Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Síða 40
'imm 4 48 LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 DV Keiluíþróttin á sár ekki ianga sögu hér á landi: * > ur snúið. Eg var búin að fá bakter- íuna eins og svo margir aðrir. Sumir segja að þetta sé eins og hver önnur fikn, maður ánetj- ast keilunni. En það er auðvit- að fyrst og fremst félagsskapur- inn sem maður sækir í og spennan sem fylgir hverri keppni," seg- ir Ragna. „Liðs- menn í Aft- urgöngunum eru auk mín Heiðrún Þor- björnsdóttir, Jóna Gunnars- dóttir, Ágústa Þor- steinsdótt- ir og Ragnheið- ur Þorgils- dóttir. Við erum mjög sam- heldinn hópur. Fyrir utan keiluíþróttina sjálfa förum við oft út að borða saman eða hittumst heima hjá einhverri okkar. Einnig höfum við ferðast töluvert saman, farið á mót er- lendis, bæði á vegum landsliðsins og líka á eigin vegum, til dæmis til Englands og Möltu. Keilan er upplögð íþrótt fyrir alla. Hún er til dæmis tilvalin fyrir vinnufélaga sem vilja gera eitthvað skemmtilegt fyrir utan vinnuna og einnig er tilvalið fyrir fjölskylduna að spila saman. Einn stærsti kostur- inn við keiluna sem íþrótt er að hana er hægt að stunda mestalla lífsleiðina. Við stelpumar í Aftur- göngunum erum á öllum aldri, sú yngsta er 28 ára og sú elsta 55 ára. Hins vegar er áberandi að karlar eru mun fleiri en konur í keilu, enda keppt í fjórum karladeildum en aðeins einni kvennadeild. Við skorum hér með á konur á öllum aldri að drífa sig af stað í keilu og sann- reyna hvað þetta er skemmtileg íþrótt. Það er verst hve margir vita ekk- ert eða lítið um þessa íþrótt. Þar er sennilega um að kenna að erfiðlega gengur að fá umljöllun um hana í fjölmiðlum. Keila er mjög ung keppnisíþrótt sem hefur verið að byggjast upp á síðustu árum og von- andi stendur þetta til bóta með sí- vaxandi áhuga almennings. Tilsögn í keilu var mjög takmörk- uð á þeim árum þegar ég var að byrja. Fólk reyndi að hjálpa hvað öðru án þess að hafa mikla þekk- ingu aðra en eigin reynslu. í dag hefur þetta breyst mikið. Eftir að Keilufélag Reykjavíkur, sem er elsta keilufélagið, var stofnað árið 1985 var lögð meiri áhersla á að fá þjálf- ara erlendis frá. Einnig var ung- lingastarfið eflt mjög þó að það hafi farið rólega af stað. Það sem aðal- lega háir unglingastarfinu i dag er aðstöðuleysi. Félagið þyrfti helst að reka eigin keilusal ef vel ætti að vera.“ Á íslandi eru nú 4 salir þar sem hægt er að spila keilu. Tveir þeirra eru í Reykjavík, Keilusalurinn á Öskjuhlíð og Keilusalurinn í Mjódd. Einn keilusalur er í Reykjanesbæ (Keflavík) og sá fjórði á svæði varn- arliðsmanna við Keflavíkurflugvöll. Iðkendurnir hafa því fram að þessu mestmegnis verið bundnir við þau svæði. Þó er eitt keilufélag á Akra- nesi en á landinu eru starfrækt 11 keilufélög. Keilusamband íslands var stofnað 29. júní árið 1992. Mót erlendis „Við reynum að æfa reglulega eins og kostur er. Æfingar hjá okk- ur í Afturgöngunum eru einu sinni i viku og þar fyrir utan reynum við að æfa og/eða keppa hver fyrir sig. Við höfum óskaplega gaman af þessu, enda eru margir sætir sigrar að baki. Sætastir eru sigramir sem unnist hafa með litlum mun og ekki ráðist úrslit fyrr en síðasta skot er búið. Um þessar mundir er fram undan úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna í kvennadeildinni en við enduðum reyndar í öðru sæti í liðakeppninni. Meðalskor liðsins er rúmlega 171 keila í leik og erum við ekki nægi- lega ánægðar með það. í fyrra þegar við urðum íslandsmeistarcLr var meðalskorið á milli 174 og 175,“ seg- ir Ragna. Ú&k TM - HÚSGÖGN Síöumúla 30 - Sími 568 6822 í myndarlegu verðlaunagripasafni Afturgangnanna eru um 60 gripir sem unnist hafa á siöasta áratug. | Dýnur eftir máli, margar gerðir og útfœrslur Sumir segja að keila sé eins og hver önnur fíkn, auðvelt sé að ánetjast henni. DV-myndir Pjetur 3000 m! sýningarsalur Opið: Virka daga: 9-18 Laugardaga: 10 - 16 Sunnudaga: 14 - 16 Ein er sú íþrótt hér á landi sem á sér ekki nema rúmlega áratugs langa sögu en það er keilan („bow- ling“). Iðkendur og keppendur í keilu eru orðnir fjölmargir hérlend- is og hefur íþróttin átt vaxandi fylgi að fagna. í dag er keppt