Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Qupperneq 55
I>V LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 63 Hinrik Guðmundsson Hinrik Guðmundsson bruggunar- verkfræðingur, Heiðargerði 13, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Hinrik fæddist á Þórarinsstöðum í Hrunamannahreppi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1938 og próf- um í bruggunarverkfræði frá TH í Múnchen 1942. Hinrik var verkfræðingur hjá Stralsundische Vereinsbrauerei í Stralsund í Þýskalandi 1942^43, hjá De Forenede Bryggerier A/S í Kaupmannahöfn 1943^45, verk- smiðjustjóri hjá Ölgerðinni Agli Skallagrimssyni hf. í Reykjavík 1946-53, var framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Islands frá 1953 og annaðist jafnframt daglegan rekstur Stéttarfélags verkfræðinga, lifeyrissjóðs Verkfræðingafélags Is- lands til 1980 og tímarits Verkfræð- ingafélagsins. Hinrik sat í stjóm líf- eyrissjóðs VFÍ 1954-79, er félagi í Club ausland- ischer Weihenstephaner, félagi erlendra stúdenta í bruggunarverkfræði við TH um allan heim og var formaður félagsins 1941^42. Hann gerði stofn- kostnaðar- og reksturs- áætlanir fyrir sykur- hreinsunarstöð á íslandi með hagnýtingu jarð- varma fyrir augum 1962-75 og beitti sér fyrir nánari athugun þessa möguleika 1975-78. Þá stofnaði hann, ásamt öðrum, Áhugafélag um sykuriðnað hf. 1978 til þess að vinna að fullnað- arathugun þessa máls í samvinnu við Finnska Socker AB. Hann var formaður Áhugafélags um sykur- iðnað hf. frá 1978. Hinrik er heiðursfélagi Verkfræðingafélags ís- lands frá 1992 og heiðurs- félagi Stéttarfélags verk- fræðinga frá 1994. Fjölskylda Hinrik kvæntist 19.2. 1944 Judith A. Guð- mundsson, f. á Skipanesi í. Færeyjum 12.6. 1917, húsmóður. Hún er dóttir Joen Frederik Skibenæs, f. 13.7. 1883, d. 3.3. 1955, kaupmanns á Skipanesi í Færeyjum, og k.h., Jóhönnu Jacob- sen Skibenæs, f. 3.10. 1878, d. 14.5. 1976, húsmóður. Börn Hinriks og Judith eru Guð- mundur, f. 14.6. 1944, listmálari; Jó- hann, f. 28.11. 1945, bókasafnsfræð- ingur á ísafirði, kvæntur Sigríði Steinunni Axelsdóttur kennara. Foreldrar Hinriks voru Guð- mundur Kristinn Ögmundsson, f. 29.7. 1888, d. 20.5. 1952, bóndi á Hofi á Skagaströnd og víðar, síðar mál- ari í Reykjavík og gipssteypumaður hjá Einari Jónssyni myndhöggvara og kona Guðmundar, Margrét Hin- riksdóttir, f. 6.10. 1892, d. 19.3. 1963, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Ögmundar Sveinbjömssonar, bónda á Þórar- insstöðum í Hrunamannahreppi, og k.h., Jóhanna Guðmundsdóttir frá Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Margrét var dóttir Hinriks Magn- ússonar, að Orrastöðum í Ásum í Austur-Húnavatnssýslu, síðar að Tindum í Svínavatnshreppi og loks að Hofi á Skagaströnd, og k.h., Sól- veigar Eysteinsdóttur. Hinrik Guömundsson. Aðalsteinn D. Stefánsson Aðalsteinn Dalmann Stefánsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, Kóngsbakka 6, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Starfsferill Aðalsteinn fæddist á Akureyri og ólst þar upp til sex ára aldurs en síðan í Sandvík í Bárðardal til fimmtán ára aldurs. Hann var í Barnaskólanum í Bárðardal og síð- an í unglingaskólanum í Ljósa- vatnshreppi. Aðalsteinn flutti með móður sinni og fósturfóður í Garðabæinn er hann var fimmtán ára. Þar gekk hann í Gagnfræðaskóla Garðabæj- ar, stundaði síðan nám við Iðnskól- ann í Hafnarfirði og lauk prófum þaðan, lærði húsgagnasmíði hjá Ingvari og Gylfa og lauk sveinsprófi í þeirri grein. Aðalsteinn starfaði í Trésmiöj- unni Víði í sjö ár, vann hjá Ingvari og Gylfa í þrjú ár, starfaði síðan hjá Húsasmiðjunni í fimm og hálft ár en hefur verið starfsmaður Reykja- víkurborgar sl. þrjú ár. Fjölskylda Aðalsteinn kvæntist 7.7. 1984 Þór- dísi Másdóttur, f. 30.7. 1958, sjúkra- liða. Hún er dóttir Más Ársælsson- ar, kennara við Tækniskóla íslands, og k.h., Lilju Kristjánsdóttur, rann- sóknarmanns við Lyfjaverslun rík- isins. Börn Aðalsteins og Þórdísar eru Hildur Að- alsteinsdóttir, f. 15.11. 