Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Side 52
60 LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 idge Undankeppni Landsbankamótsins í sveitakeppni: Fjörutíu sveitir spila um tíu úrslitasæti Landsbankamótiö í sveitakeppni hófst í gær með riðlakeppni þar sem tvær efstu sveitimar úr fimm riðl- um komast í úrslitakeppni um ís- landsmeistaratitiiinn í bridge. Umsjón Stefán Guðjohnsen Flest kjördæmi landsins eiga full- trúa í undanúrslitakeppninni og verður hart barist um úrslitasætin. Riðlaskiptingin hefur áður birst í fréttum en til gamans skal hér reynt að spá fyrir um hvaða sveitir hreppi úrslitasætin. {$,kák_ í A-riðli eru mEU'gir um hituna en telja verður nokkuð öruggt að sveit Arnar Amþórssonar hreppi annað úrslitasætanna. Hitt sætið er nokk- uð opnara en af persónulegum ástæðum ætla ég að spá því, að sveit Eurocard hreppi það. í B-riðli virðast úrslit nokkuð ör- ugg, þar verða í tveimur efstu sæt- um sveit StiUingar og sveit Ásgríms Sigurbjömssonar frá Sigluflrði. I C-riðli virðast úrslit einnig ráð- in, en þar eiga sveitir Samvinnu- ferða/Landsýnar og Roche að vera nokkuð ömggar. í D-riðli er líklegt aö sveitir Granda og Marvins hreppi tvö efstu sætin, þótt sveitir Nota-Bene og Sparisjóðs Mýrasýslu gætu þvælst fyrir. í E-riðli em tvö efstu sætin frá- tekin af núverandi íslandsmeistur- um, sveit Kaupþings Norðurlands og sveit Landsbréfa. Þriðja umferð hefst kl. 11 í dag og eru margir áhugaverðir leikir í henni. M. a. spila sveitir Arnar Am- þórssonar og Eurocard í A-riðli, sveitir Stillingar og Ásgríms Sigur- bjömssonar í B-riðli, sveitir Sam- vinnuferða/Landsýnar og Roche í C-riðli. Sannarlega spennandi um- ferð og er ástæða til þess að hvetja áhorfendur til þess að mæta en spil- að er í Bridgehöllinni við Þöngla- bakka. Við skulum að lokum skoða eitt skemmtilegt spil frá íslandsmótinu 1996. V/0 * AK10973 * K84 * KD10 4 10 4 DG64 * AG76 ♦ G62 4 AG N 4 eyöa rn 932 4 A543 4 KD9642 Eiturútspil Aöalsteins gerði út um samninginn strax en þaö var hjarta- drottningin. 4 852 4» D105 ♦ 987 4 8753 Spilið kom fyrir í leik milli VÍB og núverandi Islandsmeistara. N-s voru Matthías Þorvaldsson og Aðalsteinn Jörg- ensen, en a-v Pétur Guðjónsson og Anton Haraldsson. Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður 14 pass 1G pass 2 4 pass 3 4 pass 3 G Allir pass. Eiturútspil Aðalsteins gerði út um samninginn strax en það var hjartadrottningin. Við hitt borðið spiluðu Öm og Guðlaugur 3 lauf og unnu fimm og töpuðu 7 impum. Sveit Amar verður samt af glæs- iútspilum Aðalsteins í undankeppn- inni í dag, því hann og Sigurður Sverrisson eru fjarri góðu gamni. Þeir em famir til Reno í Bandaríkj- unum til þess að spila í Vorlands- móti Bandaríkjamanna. Vonandi gengur þeim vel þar. Reykjavíkurskákmótið: Þröstur tefldi bestu skákina í hópi erlendu stórmeistaranna á átjánda Reykjavíkurskákmótinu voru tveir Bandaríkjamenn og þeir gerðu sér lítið fyrir og urðu í tveim- ur efstu sætunum. Lcury Christian- sen tók forystuna strax í upphafi og hélt henni til loka. Nick de Firmian varð í 2. sæti en þriðja sæti hreppti danski stórmeistarinn Curt Hansen. Hann varð jafnframt efstur Norður- landabúa en Reykjavíkurskákmótið var fyrsta