reglulega í viku hverri í 4 karladeildum með 48 liðum og i einni kvennadeild með 10 liðum og lætur nærri að keppendur séu um 500 talsins. Iðkendur keilu hér á landi skipta hins vegar þús- undum ef einnig eru taldir með þeir sem gripa i keilu sér til skemmtun- ar án þess að taka þátt i liðakeppni. Fjölmargir hafa náð töluverðum tökum á íþróttinni og hafa verið sig- ursælir undanfarin ár. Sennilega er þó á fáa hallað þegar því er haldið fram að sigursælasta lið landsins í keilu sé hópur kvenna sem kallar sig Afturgöngurnar. Þær byrjuðu að keppa sem lið veturinn 1987-88 og hafa verið með í deildakeppni kvenna á hverju ári síðan. Á þeim 10 árum sem Afturgöng- urnar hafa keppt í kvennadeildinni hafa þær 9 sinnum orðið íslands- meistarar, 9 sinnum bikarmeistar- ar, 7 sinnum hampað sigri í meist- arakeppni og fjórum sinnum hafa einstaklingar úr hópnum orðið ís- landsmeistarar einstak- linga. Afturgöngurnar eiga einnig íslandsmet 14x1, 4x2 og 4x3 leikjum. Verðlauna- safn liðsins er orðið ansi myndarlegt, í því eru 60 verðlaunagripir fyrir utan alla verðlaunapening- ana. Hið myndarlega verðlaunasafn liðsins getur að lita á myndinni hér neðar á siðunni. Fljót að fá bakteríuna Ragna Matthí- asdóttir, ritari hjá ístaki, hefur verið leikmaður í Aftur- göngunum frá upp- hafi. „Það var eigin- lega hálfgerð tilviljun að ég fór að spila keilu Kunningi minn plataði mig einu sinni með sér að prófa og eftir að hafa farið tvisvar með honum varð ekki aft- Fram undan... 28. mars: Marsmaraþon Hlaupið hefst klukkan 11.00 á Seltjarnamesi. Upplýsingar um hlaupið gefur Pétur Frantzson í síma 551 4096. 23. apríl: Víðavangshlaup ÍR Hlaupið hefst Wukkan 13.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vega- ■ lengd er 5 km með tímatöku. / Fiokkaskipting eftir kynjum. Keppnisflokkar í sveitakeppni eru íþróttafélög, skokkklúbbar og opinn flokkur. Allir sem Ijúka keppni fá verðlaunapen- I ing. Verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum aldursflokki. Boðið verður upp á kaffihlaðborð eftir | hlaup. Skráning í Ráðhúsinu : frá klukkan 11.00. Upplýsingar gefa Kjartan Árnason í síma | 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í s. 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í s. 565 6228. 23. apríl: Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Hlaupið hefst á Víðistaðatúni | í Hafnarfirði. Vegalengdir eru 1 km, 1,4 km og 2 km með tíma- 1 töku og flokkaskiptingu bæði kyn. Sigurvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- ingar gefur Sigurður Haralds- son í síma 565 1114. 23. apnl: Víðavangshlaup Vöku Upplýsingar um hlaupið gef- ur Aðalsteinn Sveinsson í síma 486 3304. 26. apríl: ísfuglshlaup UMFA Hlaupið hefst við íþróttahús- | ið að Varmá, Mosfellsbæ. : Skráning og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 9.30. Vegalengdir 3 km án tíma- töku (hefst klukkan 13.00) og 8 km með tímatöku og sveita- keppni (hefst kl. 12.45). Sveita- 1 keppni: opinn flokkur, 3 eða 5 í I hverri sveit. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Upplýsingar I gefur Kristín Egilsdóttir í síma 566 7261. Marsmaraþonið er í næstu viku: Spennandi fyrir áhorfendur Næsta laugardag fer fram fyrsta heilmaraþonkeppnin hér á landi sem haldin hefur verið að vetr- arlagi, Marsmaraþonið 28. mars. Búist er við fjölmörgum þátttakend- um í hlaupið en skipuleggjendur þess telja að keppendur verði eitt- hvað yfir annan tuginn. Það verður að teljast verulega góð þátttaka að svo margir skuli treysta sér í svo erfitt hlaup á þessum tíma ársins. Eflaust verður mjög spennandi fyrir áhorfendur að fylgjast með hlaupinu. Það verður ræst klukkan 11 á Seltjarnarnesi og hægt er að fylgjast með keppendum á mörgum stöðum. Við Ægisíðu verður upplýs- ingarúta þar sem fylgst verður með stöðunni en á hverri drykkjarstöð eru farsímar og gefnar þaðan upp- lýsingar um innbyrðis stöðu kepp- enda. Upplagt er einnig að fylgjast með hlaupinu frá einhverri drykkj- arstöðvanna á leiðinni, til dæmis við Gullinbrú eða veitingastaðinn Sprengisand. Hlaupurunum er það mikils virði að fá hvatningu frá áhorfendum á leiðinni. Umsjón ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.