Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1998, Side 11
11 MANUDAGUR 23. MARS 1998 Fréttir Bílrúðufilmur Einn virtasti umferöarsérfræöingur Noregs: Segir ökukennslu tilgangslausa - fráleitt aö álykta svo, segir Óli H. Þórðarson hjá Umferöarráöi DV, Noregi: Mikill hiti er í Noregi vegna fullyrð- inga umferðarsérfræðingsins Rune El- vik um umferðaröryggismál þar í landi. Elvik, sem er mikilsmetinn um- ferðarsérffæðingur í Noregi, lýsir í athyglisverðri grein í dagblaðinu Af- tenposten að ökukennsla sé gagns- laus. Mesta athygli vekur að Elvik segir að enginn munur sé á þeim öku- mönnum sem hafa lært í ökuskólum og tekið þar ströng námskeið og þeim sem hafa bara lært á gamla Skódann hans pabba. Elvik fuliyrðir að verstar séu æfingamar á sérstökum lokuðum brautiun. Fullyrðingar fræðingsins eru byggðar á 1660 skýrslum vegna umferðarslysa í Noregi og erlendum rannsóknum á umferðaröryggi. Eivik leggur einnig megináherslu á tæknilegar lausnir, eins og t.d. betri lýsingu á vegum, betri hálkuleiðbein- rngar og betri vegi. Þá nefnir hann einnig notkun ýmiss konar öryggis- búnaðar. „Ég hef ekki enn séð þessa grein í Aftenposten og fyrstu viðbrögð mín eru að trúa ekki að rétt sé haft eftir Rune Elvik. Fráleitt er að álykta að markviss ökukennsla geri ökumenn ekki mun hæfari til þátttöku í nútíma umferð en það að aka Skódanum hans pabba,“ segir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, að- spurður um málið. Aö skapa öruggari ökumenn „Rune Elvik fuilyrðir ýmislegt sem ástæða er til að staldra við og íhuga betur. En við hér á íslandi trúum því Ysa keypt á metverði - seld samdægurs til Bandaríkjanna Metverð fékkst fyrir aflann úr Steinunni SH 167, alls tæp 600 kíló af ýsu, á fiskmarkaðnum í gær. Þórður Tómasson, eigandi fiskverk- unarhússins Sætopps ehf., greiddi 281 krónu fyrir kílóið, og sagðist hefðu greitt meira fyrir ef þurft hefði því mikill skortur væri á ýsu til útflutnings. Ýsan er seld á allt að 1400 kr. kílóið út úr búð. Þórður flakar ýsuna, roðflettir, pakkar henni ferskri í kassa og sendir hana samdægurs í flugi til Boston. Fiskurinn er því aðeins dagsgamall þegar hann berst til neytenda. Stórfyrirtækið Nordcoast kaupir fiskinn og selur hann í stór- markaði og hótel í Nýja-Englandi. „Það vantar fisk heldur en hitt,“ sagði Þórður. „Ég kaupi af fisk- mörkuðunum og verðlegg það sem ég sendi utan eftir þvi verði sem ég greiði fyrir fiskinn hér heima.“ Þórður sagðist kaupa eins mikið af ýsu og hann gæti, til að mynda hefði hann keypt 3 tonn i gær en annaði samt ekki eftirspum. Sætoppur selur fisk einungis til útlanda, og hann segir að besti fisk- urinn fáist af dagróðrarbátunum, eins og ýsan í gær. Þóröur Tómasson í Sætoppi flakar ýsuna, roðflettir og sendir hana samdægurs til Bandaríkjanna. DV-mynd S. „Þá er hann ferskastur og best- ur,“ sagði Þórður. -Sól. Félagsfundur Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag miövikudaginn 25. mars 1998 Félagsfundur Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags verður haldinn í Kiwanisnúsinu að Engjateig 11, miðvikudaginn 25. mars 1998 Fundurinn hefst kl. 20 Dagskrá: 1. Sameining Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags og Starfs- mannafélagsins Sóknar og Félags starfsfólks í veitingahúsum. Til- laga verður um póstatkvæðagreiðslu um sameiningu meðal félags- manna. 2. Önnur mál Sýnið skírteini við innganginn. Stjórn Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags að fagleg og markviss öku- kennsla skipti miklu máli til að skapa öruggari ökumenn. Við teljum að henni geti fylgt, ef vel er að verki stað- ið, viðhorfsmót- un sem geri það að verkum að ungt fólk verði færara að takast á við umferðina af nokkru öryggi. Það er álit okkar að viðhorf, þekk- ing og þjálfun skipti öllu máli til að það tak- mark náist. Svokölluð leiðbeinenda- þjálfun eða æfingaakstur, sem við höfum tekið upp hér á landi, er tví- mælalaust til bóta. Það á að koma Óli H. Þórðarson - fráleitt að álykta sem svo að markviss öku- kennsla geri ökumenn ekki mun hæfari. sem viðbót við hefðbundna öku- kennslu þannig að nemandinn fái aukna þjálfun í að taka þátt í umferð- inni,“ segir Óli H. í sömu grein og vitnað er til í Aft- enposten segir El- vik að ekki sé hægt að nota slysafjölda sem mælikvarða á ökukennslu. „Það má segja að með þeirri fúllyrðingu sé Elvik að vísa eig- in sjónarmiðum til foðurhúsanna. En umfram allt, gerum við allt sem við get- um til að efla og bæta ökukennslu á íslandi, hvað sem þessi annars ágæti Norðmaður segir,“ segir Óli H. -RR/GK Setjum litaða filmu í bílrúður. Sun-Gardfilma m/ábyrgð. Vönduð vinna. Ásetning með hitatækni. Öryggis (og sólar) filma, glær, lituð eða spegill. ■tv i‘4m '-,31 Gerir glerið 300% sterkara. Vörn gegn innbrotum- fárviðri- jarðskjálfta. Tryggingafélögin mæla með filmunni. sólar (og öryggisfilma) á ruður húsa Stórminnkar hita, glæru og upphitun Eykur öryggi gegn innbrotum, fárviðri og eldi. GLÓI hf. sólar- og öryggisfilma. Dalbrekku 22, Símar 544 5770 & 544 5990 Vitara Diesel er með forþjöppu og millikæli: aflmikill, einstaklega hljóðlátur, lipur í akstri, með miklum staðalbúnaði og öllum þægindum eðaljeppans. Hann er ekta jeppi, upphækkanlegur, sterkbyggður á grind, með háu og lágu drifi, stöðugri fjöðrun og góðu veggripi. Dieselvélin er ein sú kraftmesta á markaðnum og hefur mikið tog (brekkurnar verða leikur einn). Samt eyðir hún einstaklega litlu - þú getur t.d. komist. fram og til baka á milli Akureyrar og Reykjavíkur á innan við einum tanki! VITARA DIESEL 5 dyra VERÐ: Handskiptur 2.180.000 KR. Sjálfskiptur 2.340.000 KR. f ALLIR SUZUKI BILAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. suzukA AFLOG I ÖRYGGIJ SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðasi 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20. sími SS5 15 50. isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.