason að skrifa honum ferðasögu mína og það œtla ég að reyna að enda, þó síðar veröi. Ég held ég œtti því helst að rita eitthvað um amerík- anska lífið hér og sjálfs míns kringumstœö- ur. Ég er nú enn ekki kominn í Bandarikin, ég settist hér aó í Canada. Það kom fyrir þegar á Akureyri eftir áeggjan Lambertsens að við ákvöróuöum okkur hingað. Það spar- aói talsverða peninga og ýms hlynnindi sem stjórnin hér veitir. Við nefnilega fengum frí- an flutning hingað frá Quebec, fritt fœði og húsnœði í 12 daga sem dvaliö var í Toronto og svo frítt fceöi þegar hingað kom til Rosse- au í 3 daga og frítt húsnœði svo lengi sem maður ekki hefur getað sjálfur séð sérfyrir því, og þannig hafa margir landar þar hús- nœði enn og yfir veturinn. Hér að auki fœr hver sem er 14 ára 6 dollara þóknun (Sem að sönnu er kölluð náðargjöf) og hálfu minna yngri en 14 ára. Þetta eftir að hafa dvalið hér 3 mánuöi. En ef menn fara héðan úr fylkinu Ontario innan þessara þriggja mán- aða, þá verða menn aö borga allt til baka sem þá er búiö aö veita. Hér aó auki eru mennfœddir stundum í mánuð og sumum hjálpað til að byggja hús sitt, ef að menn vegna fátœktar eða heilsubrest nauðsyn- lega þarfnast þess. Hér fœr hver sem vill taka land, 200 ekrur gefins giftir, en ógift- tar persónur, jafnt konur sem karlar, 100 ekrur ef það er 18 ára gamalt. Þetta sýnir að stjórninni er annt um að byggðin auk- ist og annt gjörir hún sér um aö semfyrst komist vegir á og má oss íslendingum finn- ast að hún leggi þar til mikið.fyrir því það var sem annað lagt á vort aflvana bak, bœndanna á Fróni, efég rétt man. Það eru nú sem nœrri má geta að ég er ennþá óreyndur og því sem unglingur, bœði í bú- skapargreinum hér og þeim lögum sem hér eru í landi, enn verö þó aö geta að nokkru hvorutveggja. Eftir því sem ég hygg þaö vera, hvað landslögin snertir, þá sér mað- ur það þegar, að stjórnin gjörir sér mikiö far um að auka, en ekki vana, alla velmeg- un bændanna, og mun vera alveg eins frjáls eins og í Bandaríkjunum. Og fljótt sér maður umhyggju og lag á allri reglu- semi. Stjórnsemi sýnist mér aó muni vera lífið og sálin í allri velmegun þjóöarinnar, -þar sem finnst nú sannar og glöggvar en nokkru sinni áóur meðan ég var heima að stjórnleysiö og kúgunin á íslandi sé þar rotnunin ásamt ófrjósemi og óblíöu náttúr- unnar. Hvað nú búskapinn snertir hér og sem ég veit meira vert að tala um, heldur en daglaunavinnu , þá get ég ennþá, þó ég aö vísu sé orðinn bóndi hér, aðeins sagt þetta, aö öllum þeim bændum sem viö höfum getaö haft hér kynni af líöur vissulega held- ur vel, er þó byggöin hér nálœgt mjög ung. Fœstir hafa búiö hér yfir 6 ár og engin út- gjöld hefur bóndinn hér fyrstu 9 árin. En úr því er þaö aöeins lítið sem hann skal gjalda og sem gengur einungis til vegagjöröar í sveit hans. En um þetta vona ég að geta skrifaðykkur betur aö ári liönu, efég þá lifl. «
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.