Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Side 8
MÁNUDAGUR 23. MARS 1998 8 Ibrahim Rugova, leiðtogi albanska meirihlutans í Kosovohéraði í Serbíu og eini frambjóðandinn til embættis forseta, greiddi atkvæði sitt í Pristina í gær. eftir að hann greiddi atkvæði. Talning atkvæða hófst um leið og kjörstöðum var lokað en ekki er búist við bráðabirgðaúrslitum fyrr nú með morgninum. Kjörstjórn sagði að aðeins hefði komið til minni háttar orðaskipta við serbnesku lögregluna. Kjörsókn var allt að 95 prósent í sumum kjör- deildum. Serbnesk yflrvöld höfðu lýst kosn- ingarnar ólöglegar og vestræn ríki, sem styðja sjálfstjórn Kosovo en ekki sjálfstæði, höfðu ráðið albanska meirihlutanum frá því að’ halda þær. Tadej Rodiqi, forseti kjörstjómar, varði kosningamar og sagði að meiri- hluti íbúanna í Kosovo hetði lýst yfir vilja sínum. Níutíu prósent íbúa Kosovohéraðs eru af albönsku bergi brotin. Reuter rTil leigu Somhomutjöld Folleg og sterk. Henta Tení ijQidQicigQn Skcmmtilegt Dolbrekku 22, sími 544 - 5990 Einn sá öflugasti! D0D6E RAM • Árgerð '95 • Ekinn 49.000 km • Breyttur fyrir 38" og 44" • 38" og 44" dekk fylgja • ARB-drÍf læsingar ifiaman og aflanl • Auka-rafkerfi • Auka-bensfnslankur 250 L • Spil - færanlegt • Auka-b ensf nsmi ðstöð, blástur afturí og frammí • Úflugir Ijóskastarar • Fjarstýrt leitarljós • CB fm/am og SSB-talstðð • Dráttarbeisli • Sér-startkerfi • Geislaspilari og útvarp • Fullkomið GPS-tæki • Black box CBS tengi f/fartölvu m/ MacLand • Stillanlegir KONI-demparar • Rafdrifin trappa og margt fleira Þar sem jepparnir fást VAGNHÖFDA 23 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587-0-587 Þýskir kratar juku fylgiö Þýskir jafnaðarmenn juku fylgi sitt verulega í sveitarstjórnarkosn- ingum í Slesvík-Holtsetalandi í norðanverðu Þýskalandi í gær. Samkvæmt opinberri könnun í sjö- tíu kjördeildum fá jafnaðarmenn 42,5 prósent atkvæða en fengu 39,5 prósent í kosningunum fyrir fjór- um ámm. Kristilegir demókratar Helmuts Kohls kanslara fá 39 prósent, sam- kvæmt könnuninni, en fengu 37,5 prósent síðast. „Þetta eru mjög góð úrslit,” sagði Heide Simonis, forsætisráðherra sambandsríkisins og framákona í flokki jafnaðarmanna. Dregið úr fram- boði á hráolíu Olíuríkin Sádi-Arabía, Venesú- ela og Mexíkó tilkynntu í gær um fjölþjóðlega áætlun sem miðar að því að draga úr framboði á hráol- íu um tvær milljónir tunna á dag. Vonast er til að með því verði hægt að knýja fram hærra verð á mörkuðum. Þetta er niðurstaða tveggja daga leynifundar í Riyadh í Sádi-Arabíu. Búist við að Titanic sigri AJlt er nú klárt i Hollywood fyr- ir óskarsverðlaunaafhendinguna í kvöld. Sérfræðingar veðja á að stórmyndin Titanic, sem hefúr halað inn meiri peninga en nokk- ur önnur mynd, verði fyrir valinu sem besta kvikmyndin. Ekki er þó á vísan að róa þar sem ósk- arsverölaunin eru. Jack Nicholson er talinn sigur- stranglegastur í kapphlaupinu um óskarinn fyrir bestcm leik í aðalhlutverki karla. Utlönd Abanar í Kosovo viröa bann Serba aö vettugi: Kusu forseta og eigið þing Albanski meirihlutinn í Kosovohéraði í Serbíu gekk að kjör- borðinu í gær og kaus sér bæði for- seta og þing. Búist er við að kosn- ingarnar styrki enn kröfur meiri- hlutans um sjálfstæöi frá Serbíu. „Við greiddum atkvæði um ríki okkar, lýðræðið, frið og frelsi,” sagði Ibrahim Rugova, leiðtogi LSK- flokks- ins og eini forsetaframbjóðandinn, Stuttar fréttir DV Joensen endurkjörinn Edmund Joensen, lögmaður í Færeyjum, var óvænt endurkjör- inn formaður Sambandsflokksins aðfaranótt laugardagsins með sex atkvæða mun. Flokksmenn höfðu áður tilkynnt honum að þeir vildu hann ekki lengur í forustu og því boðaði lögmaður til kosn- inga í lok apríl. Flugvél út af Þrír týndu lífi þegar Airbus- flugvél fór út af flugbraut eftir lendingu á Filippseyjum í gær. Flugvélin rann á kofaþyrpingu skammt frá flugbrautarendanum. Snöggir í írak Richard Butler, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í írak, hét því í Bagdad í gær að afvopnunar- sérfræðingar yrðu snöggir að ljúka störfum sínum ef irösk stjórnvöld yrðu áfram jafn samvinnuþýð og að undanfórnu. Gegn rasisma Þúsundir manna gengu um götur Brussel í gær til að mót- mæla kynþattafordómum og kröfðust þess að innflytjendur fengju að kjósa í sveitarstjómar- kosningmn. Finnar á leið í NATO Finnar eru hægt og sígandi á leið inn í Atlantshafsbandalagið (NATO) og ganga hugsanlega í það um aldamótin, að sögn for- manns varnarmálanefndar finnska þingsins. Ekki vongóðir Deilendur á Norður-írlandi voru ekki vongóðir í gær um að úrslitatilraun til að koma á friði mundi lánast á næstunni. Sprengja fannst Lögreglan á Irlandi fann gríð- arstóra sprengju sem nota átti til hryðjuverka norðan landaúiær- anna. Páfi í vígahug Jóhannes Páll páfi las stjóm- málamönnum í Nígeríu pistil- inn í gær og sagði að það ætti ekki að líðast að þeir sem minna mættu sín væm ofsóttir og beittir valdníðslu. Páfi hvatti Nígeríumenn til að reyna að koma í veg fyrir mannréttinda- brot. Lofthernaður gegn eidi Brasilísk stjórnvöld ætla að hefja lofthemað gegn gífurlegum skógareldum sem loga stjórn- laust á Amazonsvæðinu norðan- verðu. Ellefu lönd Ellefu aðildarlönd Evrópusam- bandsins uppfyfla nú öU skUyrði tU að geta verið með í mynt- bandalaginu þegar frá byrjun á næsta árú. Skýrslur þar um verða birtar á næstu dögum. Ekki Clinton Yoweri Museveni, forseti Úg- anda, segir aö ættbálkahöfð- ingar sem seldu eigið fólk ættu að biðjast afsök- unar fyrir þrælasöluna til Bandaríkj- anna, ekki Clinton forseti. Clint- on er í heimsókn tU sex Afríku- ríkja. Þokast nær Útlit er fyrir að ekki verði af víðtækum verkfóllum í Dan- mörku alveg á næstunni. Deilendur ræða nú saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.