mótið í nýrri hrinu nor- rænu VISA-bikarkeppninnar. ís- lensku keppendurnir áttu marga góða spretti en náðu ekki að blanda sér í baráttuna um efstu sætin að þessu sinni. Umsjón| Jón L Ámason __________ Þeir þremenningar sem skiptu með sér verðlaunasætum eru ís- lendingum að góðu kunnir og hafa allir teflt hér á landi áður og oftar en einu sinni. Larry Christiansen tefldi hér síðast á Reykjavíkurskák- móti fyrir átta árum og þá gekk allt á afturfótunum hjá honum. Nú sner- ist stríðsgæfan honum í vil og „sig- urvegaraheppnin" fylgdi honum í nokkrum skákanna. Vond staða gegn Nijboer í byrjun mótsins sner- ist t.d. skyndilega við eftir grófan af- leik Hollendingsins og í æsispenn- andi skák við Svíann Hector tókst Bandaríkj amann- inum að kreista fram vinning í löngu endatafli. í næstsíðustu um- ferð stóð Christi- ansen lakar að vígi gegn Akesson en þegar tími Svíans var orðinn naum- ur sættist hann á jafntefli. Christian- sen tryggði sér síð- an sigurinn með því að halda jöfnu í lokaumferðinni gegn Ivan Sokolov, stigahæsta manni mótsins. De Firmian er vel að 2. sætinu kominn en miklu skipti þó heppnis- sigur móti Ivan Sokolov í 6. um- ferð. Hann er nú búsettur í Kaup- mannahöfn ásamt fjölskyldu sinni en hann á danska konu og ársgamlan son, sem voru hon- um til aðstoðar á mótinu. Larry Christiansen á ætt- ir að rekja til danskra innflytj- enda, þannig að Danir geta með sanni sagst eiga svolítið í öllum sigurvegurunum þremur. íslensku stórmeistararnir voru langt frá sínu besta. Þröstur Þór- hallsson tefldi frísklegast þeirra og Larry Christiansen sigraði á 18. Reykjavíkurskákmótinu. Hann tefldi hér síöast á Reykjavíkurskákmóti fyrir átta árum en þá gekk allt á afturfótunum hjá honum. meðal annars bestu skák mótsins að dómi Christiansens - magnaða skák við Ivan Sokolov. Þröstur átti einnig unnið tafl í síðustu umferð- inni móti Miles, en Miles er háll sem áll og slapp með skrekkinn. Jón Viktor stóð sig vel, Björgvin Jóns- son sýndi góða takta og Bragi Hall- dórsson tefldi mjög vel, þótt upp- skeran hefði að ósekju mátt vera meiri. Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir mótshaldinu og gerði það með sóma, undir öruggri stjórn Ríkharðs Sveinssonar, formanns félagsins. Mótið var hið skemmtilegasta á að horfa og að jafnaði var nokkur fjöldi áhorfenda aö fylgjast með skákun- um, þrátt fyrir að umfjöllun fjöl- miðla hefði verið í slakasta lagi. Lítum á stöðu efstu manna: 1. Larry Christiansen (Bandar.) 7,5 v. af 9 mögulegum. 2. Nick de Firmian (Bandar.) 7 v. 3. Curt Hansen (Danmörku) 6,5 v. 4. -10. Ivan Sokolov (Bosníu), Igors Rausis (Lettlandi), Raif Akesson og Jesper Hall (Svíþjóð), Christopher Ward og Nigel Davies (Englandi) og Stefan Kindermann (Þýskalandi) 6 v. 11.-21. Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson og Jón Viktor Gunnars- son, Heikki Westerinen (Finnlandi), Johnny Hector og Slavko Cicak (Sví- þjóð), Simen Agdestein og Einar Gausel (Noregi), Joseph Gallagher og Anthony Miles (Englandi) og Kar- el van der Weide (Hollandi) 5,5 v. 22 - 29. Björgvin Jónsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Heini Olsen (Fær- eyjum), Friso Nijboer (Hollandi), Ti- ger HiHarp-Persson (Svíþjóð), Erling Mortensen (Danmörku), Neil Brad- bury og Stuart Conquest (Englandi) 5 v. 30-38. Jón G. Viðarsson, Bragi Halldórsson, Arinbjörn Gunnarsson, Kristján Eðvarðsson, Jón Árni Hall- dórsson, Mikhail Ivanov (Rússlandi), John Richardsson (Englandi), Rune Djurhuus (Noregi) og Rogvi Rasmus- sen (Færeyjum) 4,5 v. Hvltt: Ivan Sokolov Svart: Þröstur Þórhallsson Slavnesk vörn. 1. c4 e6 2. d4 d5 3. Rf3 RfB 4. Rc3 c6 5. Bg5 h6 6. Bh4 Oftar er hér skipt upp á f6, enda felur texaleikurinn í sér háska- lega peðsfóm. 6. - dxc4 7. e4 g5 8. Bg3 b5 9. h4 g4 10. Re5 Bb4 11. f3 Rh5 Betra en 11. - gxf3 12. Dxf3 og hvíta taflið lifnar við. 12. Bf2 Da5 13. Dd2 g3 14. Be3 f6 15. Rg4 f5 16. Re5 Eftir 16. exf5 exf5 17. Re5 má svara 17. - f4 með 18. Rg6! en 17. - Be6 þess í stað gefur svörtum gott tafl. 16. - f4! 17. Bgl Svartur hefur gerst býsna að- gangsharður á kóngsvængnum og nú verður biskupinn að hrökklast upp í borð. Þetta hamlar eðlilegri liðsskipan hvits. 17. - Bb7 18. Hcl Hg8 19. a3 Bd6 20. Rg4 Rd7 21. Dc2 0-0-0 22. Rxh6 Hg7 23. Be2 c5! Þegar sýnt er að hviti kóngurinn muni hvergi finna sér skjól freistar Þröstur þess eðlilega að opna taflið. 24. d5 exd5 25. Rf5 Hg6 26. e5? Nú gerist Sokolov of gírugur. Hann skynjar taktíska möguleika sem fólgnir eru í því að nú opnast skálína drottningarinnar að hrókn- um á g6, eða hún getur sagt skák á f5 sem stefnir lífi riddarans á h5 i hættu. En Þröstur á einnig hótanir í stöðunni og þær sýnu hættulegri. Chervolet Taho LT V8 '95, ekinn 40 þús. mílur, (þjónustub.), grænn, ssk., ABS, rafm. í öllu, hraðast., ljós leðurinnr., sumar- og vetrardekk. Glæsilegur bíll. Verð 3.650.000, sk. ódýrari. Til sýnis á Litlu Bílasalan sími 552 7770. Hvítur varð að reyna 26. exd5. 26. - Rxe5! 27. Rxd6+ Hdxd6 28. Bxc5 Ef 28. Df5+ Hge6 29. Dxh5 Rd3+ 30. Kdl og nú t.d. 30. - Rxcl 31. Kxcl b4 og vinnur. 28. - Hde6 29. Kfl d4! 30. Bxd4 30. - Rxf3! 31. Bxf3 Bxf3 32. Df5 Ekki gengur 32. gxf3 vegna 32. - g2+ og hrókurinn fellur. 32. - a6 33. a4 Dd8 34. Dc5+ Hc6 35. Df5+ Hce6 36. Dc5+ Hc6 37. Df5+ Hge6! 38. gxf3 Dxd4 39. Hc2 b4 Einfaldara virðist 39. - Rg7! T.d. 40. Dd5 Dd3+ 41. Dxd3 cxd3 42. Hd2 b4 43. Re4 Hxe4 44. fxe4 f3 o.s.frv. 40. Rd5 b3 41. Re7+ Kb7 42. Rxc6 g2+ Eða 42. - Hxc6 sem vinnur einnig. 43. Kxg2 Dg7+ 44. Dg5 Hg6 45. Rd8+ Ka8 46. Re6 Dg8! Án þessa leiks hefði sigrinum verið stefnt í tvísýnu. 47. He2 Hxg5+ 48. hxg5 Rg3 49. g6 Rxe2 50. g7 Dxe6 51. Hh6 Df7 52. Hh8+ Kb7 53. g8=D Dxg8 54. Hxg8 c3! 55. Hg7+ Kc6 - Og nú gafst Sokolov upp. Atkvöld Hellis Taflfélagið Hellir stendur fyrir at- skákkvöldi næstkomandi mánudag, 23. mars. Þessi kvöld hafa notið mikilla vinsælda. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir með 5 mínútna umhugsunartíma og síðan þrjár at- skákir, með 20 mínútna umhugsun- artíma. Verðlaun eru máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu, auk þess sem dregið verður úr hópi keppenda af handahófl um annan málsverð fyrir tvo á sama stað. Allir eiga þar jafna möguleika, án tillits til árangurs í mótinu. Mótið hefst kl. 20 og ef teflt í Hell- isheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd (gengið inn hjá Bridgesambandinu og Keilu í Mjódd).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.