1983, nemi; Valný Aðal- steinsdóttir, f. 2.6. 1985, nemi; Ottó Freyr Aðal- steinsson, f. 14.9. 1989; óskírð Aðalsteinsdóttir, f. 7.3. 1998 Hálfbróðir Aðalsteins er Gunnar Hrafn Gunn- arsson, sölumaður hjá Póstdreifingu, búsettur í Reykjavík. Hálfsystkini Aðal- steins, sammæðra, eru Inga Hildur Yngvadóttir, f. 28.2. 1964, snyrtisér- fræðingur, búsett í Garðabæ; Gunn- ar Jón Yngvason, f. 20.6. 1965, fyrir- tækjasali, búsettur í Reykjavík; Þóra Valný Yngvadóttir, f. 7.11. 1966, markaðs- og ferða- málafræðingur, búsett í Englandi. Foreldrar Aðalsteins: Stefán Manasesson, f. 25.3. 1925, nú látinn, verkamaður í Reykjavík, og Ástheiður Guðmunds- dóttir, f. 27.6. 1940, hús- móðir. Fósturfaðir Aðalsteins var Yngvi M. Gunnars- son, f. 23.6. 1915, nú látinn, bóndi að Sandvík, síðar verkamaður, búsett- ur í Garðabæ. Aðalsteinn og Þórdís halda upp á afmælið síðar. Aðalsteinn Dalmann Stefánsson. Bílakynning hjá B&L um helgina: Fjölnotabílar frá Kóreu Bifreiðar og landúnaðarvélar kynna um helgina tvo kóreska Hyundai-fjölnotabíla, Atos, sem er lítill en rúmgóður bíll, svipaðrar stærðar og Mercedes Benz, gerð A, og annan stærri, Hyundai H1 sem er 7 manna fjölskyldu- og ferðabíll. Atos-billinn er mjög rúmgóður miðað við ytri mál og hannaður með þarfir fjölskyldufólks og ann- arra sem þurfa á bil að halda með miklu alhliða notagildi. H1 bíllinn er nokkru stærri og innréttingu hans og stólaskipan má breyta og raða upp á marga vegu eftir þörfum. Minni bíllinn kostar frá tæplega 940 þúsundum og upp undir milljón. Sá stærri kostar frá 2.048 þús. krónum. -SÁ Nýjustu íþróttafréttir, úrslit og spennandi umfjöllun. Alla mánudaga segir allt sem segja þarf 0mæli Hl hamingju með afmælið 22. mars 95 ára Ingibjörg Kristmundsd., ljósmóðir frá Drangsnesi, nú til heimilis að Skjólbraut la, Kópavogi. Eiginmaður Ingibjargar var Jón Guðmundsson sem lést 1971. Hún tekur á móti gestum í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8, Kópavogi, sunnud. 22.3. kl. 15.00-19.00. 80 ára Sofíía Jónsdóttir, Sævangi 15, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Jón Vignir Jónsson forstjóri. Þau taka á móti gestum í Skútunni í Hafnarfirði, sunnud. 22.3. eftir kl. 15.00. Ingvi Ámason, Eyrarvegi 27a, Akureyri. Laufey Guðlaugsdóttir, Mýrargötu 18a, Neskaupstað. 75 ára Guðlaug Helga Meyvatnsdóttir, Höfða, Akranesi. Hún er að heiman á afmælisdaginn. Agnar Tómasson, Laxagötu 8, Akureyri. Torfi Þ. Guðbrandsson, Bogahlíð 12, Reykjavík. 70 ára Eiríkur Kúld Jóhannsson, Brekkugötu 21, Akureyri. Gerður Gunnlaugsdóttir, Ljósheimum 12a, Reykjavík. Guðmundur Sigjónsson, Bröttugötu 3, Vestm.eyjum. Gunnar Kristjánsson, Baugholti 12, Keflavík. Sigríður Böðvarsdóttir, Árgötu 12, Húsavík. Sigurður Eiríksson, Garöafelli, Eyrarbakka. 60 ára Arnbjörg Þórðardóttir, Kirkjuvegi 33, Selfossi. Eiginmaður hennar er Guðmundur Jóhannsson. Þau taka á móti gestum í félagsheimili Karlakórs Selfoss, Gagnheiði 3, sunnud. 22.3. eftir kl. 15.00. Herta J. Ágústsdóttir, Oddabraut 15, Þorlákshöfn. Margrét S. Guðjónsdóttir, Laugavegi 60, Reykjavík. Örn Einarsson, Einholti 3, Akureyi’i. 50 ára Albert Sigtryggsson, Barmahlíð 5, Reykjavík. Ámi Sædal Geirsson, Brautarholti 10, ísafirði. Bjarni Magnússon, Neðstaleiti 9, Reykjavík. Guðríður Hannesdóttir, Brekkustíg 7, Ólafsvík. Helga Benediktsdóttir, Þórufelli 6, Reykjavik. Kristjana J.Ragnarsdóttir, Breiöuvík 7, Reykjavík. Ómar Jóhannsson, Barónsstíg 51, Reykjavík. Sigurbjörn Jóhannsson, Lindargötu 12, Siglufirði. 40 ára Stefán Ragnar Jónsson, Vesturbrún 17, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum að heimili sínu sunnud. 22.3. milli kl 15 og 18. Ámi Stefán Árnason, Sandbakka 9, Höfn. Flosi Guðmundsson, Stóragerði 11, Reykjavík. Jóhann Geirsson, Bjarmastíg 1, Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.